Ný stjórnarskrá Guðmundur W. Vilhjálmsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Vilji er allt sem þarf, er oft sagt nú. En vilji sem drifkraftur án vits er sem bremsulaus bifreið í halla. Þjóðaratkvæðagreiðslu er ætlað að kanna og virkja hinn „sanna" vilja þjóðarinnar, eiginlegs handhafa löggjafarvalds þjóðarinnar, gagnvart lögum frá Alþingi, til samþykktar eða synjunar. Við þjóðaratkvæðagreiðslu er rofið framsal kjósenda á löggjafarvaldi til Alþingis í því máli sem um er kosið. Tengsl kjósenda við flokk sinn eru rofin. Skylda hvers kjósanda verður þá að kanna mál sem hann tekur í sínar hendur. Það er skylda hans gagnvart þjóð sinni að greiða atkvæði samkvæmt þeirri könnun og samvisku sinni, ekki síst þegar um er að ræða stjórnarskrá Íslands. Til þess að kjósandi geti gegnt þessari skyldu sinni nú varðandi væntanlegt stjórnarskrárfrumvarp, byggt á tillögum stjórnlagaráðs, verður Alþingi að skila skýru frumvarpi til kjósenda með skiljanlegri greinargerð efnislega. 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkrar greinar tillagna að stjórnarskrá frá stjórnlagaráði og fyrsta spurningin var hvort þjóðin myndi samþykkja að leggja drögin í heild sinni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Í raun var ekki hægt að svara þeirri spurningu játandi vegna þeirra greina tillagnanna sem ekki var spurt um. Þegar þessar spurningar voru lagðar fyrir þjóðina hafði Alþingi lítið fjallað efnislega um tillögur stjórnlagaráðsins, sem voru að mörgu leyti frjóar. Þingnefndaálit voru ekki komin fram og ekki niðurstöður þingskipaðrar nefndar sérfræðinga á þessu sviði og ekki fjölmargar athugasemdir fræðimanna. Ekki lá heldur fyrir álit Feneyjanefndarinnar. Þannig var þessi þjóðaratkvæðagreiðsla alveg ótímabær og óþörf.Nefnd sérfræðinga Alþingi fól nefnd sérfræðinga „að skoða og fara lagatæknilega yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá". Nefndinni var falið að byggja athugun sína á tillögum stjórnlagaráðs lagatæknilega. Þótt nefndin hafi haft það að leiðarljósi kemur hún með ýmsar hugleiðingar um hvað mætti betur fara en telur sig fara varlega í það „í trausti þess að Alþingi muni einnig ígrunda gaumgæfilega ábendingar á grundvelli" hennar. Vinna nefndarinnar er mjög góð og ítarleg og verður mjög áhugavert að sjá hvernig Alþingi vinnur úr henni og ekki síst ábendingum nefndarinnar um hvað megi betur fara. Vinna stjórnlagaráðs, einkum að því markmiði að stjórnarskráin verði í anda nútímalegra viðhorfa, er að mörgu leyti góður grunnur. Stjórnarskráin á ekki sök á hruninu. Ekki er nauðsynlegt að hraða breytingu allra greina hennar á skömmum tíma. Festina lente, flýttu þér hægt. Óróatímar á stjórnmálasviðinu eru ekki hentugasti tími til að knýja fram breytingar sem valda deilum á næstu skrefum þjóðarinnar. Þjóðin þarf að bera virðingu fyrir sinni stjórnarskrá. Allir bera virðingu fyrir boðorðunum af því að þau eru viturleg þótt gömul séu. Á þann hátt á að gera borgaranum kleift að bera virðingu fyrir stjórnarskrá sinni. Hins vegar er eðlilegt að ný stjórnarskrá byggi á þeirri staðreynd að hér er ekki lengur kóngur, en það þarf nauðsynlega að skilgreina í stjórnarskrá nákvæmlega vald og athafnasvið þess þjóðhöfðingja sem við tók, forsetans. Fögur orð fara vel í stjórnarskrá en framkvæmd fyrirmæla verður að vera möguleg við gildistöku þeirra. Í 2.mgr. 23.gr. í 2. kafla segir: „Öllum skal með lögum tryggður réttur aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu." Er það viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn getur veitt þegar hann getur ekki haldið við tækjum sínum eða endurnýjað þau? Eða á orðið aðgengileg að miða við fjárhag Landspítalans og ríkissjóðs? Í 2. mgr. 33. gr. 2. kafla segir: Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Við vissar aðstæður er mikil mengun vegna umferðar, t.d. við Miklubraut. Myndi það verða stjórnarskrárbrot skv. nýrri stjórnarskrá ef kröfum íbúa þar og ef til vill á fleiri stöðum um umbætur verður ekki snarlega sinnt. Festina lente! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Vilji er allt sem þarf, er oft sagt nú. En vilji sem drifkraftur án vits er sem bremsulaus bifreið í halla. Þjóðaratkvæðagreiðslu er ætlað að kanna og virkja hinn „sanna" vilja þjóðarinnar, eiginlegs handhafa löggjafarvalds þjóðarinnar, gagnvart lögum frá Alþingi, til samþykktar eða synjunar. Við þjóðaratkvæðagreiðslu er rofið framsal kjósenda á löggjafarvaldi til Alþingis í því máli sem um er kosið. Tengsl kjósenda við flokk sinn eru rofin. Skylda hvers kjósanda verður þá að kanna mál sem hann tekur í sínar hendur. Það er skylda hans gagnvart þjóð sinni að greiða atkvæði samkvæmt þeirri könnun og samvisku sinni, ekki síst þegar um er að ræða stjórnarskrá Íslands. Til þess að kjósandi geti gegnt þessari skyldu sinni nú varðandi væntanlegt stjórnarskrárfrumvarp, byggt á tillögum stjórnlagaráðs, verður Alþingi að skila skýru frumvarpi til kjósenda með skiljanlegri greinargerð efnislega. 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkrar greinar tillagna að stjórnarskrá frá stjórnlagaráði og fyrsta spurningin var hvort þjóðin myndi samþykkja að leggja drögin í heild sinni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Í raun var ekki hægt að svara þeirri spurningu játandi vegna þeirra greina tillagnanna sem ekki var spurt um. Þegar þessar spurningar voru lagðar fyrir þjóðina hafði Alþingi lítið fjallað efnislega um tillögur stjórnlagaráðsins, sem voru að mörgu leyti frjóar. Þingnefndaálit voru ekki komin fram og ekki niðurstöður þingskipaðrar nefndar sérfræðinga á þessu sviði og ekki fjölmargar athugasemdir fræðimanna. Ekki lá heldur fyrir álit Feneyjanefndarinnar. Þannig var þessi þjóðaratkvæðagreiðsla alveg ótímabær og óþörf.Nefnd sérfræðinga Alþingi fól nefnd sérfræðinga „að skoða og fara lagatæknilega yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá". Nefndinni var falið að byggja athugun sína á tillögum stjórnlagaráðs lagatæknilega. Þótt nefndin hafi haft það að leiðarljósi kemur hún með ýmsar hugleiðingar um hvað mætti betur fara en telur sig fara varlega í það „í trausti þess að Alþingi muni einnig ígrunda gaumgæfilega ábendingar á grundvelli" hennar. Vinna nefndarinnar er mjög góð og ítarleg og verður mjög áhugavert að sjá hvernig Alþingi vinnur úr henni og ekki síst ábendingum nefndarinnar um hvað megi betur fara. Vinna stjórnlagaráðs, einkum að því markmiði að stjórnarskráin verði í anda nútímalegra viðhorfa, er að mörgu leyti góður grunnur. Stjórnarskráin á ekki sök á hruninu. Ekki er nauðsynlegt að hraða breytingu allra greina hennar á skömmum tíma. Festina lente, flýttu þér hægt. Óróatímar á stjórnmálasviðinu eru ekki hentugasti tími til að knýja fram breytingar sem valda deilum á næstu skrefum þjóðarinnar. Þjóðin þarf að bera virðingu fyrir sinni stjórnarskrá. Allir bera virðingu fyrir boðorðunum af því að þau eru viturleg þótt gömul séu. Á þann hátt á að gera borgaranum kleift að bera virðingu fyrir stjórnarskrá sinni. Hins vegar er eðlilegt að ný stjórnarskrá byggi á þeirri staðreynd að hér er ekki lengur kóngur, en það þarf nauðsynlega að skilgreina í stjórnarskrá nákvæmlega vald og athafnasvið þess þjóðhöfðingja sem við tók, forsetans. Fögur orð fara vel í stjórnarskrá en framkvæmd fyrirmæla verður að vera möguleg við gildistöku þeirra. Í 2.mgr. 23.gr. í 2. kafla segir: „Öllum skal með lögum tryggður réttur aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu." Er það viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn getur veitt þegar hann getur ekki haldið við tækjum sínum eða endurnýjað þau? Eða á orðið aðgengileg að miða við fjárhag Landspítalans og ríkissjóðs? Í 2. mgr. 33. gr. 2. kafla segir: Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Við vissar aðstæður er mikil mengun vegna umferðar, t.d. við Miklubraut. Myndi það verða stjórnarskrárbrot skv. nýrri stjórnarskrá ef kröfum íbúa þar og ef til vill á fleiri stöðum um umbætur verður ekki snarlega sinnt. Festina lente!
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun