Fleiri fréttir

Berrössuð bíræfni – líf að láni

Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011).

Jarðskjálftinn á Haítí

Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði.

Olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um "hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands“.

Gildran

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ísland er lokað í gildru gjaldeyrishafta. Þjóðarinnar bíður það hlutskipti að hlaupa hring eftir hring; ýmist við að hækka laun eða fella gengi. Hún mun mest nærast á froðu verðbólgunnar því að jarðvegur hennar er nú frjórri en hollari afurða.

Stuðningsgrein: Árni Páll eða Guðbjartur?

Kristinn Halldór Einarsson skrifar

Ég er jafnaðarmaður og hef kosið að vera félagi í Samfylkingunni. Nú þegar að formannskjör er fram undan í Samfylkingunni, einstakt meðal íslenskra stjórnmálaflokka vegna þess hversu margir eiga kosningarétt, þá er ég sáttur við þá valkosti sem í boði eru. Mér finnst gott að geta valið á milli nokkuð þekktra stærða, frekar en að velja hið óþekkta, sem margir virðast aðhyllast í dag.

Sorglega fyndið hjá DV

Ólafur Hauksson skrifar

Fyrir tveimur mánuðum birtist grein eftir mig í Fréttablaðinu, þar sem ég lýsti yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Nokkru síðar birtist svo önnur grein, þar sem ég skammaði sérstakan saksóknara fyrir að leggjast hundflatur fyrir vafasömum kærum banka, en gefa lítið fyrir kærur frá einstaklingum.

Má plata?

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar

„Farðu bara í vinnuna,“ segir tveggja ára dóttir mín með þjósti þegar ég geri eitthvað svo yfirgengilegt á hennar hlut að eiga skilið þyngstu refsingu. Að neita henni um ís er dæmi um framferði móður sem á það eitt skilið að hunskast í vinnuna.

Loðdýrarækt bönnuð í Hollandi

Íris Ólafsdóttir skrifar

Þann 18. desember sl. samþykkti hollenska þingið með miklum meirihluta, 46 gegn 29 atkvæðum, að banna loðdýrarækt alfarið þar í landi af siðferðislegum ástæðum. Þar með er Holland komið í hóp framsækinna landa sem viðurkenna grimmd loðdýraræktarinnar en þessi lönd eru Bretland, Austurríki, Króatía og nú Holland. Að auki er reglugerð vegna loðdýraræktunar í Sviss það ströng að greinin hefur lagst af þar.

Ég og frændi minn

Kristófer Sigurðsson skrifar

Um daginn heyrði ég af ungum strák í fjölskyldunni. Hann var að klára grunnskólann og fékk strax flotta vinnu. Lyftaramaður í fiskiðju. Fær 200 þúsund kall á mánuði.

Hin óumflýjanlegu efnahagslegu þyngdarlögmál

Þórarinn G. Pétursson skrifar

Fram undan er endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem samþykktir voru vorið 2011. Í ljósi reynslunnar af þeim samningum er rétt að staldra við og spyrja hvort miklar nafnlaunahækkanir yfir stuttan samningstíma séu besta leiðin til að bæta hag launafólks. Eins og undirritaður varaði við í aðdraganda og kjölfar kjarasamninganna vorið 2011 hafa þær miklu launahækkanir sem í þeim fólust ekki skilað því sem að var stefnt, heldur leitt til aukinnar verðbólgu, m.a. þar sem fyrirtæki veltu kostnaðarhækkunum sem voru þeim um megn út í verðlag. Þótt erfiðara sé að sýna fram á það, er hugsanlegt að þessar miklu launahækkanir hafi einnig hægt á nýráðningum og jafnvel leitt til uppsagna. Ábati launafólks af þessum ríflegu nafnlaunahækkunum hefur því verið takmarkaður.

Það sem við gefum gerir okkur rík

Bjarni Gíslason skrifar

Á nýju ári vill Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir stuðning og velvild Íslendinga. Jólasöfnun fyrir vatnsverkefni í Afríku er enn í gangi og tölur liggja ekki fyrir en samt er ljóst að stuðningurinn er mikill, jafnframt er mikill stuðningur við starfið á Íslandi. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa lagt lið með myndarlegum hætti, sem ber að þakka.

Er þetta ekki hámark lágkúrunnar?

Bjarnþór Aðalsteinsson skrifar

Nú er að hefjast heimsmeistarakeppi í handbolta og eru talsverðar væntingar hjá Íslendingum um góðan árangur. Það má segja að handbolti sé þjóðaríþrótt Íslendinga og því mikill almennur áhugi fyrir gengi landsliðsins okkar.

Hugrakkar hvunndagshetjur

Pétur Ragnar Pétursson skrifar

Í nýliðnum desembermánuði upplifði ég atburði sem ég vona að ekkert foreldri þurfi að ganga í gegnum með barn sitt. En því miður er tilveran ekki svo einföld að hægt sé að kaupa sér tryggingu fyrir heilsu, lífi og limum og verður ekki í framtíðinni. Áfram eigum við eftir að heyra baráttu-, hetju- og sorgarsögur af börnum sem heyja dugmikil baráttu upp á líf og dauða á hverjum degi og sum hver lúta því miður í lægra haldi í þeirri baráttu.

Ísland úr NATO

Methúsalem Þórisson skrifar

Fjöldamorðum fjölgar ár frá ári. Það eru ekki vopnin sem drepa heldur mennirnir er sagt. Óréttlætið og misskiptingin í heiminum er þvílík að milljónir svelta til dauða á meðan gífurlegum auðæfum er eytt í vopnaframleiðslu og drápstæki.

Endurnýja þarf stjórnsýsluna

Haukur Arnþórsson skrifar

Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is).

Veiðigjald til samfélagsuppbyggingar

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Afkoma útgerðarinnar er nú með besta móti. Hreinn hagnaður útgerðarinnar á síðasta ári var 60 milljarðar samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, það jafngildir 22,6% af heildartekjum greinarinnar sem voru 263 milljarðar króna. Framlegð útgerðarinnar (svokölluð EBITDA) var 80 milljarðar sem er mun betri afkoma en 2010 þegar hún nam 64 milljörðum króna. Eiginfjárstaðan batnaði um 70 milljarða milli ára.

Ísland sem mennskt land

Júlíus Valdimarsson skrifar

Þann 6. september sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem bar nafnið "Ég sé fyrir mér mennskan heim“. Þessi grein var að efni til fyrri hluti persónulegrar hugleiðingar eða yfirlýsingar sem ég skrifaði árið 1996 og mér finnst ekki síður eiga við í dag.

Áskorun til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi

Guðrún Jónsdóttir skrifar

Ágæti innanríkisráðherra. Á Stígamótum finnst okkur við hæfi á áramótunum að hnippa í þig og benda á að kjörtímabilið er að renna út. Enginn veit hver mun fara með húsbóndavaldið í þínu ráðuneyti frá og með sumrinu. Það er enn tími til þess að kippa í lag ýmsu því sem betur mætti fara og okkur langar að minna þig á nokkrar uppástungur sem við höfum áður stungið að þér.

Allt rétt hjá Ögmundi

Einar Karl Haraldsson skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur næman skilning á stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins. Í svari við fyrirspurn um áhrif niðurskurðar á kirkjustarf, sem alþingismenn gerðu vel að kynna sér, sagði hann m.a. á Alþingi 13. nóvember sl.:

Ólafur ræðst á spegilinn

Jón Trausti Reynisson skrifar

Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV.

Pakkastjórnmál

Guðmundur Örn Jónsson skrifar

Á fjögurra ára fresti fáum við kjósendur að velja milli pakka af loforðum. Samfylkingin býður upp á pakka, einnig Sjálfstæðisflokkurinn, o.s.frv. Valið er yfirleitt erfitt því enginn pakkanna er algerlega eftir okkar höfði og allir innihalda þeir eitthvað sem við kærum okkur ekkert um. Ekki nóg með það heldur höfum við enga tryggingu fyrir því að loforðin í pakkanum okkar verði efnd þótt okkar pakki/stjórnmálaflokkur verði ofan á í kosningum.

Afnám verð- tryggingarinnar

Eygló Harðardóttir skrifar

Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti.

Hræðsluáróður og útúrsnúningar hæstaréttarlögmanns

Örn Bárður Jónsson skrifar

Þakka ber Reimari Péturssyni fyrir að auglýsa bölsýna afstöðu sína til nýrrar stjórnarskrár. Hann brást við mánaðargömlum greinarstúfi mínum og gefur mér þar með kærkomið tilefni til að ítreka skoðanir mínar á seinheppni fræðasamfélagsins og málflutningi andstæðinga nýrrar stjórnarskrár.

Rétt skal vera rétt

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Einar Karl Haraldsson gerir mig að umtalsefni í grein sem birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Honum mislíkar að mér finnist skjóta skökku við að þjóðkirkjan gefi út yfirlýsingar um að hún hyggist fara í söfnun fyrir tækjakaupum á Landspítalanum nokkrum dögum eftir að kirkjan hafði beitt sér af mikilli hörku fyrir auknum fjárveitingum til sjálfrar sín undir lok fjárlagagerðarinnar í desember sl. Ég fagnaði því um leið að kirkjan hygðist bæta sér í hóp þeirra fjölmörgu félagasamtaka sem leggja heilbrigðisstofnunum lið með söfnun fyrir mikilvægum tækjakaupum.

Biskup í góðum samhljómi

Einar Karl Haraldsson skrifar

Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans.

Fiskurinn og frumvarpið til stjórnskipunarlaga

Dr. Níels Einarsson skrifar

Talsverðar væntingar hafa verið uppi til nýrrar stjórnarskrár í hlutverki vegvísis fyrir farsælt og gott samfélag á Íslandi. Eitt þeirra atriða sem áberandi hafa verið í þjóðmálaumræðu snertir auðlindir þjóðarinnar og eignarrétt á þeim. Hér hefur ekki síst, eðli málsins samkvæmt fyrir fiskveiðiþjóð, verið mikið fjallað um nýtt ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja myndi yfirráð þjóðarinnar yfir sjávarauðlindum.

Gróðavegur – 3,5% afnotagjald

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans.

Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum

Inga Björk Bjarnadóttir skrifar

Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina "Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!“, var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem "lá út á kinn small inn eins og teygja“ og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt?

Raunveruleg meðferð kvörtunarmála landlæknisembættisins

Árni Richard Árnason skrifar

Þann 29. desember síðastliðinn birtist grein eftir Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björgu Aradóttur, sviðsstjóra landlæknisembættisins. Sú grein var svar við grein minni tveimur dögum áður sem fjallaði um hvernig málsmeðferð kvörtunarmála væri háttað ef embættið færi eftir lögum, sem á lítið skylt við mína reynslu. Mig langar til að nýta tækifærið og gefa lesendum frekari innsýn í vinnubrögð embættisins.

Þjóðarsöfn: Menningarleg stjórnarskrá

Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar

Á síðustu þremur áratugum hafa þjóðarsöfn í Evrópu gengið í gegnum miklar þrengingar vegna pólitískra og efnahagslegra breytinga. Hnattræn áhrif, tilkoma Evrópusambandsins og pólitískar hreyfingar á hægri vængnum hafa orðið til þess að gerðar hafa verið nýjar kröfur til þjóðarsafna sem hefur þýtt endurskilgreiningu á hlutverki þeirra og niðurskurð í fjármunum. Nýverið lauk samevrópsku rannsóknarverkefni sem kallast EuNaMus (European National Museums) sem hafði það að markmiði að skoða hvernig fortíðin er notuð til að endurskilgreina hugmyndina um ríkisborgara og til að skilja mikilvægi landfræðilegra tenginga. En þjóðarsöfn hafa einmitt gegnt þeim meginhlutverkum síðustu 200 árin að gera grein fyrir þessum hugmyndum. Verkefnið hefur þegar skilað af sér áhugaverðum niðurstöðum, þar sem spurt er spurninga á borð við; hvaða hlutverki hafa þjóðarsöfn leikið í myndun og viðhaldi þjóðríkishugmyndarinnar, hvernig hafa þjóðarsöfn greint frá þjóðinni og tekist á við deilumál, hvernig hafa þjóðarsöfn tekist á við pólitískar framtíðarsýnir, og ekki síst, hver er reynsla gesta af þjóðarsöfnum. Skýrslurnar er hægt að nálgast á vef verkefnisins.

Þakkir til landlæknis

Auðbjörg Reynisdóttir skrifar

Loksins fékk ég svar við erindi mínu sem ég sendi Embætti landlæknis (EL) þann 13. mars 2012 kl. 17.13 þegar ég óskaði eftir upplýsingum um verkferla þegar kæra berst embættinu. Það kom mér á óvart að fá svar hér á síðum Fréttablaðsins þann 29.12. 2012. Grein landlæknis og Önnu Bjargar Aradóttur sviðsstjóra var reyndar ekki beint til mín heldur var hún sjálfsvörn eftir kröftuga grein Árna R. Árnasonar tveimur dögum áður.

Hverjir ráða lífeyrissjóðunum?

Jóhann Páll Símonarson skrifar

Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna.

Er óhróður DV falur?

Ólafur Hauksson skrifar

DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann.

Samningar og sérlausnir

Andrés Pétursson skrifar

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fara nú hamförum í áróðri sínum gegn aðildarviðræðunum sem nú standa yfir. Af einhverjum ástæðum þykjast sumir þeirra geta túlkað viðræðurnar sem einstefnuakrein þar sem Ísland eigi litla eða enga möguleika á því að hafa áhrif á þann samning sem í boði verður. Maður kippir sér í sjálfu sér ekki upp við að misvel upplýstir bloggarar fari stundum með staðlausa stafi í þessu máli. En þegar aðilar sem eiga að vera ábyrgir, eins og ritstjórar blaða og formenn einstakra stjórnmálaflokka, gera slíkt hið sama er nauðsynlegt að leiðrétta það lýðskrum og afbakaðar staðreyndir sem þessir aðilar hafa borið á borð fyrir landsmenn á undanförnum misserum.

Af hverju málþóf?

Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallarþáttum í hvers konar þinghaldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlendis en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönnum þannig ráð í fjórðungsdómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð allsherjar þræta. Þessu málþófi lauk með því að fimmtardómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðardóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með tilkomu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt.

Gróf aðför RÚV að íslensku samfélagi

Ástþór Magnússon skrifar

Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu.

Gengisfelling andans

Methúsalem Þórisson skrifar

Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórnmálaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum.

Réttur neytenda til að skila vöru

Magnús B. Jóhannesson skrifar

Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik.

Af hverju undanþágur frá ESB-reglum?

Þröstur Ólafsson skrifar

Mér varð það á að lenda í orðaskaki við góðan vin minn út af ESB. Það hefði ég ekki átt að gera, því orðaskak, svo ekki sé talað um rifrildi, skilar engu nema sáru sinni. En tilefni orðaskaksins er þó þess virði að það sé rætt. Vinur minn fullyrti, og fékk ákafan stuðning flestra borðfélaga okkar, að það væri fyrir fram vitað að við fengjum engar undanþágur frá reglum ESB. Það færu því ekki fram neinar samningaviðræður, heldur ætti sér stað aðlögunarferli að regluverki ESB. Mér gremst fátt jafnmikið og þegar fólk gefur sér niðurstöðu úr óorðnum atvikum fyrir fram; tala nú ekki um þegar um samningaviðræður er að ræða. Enginn veit fyrir fram hvað út úr fjölþjóðlegum samningaviðræðum kemur. Stundum kemur heilmikið, eins og t.d. bæði úr viðræðum okkar um EES og jafnvel við inngöngu okkar í NATO. Í báðum tilvikum fengum við varanlegar undanþágur. Í EFTA-viðræðunum drógum við þó nokkrar undanþágur að landi. Þegar við gengum í Sameinuðu þjóðirnar var engin undanþága í boði. Allar þjóðir sem gengið hafa í ESB hafa fengið undanþágur frá meginregluverki sambandsins, ýmist tímabundnar eða varanlegar, allt eftir því hve mikilvægur viðkomandi málaflokkur var hverri þjóð. Hver niðurstaðan verður hjá okkur get hvorki ég né aðrir fullyrt neitt um. Það er hins vegar afar ólíklegt að þær verði ekki einhverjar. Hvaða máli þær muni skipta okkur, þegar upp er staðið, er svo annað mál.

Barnalög þurfa vandaða framkvæmd

Ögmundur Jónasson skrifar

Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Eva Joly og afkvæmið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Nú eru bráðum fjögur ár síðan Eva Joly kom til Íslands til að gefa stjórnvöldum ráð um hvernig ganga skyldi milli bols og höfuðs á meintum fjárglæframönnum eftir bankahrun. Strax kom hún galvösk, með bros á vör í viðtal í sjónvarpi og lýsti yfir sekt manna á báða bóga, meira að segja í einstöku dómsmáli.

Rökþrota prestur

Reimar Pétursson skrifar

Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki.

Sjá næstu 50 greinar