Upp úr skotgröfunum Eiríkur Bergmann skrifar 15. janúar 2013 06:00 Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar