Orð og efndir “vinstri” ríkisstjórnar í jafnréttismálum Atli Gíslason skrifar 17. janúar 2013 06:00 Ég gekk til liðs við VG á sínum tíma einkum til að vinna að hugsjónum um jafnrétti og umhverfi. Að báðum þessum málaflokkum hafði ég unnið sem lögmaður en gerði mér vonir um að ég næði meiri árangri á vettvangi Alþingis og innan VG, sem hefur kvenfrelsi og umhverfismál að kjarnaatriðum í stefnuskrá sinni. Nokkuð hefur áunnist fyrir tilstilli sporgöngumanna Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fylgdu eftir málum hennar um vændiskaup og nektarstaði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að lög um kynjakvóta yrðu samþykkt. Bjartar vonir vöknuðu við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009, með jafnaðar- og jafnréttiskonuna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fararbroddi. Í samstarfsyfirlýsingunni segir um jafnréttismálin: „Málaflokkur jafnréttismála fái aukið vægi innan stjórnkerfisins. Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið. Jafnréttismál verði flutt í forsætisráðuneytið. Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að jafna hlutfall kvenna á öllum sviðum samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf. Jafnframt verði kynjasjónarmið höfð að leiðarljósi í aðgerðum til atvinnusköpunar, svo þær gagnist bæði körlum og konum með fjölbreyttan bakgrunn. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnum launamun í samvinnu við hagsmunasamtök og aðila vinnumarkaðarins. Lokið verði við gerð jafnréttisstaðla á kjörtímabilinu og starf jafnréttisfulltrúa ráðuneyta verði efld. Unnið verði úr tillögum jafnréttisvaktarinnar. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi……….“Verri staða kvenna Nú undir lok kjörtímabils ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð má með sanni segja að vart standi steinn yfir steini hvað þessi loforð snertir. Niðurskurður í heilbrigðis- og félagsmálum hefur bitnað á konum og landsbyggðinni, en um 80% tapaðra starfa voru kvennastörf. Fögur fyrirheit um að útrýma kynbundnum launamun hafa snúist upp í andhverfu sína, kynbundinn launamunur hefur aukist á kjörtímabilinu. Staða kvenna í íslensku samfélagi hefur versnað síðastliðin fjögur ár. Þær hafa verið þolendur endurreisnar fjármálakerfisins, forgangsverkefnis að fyrirmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hafa falið í sér eignatilfærslur frá skuldsettum heimilum til fjármálastofnana og félagslegan niðurskurð. Sjóðurinn verður seint talinn velviljaður norrænu velferðarsamfélagi. Var það ekki þessi sjóður sem stuðlaði að kynlífstengdri ferðaþjónustu í Taílandi? Fjárframlög til Jafnréttisstofu hafa í hlutfalli við verðlagsbreytingar lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Jafnréttisstofa hefur ekki verið efld, þvert á móti skorin niður. Tillögur greinarhöfundar og Lilju Mósesdóttur við þriðju umræðu fjárlaga fyrir árið 2013 um tímabundin 75 milljóna króna framlög til Jafnréttisstofu árin 2013 til 2015, samtals 150 milljónir, til að vinna gegn kynbundnum launamun voru felldar með atkvæðum allra stjórnarþingmanna. Stjórnarliðar greiddu einnig einbeitt atkvæði gegn einkar hófsömum tillögum okkar Lilju um 10 milljóna króna viðbótarframlag til Kvennaathvarfsins í Reykjavík, 5 milljóna króna til Stígamóta, sömu fjárhæð til Aflsins, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi á Norðurlandi, og UN Women. Við forgangsröðuðum í þágu baráttu gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi í samræmi við grunngildi VG. Sambærilegar tillögur okkar vegna fjárlaga fyrir árið 2012 voru einnig kolfelldar af stjórnarliðum. Af hverju hafna þeir tillögum sem eru kjarnaatriði í stefnuskrám ríkisstjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég gekk til liðs við VG á sínum tíma einkum til að vinna að hugsjónum um jafnrétti og umhverfi. Að báðum þessum málaflokkum hafði ég unnið sem lögmaður en gerði mér vonir um að ég næði meiri árangri á vettvangi Alþingis og innan VG, sem hefur kvenfrelsi og umhverfismál að kjarnaatriðum í stefnuskrá sinni. Nokkuð hefur áunnist fyrir tilstilli sporgöngumanna Kolbrúnar Halldórsdóttur sem fylgdu eftir málum hennar um vændiskaup og nektarstaði. Þá beitti Lilja Mósesdóttir sér sem formaður viðskiptanefndar til að tryggja að lög um kynjakvóta yrðu samþykkt. Bjartar vonir vöknuðu við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjölfar alþingiskosninga vorið 2009, með jafnaðar- og jafnréttiskonuna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fararbroddi. Í samstarfsyfirlýsingunni segir um jafnréttismálin: „Málaflokkur jafnréttismála fái aukið vægi innan stjórnkerfisins. Jafnréttisstofa verði efld og sjálfstæði hennar aukið. Jafnréttismál verði flutt í forsætisráðuneytið. Áhrif kvenna í endurreisninni verði tryggð. Því mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að jafna hlutfall kvenna á öllum sviðum samfélagsins og grípa til sértækra aðgerða sé þess þörf. Jafnframt verði kynjasjónarmið höfð að leiðarljósi í aðgerðum til atvinnusköpunar, svo þær gagnist bæði körlum og konum með fjölbreyttan bakgrunn. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnum launamun í samvinnu við hagsmunasamtök og aðila vinnumarkaðarins. Lokið verði við gerð jafnréttisstaðla á kjörtímabilinu og starf jafnréttisfulltrúa ráðuneyta verði efld. Unnið verði úr tillögum jafnréttisvaktarinnar. Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi……….“Verri staða kvenna Nú undir lok kjörtímabils ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboð má með sanni segja að vart standi steinn yfir steini hvað þessi loforð snertir. Niðurskurður í heilbrigðis- og félagsmálum hefur bitnað á konum og landsbyggðinni, en um 80% tapaðra starfa voru kvennastörf. Fögur fyrirheit um að útrýma kynbundnum launamun hafa snúist upp í andhverfu sína, kynbundinn launamunur hefur aukist á kjörtímabilinu. Staða kvenna í íslensku samfélagi hefur versnað síðastliðin fjögur ár. Þær hafa verið þolendur endurreisnar fjármálakerfisins, forgangsverkefnis að fyrirmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hafa falið í sér eignatilfærslur frá skuldsettum heimilum til fjármálastofnana og félagslegan niðurskurð. Sjóðurinn verður seint talinn velviljaður norrænu velferðarsamfélagi. Var það ekki þessi sjóður sem stuðlaði að kynlífstengdri ferðaþjónustu í Taílandi? Fjárframlög til Jafnréttisstofu hafa í hlutfalli við verðlagsbreytingar lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Jafnréttisstofa hefur ekki verið efld, þvert á móti skorin niður. Tillögur greinarhöfundar og Lilju Mósesdóttur við þriðju umræðu fjárlaga fyrir árið 2013 um tímabundin 75 milljóna króna framlög til Jafnréttisstofu árin 2013 til 2015, samtals 150 milljónir, til að vinna gegn kynbundnum launamun voru felldar með atkvæðum allra stjórnarþingmanna. Stjórnarliðar greiddu einnig einbeitt atkvæði gegn einkar hófsömum tillögum okkar Lilju um 10 milljóna króna viðbótarframlag til Kvennaathvarfsins í Reykjavík, 5 milljóna króna til Stígamóta, sömu fjárhæð til Aflsins, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi á Norðurlandi, og UN Women. Við forgangsröðuðum í þágu baráttu gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi í samræmi við grunngildi VG. Sambærilegar tillögur okkar vegna fjárlaga fyrir árið 2012 voru einnig kolfelldar af stjórnarliðum. Af hverju hafna þeir tillögum sem eru kjarnaatriði í stefnuskrám ríkisstjórnarflokkanna?
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun