Viljum við heilbrigðisþjónustu? Elín Birna Skarphéðinsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Hjúkrunarfræðingar hafa nú einn af öðrum sagt upp starfi sínu. Alls eru þetta vel á þriðja hundrað einstaklingar sem hafa tekið þá þungbæru ákvörðun að segja starfi sínu lausu þar sem þeim er ekki vært í starfi sínu. Barátta hjúkrunarfræðinga snýst vissulega um kaup og kjör. Þá baráttu þekkjum við og skiljum. Í raun er þægilegt að nálgast hana með þeim hætti þar sem krónur og aurar eru fastar staðreyndir sem við þekkjum og skiljum. En þessi barátta snýst í raun um meira en það. Baráttan snýst um samfélagið sem við viljum lifa í og gildismat þess. Sú staðreynd að stór stétt kvenna sé svo kyrfilega negld undir glerþak ríkisins er einkennileg á 21. öldinni. Í vinstri stjórn situr fólk sem löngum hefur barist fyrir jafnrétti og er í lykilstöðu til að gera eitthvað í málunum en svo kemur í ljós að lítið er um efndir stórra orða. Fjölmiðlar hafa fjallað um gjörning heilbrigðisráðherra að ætla að hækka forstjóra Landspítalans verulega í launum nú á haustdögum og sagt þá ákvörðun heilbrigðisráherra vera upphafið af þessum átökum. Það var vissulega kornið sem fyllti yfirfullan mælinn, en ég leyfi mér að fullyrða að það hefði ekki verið nægjanlegt eitt og sér. Meira kemur til, já miklu meira. Hér varð hrun, það dylst engum. Allir hafa axlað auknar byrðar til að láta þetta samfélag ganga. Upp að ákveðnu marki var fólk tilbúið til að taka þann slag en enginn innan heilbrigðiskerfisins, né annars staðar, tekur endalaust við. Álagið á heilbrigðisstofnunum landsins er gegndarlaust og þjónustuskerðing hefur átt sér stað. Það þarf ekkert að efast um það því það gefur augaleið þegar færri hendur vinna fleiri störf. Legutími styttist og veikara fólk er útskrifað með tilheyrandi óvissu, hættu á afturför og endurinnlögn. Þetta hafa starfsmenn og notendur heilbrigðisþjónustunnar margoft rætt. Aukið álag, lélegur aðbúnaður, hömlulaus krafa um að gera hlutina hraðar er ekki bara að sliga starfsfólk heldur eru sjúklingarnir í hættu. Að halda öðru fram er gáleysi gagnvart hagsmunum sjúklinga sem öllum heilbrigðisstarfsmönnum, hvort sem það eru stjórnendur eða aðrir, ber að hafa í huga. Hjúkrunarfræðingar eru málsvarar sjúklinga og faglegur metnaður þeirra liggur í þeirri staðreynd. Ályktanir, greinargerðir og yfirlýsingar frá fagaðilum þess efnis að í óefni sé komið innan heilbrigðiskerfisins hafa engu skilað. Endurtekið skella yfirvöld skollaeyrum við aðvörunum enda má spara mikla peninga til skamms tíma ef samfélagið sleppir því hreinlega að hjúkra sjúkum. Sannarlegur skyndigróði þar. Aftur og aftur senda yfirvöld þau skilaboð að heilbrigðiskerfið sem við höfum hingað til haldið að væri bakbein samfélagsins sé í raun olnbogabarn ríkisstjórnarinnar og ekki þess verðugt að lagt sé í það fjármagn nú þegar við eygjum loks að möguleiki sé á einhverri uppbyggingu samfélagsins. Fyrst eftir hrunið og hin fleygu orð „Guð blessi Ísland" vorum við ringluð og undrandi yfir því að þessi ósköp hefðu skyndilega skollið á okkur. Af hverju sagði enginn neitt? Vissi enginn í hvað stefndi? En eins og við vitum nú var búið að vara menn við. Ályktanir, greinargerðir og yfirlýsingar lágu fyrir þess efnis að bankakerfið stæði á brauðfótum og hrun blasti við ef ekkert væri að gert. Það kom líka á daginn. Þess vegna vil ég setja aðgerðir hjúkrunarfræðinga í þetta samhengi. Hingað til hefur enginn hlustað á varnaðarorðin og þá er lokaráðið að segja upp, vekja athygli á ástandinu og taka þá ákvörðun að vera ekki lengur þátttakandi í þeirri rúllettu sem íslenskt heilbrigðiskerfi er orðið. Þetta er gjörningur til þess fallinn að fá einhvern til að hlusta, bregðast við og berja í brestina sem eru orðnir hættulega margir í íslensku heilbrigðiskerfi. Það kostar pening að reka samfélag. Það er vissulega dýrt að reka heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og að sama skapi er hægt að spara heilmikla fjármuni með því að bjóða upp á takmarkaða, illa mannaða og lélega heilbrigðisþjónustu. Spurningin er hreinlega sú hvernig samfélag við viljum byggja. Viljum við bjóða upp á góða heilbrigðisþjónustu, mannaða færu, vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki eða viljum við bara sleppa því? Það er kominn tími til að gera upp hug sinn. Það er ekki bara stjórnmálamannannanna að gera það. Við sem þjóð þurfum að gera upp hug okkar um hvernig samfélag við viljum. Heilbrigðiskerfið er sameign okkar allra. Látum það ekki molna í höndunum á okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar hafa nú einn af öðrum sagt upp starfi sínu. Alls eru þetta vel á þriðja hundrað einstaklingar sem hafa tekið þá þungbæru ákvörðun að segja starfi sínu lausu þar sem þeim er ekki vært í starfi sínu. Barátta hjúkrunarfræðinga snýst vissulega um kaup og kjör. Þá baráttu þekkjum við og skiljum. Í raun er þægilegt að nálgast hana með þeim hætti þar sem krónur og aurar eru fastar staðreyndir sem við þekkjum og skiljum. En þessi barátta snýst í raun um meira en það. Baráttan snýst um samfélagið sem við viljum lifa í og gildismat þess. Sú staðreynd að stór stétt kvenna sé svo kyrfilega negld undir glerþak ríkisins er einkennileg á 21. öldinni. Í vinstri stjórn situr fólk sem löngum hefur barist fyrir jafnrétti og er í lykilstöðu til að gera eitthvað í málunum en svo kemur í ljós að lítið er um efndir stórra orða. Fjölmiðlar hafa fjallað um gjörning heilbrigðisráðherra að ætla að hækka forstjóra Landspítalans verulega í launum nú á haustdögum og sagt þá ákvörðun heilbrigðisráherra vera upphafið af þessum átökum. Það var vissulega kornið sem fyllti yfirfullan mælinn, en ég leyfi mér að fullyrða að það hefði ekki verið nægjanlegt eitt og sér. Meira kemur til, já miklu meira. Hér varð hrun, það dylst engum. Allir hafa axlað auknar byrðar til að láta þetta samfélag ganga. Upp að ákveðnu marki var fólk tilbúið til að taka þann slag en enginn innan heilbrigðiskerfisins, né annars staðar, tekur endalaust við. Álagið á heilbrigðisstofnunum landsins er gegndarlaust og þjónustuskerðing hefur átt sér stað. Það þarf ekkert að efast um það því það gefur augaleið þegar færri hendur vinna fleiri störf. Legutími styttist og veikara fólk er útskrifað með tilheyrandi óvissu, hættu á afturför og endurinnlögn. Þetta hafa starfsmenn og notendur heilbrigðisþjónustunnar margoft rætt. Aukið álag, lélegur aðbúnaður, hömlulaus krafa um að gera hlutina hraðar er ekki bara að sliga starfsfólk heldur eru sjúklingarnir í hættu. Að halda öðru fram er gáleysi gagnvart hagsmunum sjúklinga sem öllum heilbrigðisstarfsmönnum, hvort sem það eru stjórnendur eða aðrir, ber að hafa í huga. Hjúkrunarfræðingar eru málsvarar sjúklinga og faglegur metnaður þeirra liggur í þeirri staðreynd. Ályktanir, greinargerðir og yfirlýsingar frá fagaðilum þess efnis að í óefni sé komið innan heilbrigðiskerfisins hafa engu skilað. Endurtekið skella yfirvöld skollaeyrum við aðvörunum enda má spara mikla peninga til skamms tíma ef samfélagið sleppir því hreinlega að hjúkra sjúkum. Sannarlegur skyndigróði þar. Aftur og aftur senda yfirvöld þau skilaboð að heilbrigðiskerfið sem við höfum hingað til haldið að væri bakbein samfélagsins sé í raun olnbogabarn ríkisstjórnarinnar og ekki þess verðugt að lagt sé í það fjármagn nú þegar við eygjum loks að möguleiki sé á einhverri uppbyggingu samfélagsins. Fyrst eftir hrunið og hin fleygu orð „Guð blessi Ísland" vorum við ringluð og undrandi yfir því að þessi ósköp hefðu skyndilega skollið á okkur. Af hverju sagði enginn neitt? Vissi enginn í hvað stefndi? En eins og við vitum nú var búið að vara menn við. Ályktanir, greinargerðir og yfirlýsingar lágu fyrir þess efnis að bankakerfið stæði á brauðfótum og hrun blasti við ef ekkert væri að gert. Það kom líka á daginn. Þess vegna vil ég setja aðgerðir hjúkrunarfræðinga í þetta samhengi. Hingað til hefur enginn hlustað á varnaðarorðin og þá er lokaráðið að segja upp, vekja athygli á ástandinu og taka þá ákvörðun að vera ekki lengur þátttakandi í þeirri rúllettu sem íslenskt heilbrigðiskerfi er orðið. Þetta er gjörningur til þess fallinn að fá einhvern til að hlusta, bregðast við og berja í brestina sem eru orðnir hættulega margir í íslensku heilbrigðiskerfi. Það kostar pening að reka samfélag. Það er vissulega dýrt að reka heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og að sama skapi er hægt að spara heilmikla fjármuni með því að bjóða upp á takmarkaða, illa mannaða og lélega heilbrigðisþjónustu. Spurningin er hreinlega sú hvernig samfélag við viljum byggja. Viljum við bjóða upp á góða heilbrigðisþjónustu, mannaða færu, vel menntuðu og metnaðarfullu starfsfólki eða viljum við bara sleppa því? Það er kominn tími til að gera upp hug sinn. Það er ekki bara stjórnmálamannannanna að gera það. Við sem þjóð þurfum að gera upp hug okkar um hvernig samfélag við viljum. Heilbrigðiskerfið er sameign okkar allra. Látum það ekki molna í höndunum á okkur.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun