Fleiri fréttir

Stuðningsgrein: Þannig er Guðbjartur
Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða.

„Ökurita“ í heilbrigðisþjónustu
Í Reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit frá árinu 2010 er kveðið á um hámarksaksturstíma í farþega- og farmflutningum. Reglugerðin er ýtarleg og kveður meðal annars á um það að ökumaður skuli ?gera hlé á akstri í að minnsta kosti samfelldar 45 mín. eftir akstur í 4,5 klst. nema hvíldartími hans sé að hefjast?. Ökuritar eru settir upp í bifreiðum ?til að skrá, sýna og geyma upplýsingar um aksturs- og hvíldartíma ökumanns, hraða bifreiðar og fleira?. Markmið þessarar reglugerðar er að ?auka umferðaröryggi og bæta vinnuskilyrði ökumanna?.

Evrusvæðið réttir úr kútnum
Fjárfestar eru á ný að öðlast traust á evrusvæðinu. Nýleg könnun meðal tæplega átta hundruð fjárfesta sýndi að þeir telja nú evrusvæðið komið yfir það versta í efnahagserfiðleikum sínum. Það er í samræmi við æ fleiri teikn um að evrusvæðið sé að rétta úr kútnum. Skammtímatölur eru allar í rétta átt. Í upphafi árs lýsti Christine Lagarde, forstjóri AGS, því yfir að Portúgal væri komið á beinu brautina. Írland er á jákvæðri leið sem allir þekkja. Á Ítalíu er bankakerfið á mun traustari grunni en menn töldu. Traust forysta Marios Monti, fráfarandi forsætisráðherra, hefur komið fjötri á skuldir ítalska ríkisins. Þó hafa mest kaflaskil orðið í Grikklandsfárinu, sem

Meiri sykur?
Mörgum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tíðrætt um að stefna þeirra felist í að "stækka kökuna“. Það er ekki að ástæðulausu að þegar þessir herramenn eru spurðir um hvernig allt verði betra undir þeirra stjórn verða þeir jafnan mjög loðnir í tali og grípa til myndlíkinga. Þessi tiltekna hefur þó þann kost að óvart upplýsir hún allan sannleikann um hvers er von undir stjórn þessara manna.

Stuðningsgrein: Ég vil sjá Guðbjart sem næsta formann
Kosning í formannskjöri Samfylkingarinnar er hafin og þar keppa tveir öflugir frambjóðendur að því að leiða Jafnaðarmannaflokk Íslands til framtíðar. Ég rita þessa grein til stuðnings Guðbjarti Hannessyni, flokksfélaga mínum og vini. Ég hef kynnst störfum Guðbjarts eða Gutta eins og hann er jafnan kallaður og það sem ég met mest í fari hans er heiðarleiki, hann er ávallt niðri á jörðinni og sýnir flokkssystkinum sínum virðingu og gefur sér alltaf tíma til að hlusta á mann og taka gagnrýni.

Stuðningsgrein: Guðbjartur sú gerð stjórnmálamanns sem þjóðin þarfnast
Sæll má sá stjórnmálaflokkur vera sem hefur af mannvali að státa, þar sem flokksmenn eiga um góða kosti að velja til forystu og trúnaðarverka. Slík staða er nú uppi í Samfylkingunni sem þessa dagana kýs sér nýjan formann í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins.

Ósk um upplýsta ákvörðun
Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið.

Fátækt er viðhaldið af góðu fólki
Kynferðisbrotamálið sem nú skekur þjóðfélagið stafnanna á milli afhjúpar fremur óþægilega samfélagsþætti sem varða tilhneigingu okkar til að þegja þunnu hljóði yfir því sem jafnvel þúsundir vita.

Upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustunni
Á Íslandi hefur verið unnið að uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar síðustu fjóra áratugina. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hefur sjúkraskrárkerfið SAGA verið ráðandi á markaðnum og uppfyllir nú orðið helstu kröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa.

Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“
Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: "Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“

Áskorun til velferðarráðherra
Ágæti velferðarráðherra. Á Stígamótum erum við mjög meðvitaðar um að kjörtímabilinu er að ljúka og enginn veit hver tekur við lyklavöldum í velferðarráðuneytinu í sumar.

Nú klóra þeir sér í höfðinu
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd.

Verslunarfrelsi?
Í hverfisbúðinni minni Kjötborg sveif andi jólanna yfir vötnum á Þorláksmessu þar sem boðið var upp á piparkökur og jólaglögg undir dillandi dragspili.

Misnotkun SORPU og nýja árið
Sorpa byggðarsamlag, fékk snemmbúna jólagjöf þann 21. des. sl. þegar Samkeppniseftirlitið ákvarðaði fyrirtækinu 45 milljón króna sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.

Blátt áfram, forvarnaverkefni
Fyrsta stigs forvörn er langtímaáætlun! Við sjáum nú áhrif fræðslunnar níu árum síðar.

Svar til innanríkisráðherra frá Stígamótum
Ég vil þakka fyrir svar innanríkisráðherra við áskoruninni sem ég sendi honum í gegnum Fréttablaðið í síðustu viku.

Til jafnaðar- og félagshyggjufólks
Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.

Stuðningsgrein: Formannskjör Samfylkingarinnar 2013
Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni.

Stuðningsgrein: Guðbjart sem formann
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum og því liggur fyrir jafnaðarmönnum að kjósa nýjan formann Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu.

Hvað meinar þú Ögmundur?
Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast.

Liðsstyrkur
Nú um áramót hófst átaksverkefnið Liðsstyrkur sem er samstarfsverkefni velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda. Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013 til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Leikbúningar stjórnmálamanns
Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu.

Uppfærum klukkurnar
Borgundarhólmsklukkur eru töfrandi fyrirbæri. Stórar, virðulegar og fagurskreyttar tifa þær hikstalaust árum og áratugum saman og minna mannfólkið á framvindu tímans með þungum, taktföstum slætti á heila og hálfa tímanum. Það er eitthvað heillandi, nánast dáleiðandi, við að fylgjast með kólfinum í slíkri klukku sveiflast hægt frá hægri til vinstri, frá vinstri til hægri. Stoppi hann í miðjunni þarf svo að trekkja klukkuna upp eða koma henni í viðgerð.

Pönkast á Alþingi
Ónefndur ritstjóri hér í bæ varð frægur fyrir nokkrum árum þegar hann sagði í tveggja manna trúnaðarsamtali að blað hans væri að „pönkast“ í óvinum sínum og „taka þá niður“ eins og það var orðað. Síðan hefur orðalagið „að pönkast“ áunnið sér sess, m.a. í Slangurorðabókinni þar sem það er skilgreint á þann hátt að verið sé að hamast í einhverjum eða gera honum lífið leitt. Í raun má segja að stutt sé á milli eineltis og þess að pönkast í öðrum einstaklingum. Tilgangurinn er að koma höggi á einstaklinga og niðurlægja þá á ýmsan hátt.

Orð og efndir “vinstri” ríkisstjórnar í jafnréttismálum
Ég gekk til liðs við VG á sínum tíma einkum til að vinna að hugsjónum um jafnrétti og umhverfi. Að báðum þessum málaflokkum hafði ég unnið sem lögmaður en gerði mér vonir um að ég næði meiri árangri á vettvangi Alþingis og innan VG, sem hefur kvenfrelsi og umhverfismál að kjarnaatriðum í stefnuskrá sinni. Nokkuð hefur áunnist fyrir tilstilli sporgöngumanna Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fylgdu eftir málum hennar um vændiskaup og nektarstaði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér sem formaður

Er landið tilbúið að taka á móti ferðamanni nr. 1.000.000?
Á nýliðnu ári fylgdumst við með því að erlendum ferðamönnum fjölgaði og færðu þeir okkur auknar gjaldeyristekjur sem ekki veitti af að fá í skuldum vafinn ríkissjóð. Ísland er áhugavert land hvort sem horft er til náttúrunnar, sögunnar eða þeirrar fjölbreyttu þjónustu sem boðið er upp á.

"Verðvernd“ blekkir neytendur
Helstu keppinautar Múrbúðarinnar á byggingavörumarkaði auglýsa svokallaða verðvernd. Fullyrt er að verðvernd tryggi viðskiptavinum lægsta verðið.

Hetjur kastljóssins
"Svo virðist sem starfstitli mínum hafi verið ruglað saman við eitthvað annað – það má segja að ég sé fórnarlamb fávisku.“

Stjórnarskráin: Lengi getur gott batnað
"Heill lýðræðisríkja, hverrar gerðar eða þroska sem er, hvílir á lítilfjörlegu tæknilegu atriði: fyrirkomulagi kosninga. Allt annað er aukaatriði.“

Er stúdentspróf í dönsku ónýtt?
Upp á síðkastið hafa komið upp mál þar sem danskir háskólar hafa neitað íslenskum námsmönnum um aðgang að námsbrautum sínum með tilvísun til þess að þeir hafi ekki nógu góðar forsendur í dönsku. Mest ber á þessu hjá Verslunarháskóla Kaupmannahafnar, CBS. Þar nefna menn kröfu um 12 framhaldsskólaeiningar í dönsku til stúdentsprófs.

Píratar á báðum vængjum
Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar.

Upplýsingagjöf til ferðamanna
Það líður varla sá mánuður að ekki sjáist fréttir þess efnis að met hafi verið slegið í fjölda ferðamanna hingað til lands. Líklegt má telja að ferðamenn hafi verið á annan tug prósenta fleiri árið 2012 en árið áður. Einn af jákvæðum þáttum þessarar þróunar er að töluvert fjölgar utan háannatíma, og virðist sem svo að átakið Ísland allt árið sé meðal annars að skila þeim árangri.

Stuðningsgrein: Ég kýs Guðbjart Hannesson
Alþingishúsið við Austurvöll hefur á síðustu árum verið vettvangur leiks. Leiks þar sem þingheimi er skipt í tvö lið og annað liðið er í sókn en hitt berst gegn því að sóknin takist. Þennan leik má færa yfir á bandarískan fótbolta, ríkisstjórnin byrjar í sókn og reynir að troðast með málin í gegnum varnartaktík stjórnarandstöðunnar.

Stuðningsgrein: Til stuðnings Guðbjarti
Í Samfylkingunni, einum stjórnmálaflokka á Íslandi, geta allir skráðir félagar tekið þátt í vali formanns. Ég er bæði stolt og ánægð með að vera í slíkum flokki, sem virðir mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku og stuðlar að henni með virkum hætti. Það styrkir niðurstöðuna og stuðlar að aukinni samstöðu. Þetta fyrirkomulag hefur líka sýnt sig að stuðli að málefnalegri umræðu og heiðarlegri baráttu, Samfylkingunni sem stjórnmálaflokki til heilla.

Skeinuhættir stjórnmálamenn
Langt er síðan ég gerði upp hug minn um að Íslandi væri best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Þar gildir einu hvort litið er til lífskjara, starfsskilyrða atvinnulífsins, öryggis- og varnarmála eða menningarmála.

Góðar fréttir úr grunnskólunum
Um langt árabil hafa verið gerðar rannsóknir ár hvert á högum og líðan unglinga á Íslandi. Ef niðurstöður síðustu tíu til tólf ára eru bornar saman er þróunin einstaklega jákvæð, sama hvert litið er. Til dæmis þekkist tóbaksnotkun og áfengisneysla varla lengur meðal grunnskólakrakka, samband þeirra við foreldra er betra en áður og ekki síst þá líður þeim betur á vinnustaðnum sínum, þ.e.a.s. í grunnskólanum. Þetta eru góðar fréttir og í raun stór tíðindi.

Svar til Stígamóta
Í Fréttablaðinu 9. janúar sl. birtist opið bréf Stígamóta til mín sem innanríkisráðherra þar sem skorað er á mig að taka til hendinni í kynferðisbrotamálum. Voru þar nefnd nokkur atriði sem Stígamót hafa sett á oddinn á síðustu árum. Þakka ég þessar ábendingar en vil einnig nota tækifærið til að víkja að nokkrum atriðum í baráttunni gegn kynferðisofbeldi sem ég hef komið að á þeim ríflega tveimur árum sem liðin eru frá því að ég tók við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra.

Rammaáætlun markar tímamót
Alþingi samþykkti í gær þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með er lokið löngu ferli við annan áfanga rammaáætlunar – ferli sem Alþingi mótaði með lagasetningu vorið 2011 og samþykkt var án mótatkvæða. Lögin tryggðu faglega aðkomu bestu sérfræðinga landsins á sviði landgæða og orkunýtingar við mat á landsvæðum sem áætlunin hafði til umfjöllunar.

Upp úr skotgröfunum
Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina.

Kjarabarátta heilbrigðisstétta
Síðastliðna daga höfum við fengið fréttir af þeirri kjarabaráttu sem hjúkrunarfræðingar heyja núna með uppsögnum sínum á Landspítala.

Hve mikilvægur er eiður lækna?
Dóttir mín þriggja ára fékk lungnabólgu á dögunum. Læknirinn sem greindi hana á Læknavaktinni sagði að um bakteríusýkingu væri að ræða svo sýklalyf væru málið. Ég spurði hvort greiningin væri örugg og vildi láta rannsaka hvort mögulega væri um veirusýkingu að ræða. Sýklalyf virka ekki á veirur en þau geta farið mjög illa með líkamann og ónæmiskerfið svo ef um veirusýkingu væri að ræða myndu þau aðeins gera ógagn. Læknirinn vildi ekki rannsaka það frekar og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem virkaði svo ekki.

Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times
Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times.

Nokkur orð um sögulegar staðreyndir
Hallur Hallsson, fyrrum blaðamaður, skrifaði í byrjun janúar grein í Fréttablaðið um Evrópumál, í breiðum skilningi þess orðs (Af Einstein og spunarokkum). Grein hans fer um víðan völl, svo víðan að nokkuð erfitt er að átta sig á því um hvað þessi grein raunverulega er.

Málsmeðferð Landlæknisembættisins
29. desember 2012 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu B. Aradóttur, sviðstjóra Landlæknisembættisins. Þar leitast þau við að svara grein Árna R. Árnasonar um málsmeðferð embættisins.

Athugasemd við athugasemd Dróma
Þann 24.12. sl. birtir Drómi athugasemd í Fréttablaðinu við opnu bréfi Hafdísar Óskarsdóttur til alþingismanna 18. desember sl. í sama blaði.