Ný sókn í menntamálum Björgvin G. Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Á landsfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi var samþykkt framsækin og fjölbreytt menntastefna flokksins. Tekur stefnumótunin til allra sviða menntamálanna og leggur grunn að nýrri sókn í menntamálum nú þegar rofar til í ríkisfjármálum. Stikla ég hér á eftir á nokkrum af helstu atriðum ályktunarinnar, en hún er ítarleg og efni í nokkrar greinar. Í ályktun landsfundar segir að Samfylkingin byggi menntastefnu sína á rótgrónum gildum jafnaðarmanna um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Samfylkingin vill skapa skólakerfi sem veitir öllum tækifæri til þess að verða fullgildir þátttakendur í samfélagi skapandi, starfandi og menntaðs fólks. Annað meginhlutverk skólanna er að flytja þekkingu á milli kynslóða. Verkefni okkar er að gera þær breytingar á menntakerfinu sem setja manninn sjálfan í öndvegi, með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar. Þetta eru háleit og metnaðarfull markmið og er það rakið í ályktuninni hvernig flokkurinn ætlar að ná þeim á næstu árum. Annars vegar með róttækum breytingum á menntakerfinu og hins vegar með auknum fjárfestingum í skólum landsins með það að markmiði að hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið viðurkenndu starfs- eða framhaldsskólanámi á íslenskum vinnumarkaði lækki úr 30% í 10%.Aukið vægi verk- og tæknigreina Mikil spurn er eftir verk- og tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði en hlutfallslega fáir nemendur leggja stund á slíkt nám. Leggjum við áherslu á að auka þarf vægi verk- og tæknigreina í íslensku skólakerfi og auka kynningu fyrir nemendur og forráðamenn þeirra á rúmlega hundrað námsbrautum sem í boði eru í slíkum greinum. Í ályktuninni segir að til að fjölga nemendum í verk- og tækninámi sé nauðsynlegt að efla samstarf milli skóla og atvinnulífs, fjárfesta í búnaði til verk- og tæknikennslu, stuðla að opnari framhaldsskóla og nýsköpun í kennsluháttum. Sérstaklega þarf að auka verklega kennslu og verkefnabundið nám. Leita þarf samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og samtök foreldra um kynningu fyrir nemendur á fjölbreyttum verklegum störfum í íslensku atvinnulífi, innan skóla og á vinnustöðum. Leggja þarf áherslu á styttri námsbrautir sem valkost fyrir nemendur. Öflugt verk- og tækninám er lykilatriði í því að spyrna gegn brottfalli og ná til nemenda svo þeir ljúki námi á framhaldsskólastigi. Það eykur enn líkurnar á að nemandinn komi aftur inn í skólann síðar til að bæta við sig námi. Nýjar stuttar námsbrautir í verknámi á borð við þær sem Sjávarútvegsskólinn í Grindavík býður upp á undirstrika árangurinn sem ná má með þessum hætti.Öflugir háskólar – aukið samstarf Háskólamenntun er að mati okkar jafnaðarmanna afdráttarlaust forsenda atvinnuþróunar, hagsældar og velferðar í samfélaginu. Við viljum efla háskóla í landinu til að þeir standist áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla varðandi kennslu og rannsóknir. Mikilvægt er í áföngum að hækka framlög til háskólanna til að jafna stöðu þeirra við háskóla í öðrum norrænum ríkjum. Það er forsenda eflingar skólastigsins á næstu misserum. Auka þarf samstarf og verkaskiptingu háskóla í landinu með það fyrir augum að auka gæði og fjölbreytni náms samhliða því að tryggja jafnt aðgengi að námi óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Landsfundur vill að stuðlað verði að formlegu samstarfi allra háskóla í landinu um framtíðarstefnumótun háskólastigsins. Þar verði m.a. hugað að samræmdu rekstrarformi háskólanna, fjármögnun háskólastofnana, kennslu og rannsóknum, aukinni sérhæfingu eftir fræðasviðum og betri tengslum við atvinnulíf og samfélag. Hvað varðar mikinn fjölda skóla á háskólastigi í okkar fámenna landi viljum við að stefnt verði að sameiningu opinberu háskólanna í þeim tilvikum þar sem sýnt er að það muni auka gæði námsins og hagkvæmni. Samfylkingin telur það vera á ábyrgð ríkisins að fjármagna grunnmenntun allra á háskólastigi á viðurkenndum fræðasviðum og telur brýnt að gæta jafnræðis varðandi kostnaðarþátttöku nemenda á mismunandi skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á landsfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi var samþykkt framsækin og fjölbreytt menntastefna flokksins. Tekur stefnumótunin til allra sviða menntamálanna og leggur grunn að nýrri sókn í menntamálum nú þegar rofar til í ríkisfjármálum. Stikla ég hér á eftir á nokkrum af helstu atriðum ályktunarinnar, en hún er ítarleg og efni í nokkrar greinar. Í ályktun landsfundar segir að Samfylkingin byggi menntastefnu sína á rótgrónum gildum jafnaðarmanna um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Samfylkingin vill skapa skólakerfi sem veitir öllum tækifæri til þess að verða fullgildir þátttakendur í samfélagi skapandi, starfandi og menntaðs fólks. Annað meginhlutverk skólanna er að flytja þekkingu á milli kynslóða. Verkefni okkar er að gera þær breytingar á menntakerfinu sem setja manninn sjálfan í öndvegi, með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar. Þetta eru háleit og metnaðarfull markmið og er það rakið í ályktuninni hvernig flokkurinn ætlar að ná þeim á næstu árum. Annars vegar með róttækum breytingum á menntakerfinu og hins vegar með auknum fjárfestingum í skólum landsins með það að markmiði að hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið viðurkenndu starfs- eða framhaldsskólanámi á íslenskum vinnumarkaði lækki úr 30% í 10%.Aukið vægi verk- og tæknigreina Mikil spurn er eftir verk- og tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði en hlutfallslega fáir nemendur leggja stund á slíkt nám. Leggjum við áherslu á að auka þarf vægi verk- og tæknigreina í íslensku skólakerfi og auka kynningu fyrir nemendur og forráðamenn þeirra á rúmlega hundrað námsbrautum sem í boði eru í slíkum greinum. Í ályktuninni segir að til að fjölga nemendum í verk- og tækninámi sé nauðsynlegt að efla samstarf milli skóla og atvinnulífs, fjárfesta í búnaði til verk- og tæknikennslu, stuðla að opnari framhaldsskóla og nýsköpun í kennsluháttum. Sérstaklega þarf að auka verklega kennslu og verkefnabundið nám. Leita þarf samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og samtök foreldra um kynningu fyrir nemendur á fjölbreyttum verklegum störfum í íslensku atvinnulífi, innan skóla og á vinnustöðum. Leggja þarf áherslu á styttri námsbrautir sem valkost fyrir nemendur. Öflugt verk- og tækninám er lykilatriði í því að spyrna gegn brottfalli og ná til nemenda svo þeir ljúki námi á framhaldsskólastigi. Það eykur enn líkurnar á að nemandinn komi aftur inn í skólann síðar til að bæta við sig námi. Nýjar stuttar námsbrautir í verknámi á borð við þær sem Sjávarútvegsskólinn í Grindavík býður upp á undirstrika árangurinn sem ná má með þessum hætti.Öflugir háskólar – aukið samstarf Háskólamenntun er að mati okkar jafnaðarmanna afdráttarlaust forsenda atvinnuþróunar, hagsældar og velferðar í samfélaginu. Við viljum efla háskóla í landinu til að þeir standist áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla varðandi kennslu og rannsóknir. Mikilvægt er í áföngum að hækka framlög til háskólanna til að jafna stöðu þeirra við háskóla í öðrum norrænum ríkjum. Það er forsenda eflingar skólastigsins á næstu misserum. Auka þarf samstarf og verkaskiptingu háskóla í landinu með það fyrir augum að auka gæði og fjölbreytni náms samhliða því að tryggja jafnt aðgengi að námi óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Landsfundur vill að stuðlað verði að formlegu samstarfi allra háskóla í landinu um framtíðarstefnumótun háskólastigsins. Þar verði m.a. hugað að samræmdu rekstrarformi háskólanna, fjármögnun háskólastofnana, kennslu og rannsóknum, aukinni sérhæfingu eftir fræðasviðum og betri tengslum við atvinnulíf og samfélag. Hvað varðar mikinn fjölda skóla á háskólastigi í okkar fámenna landi viljum við að stefnt verði að sameiningu opinberu háskólanna í þeim tilvikum þar sem sýnt er að það muni auka gæði námsins og hagkvæmni. Samfylkingin telur það vera á ábyrgð ríkisins að fjármagna grunnmenntun allra á háskólastigi á viðurkenndum fræðasviðum og telur brýnt að gæta jafnræðis varðandi kostnaðarþátttöku nemenda á mismunandi skólastigum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun