Verslunarfrelsi? Ragnheiður Hrafnkelsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Í hverfisbúðinni minni Kjötborg sveif andi jólanna yfir vötnum á Þorláksmessu þar sem boðið var upp á piparkökur og jólaglögg undir dillandi dragspili. Eins og komið hefur fram í verðlaunaðri heimildarmynd um Kjötborgarbræður hafa þeir ekki eingöngu sinnt verslunarstörfum á Ásvallagötunni heldur jafnframt verið hjálparhellur og félagsmiðstöð hverfisins. Þrátt fyrir þakklæti margra Vesturbæinga er staðreyndin sú að einungis þrautseigja og þrjóska þeirra bræðra hefur haldið þjónustunni gangandi, því aðstæður til að halda úti minni hverfisverslunum eru orðnar vægast sagt strembnar enda örfáar eftir. Það finnst mörgum miður því þó að slíkar verslanir bjóði ef til vill upp á takmarkaðra vöruúrval en stórmarkaðirnir skapa þær skemmtilegan bæjarbrag og eru til mikilla þæginda þegar eitt og annað vantar í dagsins önn eða þegar stórmarkaðsletin grípur mann, en sú leti verður oft ágengari fyrir bíllausa.Skekkt samkeppnisstaða Stærstur vandi kaupmanna sem reka minni verslanir felst í því að þeir njóta mun óhagstæðari kjara hjá birgjum og getur sá mismunur orðið allt að 40%-50% á innkaupsverði miðað við þau kjör sem stórmörkuðunum bjóðast. Forráðamenn stóru matvörumarkaðanna geta stillt birgjum upp við vegg og hótað að sniðganga þá ef þeir verða ekki við ýtrustu kröfum um „magnafslátt", sem þýðir með öðrum orðum að minni aðilar þurfa að borga það sem upp á vantar. Litlu verslanirnar eru þannig knúnar til þess að hafa mun hærra útsöluverð jafnvel þó að álagning væri sú sama. Því er augljóst að hverfisbúðirnar búa við mjög skekkta samkeppnisstöðu þar sem stærri aðilar fá „frelsi" til að þjarma vægðarlaust að þeim minni. Ef á annað borð er vilji til að viðhalda minni hverfisverslunum verður að skapa þeim lífvænlegan ramma.Ofurþensla Eins og kemur fram að ofan er ég Vesturbæingur svo það er tiltölulega stutt fyrir mig að keyra út á Fiskislóð, þar sem ég hef frelsi til þess að velja milli þriggja matvörumarkaðsrisa. En skyldi ofurþensla stórmarkaða með tilheyrandi verðstríði ekki eiga einhver takmörk líka? Það læðist að mér óþægilegur grunur um að einn góðan veðurdag muni koma til gjaldþrots og tilheyrandi skuldaniðurfellinga hjá einhverju af eignarhaldsfélögum þessara stórverslana. Ekki kæmi heldur á óvart ef viðkomandi „eigendur" myndu í fyllingu tímans nýta sér frelsi sitt til að stofna ný eignarhaldsfélög með nýjum kennitölum, en fregnir af slíkum gjörningum eru orðnar hluti af hversdagsveruleika Íslendinga. Að fenginni reynslu munu skattgreiðendur á endanum standa uppi með auknar byrðar. Þegar þar að kemur munu líklega enn fleiri hverfisverslanir vera horfnar en ósennilegt að eigendum þeirra bjóðist sömu gjaldþrotakjör og hinum stóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í hverfisbúðinni minni Kjötborg sveif andi jólanna yfir vötnum á Þorláksmessu þar sem boðið var upp á piparkökur og jólaglögg undir dillandi dragspili. Eins og komið hefur fram í verðlaunaðri heimildarmynd um Kjötborgarbræður hafa þeir ekki eingöngu sinnt verslunarstörfum á Ásvallagötunni heldur jafnframt verið hjálparhellur og félagsmiðstöð hverfisins. Þrátt fyrir þakklæti margra Vesturbæinga er staðreyndin sú að einungis þrautseigja og þrjóska þeirra bræðra hefur haldið þjónustunni gangandi, því aðstæður til að halda úti minni hverfisverslunum eru orðnar vægast sagt strembnar enda örfáar eftir. Það finnst mörgum miður því þó að slíkar verslanir bjóði ef til vill upp á takmarkaðra vöruúrval en stórmarkaðirnir skapa þær skemmtilegan bæjarbrag og eru til mikilla þæginda þegar eitt og annað vantar í dagsins önn eða þegar stórmarkaðsletin grípur mann, en sú leti verður oft ágengari fyrir bíllausa.Skekkt samkeppnisstaða Stærstur vandi kaupmanna sem reka minni verslanir felst í því að þeir njóta mun óhagstæðari kjara hjá birgjum og getur sá mismunur orðið allt að 40%-50% á innkaupsverði miðað við þau kjör sem stórmörkuðunum bjóðast. Forráðamenn stóru matvörumarkaðanna geta stillt birgjum upp við vegg og hótað að sniðganga þá ef þeir verða ekki við ýtrustu kröfum um „magnafslátt", sem þýðir með öðrum orðum að minni aðilar þurfa að borga það sem upp á vantar. Litlu verslanirnar eru þannig knúnar til þess að hafa mun hærra útsöluverð jafnvel þó að álagning væri sú sama. Því er augljóst að hverfisbúðirnar búa við mjög skekkta samkeppnisstöðu þar sem stærri aðilar fá „frelsi" til að þjarma vægðarlaust að þeim minni. Ef á annað borð er vilji til að viðhalda minni hverfisverslunum verður að skapa þeim lífvænlegan ramma.Ofurþensla Eins og kemur fram að ofan er ég Vesturbæingur svo það er tiltölulega stutt fyrir mig að keyra út á Fiskislóð, þar sem ég hef frelsi til þess að velja milli þriggja matvörumarkaðsrisa. En skyldi ofurþensla stórmarkaða með tilheyrandi verðstríði ekki eiga einhver takmörk líka? Það læðist að mér óþægilegur grunur um að einn góðan veðurdag muni koma til gjaldþrots og tilheyrandi skuldaniðurfellinga hjá einhverju af eignarhaldsfélögum þessara stórverslana. Ekki kæmi heldur á óvart ef viðkomandi „eigendur" myndu í fyllingu tímans nýta sér frelsi sitt til að stofna ný eignarhaldsfélög með nýjum kennitölum, en fregnir af slíkum gjörningum eru orðnar hluti af hversdagsveruleika Íslendinga. Að fenginni reynslu munu skattgreiðendur á endanum standa uppi með auknar byrðar. Þegar þar að kemur munu líklega enn fleiri hverfisverslanir vera horfnar en ósennilegt að eigendum þeirra bjóðist sömu gjaldþrotakjör og hinum stóru.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun