Er stúdentspróf í dönsku ónýtt? Pétur Rasmussen skrifar 16. janúar 2013 06:00 Upp á síðkastið hafa komið upp mál þar sem danskir háskólar hafa neitað íslenskum námsmönnum um aðgang að námsbrautum sínum með tilvísun til þess að þeir hafi ekki nógu góðar forsendur í dönsku. Mest ber á þessu hjá Verslunarháskóla Kaupmannahafnar, CBS. Þar nefna menn kröfu um 12 framhaldsskólaeiningar í dönsku til stúdentsprófs. Síðan árið 2000 hefur danska til stúdentsprófs verið 6 einingar á öðrum brautum en málabraut en þar er krafan 9 einingar. Þegar ný námskrá fyrir framhaldsskóla tekur gildi eftir tvö ár, verður að líkindum aðeins krafa um 3 einingar. Hér ber sem sé töluvert mikið í milli. Krafa danskra háskóla er skiljanleg. Hjá þeim miðast fjárveitingar við fjölda nema sem standast próf. Ef þá grunar t.d. að Íslendingar í námi hjá þeim falli frekar en Danir og að ástæðan sé ónóg hæfni í dönsku, er eðlilegt að þeir geri kröfu um stöðupróf. Slíkt stöðupróf er til. Það heitir Studieprøven og má t.d. lesa um það hjá Studieskolen í Kaupmannahöfn. Íslenskir umsækjendur um háskólanám í Danmörku geta innritað sig í prófið og tekið það ef efast er um málhæfni þeirra. Nú er ekki aðeins kennd danska í framhaldsskóla á Íslandi heldur líka í grunnskóla. Í grunnskóla er kennd danska í fjögur ár, samtals 14 tímar á viku, en 14 tímar á viku í framhaldsskóla er sama sem 14 einingar! Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir að yngri nemendur læri minna í tímum en þeir eldri, væri ekki óeðlilegt að reikna samanlagðan kennslustundafjölda í grunnskóla og framhaldsskóla (6 einingar) sem ígildi 12 eininga náms. CBS á sem sé bara að hætta þessu einelti, eða hvað?Djarft markmið Þegar nánar er að gáð, dettur hvorki Dönum né Íslendingum í hug að miða tungumálahæfni við kennslustundafjölda. Sameiginlegt viðmið Evrópulanda hefur um nokkurt skeið verið svokallaður sjálfsmatsrammi í Evrópskri tungumálamöppu Evrópuráðsins fyrir framhaldsskólastigið. Þar er málhæfni sundurliðuð í fimm hæfnissvið og fyrir hvert eru tilgreind 6 þrep, A1-2, B1-2 og C1-2, þar sem C2 merkir hæfni næstum því eins og hjá innfæddum. Studieprøven prófar miðað við hæfni C1, en hvaða kröfur eru gerðar til þess að standast stúdentspróf í dönsku? Í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, kafla 10.5 er tekin skýrt fram sú krafa um dönsku „að hæfniþrepi þrjú“ sem á öðrum stað (í viðauka 3) útleggst sem B2 á Evrópuvísu. Það er nokkuð djarft markmið þegar haft er í huga að námskráin gerir ráð fyrir að nemendur hafi náð A2 að loknum grunnskóla — vel að merkja aðeins ef þeir hafa „framúrskarandi hæfni“, á mannamáli einkunn 8-10, upp úr grunnskóla (kafla 13.2). Framhaldsskóli getur vissulega kennt slíkum afbragðsnemanda dönsku upp í B2 og útskrifað hann með einkunn 8-10. Hinir ná því ekki. Ef vel lætur, hafa þeir hæfni upp á A1 eða lakara við inntöku í framhaldsskóla og útskrifast með einkunn 6-7 á B1 eða 4-5 á A2.Ónýtur miði Í öllum tilvikum vantar nokkuð upp á að íslenskur háskólanemi sem hefur ekki bætt við sig aukaáfanga í dönsku, uppfylli hæfniskröfur Studieprøven sem eru C1. CBS gerir sem sé rétt í að vísa Íslendingum á Studieprøven ef þeir vilja komast inn. Þá má auðvitað rökræða um það hvort krafan um C1 sé eðlileg. Persónulega hika ég ekki við að gefa nemendum með einkunn 8-10 og 9 framhaldsskólaeiningar að baki meðmæli til háskólanáms í Danmörku. Þar sem ég þekki til, hefur þeim gengið vel. Þúsundir Íslendinga hafa lokið háskólaprófi í Danmörku. Þess vegna gæti hæfnisþrep B2 verið nægileg undirstaða. En það er ekki okkar að skipa útlenskum yfirvöldum fyrir. — Já, stúdentspróf í dönsku er ónýtur miði inn í danskt háskólanám. Annað má íhuga hér heima. Er eðlilegt að grunnskólanemar nái flestir bara hæfnisþrepi A1 eftir fjögurra ára nám í dönsku með 3-4 tíma á viku? Ég veit það ekki, en það gæti verið ástæða til að herða eftirlitið með gæðum kennslu grunnskólanna. En hvað er þá til ráða? Hæfnisþrep B2 dugar ekki. Flestir ná meira að segja aðeins B1. Viljum við auðvelda íslenskum háskólanemum aðgang að dönskum háskólum, virðist aðeins vera til ein leið: að stofna málaskóla til undirbúnings Studieprøven í dönsku og semja við dönsk yfirvöld um að fá að halda þetta stöðupróf hér heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hafa komið upp mál þar sem danskir háskólar hafa neitað íslenskum námsmönnum um aðgang að námsbrautum sínum með tilvísun til þess að þeir hafi ekki nógu góðar forsendur í dönsku. Mest ber á þessu hjá Verslunarháskóla Kaupmannahafnar, CBS. Þar nefna menn kröfu um 12 framhaldsskólaeiningar í dönsku til stúdentsprófs. Síðan árið 2000 hefur danska til stúdentsprófs verið 6 einingar á öðrum brautum en málabraut en þar er krafan 9 einingar. Þegar ný námskrá fyrir framhaldsskóla tekur gildi eftir tvö ár, verður að líkindum aðeins krafa um 3 einingar. Hér ber sem sé töluvert mikið í milli. Krafa danskra háskóla er skiljanleg. Hjá þeim miðast fjárveitingar við fjölda nema sem standast próf. Ef þá grunar t.d. að Íslendingar í námi hjá þeim falli frekar en Danir og að ástæðan sé ónóg hæfni í dönsku, er eðlilegt að þeir geri kröfu um stöðupróf. Slíkt stöðupróf er til. Það heitir Studieprøven og má t.d. lesa um það hjá Studieskolen í Kaupmannahöfn. Íslenskir umsækjendur um háskólanám í Danmörku geta innritað sig í prófið og tekið það ef efast er um málhæfni þeirra. Nú er ekki aðeins kennd danska í framhaldsskóla á Íslandi heldur líka í grunnskóla. Í grunnskóla er kennd danska í fjögur ár, samtals 14 tímar á viku, en 14 tímar á viku í framhaldsskóla er sama sem 14 einingar! Jafnvel þó að gert sé ráð fyrir að yngri nemendur læri minna í tímum en þeir eldri, væri ekki óeðlilegt að reikna samanlagðan kennslustundafjölda í grunnskóla og framhaldsskóla (6 einingar) sem ígildi 12 eininga náms. CBS á sem sé bara að hætta þessu einelti, eða hvað?Djarft markmið Þegar nánar er að gáð, dettur hvorki Dönum né Íslendingum í hug að miða tungumálahæfni við kennslustundafjölda. Sameiginlegt viðmið Evrópulanda hefur um nokkurt skeið verið svokallaður sjálfsmatsrammi í Evrópskri tungumálamöppu Evrópuráðsins fyrir framhaldsskólastigið. Þar er málhæfni sundurliðuð í fimm hæfnissvið og fyrir hvert eru tilgreind 6 þrep, A1-2, B1-2 og C1-2, þar sem C2 merkir hæfni næstum því eins og hjá innfæddum. Studieprøven prófar miðað við hæfni C1, en hvaða kröfur eru gerðar til þess að standast stúdentspróf í dönsku? Í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011, kafla 10.5 er tekin skýrt fram sú krafa um dönsku „að hæfniþrepi þrjú“ sem á öðrum stað (í viðauka 3) útleggst sem B2 á Evrópuvísu. Það er nokkuð djarft markmið þegar haft er í huga að námskráin gerir ráð fyrir að nemendur hafi náð A2 að loknum grunnskóla — vel að merkja aðeins ef þeir hafa „framúrskarandi hæfni“, á mannamáli einkunn 8-10, upp úr grunnskóla (kafla 13.2). Framhaldsskóli getur vissulega kennt slíkum afbragðsnemanda dönsku upp í B2 og útskrifað hann með einkunn 8-10. Hinir ná því ekki. Ef vel lætur, hafa þeir hæfni upp á A1 eða lakara við inntöku í framhaldsskóla og útskrifast með einkunn 6-7 á B1 eða 4-5 á A2.Ónýtur miði Í öllum tilvikum vantar nokkuð upp á að íslenskur háskólanemi sem hefur ekki bætt við sig aukaáfanga í dönsku, uppfylli hæfniskröfur Studieprøven sem eru C1. CBS gerir sem sé rétt í að vísa Íslendingum á Studieprøven ef þeir vilja komast inn. Þá má auðvitað rökræða um það hvort krafan um C1 sé eðlileg. Persónulega hika ég ekki við að gefa nemendum með einkunn 8-10 og 9 framhaldsskólaeiningar að baki meðmæli til háskólanáms í Danmörku. Þar sem ég þekki til, hefur þeim gengið vel. Þúsundir Íslendinga hafa lokið háskólaprófi í Danmörku. Þess vegna gæti hæfnisþrep B2 verið nægileg undirstaða. En það er ekki okkar að skipa útlenskum yfirvöldum fyrir. — Já, stúdentspróf í dönsku er ónýtur miði inn í danskt háskólanám. Annað má íhuga hér heima. Er eðlilegt að grunnskólanemar nái flestir bara hæfnisþrepi A1 eftir fjögurra ára nám í dönsku með 3-4 tíma á viku? Ég veit það ekki, en það gæti verið ástæða til að herða eftirlitið með gæðum kennslu grunnskólanna. En hvað er þá til ráða? Hæfnisþrep B2 dugar ekki. Flestir ná meira að segja aðeins B1. Viljum við auðvelda íslenskum háskólanemum aðgang að dönskum háskólum, virðist aðeins vera til ein leið: að stofna málaskóla til undirbúnings Studieprøven í dönsku og semja við dönsk yfirvöld um að fá að halda þetta stöðupróf hér heima.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun