Verslunarfrelsi? Ragnheiður Hrafnkelsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Í hverfisbúðinni minni Kjötborg sveif andi jólanna yfir vötnum á Þorláksmessu þar sem boðið var upp á piparkökur og jólaglögg undir dillandi dragspili. Eins og komið hefur fram í verðlaunaðri heimildarmynd um Kjötborgarbræður hafa þeir ekki eingöngu sinnt verslunarstörfum á Ásvallagötunni heldur jafnframt verið hjálparhellur og félagsmiðstöð hverfisins. Þrátt fyrir þakklæti margra Vesturbæinga er staðreyndin sú að einungis þrautseigja og þrjóska þeirra bræðra hefur haldið þjónustunni gangandi, því aðstæður til að halda úti minni hverfisverslunum eru orðnar vægast sagt strembnar enda örfáar eftir. Það finnst mörgum miður því þó að slíkar verslanir bjóði ef til vill upp á takmarkaðra vöruúrval en stórmarkaðirnir skapa þær skemmtilegan bæjarbrag og eru til mikilla þæginda þegar eitt og annað vantar í dagsins önn eða þegar stórmarkaðsletin grípur mann, en sú leti verður oft ágengari fyrir bíllausa.Skekkt samkeppnisstaða Stærstur vandi kaupmanna sem reka minni verslanir felst í því að þeir njóta mun óhagstæðari kjara hjá birgjum og getur sá mismunur orðið allt að 40%-50% á innkaupsverði miðað við þau kjör sem stórmörkuðunum bjóðast. Forráðamenn stóru matvörumarkaðanna geta stillt birgjum upp við vegg og hótað að sniðganga þá ef þeir verða ekki við ýtrustu kröfum um „magnafslátt", sem þýðir með öðrum orðum að minni aðilar þurfa að borga það sem upp á vantar. Litlu verslanirnar eru þannig knúnar til þess að hafa mun hærra útsöluverð jafnvel þó að álagning væri sú sama. Því er augljóst að hverfisbúðirnar búa við mjög skekkta samkeppnisstöðu þar sem stærri aðilar fá „frelsi" til að þjarma vægðarlaust að þeim minni. Ef á annað borð er vilji til að viðhalda minni hverfisverslunum verður að skapa þeim lífvænlegan ramma.Ofurþensla Eins og kemur fram að ofan er ég Vesturbæingur svo það er tiltölulega stutt fyrir mig að keyra út á Fiskislóð, þar sem ég hef frelsi til þess að velja milli þriggja matvörumarkaðsrisa. En skyldi ofurþensla stórmarkaða með tilheyrandi verðstríði ekki eiga einhver takmörk líka? Það læðist að mér óþægilegur grunur um að einn góðan veðurdag muni koma til gjaldþrots og tilheyrandi skuldaniðurfellinga hjá einhverju af eignarhaldsfélögum þessara stórverslana. Ekki kæmi heldur á óvart ef viðkomandi „eigendur" myndu í fyllingu tímans nýta sér frelsi sitt til að stofna ný eignarhaldsfélög með nýjum kennitölum, en fregnir af slíkum gjörningum eru orðnar hluti af hversdagsveruleika Íslendinga. Að fenginni reynslu munu skattgreiðendur á endanum standa uppi með auknar byrðar. Þegar þar að kemur munu líklega enn fleiri hverfisverslanir vera horfnar en ósennilegt að eigendum þeirra bjóðist sömu gjaldþrotakjör og hinum stóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í hverfisbúðinni minni Kjötborg sveif andi jólanna yfir vötnum á Þorláksmessu þar sem boðið var upp á piparkökur og jólaglögg undir dillandi dragspili. Eins og komið hefur fram í verðlaunaðri heimildarmynd um Kjötborgarbræður hafa þeir ekki eingöngu sinnt verslunarstörfum á Ásvallagötunni heldur jafnframt verið hjálparhellur og félagsmiðstöð hverfisins. Þrátt fyrir þakklæti margra Vesturbæinga er staðreyndin sú að einungis þrautseigja og þrjóska þeirra bræðra hefur haldið þjónustunni gangandi, því aðstæður til að halda úti minni hverfisverslunum eru orðnar vægast sagt strembnar enda örfáar eftir. Það finnst mörgum miður því þó að slíkar verslanir bjóði ef til vill upp á takmarkaðra vöruúrval en stórmarkaðirnir skapa þær skemmtilegan bæjarbrag og eru til mikilla þæginda þegar eitt og annað vantar í dagsins önn eða þegar stórmarkaðsletin grípur mann, en sú leti verður oft ágengari fyrir bíllausa.Skekkt samkeppnisstaða Stærstur vandi kaupmanna sem reka minni verslanir felst í því að þeir njóta mun óhagstæðari kjara hjá birgjum og getur sá mismunur orðið allt að 40%-50% á innkaupsverði miðað við þau kjör sem stórmörkuðunum bjóðast. Forráðamenn stóru matvörumarkaðanna geta stillt birgjum upp við vegg og hótað að sniðganga þá ef þeir verða ekki við ýtrustu kröfum um „magnafslátt", sem þýðir með öðrum orðum að minni aðilar þurfa að borga það sem upp á vantar. Litlu verslanirnar eru þannig knúnar til þess að hafa mun hærra útsöluverð jafnvel þó að álagning væri sú sama. Því er augljóst að hverfisbúðirnar búa við mjög skekkta samkeppnisstöðu þar sem stærri aðilar fá „frelsi" til að þjarma vægðarlaust að þeim minni. Ef á annað borð er vilji til að viðhalda minni hverfisverslunum verður að skapa þeim lífvænlegan ramma.Ofurþensla Eins og kemur fram að ofan er ég Vesturbæingur svo það er tiltölulega stutt fyrir mig að keyra út á Fiskislóð, þar sem ég hef frelsi til þess að velja milli þriggja matvörumarkaðsrisa. En skyldi ofurþensla stórmarkaða með tilheyrandi verðstríði ekki eiga einhver takmörk líka? Það læðist að mér óþægilegur grunur um að einn góðan veðurdag muni koma til gjaldþrots og tilheyrandi skuldaniðurfellinga hjá einhverju af eignarhaldsfélögum þessara stórverslana. Ekki kæmi heldur á óvart ef viðkomandi „eigendur" myndu í fyllingu tímans nýta sér frelsi sitt til að stofna ný eignarhaldsfélög með nýjum kennitölum, en fregnir af slíkum gjörningum eru orðnar hluti af hversdagsveruleika Íslendinga. Að fenginni reynslu munu skattgreiðendur á endanum standa uppi með auknar byrðar. Þegar þar að kemur munu líklega enn fleiri hverfisverslanir vera horfnar en ósennilegt að eigendum þeirra bjóðist sömu gjaldþrotakjör og hinum stóru.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun