Svar til innanríkisráðherra frá Stígamótum Guðrún Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Ég vil þakka fyrir svar innanríkisráðherra við áskoruninni sem ég sendi honum í gegnum Fréttablaðið í síðustu viku. Það er vissulega rétt hjá ráðherra að ýmislegt hafi verið gert sem snertir kynferðisbrot í hans ráðherratíð, því hef ég aldrei mótmælt. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona hans, hefur beitt sér af alefli til þess að auka vitund og skilning á kynferðisofbeldi og gert hefur verið mikið átak til þess að auka fræðslu fyrir börn í skólum. Það er hið besta mál og sjálfsagt að þakka fyrir það. Það þarf bara að gera svo margt og okkur Stígamótakonum finnst við hafa beðið alltof lengi eftir róttækum aðgerðum í nauðgunarmálum. Þess vegna finnst okkur mikilvægt að brýna ráðherrann til góðra verka á meðan hann hefur völdin, við vitum ekki hversu lengi það verður. Ég hef heldur ekki bent á töfralausnir, það hvarflar ekki að mér að þær séu til. Ég þekki vel hugmyndir prófessors Liz Kelly vinkonu minnar, en hef meiri metnað fyrir hönd okkar fólks en svo að nægilegt sé að taka vel á móti því. Mér finnst það svo sjálfsögð krafa að það taki því varla að nefna það. Rannsóknir á nauðgunarmálum eru alveg ljómandi, en það eru þegar til gífurlega umfangsmiklar rannsóknir í nágrannalöndunum sem varpa ljósi á þær rannsóknarspurningar sem ráðherra nefnir í svari sínu. Má þar nefna Evrópurannsóknir prófessors Liz Kelly og Lindu Reagan undir yfirskriftinni „Nauðgun, hið gleymda málefni" og framhaldsrannsókn undir heitinu „Nauðgun, enn hið gleymda málefni". Stígamót tóku þátt í rannsókninni á sínum tíma fyrir Íslands hönd og í ljós kom að æ færri kærð mál leiða til dóma.Bíðum enn Það er líka nauðsynlegt að nefna umfangsmiklar rannsóknir þeirra Christians og Evu Diesen sem stýrðu rannsókn á meðferð 10.000 kynferðisbrotamála í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Stígamót buðu Evu Diesen til Íslands árið 2010 til þess að lýsa sínum niðurstöðum, en ég er hrædd um að fáir starfsmenn réttarkerfisins hafi þegið boð um að hlusta á hana. Eva lagði áherslu á að bæta þyrfti rannsókn mála á öllum stigum. Með fullri virðingu fyrir rannsóknum tel ég að það sé óþarfi að bíða eftir séríslenskum niðurstöðum til þess að gera það sem hægt er svo meðferð nauðgunarmála verði sem vönduðust. Þess vegna stakk ég upp á að skoðaðir yrðu möguleikar á að koma á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og sérstaks dómstóls í málaflokknum. Spænsk stjórnvöld fullyrða að slíkt fyrirkomulag hafi bætt meðferð þar í landi og líta má til fleiri staða. Ýmislegt fleira mætti gera. Tími aðgerða er upprunninn. Það hefur verið eitt af brýnum sameiginlegum baráttumálum allrar kvennahreyfingarinnar á Íslandi að vændi yrði skilgreint sem ofbeldi og þeir sem því beita sættu ábyrgð. Þegar sá skilningur náði inn í íslenska löggjöf fögnuðum við innilega. Umheimurinn dáist líka að Íslandi fyrir að hafa haft pólitískan dug til þess að loka klámbúllum á Íslandi. En lögin eru ekki pappírsins virði ef þau eru ekki virt og ef þeim er ekki beitt. Við bíðum enn, Ögmundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég vil þakka fyrir svar innanríkisráðherra við áskoruninni sem ég sendi honum í gegnum Fréttablaðið í síðustu viku. Það er vissulega rétt hjá ráðherra að ýmislegt hafi verið gert sem snertir kynferðisbrot í hans ráðherratíð, því hef ég aldrei mótmælt. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona hans, hefur beitt sér af alefli til þess að auka vitund og skilning á kynferðisofbeldi og gert hefur verið mikið átak til þess að auka fræðslu fyrir börn í skólum. Það er hið besta mál og sjálfsagt að þakka fyrir það. Það þarf bara að gera svo margt og okkur Stígamótakonum finnst við hafa beðið alltof lengi eftir róttækum aðgerðum í nauðgunarmálum. Þess vegna finnst okkur mikilvægt að brýna ráðherrann til góðra verka á meðan hann hefur völdin, við vitum ekki hversu lengi það verður. Ég hef heldur ekki bent á töfralausnir, það hvarflar ekki að mér að þær séu til. Ég þekki vel hugmyndir prófessors Liz Kelly vinkonu minnar, en hef meiri metnað fyrir hönd okkar fólks en svo að nægilegt sé að taka vel á móti því. Mér finnst það svo sjálfsögð krafa að það taki því varla að nefna það. Rannsóknir á nauðgunarmálum eru alveg ljómandi, en það eru þegar til gífurlega umfangsmiklar rannsóknir í nágrannalöndunum sem varpa ljósi á þær rannsóknarspurningar sem ráðherra nefnir í svari sínu. Má þar nefna Evrópurannsóknir prófessors Liz Kelly og Lindu Reagan undir yfirskriftinni „Nauðgun, hið gleymda málefni" og framhaldsrannsókn undir heitinu „Nauðgun, enn hið gleymda málefni". Stígamót tóku þátt í rannsókninni á sínum tíma fyrir Íslands hönd og í ljós kom að æ færri kærð mál leiða til dóma.Bíðum enn Það er líka nauðsynlegt að nefna umfangsmiklar rannsóknir þeirra Christians og Evu Diesen sem stýrðu rannsókn á meðferð 10.000 kynferðisbrotamála í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Stígamót buðu Evu Diesen til Íslands árið 2010 til þess að lýsa sínum niðurstöðum, en ég er hrædd um að fáir starfsmenn réttarkerfisins hafi þegið boð um að hlusta á hana. Eva lagði áherslu á að bæta þyrfti rannsókn mála á öllum stigum. Með fullri virðingu fyrir rannsóknum tel ég að það sé óþarfi að bíða eftir séríslenskum niðurstöðum til þess að gera það sem hægt er svo meðferð nauðgunarmála verði sem vönduðust. Þess vegna stakk ég upp á að skoðaðir yrðu möguleikar á að koma á laggirnar embætti sérstaks saksóknara og sérstaks dómstóls í málaflokknum. Spænsk stjórnvöld fullyrða að slíkt fyrirkomulag hafi bætt meðferð þar í landi og líta má til fleiri staða. Ýmislegt fleira mætti gera. Tími aðgerða er upprunninn. Það hefur verið eitt af brýnum sameiginlegum baráttumálum allrar kvennahreyfingarinnar á Íslandi að vændi yrði skilgreint sem ofbeldi og þeir sem því beita sættu ábyrgð. Þegar sá skilningur náði inn í íslenska löggjöf fögnuðum við innilega. Umheimurinn dáist líka að Íslandi fyrir að hafa haft pólitískan dug til þess að loka klámbúllum á Íslandi. En lögin eru ekki pappírsins virði ef þau eru ekki virt og ef þeim er ekki beitt. Við bíðum enn, Ögmundur.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun