Þvertrúarleg sáttavika María Ágústsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Japanskir hrísgrjónaréttir, súrt slátur, rúllupylsa og rófustappa, ostakökur, franskar bökur og fleira fínerí var á borðum í húsnæði Bahá"ía á Öldugötunni í nýliðinni viku. Þar var samankominn góður hópur fólks frá fjölbreyttum bakgrunni í tilefni af Alþjóðlegri sáttaviku trúarbragða. Fólk af persneskum uppruna, jórdönskum, japönskum, frönskum, þýskum, breskum, írskum, kanadískum og íslenskum ættum snæddi saman og kynnti sig hvert fyrir öðru, ekki síst út frá trúar- og lífsskoðun. Óhætt er að segja að sátt og gleði hafi einkennt þennan hóp fulltrúa ólíkra trúarbragða á Íslandi. Hér á landi hefur verið starfandi Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni frá því í nóvember 2006. Sextán félög stóðu að stofnun vettvangsins og fleiri hafa bæst í hópinn síðan. Markmið samráðsvettvangsins er að „stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi“ (úr Stefnuyfirlýsingu samráðsvettvangs trúfélaga frá 2006). Sótt hefur verið um styrk til innanríkisráðuneytisins til að halda málþing um mannréttindi og trúfrelsi á þessu ári en áður hafa verið haldin mörg slík þing, m.a. um trúarlegt húsnæði, trú og fordóma og atferli við andlát. Alþjóðleg vika um sátt milli trúarbragða, World Interfaith Harmony Week, var nú haldin í þriðja sinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Við stofnun hennar var lagt til grundvallar að gagnkvæmur skilningur og samtal milli trúarbragða væri mikilvægur liður í friðarmenningu og eflingu sátta og samstarfs milli fólks, óháð trúarafstöðu. Sameinuðu þjóðirnar hvetja öll aðildarríki til að styðja við boðun sem miðar að velvild og sáttargjörð á milli trúarbragða í kirkjum, moskum, samkunduhúsum, musterum og öðrum tilbeiðslustöðum í samræmi við hefðir og sannfæringu á hverjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Japanskir hrísgrjónaréttir, súrt slátur, rúllupylsa og rófustappa, ostakökur, franskar bökur og fleira fínerí var á borðum í húsnæði Bahá"ía á Öldugötunni í nýliðinni viku. Þar var samankominn góður hópur fólks frá fjölbreyttum bakgrunni í tilefni af Alþjóðlegri sáttaviku trúarbragða. Fólk af persneskum uppruna, jórdönskum, japönskum, frönskum, þýskum, breskum, írskum, kanadískum og íslenskum ættum snæddi saman og kynnti sig hvert fyrir öðru, ekki síst út frá trúar- og lífsskoðun. Óhætt er að segja að sátt og gleði hafi einkennt þennan hóp fulltrúa ólíkra trúarbragða á Íslandi. Hér á landi hefur verið starfandi Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni frá því í nóvember 2006. Sextán félög stóðu að stofnun vettvangsins og fleiri hafa bæst í hópinn síðan. Markmið samráðsvettvangsins er að „stuðla að umburðarlyndi og virðingu milli fólks með ólík lífsviðhorf og af ólíkum trúarhópum og trúarbrögðum og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi“ (úr Stefnuyfirlýsingu samráðsvettvangs trúfélaga frá 2006). Sótt hefur verið um styrk til innanríkisráðuneytisins til að halda málþing um mannréttindi og trúfrelsi á þessu ári en áður hafa verið haldin mörg slík þing, m.a. um trúarlegt húsnæði, trú og fordóma og atferli við andlát. Alþjóðleg vika um sátt milli trúarbragða, World Interfaith Harmony Week, var nú haldin í þriðja sinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Við stofnun hennar var lagt til grundvallar að gagnkvæmur skilningur og samtal milli trúarbragða væri mikilvægur liður í friðarmenningu og eflingu sátta og samstarfs milli fólks, óháð trúarafstöðu. Sameinuðu þjóðirnar hvetja öll aðildarríki til að styðja við boðun sem miðar að velvild og sáttargjörð á milli trúarbragða í kirkjum, moskum, samkunduhúsum, musterum og öðrum tilbeiðslustöðum í samræmi við hefðir og sannfæringu á hverjum stað.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar