Fátækt er viðhaldið af góðu fólki 19. janúar 2013 06:00 Kynferðisbrotamálið sem nú skekur þjóðfélagið stafnanna á milli afhjúpar fremur óþægilega samfélagsþætti sem varða tilhneigingu okkar til að þegja þunnu hljóði yfir því sem jafnvel þúsundir vita. Valið sem við stöndum frammi fyrir núna er það hvort við ætlum að lifa í ljósi þessarar vitneskju eða í skugga hennar. Þökk sé því sterka og hugrakka fólki sem gengið hefur fram og greint frá misþyrmingum sem það varð fyrir af hálfu gerandans og talað um þöggunina og skömmina. Það hefur valið fyrri kostinn fyrir okkur öll. Það sem gerir þjóðarsamtalið óvenjulegt í þessu sársaukafulla máli þar sem sökin er líka þung, er viðurkenningin á hinni deildu ábyrgð. Um leið og kastljósi er varpað á sök gerandans og hugsanlega fleiri aðila sem beittu þöggun, er ekki dregin undan ábyrgðin sem við öll deilum sem samfélag á þeirri staðreynd að þetta skyldi geta viðgengist með þeim hætti sem raun er á. Þannig er sagan skoðuð en jafnframt horft til framtíðar með ábyrgð í huga. Hvernig má koma í veg fyrir að börn lifi jafnvel árum saman við lífshættulegt og eyðileggjandi ranglæti sem þúsundir vita af en fæstir bregðast við? Það er spurningin sem við erum knúin til að svara.Í þunnu þagnargildi Annar samfélagsþáttur – fátæktin – lýtur svipuðum lögmálum og liggur í þunnu þagnargildi þótt um hann birtist greinar og viðtöl í fjölmiðlum. Langvarandi fátækt, ekki síst á uppvaxtarárum, rænir fólk innan frá og skilur það eftir tómt og bjargarlaust. Vandinn við fátæktina er að þar er oftast enginn augljós gerandi heldur bara fórnarlömb og við höfum hingað til ekki haft augu til að sjá hina deildu ábyrgð heldur gripið til undanbragða, bent á ábyrgð þolandans eða litið til stofnana og kerfa sem ættu að annast þennan málaflokk. En það er með hina langvarandi og eyðileggjandi fátækt líkt og kynferðisglæpi að það næst ekki árangur með því einu að horfa til sakar eða refsiábyrgðar heldur verður jafnframt að viðurkenna hina deildu ábyrgð okkar allra. Barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi ber ekki ábyrgð á því sem gerist en er kemur að málefnum fátæktarinnar er ábyrgðarþátturinn miklu flóknari. Ábyrgðin á fátækt varðar samfélagið allt að meðtöldum jafnvel þeim sem líða ranglætið, þótt ábyrgð annarra á ástandinu sé ríkari. Og sökum þess hve tamt okkur er að horfa til sakar og refsiábyrgðar komum við ekki auga á þau félagslegu ferli sem móta og viðhalda fátækt á meðal okkar. Þeir samfélagsþættir sem gera langvarandi og eyðileggjandi fátækt að veruleika í lífi sumra meðbræðra okkar eru ekki mótaðir af neinum illvilja. Fátækt er viðhaldið af góðu og velmeinandi fólki. Í nýlegri skýrslu um farsæld og fátækt sem við undirrituð sömdum í samvinnu við hóp sérfræðinga og út kom á vegum Hjálparstarfs Kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík er lögð áhersla á að viðurkenna hinn flókna og margræða vanda sem fátækt á Íslandi er og kannast um leið við þá staðreynd að fátækt er hluti af menningu okkar og mun ekki leysast nema við breytum menningunni.Mannréttindi - Í fyrsta lagi verðum við að viðurkenna almenn mannréttindi og samþykkja útreiknuð grunnframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á lífi. -Í öðru lagi verðum við að finna leiðir til að búast við kröftum og þátttöku allra óháð framleiðni. Þarna reynir á samspil félaga, fyrirtækja, opinberra aðila og alls almennings, líka fátækra. Allir hafa eitthvað fram að færa. - Í þriðja lagi megum við til að lækka flækjustigið í velferðarkerfinu og láta þau kerfi sem eru fyrir hendi vinna saman án víxlverkana. Um það eru ýmsar tillögur í skýrslu okkar. Lífið er of stutt til þess að lifa því í þoku. Loks þarf að aftengja þær fátæktargildrur sem við blasa og bent er á í skýrslu okkar. Einkum þær sem lúta að heilsu barna, aðstæðum ungmenna í fátækum fjölskyldum og nýbúa í landinu. Gildrur eru fyrir mýs. Getur verið að sá þáttur menningarinnar sem þarf að breytast sé fólginn í breytingu á viðhorfi okkar til fólks? Gæti hugsast að við þyrftum að temja okkur að líta á persónur frá sjónarhóli þeirra gæða sem þær bera fremur en í ljósi þess sem þær kann að skorta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Kynferðisbrotamálið sem nú skekur þjóðfélagið stafnanna á milli afhjúpar fremur óþægilega samfélagsþætti sem varða tilhneigingu okkar til að þegja þunnu hljóði yfir því sem jafnvel þúsundir vita. Valið sem við stöndum frammi fyrir núna er það hvort við ætlum að lifa í ljósi þessarar vitneskju eða í skugga hennar. Þökk sé því sterka og hugrakka fólki sem gengið hefur fram og greint frá misþyrmingum sem það varð fyrir af hálfu gerandans og talað um þöggunina og skömmina. Það hefur valið fyrri kostinn fyrir okkur öll. Það sem gerir þjóðarsamtalið óvenjulegt í þessu sársaukafulla máli þar sem sökin er líka þung, er viðurkenningin á hinni deildu ábyrgð. Um leið og kastljósi er varpað á sök gerandans og hugsanlega fleiri aðila sem beittu þöggun, er ekki dregin undan ábyrgðin sem við öll deilum sem samfélag á þeirri staðreynd að þetta skyldi geta viðgengist með þeim hætti sem raun er á. Þannig er sagan skoðuð en jafnframt horft til framtíðar með ábyrgð í huga. Hvernig má koma í veg fyrir að börn lifi jafnvel árum saman við lífshættulegt og eyðileggjandi ranglæti sem þúsundir vita af en fæstir bregðast við? Það er spurningin sem við erum knúin til að svara.Í þunnu þagnargildi Annar samfélagsþáttur – fátæktin – lýtur svipuðum lögmálum og liggur í þunnu þagnargildi þótt um hann birtist greinar og viðtöl í fjölmiðlum. Langvarandi fátækt, ekki síst á uppvaxtarárum, rænir fólk innan frá og skilur það eftir tómt og bjargarlaust. Vandinn við fátæktina er að þar er oftast enginn augljós gerandi heldur bara fórnarlömb og við höfum hingað til ekki haft augu til að sjá hina deildu ábyrgð heldur gripið til undanbragða, bent á ábyrgð þolandans eða litið til stofnana og kerfa sem ættu að annast þennan málaflokk. En það er með hina langvarandi og eyðileggjandi fátækt líkt og kynferðisglæpi að það næst ekki árangur með því einu að horfa til sakar eða refsiábyrgðar heldur verður jafnframt að viðurkenna hina deildu ábyrgð okkar allra. Barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi ber ekki ábyrgð á því sem gerist en er kemur að málefnum fátæktarinnar er ábyrgðarþátturinn miklu flóknari. Ábyrgðin á fátækt varðar samfélagið allt að meðtöldum jafnvel þeim sem líða ranglætið, þótt ábyrgð annarra á ástandinu sé ríkari. Og sökum þess hve tamt okkur er að horfa til sakar og refsiábyrgðar komum við ekki auga á þau félagslegu ferli sem móta og viðhalda fátækt á meðal okkar. Þeir samfélagsþættir sem gera langvarandi og eyðileggjandi fátækt að veruleika í lífi sumra meðbræðra okkar eru ekki mótaðir af neinum illvilja. Fátækt er viðhaldið af góðu og velmeinandi fólki. Í nýlegri skýrslu um farsæld og fátækt sem við undirrituð sömdum í samvinnu við hóp sérfræðinga og út kom á vegum Hjálparstarfs Kirkjunnar og Rauða krossins í Reykjavík er lögð áhersla á að viðurkenna hinn flókna og margræða vanda sem fátækt á Íslandi er og kannast um leið við þá staðreynd að fátækt er hluti af menningu okkar og mun ekki leysast nema við breytum menningunni.Mannréttindi - Í fyrsta lagi verðum við að viðurkenna almenn mannréttindi og samþykkja útreiknuð grunnframfærsluviðmið. Allir eiga rétt á lífi. -Í öðru lagi verðum við að finna leiðir til að búast við kröftum og þátttöku allra óháð framleiðni. Þarna reynir á samspil félaga, fyrirtækja, opinberra aðila og alls almennings, líka fátækra. Allir hafa eitthvað fram að færa. - Í þriðja lagi megum við til að lækka flækjustigið í velferðarkerfinu og láta þau kerfi sem eru fyrir hendi vinna saman án víxlverkana. Um það eru ýmsar tillögur í skýrslu okkar. Lífið er of stutt til þess að lifa því í þoku. Loks þarf að aftengja þær fátæktargildrur sem við blasa og bent er á í skýrslu okkar. Einkum þær sem lúta að heilsu barna, aðstæðum ungmenna í fátækum fjölskyldum og nýbúa í landinu. Gildrur eru fyrir mýs. Getur verið að sá þáttur menningarinnar sem þarf að breytast sé fólginn í breytingu á viðhorfi okkar til fólks? Gæti hugsast að við þyrftum að temja okkur að líta á persónur frá sjónarhóli þeirra gæða sem þær bera fremur en í ljósi þess sem þær kann að skorta?
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun