Stjórnarskráin: Lengi getur gott batnað Þorkell Helgason skrifar 16. janúar 2013 06:00 „Heill lýðræðisríkja, hverrar gerðar eða þroska sem er, hvílir á lítilfjörlegu tæknilegu atriði: fyrirkomulagi kosninga. Allt annað er aukaatriði.“ Svo ritaði hinn mikli spænski hugsuður José Ortega y Gasset. Alþingi lagði fyrir stjórnlagaráð að endurskoða stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag þingkosninga. Til grundvallar var umræða á þjóðfundi 2010 sem stjórnlaganefnd sú sem stóð að fundinum túlkaði almennt sem kröfur um jafnt vægi atkvæða og persónukjör auk þess sem flestir töldu að landið ætti að vera eitt kjördæmi. Meginþættirnir í tillögu stjórnlagaráðs um ramma um kosningakerfi koma fram í 39. gr. í frumvarpi því að nýrri stjórnarskrá sem nú liggur fyrir Alþingi. Helstu nýmælin eru þessi:Fjöldi kjördæma: Frá einu upp í átta að vali löggjafans.Vægi atkvæða: Skal vera jafnt, óháð búsetu.Landslistar: Flokkar geta bæði boðið fram kjördæmalista og landslista. Sömu nöfn mega vera á báðum.Persónukjör: Kjósendur merkja við einstaka frambjóðendur eða lista í heilu lagi en taka þá ekki afstöðu til röðunar á frambjóðendum.Fullur jöfnuður milli flokka: Sætum skal skipt á milli flokka í samræmi við landsfylgi og síðan ráðstafað til frambjóðenda hvers þeirra samkvæmt persónufylgi.Kjördæmavörn: Til að ekkert kjördæmi fari halloka við úthlutun sæta má nota nær helming þingsæta, eða 30 þeirra, sem lágmarkstryggingu fyrir einstök kjördæmi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 hlaut spurning um aukið persónukjör stuðning 78,4% þeirra sem tóku afstöðu og önnur um jafnt vægi atkvæða fékk með sama hætti jáyrði 66,5%. Þær tvær meginbreytingar sem stjórnlagaráð lagði til um fyrirkomulag kosninga fengu því yfirgnæfandi fylgi allt eins og hafði sýnt sig á þjóðfundinum.Kjördæmavörn Nokkrir fræðimenn hafa gagnrýnt framangreindar tillögur stjórnlagaráðs, þó með misgóðum rökum. Hér verður staðnæmst við málefnalega gagnrýni á ákvæðið um kjördæmavörn. Búa má til ýkt dæmi þess efnis að þetta ákvæði geti ýmist snúist upp í andhverfu sína eða dugi ekki til að ná settu markmiði.Hugsum okkur að landinu sé skipt upp í tvö kjördæmi, landsbyggðarkjördæmi og höfuðborgarkjördæmi. Segjum að kjósendur flokks nokkurs dreifi persónuatkvæðum sínum mjög á milli frambjóðenda flokksins á landsbyggðinni en séu aftur móti einhuga um menn á höfuðborgarlistanum. Vegna stærðarmunar kjördæmanna gæti svo farið að sterkustu mennirnir á höfuðborgarlistanum væru allir atkvæðaríkari en hver hinna á landsbyggðarlistanum. Flokkurinn fengi þá alla menn sína kjörna fyrir sunnan. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur búið til dæmi í þessum stíl. Með ákvæðinu um kjördæmavörn mætti að vísu tryggja landsbyggðarkjördæminu þau 23 sæti sem það á rétt á m.v. kjósendatölu. En ákvæðið gæti ekki séð við bjögun innan flokka.Hið öndverða gæti líka gerst, að kjördæmi fái vægi umfram það sem kjósendafjöldi gefur tilefni til einmitt út á ákvæðið um kjördæmavörnina. Um þetta má taka dæmi það sem fylgdi sem viðauki með tillögum stjórnlagaráðs. Þar er kjördæmaskipan sem nú, nema hvað Reykjavíkurkjördæmin eru sameinuð og eru þá kjördæmin fimm að tölu. Gert er ráð fyrir að ákvæðið um kjördæmavörn sé nýtt þannig að sex þingsæti séu bundin hverju kjördæmi. Kjósendur Norðvesturkjördæmis nægja einmitt til að standa undir sex þingsætum. Ef kjósendur þar greiða landslistum atkvæði í talsverðum mæli geta þeir út á bindinguna fengið viðbótarþingsæti og í ítrasta falli allt að tvöfalt vægi umfram kjósendatölu.Sama atkvæðavægi Ofangreind dæmi eru að vísu mjög ólíkleg. Engu að síður skapaði fyrra dæmið ótta hjá landsbyggðarfólki um að réttmæt hlutdeild þess í kjöri þingmanna væri í hættu ef tillaga stjórnlagaráðs yrði óbreytt að ramma um kosningalög. Þetta kann að hafa verið ein meginástæða þess að stuðningur við jöfnun atkvæðavægis var rýr í Norðausturkjördæmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ari Teitsson, fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, hefur í góðri grein í Fréttablaðinu 9. janúar sl. bent á vandann og hvernig taka mætti á honum í kosningalögum innan ramma hinnar ráðgerðu stjórnarskrár. Tryggara er að lagfæra stjórnarskrárfrumvarpið með lítilsháttar breytingu. Hún felst í raun í því að skerpa meginmarkmiðið um að allir kjósendur hafi sama atkvæðavægi. Þetta má gera með ýmsu móti án þess að kollvarpa neinu, t.d. með því að setja kjördæmin enn frekar í forgang við úthlutun þingsæta og breyta lítilsháttar fyrirkomulagi landsframboða. Alþingi á ekki að hika við að lagfæra það sem betur má fara. Markmiðið er góð stjórnarskrá, ekki hver samdi hana. En engan tíma má missa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Heill lýðræðisríkja, hverrar gerðar eða þroska sem er, hvílir á lítilfjörlegu tæknilegu atriði: fyrirkomulagi kosninga. Allt annað er aukaatriði.“ Svo ritaði hinn mikli spænski hugsuður José Ortega y Gasset. Alþingi lagði fyrir stjórnlagaráð að endurskoða stjórnarskrárákvæði um fyrirkomulag þingkosninga. Til grundvallar var umræða á þjóðfundi 2010 sem stjórnlaganefnd sú sem stóð að fundinum túlkaði almennt sem kröfur um jafnt vægi atkvæða og persónukjör auk þess sem flestir töldu að landið ætti að vera eitt kjördæmi. Meginþættirnir í tillögu stjórnlagaráðs um ramma um kosningakerfi koma fram í 39. gr. í frumvarpi því að nýrri stjórnarskrá sem nú liggur fyrir Alþingi. Helstu nýmælin eru þessi:Fjöldi kjördæma: Frá einu upp í átta að vali löggjafans.Vægi atkvæða: Skal vera jafnt, óháð búsetu.Landslistar: Flokkar geta bæði boðið fram kjördæmalista og landslista. Sömu nöfn mega vera á báðum.Persónukjör: Kjósendur merkja við einstaka frambjóðendur eða lista í heilu lagi en taka þá ekki afstöðu til röðunar á frambjóðendum.Fullur jöfnuður milli flokka: Sætum skal skipt á milli flokka í samræmi við landsfylgi og síðan ráðstafað til frambjóðenda hvers þeirra samkvæmt persónufylgi.Kjördæmavörn: Til að ekkert kjördæmi fari halloka við úthlutun sæta má nota nær helming þingsæta, eða 30 þeirra, sem lágmarkstryggingu fyrir einstök kjördæmi. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 hlaut spurning um aukið persónukjör stuðning 78,4% þeirra sem tóku afstöðu og önnur um jafnt vægi atkvæða fékk með sama hætti jáyrði 66,5%. Þær tvær meginbreytingar sem stjórnlagaráð lagði til um fyrirkomulag kosninga fengu því yfirgnæfandi fylgi allt eins og hafði sýnt sig á þjóðfundinum.Kjördæmavörn Nokkrir fræðimenn hafa gagnrýnt framangreindar tillögur stjórnlagaráðs, þó með misgóðum rökum. Hér verður staðnæmst við málefnalega gagnrýni á ákvæðið um kjördæmavörn. Búa má til ýkt dæmi þess efnis að þetta ákvæði geti ýmist snúist upp í andhverfu sína eða dugi ekki til að ná settu markmiði.Hugsum okkur að landinu sé skipt upp í tvö kjördæmi, landsbyggðarkjördæmi og höfuðborgarkjördæmi. Segjum að kjósendur flokks nokkurs dreifi persónuatkvæðum sínum mjög á milli frambjóðenda flokksins á landsbyggðinni en séu aftur móti einhuga um menn á höfuðborgarlistanum. Vegna stærðarmunar kjördæmanna gæti svo farið að sterkustu mennirnir á höfuðborgarlistanum væru allir atkvæðaríkari en hver hinna á landsbyggðarlistanum. Flokkurinn fengi þá alla menn sína kjörna fyrir sunnan. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur búið til dæmi í þessum stíl. Með ákvæðinu um kjördæmavörn mætti að vísu tryggja landsbyggðarkjördæminu þau 23 sæti sem það á rétt á m.v. kjósendatölu. En ákvæðið gæti ekki séð við bjögun innan flokka.Hið öndverða gæti líka gerst, að kjördæmi fái vægi umfram það sem kjósendafjöldi gefur tilefni til einmitt út á ákvæðið um kjördæmavörnina. Um þetta má taka dæmi það sem fylgdi sem viðauki með tillögum stjórnlagaráðs. Þar er kjördæmaskipan sem nú, nema hvað Reykjavíkurkjördæmin eru sameinuð og eru þá kjördæmin fimm að tölu. Gert er ráð fyrir að ákvæðið um kjördæmavörn sé nýtt þannig að sex þingsæti séu bundin hverju kjördæmi. Kjósendur Norðvesturkjördæmis nægja einmitt til að standa undir sex þingsætum. Ef kjósendur þar greiða landslistum atkvæði í talsverðum mæli geta þeir út á bindinguna fengið viðbótarþingsæti og í ítrasta falli allt að tvöfalt vægi umfram kjósendatölu.Sama atkvæðavægi Ofangreind dæmi eru að vísu mjög ólíkleg. Engu að síður skapaði fyrra dæmið ótta hjá landsbyggðarfólki um að réttmæt hlutdeild þess í kjöri þingmanna væri í hættu ef tillaga stjórnlagaráðs yrði óbreytt að ramma um kosningalög. Þetta kann að hafa verið ein meginástæða þess að stuðningur við jöfnun atkvæðavægis var rýr í Norðausturkjördæmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ari Teitsson, fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, hefur í góðri grein í Fréttablaðinu 9. janúar sl. bent á vandann og hvernig taka mætti á honum í kosningalögum innan ramma hinnar ráðgerðu stjórnarskrár. Tryggara er að lagfæra stjórnarskrárfrumvarpið með lítilsháttar breytingu. Hún felst í raun í því að skerpa meginmarkmiðið um að allir kjósendur hafi sama atkvæðavægi. Þetta má gera með ýmsu móti án þess að kollvarpa neinu, t.d. með því að setja kjördæmin enn frekar í forgang við úthlutun þingsæta og breyta lítilsháttar fyrirkomulagi landsframboða. Alþingi á ekki að hika við að lagfæra það sem betur má fara. Markmiðið er góð stjórnarskrá, ekki hver samdi hana. En engan tíma má missa.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun