Góðar fréttir úr grunnskólunum Hafsteinn Karlsson skrifar 15. janúar 2013 06:00 Um langt árabil hafa verið gerðar rannsóknir ár hvert á högum og líðan unglinga á Íslandi. Ef niðurstöður síðustu tíu til tólf ára eru bornar saman er þróunin einstaklega jákvæð, sama hvert litið er. Til dæmis þekkist tóbaksnotkun og áfengisneysla varla lengur meðal grunnskólakrakka, samband þeirra við foreldra er betra en áður og ekki síst þá líður þeim betur á vinnustaðnum sínum, þ.e.a.s. í grunnskólanum. Þetta eru góðar fréttir og í raun stór tíðindi.Gott starf í skólunum Kíkjum betur á skólana. Samkvæmt mælingum síðustu tíu ára hefur þeim fækkað mikið sem eru haldnir námsleiða, krakkar koma betur undirbúnir í kennslustundir, fleiri telja sig leggja rækt við námið en áður, þeim semur betur við kennarana og hlutfall þeirra sem líður illa í skólanum hefur lækkað verulega. Sem sagt meiri áhugi á námi, meiri metnaður og betri líðan. Þetta á bæði við um stráka og stelpur og er afleiðing hins góða starfs sem fer fram í skólunum. Þrotlaus þróunarvinna kennara er að skila árangri sem og breytingar á lögum, reglum og þá hvað ekki síst kjarasamningum kennara. Frá því um síðustu aldamót hefur ýmsum góðum hugmyndum verið hrint í framkvæmd og þær hafa verið að festa sig í sessi.Einstaklingsmiðað nám Um síðustu aldamót var hafist handa við að breyta kennsluháttum í grunnskólum Reykjavíkur þannig að meira tillit væri tekið til ólíkra þarfa og áhuga nemenda. Margir fámennir skólar á landsbyggðinni höfðu unnið í þessum anda um árabil en í fjölmennari skólum í þéttbýlinu þótti það torveldara af ýmsum ástæðum. Undir forystu þáverandi fræðslustjóra í Reykjavík, Gerðar G. Óskarsdóttur, var unnið skipulega að innleiðingu hugmyndafræðinnar um einstaklingsmiðað nám og henni hrint í framkvæmd í grunnskólum borgarinnar. Á sama tíma fóru skólar í öðrum sveitarfélögum einnig að huga að breyttum starfsháttum í sama anda. Þótt ekki sé hægt að segja að skólar starfi fullkomlega í anda hugmyndafræðinnar, þá hafa kennsluhættir breyst til batnaðar og starf skólanna er orðið fjölbreyttara og sveigjanlegra en áður var.Aukin samvinna kennara Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 voru margir stærri skólar tvísettir, þ.e. vegna húsnæðisskorts gat aðeins hluti nemenda verið í skólanum fyrir hádegi en hinir mættu þá eftir hádegi. Sveitarfélögin réðust í miklar framkvæmdir og tókst að leysa þetta vandamál fyrir síðustu aldamót. Þetta varð til þess að kennarar fengu miklu betri vinnuaðstöðu í skólunum og gerðu þeir í kjölfarið kjarasamning þar sem verulegar breytingar urðu á vinnutíma þeirra. Áður þurftu margir þeirra að fara heim að lokinni kennslu og vinna undirbúningsvinnu sína þar, en nú geta þeir sinnt þessum störfum á vinnustaðnum. Í kjölfarið hefur samvinna kennara við undirbúning kennslunnar stóraukist í mörgum skólum. Þetta hefur eflt allt þróunar- og umbótastarf og aukið starfsgleði kennara.Unnið gegn einelti Olweusarverkefnið gegn einelti fór af stað um aldamótin og færði það skólunum frábær verkfæri til að taka á eineltismálum en ekki síður til fyrirbyggjandi starfs, mótunar forvarnarverkefna og skólabrags. Nú vinna flestir skólar skipulega gegn einelti með góðum árangri. Viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks skóla í þessum efnum hafa stórbreyst og í seinni tíð þegar eineltismál hafa komið upp eru allir tilbúnir að leggja sig alla fram svo hægt sé að leysa þau með hraði.Sérkennsla, greiningar og ráðgjöf Hugmyndafræði einstaklingsmiðaðs náms kallar á ný vinnubrögð í sérkennslu og önnur viðmið. Hlutverk sérkennara er ekki lengur að hjálpa nemendum „sem dragast aftur úr“ að „ná hinum“. Þeirra hlutverk er miklu fremur í samvinnu við bekkjarkennara að greina hvar styrkleikar nemenda liggja og hvernig má byggja upp námið hjá þeim. Heilmikil þróun í sérkennslu í grunnskólum hefur því orðið frá síðustu aldamótum og hafa áherslur sérkennslunnar á ýmsan hátt breyst. Þroskaþjálfar eru t.d. víða orðnir hluti af starfsliði skóla. Lesblinda, ofvirkni, athyglisbrestur og ýmiss konar einhverfa er greind fyrr og því hægt að grípa miklu fyrr inn í með viðeigandi aðgerðum. Þá er ráðgjöf við nemendur og foreldra orðin fastur þáttur í starfi skóla.Þurfum að gera enn betur Ýmislegt fleira má nefna sem ýtir undir betri líðan nemenda í grunnskólum. Mötuneyti eru t.d. komin í alla grunnskóla á síðustu tíu árum, skólastjórnendur hafa sótt sér framhaldsmenntun í skólastjórnun og margir kennarar hafa stundað framhaldsnám í kennslufræðum. Þá eru miklu færri grunnskólanemendur sem vinna með námi sínu nú en fyrir fimm árum. Allt þetta og margt fleira hefur gert grunnskólana að betri skólum. Þrátt fyrir framfarir eru þó enn of margir nemendur haldnir skólaleiða og vanlíðan í skóla. Við þurfum því að gera enn betur. Við verðum því að halda áfram á þeirri jákvæðu braut sem við höfum verið á undanfarinn áratug.Góð fjárfesting Grunnskólar hafa því miður mátt þola mikinn niðurskurð á síðustu árum. Bekkir hafa stækkað, þrengt hefur verið að sérkennslu, framlög til þróunarstarfs skert og starfsemi bókasafna takmörkuð svo eitthvað sé nefnt. Nú er mikilvægt að snúa við blaðinu, því ef þetta ástand verður viðvarandi mun margt af því góða sem áunnist hefur síðustu tíu til tólf ár ganga til baka. Þróunin undanfarinn áratug sýnir svo ekki verður um villst að fjármunir sem settir eru í grunnskólann skila góðri fjárfestingu nú og til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil hafa verið gerðar rannsóknir ár hvert á högum og líðan unglinga á Íslandi. Ef niðurstöður síðustu tíu til tólf ára eru bornar saman er þróunin einstaklega jákvæð, sama hvert litið er. Til dæmis þekkist tóbaksnotkun og áfengisneysla varla lengur meðal grunnskólakrakka, samband þeirra við foreldra er betra en áður og ekki síst þá líður þeim betur á vinnustaðnum sínum, þ.e.a.s. í grunnskólanum. Þetta eru góðar fréttir og í raun stór tíðindi.Gott starf í skólunum Kíkjum betur á skólana. Samkvæmt mælingum síðustu tíu ára hefur þeim fækkað mikið sem eru haldnir námsleiða, krakkar koma betur undirbúnir í kennslustundir, fleiri telja sig leggja rækt við námið en áður, þeim semur betur við kennarana og hlutfall þeirra sem líður illa í skólanum hefur lækkað verulega. Sem sagt meiri áhugi á námi, meiri metnaður og betri líðan. Þetta á bæði við um stráka og stelpur og er afleiðing hins góða starfs sem fer fram í skólunum. Þrotlaus þróunarvinna kennara er að skila árangri sem og breytingar á lögum, reglum og þá hvað ekki síst kjarasamningum kennara. Frá því um síðustu aldamót hefur ýmsum góðum hugmyndum verið hrint í framkvæmd og þær hafa verið að festa sig í sessi.Einstaklingsmiðað nám Um síðustu aldamót var hafist handa við að breyta kennsluháttum í grunnskólum Reykjavíkur þannig að meira tillit væri tekið til ólíkra þarfa og áhuga nemenda. Margir fámennir skólar á landsbyggðinni höfðu unnið í þessum anda um árabil en í fjölmennari skólum í þéttbýlinu þótti það torveldara af ýmsum ástæðum. Undir forystu þáverandi fræðslustjóra í Reykjavík, Gerðar G. Óskarsdóttur, var unnið skipulega að innleiðingu hugmyndafræðinnar um einstaklingsmiðað nám og henni hrint í framkvæmd í grunnskólum borgarinnar. Á sama tíma fóru skólar í öðrum sveitarfélögum einnig að huga að breyttum starfsháttum í sama anda. Þótt ekki sé hægt að segja að skólar starfi fullkomlega í anda hugmyndafræðinnar, þá hafa kennsluhættir breyst til batnaðar og starf skólanna er orðið fjölbreyttara og sveigjanlegra en áður var.Aukin samvinna kennara Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna árið 1996 voru margir stærri skólar tvísettir, þ.e. vegna húsnæðisskorts gat aðeins hluti nemenda verið í skólanum fyrir hádegi en hinir mættu þá eftir hádegi. Sveitarfélögin réðust í miklar framkvæmdir og tókst að leysa þetta vandamál fyrir síðustu aldamót. Þetta varð til þess að kennarar fengu miklu betri vinnuaðstöðu í skólunum og gerðu þeir í kjölfarið kjarasamning þar sem verulegar breytingar urðu á vinnutíma þeirra. Áður þurftu margir þeirra að fara heim að lokinni kennslu og vinna undirbúningsvinnu sína þar, en nú geta þeir sinnt þessum störfum á vinnustaðnum. Í kjölfarið hefur samvinna kennara við undirbúning kennslunnar stóraukist í mörgum skólum. Þetta hefur eflt allt þróunar- og umbótastarf og aukið starfsgleði kennara.Unnið gegn einelti Olweusarverkefnið gegn einelti fór af stað um aldamótin og færði það skólunum frábær verkfæri til að taka á eineltismálum en ekki síður til fyrirbyggjandi starfs, mótunar forvarnarverkefna og skólabrags. Nú vinna flestir skólar skipulega gegn einelti með góðum árangri. Viðhorf nemenda, foreldra og starfsfólks skóla í þessum efnum hafa stórbreyst og í seinni tíð þegar eineltismál hafa komið upp eru allir tilbúnir að leggja sig alla fram svo hægt sé að leysa þau með hraði.Sérkennsla, greiningar og ráðgjöf Hugmyndafræði einstaklingsmiðaðs náms kallar á ný vinnubrögð í sérkennslu og önnur viðmið. Hlutverk sérkennara er ekki lengur að hjálpa nemendum „sem dragast aftur úr“ að „ná hinum“. Þeirra hlutverk er miklu fremur í samvinnu við bekkjarkennara að greina hvar styrkleikar nemenda liggja og hvernig má byggja upp námið hjá þeim. Heilmikil þróun í sérkennslu í grunnskólum hefur því orðið frá síðustu aldamótum og hafa áherslur sérkennslunnar á ýmsan hátt breyst. Þroskaþjálfar eru t.d. víða orðnir hluti af starfsliði skóla. Lesblinda, ofvirkni, athyglisbrestur og ýmiss konar einhverfa er greind fyrr og því hægt að grípa miklu fyrr inn í með viðeigandi aðgerðum. Þá er ráðgjöf við nemendur og foreldra orðin fastur þáttur í starfi skóla.Þurfum að gera enn betur Ýmislegt fleira má nefna sem ýtir undir betri líðan nemenda í grunnskólum. Mötuneyti eru t.d. komin í alla grunnskóla á síðustu tíu árum, skólastjórnendur hafa sótt sér framhaldsmenntun í skólastjórnun og margir kennarar hafa stundað framhaldsnám í kennslufræðum. Þá eru miklu færri grunnskólanemendur sem vinna með námi sínu nú en fyrir fimm árum. Allt þetta og margt fleira hefur gert grunnskólana að betri skólum. Þrátt fyrir framfarir eru þó enn of margir nemendur haldnir skólaleiða og vanlíðan í skóla. Við þurfum því að gera enn betur. Við verðum því að halda áfram á þeirri jákvæðu braut sem við höfum verið á undanfarinn áratug.Góð fjárfesting Grunnskólar hafa því miður mátt þola mikinn niðurskurð á síðustu árum. Bekkir hafa stækkað, þrengt hefur verið að sérkennslu, framlög til þróunarstarfs skert og starfsemi bókasafna takmörkuð svo eitthvað sé nefnt. Nú er mikilvægt að snúa við blaðinu, því ef þetta ástand verður viðvarandi mun margt af því góða sem áunnist hefur síðustu tíu til tólf ár ganga til baka. Þróunin undanfarinn áratug sýnir svo ekki verður um villst að fjármunir sem settir eru í grunnskólann skila góðri fjárfestingu nú og til framtíðar.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun