Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. júní 2025 14:59 Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar