Græðum Friðrik Rafnsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Flest okkar eiga sér þann draum að búa í friðsælu, öruggu og réttlátu samfélagi en hafa megnustu andstyggð á því gróðabraski og þeirri sjálftöku sem hér var látin viðgangast um árabil og virðist raunar lítið lát vera á þrátt fyrir allar vönduðu rannsóknarskýrslurnar og fögru fyrirheitin. Þegar gróðinn verður markmið í sjálfu sér og gróðafíknin tekur völdin er fjandinn laus eins og alltof mörg nýleg dæmi sanna. Þá bjagast fókusinn gersamlega, menn missa sjónar á því sem mestu skiptir, hugsa eingöngu um eigin stundarhagsmuni. Ef samfélagið kemur sér ekki saman um leikreglur og leiðir til að stoppa þá af lenda þeir úti í móa fyrr eða síðar, hrapa og taka því miður oft marga með sér í fallinu eins og nýliðin hrunsaga hefur sýnt okkur. Orðabækur eru gullnámur tungunnar. Dæmi. Samkvæmt Íslensku samheitaorðabókinni eru samheitin við græðgi þessi: afla, auðgast, ábatast, hafa ábata af, hafa hag af, hafa upp úr krafsinu, hagnast, maka/mata krókinn, vera í gróða, verða ríkur, þéna; nurla saman; lækna. Dásamlegt hvernig sögnin ?lækna? rekur þarna lestina af stakri hógværð, en hún er einmitt lykillinn að þeirri hugarfarsbreytingu sem nú þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Mikilvægur þáttur í henni er að reyna að hlusta hvert á annað, draga úr þeim öskurapahætti sem hefur einkennt umræður hér, vinna saman, tala saman, slíðra sverðin, græða sárin. ?Betra er heilt en gróið,? segir einn þeirra gömlu málshátta sem gengnar kynslóðir hafa látið okkur í té. Íslenskt samfélag er verulega laskað og langt frá því að vera heilt eftir kreppu, illindi og átök undanfarinna ára. Við verðum að læra af þeim myrkraverkum sem hér voru framin og draga það fólk sem þau framdi til ábyrgðar, en gæta þess jafnframt að efnahagskreppan verði ekki að krónískri þjóðarsálarkreppu. Horfa til birtunnar og gróandans sem vorið mun færa okkur. Meginverkefnið sem bíður okkar allra er því að græða íslenskt samfélag, á því græðum við öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga sér þann draum að búa í friðsælu, öruggu og réttlátu samfélagi en hafa megnustu andstyggð á því gróðabraski og þeirri sjálftöku sem hér var látin viðgangast um árabil og virðist raunar lítið lát vera á þrátt fyrir allar vönduðu rannsóknarskýrslurnar og fögru fyrirheitin. Þegar gróðinn verður markmið í sjálfu sér og gróðafíknin tekur völdin er fjandinn laus eins og alltof mörg nýleg dæmi sanna. Þá bjagast fókusinn gersamlega, menn missa sjónar á því sem mestu skiptir, hugsa eingöngu um eigin stundarhagsmuni. Ef samfélagið kemur sér ekki saman um leikreglur og leiðir til að stoppa þá af lenda þeir úti í móa fyrr eða síðar, hrapa og taka því miður oft marga með sér í fallinu eins og nýliðin hrunsaga hefur sýnt okkur. Orðabækur eru gullnámur tungunnar. Dæmi. Samkvæmt Íslensku samheitaorðabókinni eru samheitin við græðgi þessi: afla, auðgast, ábatast, hafa ábata af, hafa hag af, hafa upp úr krafsinu, hagnast, maka/mata krókinn, vera í gróða, verða ríkur, þéna; nurla saman; lækna. Dásamlegt hvernig sögnin ?lækna? rekur þarna lestina af stakri hógværð, en hún er einmitt lykillinn að þeirri hugarfarsbreytingu sem nú þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Mikilvægur þáttur í henni er að reyna að hlusta hvert á annað, draga úr þeim öskurapahætti sem hefur einkennt umræður hér, vinna saman, tala saman, slíðra sverðin, græða sárin. ?Betra er heilt en gróið,? segir einn þeirra gömlu málshátta sem gengnar kynslóðir hafa látið okkur í té. Íslenskt samfélag er verulega laskað og langt frá því að vera heilt eftir kreppu, illindi og átök undanfarinna ára. Við verðum að læra af þeim myrkraverkum sem hér voru framin og draga það fólk sem þau framdi til ábyrgðar, en gæta þess jafnframt að efnahagskreppan verði ekki að krónískri þjóðarsálarkreppu. Horfa til birtunnar og gróandans sem vorið mun færa okkur. Meginverkefnið sem bíður okkar allra er því að græða íslenskt samfélag, á því græðum við öll.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun