Misnotkun SORPU og nýja árið Ólafur Karl Eyjólfsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Sorpa byggðarsamlag, fékk snemmbúna jólagjöf þann 21. des. sl. þegar Samkeppniseftirlitið ákvarðaði fyrirtækinu 45 milljón króna sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Misnotkun Sorpu bs. fólst í notkun á ólögmætu afsláttarfyrirkomulagi sem veitti eigendum Sorpu bs., sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auk Sorpstöð Suðurlands bs., óeðlilega háa afslætti. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að afsláttarfyrirkomulagið hefði skaðleg áhrif á samkeppni á sorphirðumarkaði. Afleiðingar afsláttarfyrirkomulagsins voru þó ekki einungis skaðlegar fyrir samkeppni því þær höfðu einnig þær afleiðingar í för með sér að öðrum viðskiptavinum var gert að greiða hærri urðunargjöld en nam þeim kostnaði sem til féll við meðhöndlunina á úrganginum, en samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta hærra gjald en nemur kostnaði við meðhöndlun á úrgangi. Var þannig hinum almenna viðskiptavin Sorpu bs. gert að greiða fyrir þann afslátt sem rann til eigenda og sérkjaravina Sorpu bs.Hlunnfarnir Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stærstu viðskiptavinir Sorpu bs. voru í raun hlunnfarnir þar sem þeir nutu ekki réttmætra kjara á grundvelli umfangs viðskipta sinna og var gert að greiða hærra gjald en rétt og heimilt var. Athyglisvert er að sjá í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að fram kemur að Sorpu bs. var kynnt frumniðurstaða í rannsókninni í apríl 2011, þar sem sagði að Sorpa bs. væri að öllum líkindum að brjóta samkeppnisreglur með afsláttarfyrirkomulagi sínu. Þrátt fyrir þessa aðvörun hélt Sorpa bs. áfram að veita hina ólögmætu afslætti allt fram á úrskurðardag. Eftir á að hyggja er ljóst að þeim er stýra Sorpu bs. hefði verið nær að taka mark á aðvörun Samkeppniseftirlitsins enda hefði sektin eflaust verið lægri. Þá verður að segja að það er alltaf dapurlegt að sjá þegar fyrirtæki virða að vettugi frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og verður að teljast þeim sem stýra Sorpu bs. og bera ábyrgð á rekstri hennar til vansa. Ekki er gott að átta sig á því hvað fólst í forhertri afstöðu Sorpu bs. og hvers vegna ekki var tekið mark á áliti Samkeppniseftirlitsins. Mögulega hefur sú staðreynd spilað inn í að þeir sem græddu mest á hinu ólögmæta afsláttarfyrirkomulagi eru með fulltrúa sína í stjórn Sorpu bs., en hver veit?Skaðabótaskylda Sorpa bs. er byggðarsamlag sem hefur það lögbundna hlutverk að meðhöndla úrgang og má við þá meðhöndlun einungis taka það gjald fyrir sem samsvarar kostnaðinum við meðhöndlunina. Á þeim grundvelli á gjaldtaka félagsins að duga fyrir þeim kostnaði sem fellur til við rekstur félagsins. Verður því að ætla að nú þegar Sorpu bs. er gert að greiða 45 milljón króna sekt, verður að hækka gjaldskrána sem nemur þeim kostnaði og innheimta af viðskiptavinum Sorpu bs. Má þannig gera ráð fyrir að viðskiptavinum Sorpu bs. sem var áður gert með ólögmætum hætti að greiða of há urðunargjöld, verður nú áfram gert að greiða of há urðunargjöld vegna sektarinnar. Á sama hátt virðist sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs. sem nutu afrakstursins af hinu ólögmæta afsláttarkerfi þurfa ekki að greiða til baka illa fengið fé sem af hlaust og virðist því sem refsingin nái ekki tilgangi sínum. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins má leiða líkur að því að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. kunni að leiða til skaðabótaskyldu og ekki ólíklegt að stærri viðskiptavinir félagsins kunni nú að hugsa sér til hreyfings og leiti réttar síns fyrir að hafa verið gert með ólögmætum hætti að ofgreiða urðunargjöld. Í ljósi þess að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. viðgekkst á fimm ára tímabili, má gera ráð fyrir að þær upphæðir sem hér um ræðir kunni að nema tugum eða jafnvel hundruðum milljóna og skyldi engan undra ef endurgreiðslukröfum og skaðabótamálum kynni að rigna yfir Sorpu bs. á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sorpa byggðarsamlag, fékk snemmbúna jólagjöf þann 21. des. sl. þegar Samkeppniseftirlitið ákvarðaði fyrirtækinu 45 milljón króna sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Misnotkun Sorpu bs. fólst í notkun á ólögmætu afsláttarfyrirkomulagi sem veitti eigendum Sorpu bs., sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auk Sorpstöð Suðurlands bs., óeðlilega háa afslætti. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að afsláttarfyrirkomulagið hefði skaðleg áhrif á samkeppni á sorphirðumarkaði. Afleiðingar afsláttarfyrirkomulagsins voru þó ekki einungis skaðlegar fyrir samkeppni því þær höfðu einnig þær afleiðingar í för með sér að öðrum viðskiptavinum var gert að greiða hærri urðunargjöld en nam þeim kostnaði sem til féll við meðhöndlunina á úrganginum, en samkvæmt lögum er óheimilt að innheimta hærra gjald en nemur kostnaði við meðhöndlun á úrgangi. Var þannig hinum almenna viðskiptavin Sorpu bs. gert að greiða fyrir þann afslátt sem rann til eigenda og sérkjaravina Sorpu bs.Hlunnfarnir Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að stærstu viðskiptavinir Sorpu bs. voru í raun hlunnfarnir þar sem þeir nutu ekki réttmætra kjara á grundvelli umfangs viðskipta sinna og var gert að greiða hærra gjald en rétt og heimilt var. Athyglisvert er að sjá í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, að fram kemur að Sorpu bs. var kynnt frumniðurstaða í rannsókninni í apríl 2011, þar sem sagði að Sorpa bs. væri að öllum líkindum að brjóta samkeppnisreglur með afsláttarfyrirkomulagi sínu. Þrátt fyrir þessa aðvörun hélt Sorpa bs. áfram að veita hina ólögmætu afslætti allt fram á úrskurðardag. Eftir á að hyggja er ljóst að þeim er stýra Sorpu bs. hefði verið nær að taka mark á aðvörun Samkeppniseftirlitsins enda hefði sektin eflaust verið lægri. Þá verður að segja að það er alltaf dapurlegt að sjá þegar fyrirtæki virða að vettugi frumniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og verður að teljast þeim sem stýra Sorpu bs. og bera ábyrgð á rekstri hennar til vansa. Ekki er gott að átta sig á því hvað fólst í forhertri afstöðu Sorpu bs. og hvers vegna ekki var tekið mark á áliti Samkeppniseftirlitsins. Mögulega hefur sú staðreynd spilað inn í að þeir sem græddu mest á hinu ólögmæta afsláttarfyrirkomulagi eru með fulltrúa sína í stjórn Sorpu bs., en hver veit?Skaðabótaskylda Sorpa bs. er byggðarsamlag sem hefur það lögbundna hlutverk að meðhöndla úrgang og má við þá meðhöndlun einungis taka það gjald fyrir sem samsvarar kostnaðinum við meðhöndlunina. Á þeim grundvelli á gjaldtaka félagsins að duga fyrir þeim kostnaði sem fellur til við rekstur félagsins. Verður því að ætla að nú þegar Sorpu bs. er gert að greiða 45 milljón króna sekt, verður að hækka gjaldskrána sem nemur þeim kostnaði og innheimta af viðskiptavinum Sorpu bs. Má þannig gera ráð fyrir að viðskiptavinum Sorpu bs. sem var áður gert með ólögmætum hætti að greiða of há urðunargjöld, verður nú áfram gert að greiða of há urðunargjöld vegna sektarinnar. Á sama hátt virðist sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs. sem nutu afrakstursins af hinu ólögmæta afsláttarkerfi þurfa ekki að greiða til baka illa fengið fé sem af hlaust og virðist því sem refsingin nái ekki tilgangi sínum. Í ljósi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins má leiða líkur að því að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. kunni að leiða til skaðabótaskyldu og ekki ólíklegt að stærri viðskiptavinir félagsins kunni nú að hugsa sér til hreyfings og leiti réttar síns fyrir að hafa verið gert með ólögmætum hætti að ofgreiða urðunargjöld. Í ljósi þess að hið ólögmæta afsláttarfyrirkomulag Sorpu bs. viðgekkst á fimm ára tímabili, má gera ráð fyrir að þær upphæðir sem hér um ræðir kunni að nema tugum eða jafnvel hundruðum milljóna og skyldi engan undra ef endurgreiðslukröfum og skaðabótamálum kynni að rigna yfir Sorpu bs. á nýju ári.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun