Hvers vegna nauðgun er versta ofbeldið Sæunn Kjartansdóttir skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Mikil umræða hefur orðið eftir umdeildan dóm Hæstaréttar þar sem sú háttsemi að troða fingrum inn í leggöng og endaþarm konu var skilgreind sem líkamsárás en ekki kynferðisbrot. Forsendur dómsins voru að brotið hefði ekki veitt hinum ákærða kynferðislega ánægju. Ýmsir hafa leitast við að varpa ljósi á lagalega hlið málsins en minna hefur verið fjallað um sálræna hlið þess. Eðlilegt er að spyrja hvort sé verri lífsreynsla, að verða fyrir kynferðisofbeldi eða annars konar líkamsárás, og þá hvers vegna?Veist að mannhelgi Það er margt líkt með kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingum á borð við spörk, högg og aðrar limlestingar. Í öllum tilvikum upplifir þolandi sársauka, niðurlægingu, ótta og vanmátt. Alvarlegustu afleiðingar ofbeldis eru dauði en samkvæmt hegningarlögum kemur nauðgun næst á eftir morði. Hvers vegna? Það sem gerir nauðgun alvarlegri en annað ofbeldi er að veist er að mannhelgi viðkomandi einstaklings. Þegar ein manneskja þröngvar sér inn í líkama annarrar fer hún inn fyrir helgustu mörk hennar. Við slíkan verknað brýtur gerandi sjálfsákvörðunarrétt þolanda á bak aftur og neyðir hann inn í fullkominn vanmátt, hjálparleysi, sársauka og ótta á sama tíma og hann er inni í líkama þolanda. Auk þess að upplifa sig saurgaða eiga margir þolendur erfitt með að treysta öðrum og njóta nándar eftir slíka reynslu. Þannig vegur nauðgun bæði að tilfinningu þolenda fyrir eigin heilleika og trausti til annarra.Áhyggjuefni Nauðgun er ofbeldi þar sem ein manneskja ryðst inn í líkama annarrar. Það er áhyggjuefni að þegar ofbeldið er grímulaust, eins og í fyrrnefndu máli, er það ekki kallað nauðgun. Ég vona að sú niðurstaða byggi ekki á þeirri forneskjulegu hugmynd að nauðganir stafi af óheftri kynhvöt karlmanna. Almenningur þarf að geta treyst því að betri þekking og dýpri skilningur á eðli nauðgana hafi skilað sér inn í æðsta dómstól landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur orðið eftir umdeildan dóm Hæstaréttar þar sem sú háttsemi að troða fingrum inn í leggöng og endaþarm konu var skilgreind sem líkamsárás en ekki kynferðisbrot. Forsendur dómsins voru að brotið hefði ekki veitt hinum ákærða kynferðislega ánægju. Ýmsir hafa leitast við að varpa ljósi á lagalega hlið málsins en minna hefur verið fjallað um sálræna hlið þess. Eðlilegt er að spyrja hvort sé verri lífsreynsla, að verða fyrir kynferðisofbeldi eða annars konar líkamsárás, og þá hvers vegna?Veist að mannhelgi Það er margt líkt með kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingum á borð við spörk, högg og aðrar limlestingar. Í öllum tilvikum upplifir þolandi sársauka, niðurlægingu, ótta og vanmátt. Alvarlegustu afleiðingar ofbeldis eru dauði en samkvæmt hegningarlögum kemur nauðgun næst á eftir morði. Hvers vegna? Það sem gerir nauðgun alvarlegri en annað ofbeldi er að veist er að mannhelgi viðkomandi einstaklings. Þegar ein manneskja þröngvar sér inn í líkama annarrar fer hún inn fyrir helgustu mörk hennar. Við slíkan verknað brýtur gerandi sjálfsákvörðunarrétt þolanda á bak aftur og neyðir hann inn í fullkominn vanmátt, hjálparleysi, sársauka og ótta á sama tíma og hann er inni í líkama þolanda. Auk þess að upplifa sig saurgaða eiga margir þolendur erfitt með að treysta öðrum og njóta nándar eftir slíka reynslu. Þannig vegur nauðgun bæði að tilfinningu þolenda fyrir eigin heilleika og trausti til annarra.Áhyggjuefni Nauðgun er ofbeldi þar sem ein manneskja ryðst inn í líkama annarrar. Það er áhyggjuefni að þegar ofbeldið er grímulaust, eins og í fyrrnefndu máli, er það ekki kallað nauðgun. Ég vona að sú niðurstaða byggi ekki á þeirri forneskjulegu hugmynd að nauðganir stafi af óheftri kynhvöt karlmanna. Almenningur þarf að geta treyst því að betri þekking og dýpri skilningur á eðli nauðgana hafi skilað sér inn í æðsta dómstól landsins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun