Vandi skólastarfs felst ekki í kjarasamningi Ólafur Loftsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Eitt af vandamálum grunnskólans er klisjukenndur málflutningur sumra sveitarstjórnarmanna. Í grein Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur 31. janúar sl. er mikið um klisjur. Borgarfulltrúinn ver stærstum hluta greinar sinnar í að fjalla um hvað kjarasamningur grunnskólakennara sé erfiður og flókinn og lætur í það skína að hann sé eitt helsta vandamál skólastarfs á Íslandi. Þetta er ein elsta og þreyttasta klisja sveitastjórnarmanna. „Stagbættur kjarasamningur", „flókinn" og að „…tilfinning sé sú að hann hindri framþróun og sveigjanleika í skólastarfi með fjölmörgum klásúlum um kennsluskyldu, undirbúningstíma og kennsluafslætti". Allt eru þetta þreyttar og gamlar lummur, settar fram án nokkurs rökstuðnings. Guði sé lof fyrir kennsluskyldu og undirbúningstíma. Það er eina vörn kennara gegn gegndarlausri ásókn sveitarfélaganna um síaukið vinnuframlag kennara. Hið rétta er að kjarasamningurinn kemur hvergi í veg fyrir eðlilegt skólastarf og eðlilega skólaþróun. Allt frá árinu 2004 hefur verið farvegur í kjarasamningi grunnskólakennara fyrir einstaka skóla til að sníða skólastarfið að sínum þörfum. Þeir skólastjórnendur og kennarar sem kjósa að haga störfum sínum með öðrum hætti en kveðið er á um í aðalkjarasamningnum geta það með góðu móti. Frá 2004 hefur þetta verið hægt og af tæplega 170 skólum á landinu hafa 3-5 skólar nýtt sér þetta árlega.Fjármagn vantar Það er ánægjulegt að sjá að það er ekki ágreiningur um að álagið og kröfurnar séu miklar og upptalning á því sem veldur er ágæt hjá borgarfulltrúanum, „kennarar sinni betur stuðningi við börn með sérþarfir, bjóði upp á fleiri iðnkúrsa, þverfaglega kennslu, einstaklingsmiðað nám, tölvukennslu og svo má lengi telja". Þetta er ekki eitthvað sem kennarar „segja", heldur er það staðreynd. Staðreynd sem m.a. kemur fram í niðurstöðum kannana og vinnu rýnihóps á vegum Félags grunnskólakennara og samninganefndar sveitarfélaga. Þessir aðilar lögðu mikinn tíma og peninga í viðamikla könnun og vinnu stórs rýnihóps til að kanna hvernig skólastarfið hefur þróast á síðustu árum. Meginniðurstaða aðila er sú að öðrum verkefnum kennara en kennslu hefur fjölgað mikið, nemendahóparnir eru mun fjölbreyttari og tíminn til að sinna verkefnum er of lítill. Kennarar vinna mun meira en þeir eiga að gera og oft án þess að til komi greiðslur. Ekkert af þessu hefur nokkuð að gera með kjarasamning kennara, eins og klisjufræðingar halda fram. Það vantar fjármagn til skólanna! Ég tek undir með borgarfulltrúanum þegar hann segir að „landsmenn séu sammála um að greiða eigi vel fyrir þetta mikilvæga starf". Ég held að þetta sé rétt en reynsla okkar kennara (eins og reyndar fleiri stétta sem sinna grunnþjónustu hérlendis) er því miður sú að þetta er gjarnan sett fram í blaðagreinum og í hátíðarávörpum en ALDREI sjást neinar vísbendingar um framkvæmdir. Þetta er enn ein klisjan sem sett er fram. Hvenær ætla stjórnmálamenn að standa við stóru orðin? Hver þorir? Það verður gaman að sjá efndir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem m.a. kemur fram að eigi „að ráðast nú þegar í jafnlaunaátak með aðgerðum sem beinast að því að rétta hlut starfsstétta þar sem konur eru í miklum meirihluta".Búnir að fá nóg Í ljósi niðurstöðu vinnu samningsaðila um að verkefnum kennara hafi fjölgað mikið og skort á tíma til að sinna þeim lagði Félag grunnskólakennara fram margar hugmyndir til lausnar vandanum. Allt frá því að byggja skólastarfið upp út frá þörf hvers nemanda fyrir kennslu og aðra þjónustu yfir í að laga ýmis atriði samningsins sem gætu haft áhrif á vandann. Skemmst er frá því að segja að þær hlutu lítinn hljómgrunn hjá viðsemjendunum. Vandamál skólastarfs og grunnskólakennara er ekki kjarasamningurinn. Auðvitað má bæta hann. Grunnvandamálið er vilja- og/eða áhugaleysi sveitarfélaganna til að reka grunnskólann. Sveitarfélögin hafa ekki forgangsraðað í þágu menntunar. Það kostar að halda úti öflugu skólastarfi. Það er búið að skera niður í skólakerfinu ár eftir ár m.a. með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er svo komið að skólastjórnendur eru búnir að fá nóg og nýlega hættu tveir þeirra störfum, þar sem þeir treysta sér ekki til að halda úti lögbundinni kennslu miðað við það fjármagn sem þeir hafa úr að spila. En auðvitað er þetta allt kjarasamningum kennara að kenna! Því miður óttast ég að tækifærið til uppstokkunar sé að glatast. Ekkert af þeim hugmyndum sem fram hafa komið hafa hlotið hljómgrunn og því eru samningsaðilar stopp. Kennarar eru sérfræðingar í öllu því er lýtur að kennslu og hafa sérmenntað sig í því. Þrátt fyrir það eru þeir í stanslausu stappi við sveitarfélögin sem virðast halda að skólinn sé verksmiðja sem er opin frá 8-16. Í þessari verksmiðju vilja þau nota lögmál rekstrar og viðskipta og gera kennara að starfsmönnum við kennslufæribandið. Hvernig stendur á því að flestir sveitarstjórnarmenn virðast hafa miklu meira vit á skólastarfi en kennarar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af vandamálum grunnskólans er klisjukenndur málflutningur sumra sveitarstjórnarmanna. Í grein Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur 31. janúar sl. er mikið um klisjur. Borgarfulltrúinn ver stærstum hluta greinar sinnar í að fjalla um hvað kjarasamningur grunnskólakennara sé erfiður og flókinn og lætur í það skína að hann sé eitt helsta vandamál skólastarfs á Íslandi. Þetta er ein elsta og þreyttasta klisja sveitastjórnarmanna. „Stagbættur kjarasamningur", „flókinn" og að „…tilfinning sé sú að hann hindri framþróun og sveigjanleika í skólastarfi með fjölmörgum klásúlum um kennsluskyldu, undirbúningstíma og kennsluafslætti". Allt eru þetta þreyttar og gamlar lummur, settar fram án nokkurs rökstuðnings. Guði sé lof fyrir kennsluskyldu og undirbúningstíma. Það er eina vörn kennara gegn gegndarlausri ásókn sveitarfélaganna um síaukið vinnuframlag kennara. Hið rétta er að kjarasamningurinn kemur hvergi í veg fyrir eðlilegt skólastarf og eðlilega skólaþróun. Allt frá árinu 2004 hefur verið farvegur í kjarasamningi grunnskólakennara fyrir einstaka skóla til að sníða skólastarfið að sínum þörfum. Þeir skólastjórnendur og kennarar sem kjósa að haga störfum sínum með öðrum hætti en kveðið er á um í aðalkjarasamningnum geta það með góðu móti. Frá 2004 hefur þetta verið hægt og af tæplega 170 skólum á landinu hafa 3-5 skólar nýtt sér þetta árlega.Fjármagn vantar Það er ánægjulegt að sjá að það er ekki ágreiningur um að álagið og kröfurnar séu miklar og upptalning á því sem veldur er ágæt hjá borgarfulltrúanum, „kennarar sinni betur stuðningi við börn með sérþarfir, bjóði upp á fleiri iðnkúrsa, þverfaglega kennslu, einstaklingsmiðað nám, tölvukennslu og svo má lengi telja". Þetta er ekki eitthvað sem kennarar „segja", heldur er það staðreynd. Staðreynd sem m.a. kemur fram í niðurstöðum kannana og vinnu rýnihóps á vegum Félags grunnskólakennara og samninganefndar sveitarfélaga. Þessir aðilar lögðu mikinn tíma og peninga í viðamikla könnun og vinnu stórs rýnihóps til að kanna hvernig skólastarfið hefur þróast á síðustu árum. Meginniðurstaða aðila er sú að öðrum verkefnum kennara en kennslu hefur fjölgað mikið, nemendahóparnir eru mun fjölbreyttari og tíminn til að sinna verkefnum er of lítill. Kennarar vinna mun meira en þeir eiga að gera og oft án þess að til komi greiðslur. Ekkert af þessu hefur nokkuð að gera með kjarasamning kennara, eins og klisjufræðingar halda fram. Það vantar fjármagn til skólanna! Ég tek undir með borgarfulltrúanum þegar hann segir að „landsmenn séu sammála um að greiða eigi vel fyrir þetta mikilvæga starf". Ég held að þetta sé rétt en reynsla okkar kennara (eins og reyndar fleiri stétta sem sinna grunnþjónustu hérlendis) er því miður sú að þetta er gjarnan sett fram í blaðagreinum og í hátíðarávörpum en ALDREI sjást neinar vísbendingar um framkvæmdir. Þetta er enn ein klisjan sem sett er fram. Hvenær ætla stjórnmálamenn að standa við stóru orðin? Hver þorir? Það verður gaman að sjá efndir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem m.a. kemur fram að eigi „að ráðast nú þegar í jafnlaunaátak með aðgerðum sem beinast að því að rétta hlut starfsstétta þar sem konur eru í miklum meirihluta".Búnir að fá nóg Í ljósi niðurstöðu vinnu samningsaðila um að verkefnum kennara hafi fjölgað mikið og skort á tíma til að sinna þeim lagði Félag grunnskólakennara fram margar hugmyndir til lausnar vandanum. Allt frá því að byggja skólastarfið upp út frá þörf hvers nemanda fyrir kennslu og aðra þjónustu yfir í að laga ýmis atriði samningsins sem gætu haft áhrif á vandann. Skemmst er frá því að segja að þær hlutu lítinn hljómgrunn hjá viðsemjendunum. Vandamál skólastarfs og grunnskólakennara er ekki kjarasamningurinn. Auðvitað má bæta hann. Grunnvandamálið er vilja- og/eða áhugaleysi sveitarfélaganna til að reka grunnskólann. Sveitarfélögin hafa ekki forgangsraðað í þágu menntunar. Það kostar að halda úti öflugu skólastarfi. Það er búið að skera niður í skólakerfinu ár eftir ár m.a. með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er svo komið að skólastjórnendur eru búnir að fá nóg og nýlega hættu tveir þeirra störfum, þar sem þeir treysta sér ekki til að halda úti lögbundinni kennslu miðað við það fjármagn sem þeir hafa úr að spila. En auðvitað er þetta allt kjarasamningum kennara að kenna! Því miður óttast ég að tækifærið til uppstokkunar sé að glatast. Ekkert af þeim hugmyndum sem fram hafa komið hafa hlotið hljómgrunn og því eru samningsaðilar stopp. Kennarar eru sérfræðingar í öllu því er lýtur að kennslu og hafa sérmenntað sig í því. Þrátt fyrir það eru þeir í stanslausu stappi við sveitarfélögin sem virðast halda að skólinn sé verksmiðja sem er opin frá 8-16. Í þessari verksmiðju vilja þau nota lögmál rekstrar og viðskipta og gera kennara að starfsmönnum við kennslufæribandið. Hvernig stendur á því að flestir sveitarstjórnarmenn virðast hafa miklu meira vit á skólastarfi en kennarar?
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun