Upp úr skotgröfunum Eiríkur Bergmann skrifar 15. janúar 2013 06:00 Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar