Áskorun til velferðarráðherra Guðrún Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Ágæti velferðarráðherra. Á Stígamótum erum við mjög meðvitaðar um að kjörtímabilinu er að ljúka og enginn veit hver tekur við lyklavöldum í velferðarráðuneytinu í sumar. Okkur langar því að brýna þig og minna þig á tillögurnar okkar um metnaðarfulla móttöku fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum, sem við kynntum þér í maí sl. Þegar Neyðarmóttaka vegna nauðgana var opnuð á Íslandi árið 1993 var það fyrirmyndarúrræði sem byggðist á forsendum þeirra sem á því þurftu að halda. Hugmyndafræðin var hliðstæð við þá sem Barnahúsið er starfrækt eftir í dag. Úrræðið var staðsett á Bráðamóttökunni í Fossvoginum m.a. vegna þess að þar var sólarhringsþjónusta og vegna þess að nauðganir eru m.a. heilbrigðismál, þó þær séu líka svo margt annað. Hverri konu sem var nauðgað bauðst að hitta sérþjálfað teymi sem samanstóð af hjúkrunarfræðingi, lækni, félagsráðgjafa, lögreglu og lögmanni. Guðrún Agnarsdóttir var yfirlæknir á NM. Síðan þá hefur þjónustan dalað verulega. Það er enginn yfirlæknir lengur, félagsráðgjöfunum var kippt út úr teyminu, en konum býðst að hitta sálfræðing síðar. Sérþjálfuðu og reyndu hjúkrunarfræðingarnir sem voru í nauðgunarteyminu eru nú bráðadeildarhjúkrunarfræðingarnir sem hlaupa í nauðgunarmálin á milli annarra bráðaverka. Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstýra á Neyðarmóttöku, hefur verið vakin og sofin yfir þjónustunni, en það er bara ekki nóg.Fyrir framan alla Neyðarmóttaka vegna nauðgana er ekki í símaskránni undir ja.is. Konum þarf sjálfum að detta í hug að hringja á Landspítalann til þess að leita hana uppi. Ef konur hafa kjark til þess að fara á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er hvergi sjáanlega merkt að sá staður sé fyrir konur sem leita hjálpar vegna nauðgunar. Konur þurfa að ganga að glerbúrinu fyrir framan alla þá sem bíða eftir lækni og tilkynna að þær þurfi hjálp vegna nauðgunar. Þetta aðgengi er óviðunandi. Það þarf ekki að tíunda það fyrir ráðherra hvílíkt fyrirmyndarúrræði Barnahús þykir vera og að í nágrannalöndunum hafa verið opnuð mörg Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Aðalstyrkur Barnahúss er að það er starfsrækt á forsendum barnanna sem þangað sækja. Börn eiga ekki að þurfa að ganga á milli lögreglu, sálfræðinga, lækna og lögfræðinga, heldur á fagfólkið að heimsækja börnin í barnvænlegu umhverfi og sinna þörfum þeirra. Megináhersla er á meðferð fyrir börnin, þannig að þau komist yfir áföllin, jafnvel þó ekki falli dómar í málum þeirra.Sérhæfð móttaka Nauðganir eru gífurlegt áfall og afleiðingarnar mjög alvarlegar. Það þarf stórbætta þjónustu fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Koma þarf á laggirnar sérhæfðri móttöku, helst í vernduðu umhverfi þar sem konur þurfa ekki að keppa við slys og hjartaáföll um athygli. Móttakan gæti þess vegna verið staðsett í nágrenni bráðamóttökunnar, en tekið skal fram að alvarlegir líkamlegir áverkar eru sjaldgæfir í nauðgunarmálum og spítalaþjónusta því ekki forgangsmál. Ekki mætti á nokkurn hátt slá af faglegum kröfum til þeirra sem sinna ofbeldismálunum. Þar þyrfti að vera læknisskoðunarherbergi og þangað yrði kallað út það sérhæfða teymi sem hitta ætti konurnar eftir því hverjar aðstæður eru. Leggja þarf höfuðáherslu á góða áfallahjálp, það er sú þjónusta sem er mikilvægust, en einnig þarf að tryggja gott aðgengi að lögreglu og réttargæslumanni. Annars staðar í heiminum eru til hliðstæð úrræði eins og t.d. „family justice centres“ í Bandaríkjunum og á Spáni er verið að koma á „one stop“ úrræði fyrir brotaþola í ofbeldismálum. Hugmyndina mætti útfæra á ýmsa vegu. Barnahúsið mætti stækka þannig að það rúmaði líka fullorðin fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þá þyrfti reyndar að koma þar á sólarhringsþjónustu. Móttakan gæti líka verið þjónusta við það fólk sem leitar hjálpar vegna ofbeldis í parsamböndum. Samnýta mætti starfskrafta í símaþjónustu utan dagvinnutíma, til þess að spara fjármagn. Nefna má að í Kristínarhúsi er séríbúð, sem hægt væri að gera að Neyðarmóttöku. Aðstaðan í íbúðinni er betri og meiri en NM hefur í dag. Einingin yrði að vera sjálfstæð og undir stjórn Neyðarmóttökunnar. Það mætti líka hugsa sér að gera Kvennaathvarfið að samstarfsaðila. Hver sem útfærslan yrði er aðalatriðið að stórbæta þjónustuna og aðlaga hana þörfum þeirra sem hana þurfa að nota. Með því að bera saman Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Barnahús er augljóst hvort úrræðið gegnir hlutverki sínu betur. Á Stígamótum yrðum við rosalega stoltar af Íslandi ef við gætum barið okkur á brjóst og sagt við umheiminn: „Við erum góð í öllum ofbeldismálum, ekki bara þeim sem snúa að börnum.“ Ég hef reifað þessi mál við ýmsa, meðal annars við þig sem velferðarráðherra og við innanríkisráðherra, forsætisráðherra og við Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnisstýru NM. Hugmyndin þykir umhugsunarverð en það þarf rétta forgangsröðun og pólitískan vilja til þess að þoka málinu áfram. Ágæti velferðarráðherra, af verkum þínum verðurðu dæmdur. Ég skora á þig að koma á laggirnar sómasamlegri móttöku fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ágæti velferðarráðherra. Á Stígamótum erum við mjög meðvitaðar um að kjörtímabilinu er að ljúka og enginn veit hver tekur við lyklavöldum í velferðarráðuneytinu í sumar. Okkur langar því að brýna þig og minna þig á tillögurnar okkar um metnaðarfulla móttöku fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum, sem við kynntum þér í maí sl. Þegar Neyðarmóttaka vegna nauðgana var opnuð á Íslandi árið 1993 var það fyrirmyndarúrræði sem byggðist á forsendum þeirra sem á því þurftu að halda. Hugmyndafræðin var hliðstæð við þá sem Barnahúsið er starfrækt eftir í dag. Úrræðið var staðsett á Bráðamóttökunni í Fossvoginum m.a. vegna þess að þar var sólarhringsþjónusta og vegna þess að nauðganir eru m.a. heilbrigðismál, þó þær séu líka svo margt annað. Hverri konu sem var nauðgað bauðst að hitta sérþjálfað teymi sem samanstóð af hjúkrunarfræðingi, lækni, félagsráðgjafa, lögreglu og lögmanni. Guðrún Agnarsdóttir var yfirlæknir á NM. Síðan þá hefur þjónustan dalað verulega. Það er enginn yfirlæknir lengur, félagsráðgjöfunum var kippt út úr teyminu, en konum býðst að hitta sálfræðing síðar. Sérþjálfuðu og reyndu hjúkrunarfræðingarnir sem voru í nauðgunarteyminu eru nú bráðadeildarhjúkrunarfræðingarnir sem hlaupa í nauðgunarmálin á milli annarra bráðaverka. Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstýra á Neyðarmóttöku, hefur verið vakin og sofin yfir þjónustunni, en það er bara ekki nóg.Fyrir framan alla Neyðarmóttaka vegna nauðgana er ekki í símaskránni undir ja.is. Konum þarf sjálfum að detta í hug að hringja á Landspítalann til þess að leita hana uppi. Ef konur hafa kjark til þess að fara á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er hvergi sjáanlega merkt að sá staður sé fyrir konur sem leita hjálpar vegna nauðgunar. Konur þurfa að ganga að glerbúrinu fyrir framan alla þá sem bíða eftir lækni og tilkynna að þær þurfi hjálp vegna nauðgunar. Þetta aðgengi er óviðunandi. Það þarf ekki að tíunda það fyrir ráðherra hvílíkt fyrirmyndarúrræði Barnahús þykir vera og að í nágrannalöndunum hafa verið opnuð mörg Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Aðalstyrkur Barnahúss er að það er starfsrækt á forsendum barnanna sem þangað sækja. Börn eiga ekki að þurfa að ganga á milli lögreglu, sálfræðinga, lækna og lögfræðinga, heldur á fagfólkið að heimsækja börnin í barnvænlegu umhverfi og sinna þörfum þeirra. Megináhersla er á meðferð fyrir börnin, þannig að þau komist yfir áföllin, jafnvel þó ekki falli dómar í málum þeirra.Sérhæfð móttaka Nauðganir eru gífurlegt áfall og afleiðingarnar mjög alvarlegar. Það þarf stórbætta þjónustu fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Koma þarf á laggirnar sérhæfðri móttöku, helst í vernduðu umhverfi þar sem konur þurfa ekki að keppa við slys og hjartaáföll um athygli. Móttakan gæti þess vegna verið staðsett í nágrenni bráðamóttökunnar, en tekið skal fram að alvarlegir líkamlegir áverkar eru sjaldgæfir í nauðgunarmálum og spítalaþjónusta því ekki forgangsmál. Ekki mætti á nokkurn hátt slá af faglegum kröfum til þeirra sem sinna ofbeldismálunum. Þar þyrfti að vera læknisskoðunarherbergi og þangað yrði kallað út það sérhæfða teymi sem hitta ætti konurnar eftir því hverjar aðstæður eru. Leggja þarf höfuðáherslu á góða áfallahjálp, það er sú þjónusta sem er mikilvægust, en einnig þarf að tryggja gott aðgengi að lögreglu og réttargæslumanni. Annars staðar í heiminum eru til hliðstæð úrræði eins og t.d. „family justice centres“ í Bandaríkjunum og á Spáni er verið að koma á „one stop“ úrræði fyrir brotaþola í ofbeldismálum. Hugmyndina mætti útfæra á ýmsa vegu. Barnahúsið mætti stækka þannig að það rúmaði líka fullorðin fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þá þyrfti reyndar að koma þar á sólarhringsþjónustu. Móttakan gæti líka verið þjónusta við það fólk sem leitar hjálpar vegna ofbeldis í parsamböndum. Samnýta mætti starfskrafta í símaþjónustu utan dagvinnutíma, til þess að spara fjármagn. Nefna má að í Kristínarhúsi er séríbúð, sem hægt væri að gera að Neyðarmóttöku. Aðstaðan í íbúðinni er betri og meiri en NM hefur í dag. Einingin yrði að vera sjálfstæð og undir stjórn Neyðarmóttökunnar. Það mætti líka hugsa sér að gera Kvennaathvarfið að samstarfsaðila. Hver sem útfærslan yrði er aðalatriðið að stórbæta þjónustuna og aðlaga hana þörfum þeirra sem hana þurfa að nota. Með því að bera saman Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Barnahús er augljóst hvort úrræðið gegnir hlutverki sínu betur. Á Stígamótum yrðum við rosalega stoltar af Íslandi ef við gætum barið okkur á brjóst og sagt við umheiminn: „Við erum góð í öllum ofbeldismálum, ekki bara þeim sem snúa að börnum.“ Ég hef reifað þessi mál við ýmsa, meðal annars við þig sem velferðarráðherra og við innanríkisráðherra, forsætisráðherra og við Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnisstýru NM. Hugmyndin þykir umhugsunarverð en það þarf rétta forgangsröðun og pólitískan vilja til þess að þoka málinu áfram. Ágæti velferðarráðherra, af verkum þínum verðurðu dæmdur. Ég skora á þig að koma á laggirnar sómasamlegri móttöku fyrir brotaþola í nauðgunarmálum.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar