Áskorun til velferðarráðherra Guðrún Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Ágæti velferðarráðherra. Á Stígamótum erum við mjög meðvitaðar um að kjörtímabilinu er að ljúka og enginn veit hver tekur við lyklavöldum í velferðarráðuneytinu í sumar. Okkur langar því að brýna þig og minna þig á tillögurnar okkar um metnaðarfulla móttöku fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum, sem við kynntum þér í maí sl. Þegar Neyðarmóttaka vegna nauðgana var opnuð á Íslandi árið 1993 var það fyrirmyndarúrræði sem byggðist á forsendum þeirra sem á því þurftu að halda. Hugmyndafræðin var hliðstæð við þá sem Barnahúsið er starfrækt eftir í dag. Úrræðið var staðsett á Bráðamóttökunni í Fossvoginum m.a. vegna þess að þar var sólarhringsþjónusta og vegna þess að nauðganir eru m.a. heilbrigðismál, þó þær séu líka svo margt annað. Hverri konu sem var nauðgað bauðst að hitta sérþjálfað teymi sem samanstóð af hjúkrunarfræðingi, lækni, félagsráðgjafa, lögreglu og lögmanni. Guðrún Agnarsdóttir var yfirlæknir á NM. Síðan þá hefur þjónustan dalað verulega. Það er enginn yfirlæknir lengur, félagsráðgjöfunum var kippt út úr teyminu, en konum býðst að hitta sálfræðing síðar. Sérþjálfuðu og reyndu hjúkrunarfræðingarnir sem voru í nauðgunarteyminu eru nú bráðadeildarhjúkrunarfræðingarnir sem hlaupa í nauðgunarmálin á milli annarra bráðaverka. Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstýra á Neyðarmóttöku, hefur verið vakin og sofin yfir þjónustunni, en það er bara ekki nóg.Fyrir framan alla Neyðarmóttaka vegna nauðgana er ekki í símaskránni undir ja.is. Konum þarf sjálfum að detta í hug að hringja á Landspítalann til þess að leita hana uppi. Ef konur hafa kjark til þess að fara á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er hvergi sjáanlega merkt að sá staður sé fyrir konur sem leita hjálpar vegna nauðgunar. Konur þurfa að ganga að glerbúrinu fyrir framan alla þá sem bíða eftir lækni og tilkynna að þær þurfi hjálp vegna nauðgunar. Þetta aðgengi er óviðunandi. Það þarf ekki að tíunda það fyrir ráðherra hvílíkt fyrirmyndarúrræði Barnahús þykir vera og að í nágrannalöndunum hafa verið opnuð mörg Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Aðalstyrkur Barnahúss er að það er starfsrækt á forsendum barnanna sem þangað sækja. Börn eiga ekki að þurfa að ganga á milli lögreglu, sálfræðinga, lækna og lögfræðinga, heldur á fagfólkið að heimsækja börnin í barnvænlegu umhverfi og sinna þörfum þeirra. Megináhersla er á meðferð fyrir börnin, þannig að þau komist yfir áföllin, jafnvel þó ekki falli dómar í málum þeirra.Sérhæfð móttaka Nauðganir eru gífurlegt áfall og afleiðingarnar mjög alvarlegar. Það þarf stórbætta þjónustu fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Koma þarf á laggirnar sérhæfðri móttöku, helst í vernduðu umhverfi þar sem konur þurfa ekki að keppa við slys og hjartaáföll um athygli. Móttakan gæti þess vegna verið staðsett í nágrenni bráðamóttökunnar, en tekið skal fram að alvarlegir líkamlegir áverkar eru sjaldgæfir í nauðgunarmálum og spítalaþjónusta því ekki forgangsmál. Ekki mætti á nokkurn hátt slá af faglegum kröfum til þeirra sem sinna ofbeldismálunum. Þar þyrfti að vera læknisskoðunarherbergi og þangað yrði kallað út það sérhæfða teymi sem hitta ætti konurnar eftir því hverjar aðstæður eru. Leggja þarf höfuðáherslu á góða áfallahjálp, það er sú þjónusta sem er mikilvægust, en einnig þarf að tryggja gott aðgengi að lögreglu og réttargæslumanni. Annars staðar í heiminum eru til hliðstæð úrræði eins og t.d. „family justice centres“ í Bandaríkjunum og á Spáni er verið að koma á „one stop“ úrræði fyrir brotaþola í ofbeldismálum. Hugmyndina mætti útfæra á ýmsa vegu. Barnahúsið mætti stækka þannig að það rúmaði líka fullorðin fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þá þyrfti reyndar að koma þar á sólarhringsþjónustu. Móttakan gæti líka verið þjónusta við það fólk sem leitar hjálpar vegna ofbeldis í parsamböndum. Samnýta mætti starfskrafta í símaþjónustu utan dagvinnutíma, til þess að spara fjármagn. Nefna má að í Kristínarhúsi er séríbúð, sem hægt væri að gera að Neyðarmóttöku. Aðstaðan í íbúðinni er betri og meiri en NM hefur í dag. Einingin yrði að vera sjálfstæð og undir stjórn Neyðarmóttökunnar. Það mætti líka hugsa sér að gera Kvennaathvarfið að samstarfsaðila. Hver sem útfærslan yrði er aðalatriðið að stórbæta þjónustuna og aðlaga hana þörfum þeirra sem hana þurfa að nota. Með því að bera saman Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Barnahús er augljóst hvort úrræðið gegnir hlutverki sínu betur. Á Stígamótum yrðum við rosalega stoltar af Íslandi ef við gætum barið okkur á brjóst og sagt við umheiminn: „Við erum góð í öllum ofbeldismálum, ekki bara þeim sem snúa að börnum.“ Ég hef reifað þessi mál við ýmsa, meðal annars við þig sem velferðarráðherra og við innanríkisráðherra, forsætisráðherra og við Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnisstýru NM. Hugmyndin þykir umhugsunarverð en það þarf rétta forgangsröðun og pólitískan vilja til þess að þoka málinu áfram. Ágæti velferðarráðherra, af verkum þínum verðurðu dæmdur. Ég skora á þig að koma á laggirnar sómasamlegri móttöku fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ágæti velferðarráðherra. Á Stígamótum erum við mjög meðvitaðar um að kjörtímabilinu er að ljúka og enginn veit hver tekur við lyklavöldum í velferðarráðuneytinu í sumar. Okkur langar því að brýna þig og minna þig á tillögurnar okkar um metnaðarfulla móttöku fyrir brotaþola í kynferðisbrotamálum, sem við kynntum þér í maí sl. Þegar Neyðarmóttaka vegna nauðgana var opnuð á Íslandi árið 1993 var það fyrirmyndarúrræði sem byggðist á forsendum þeirra sem á því þurftu að halda. Hugmyndafræðin var hliðstæð við þá sem Barnahúsið er starfrækt eftir í dag. Úrræðið var staðsett á Bráðamóttökunni í Fossvoginum m.a. vegna þess að þar var sólarhringsþjónusta og vegna þess að nauðganir eru m.a. heilbrigðismál, þó þær séu líka svo margt annað. Hverri konu sem var nauðgað bauðst að hitta sérþjálfað teymi sem samanstóð af hjúkrunarfræðingi, lækni, félagsráðgjafa, lögreglu og lögmanni. Guðrún Agnarsdóttir var yfirlæknir á NM. Síðan þá hefur þjónustan dalað verulega. Það er enginn yfirlæknir lengur, félagsráðgjöfunum var kippt út úr teyminu, en konum býðst að hitta sálfræðing síðar. Sérþjálfuðu og reyndu hjúkrunarfræðingarnir sem voru í nauðgunarteyminu eru nú bráðadeildarhjúkrunarfræðingarnir sem hlaupa í nauðgunarmálin á milli annarra bráðaverka. Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstýra á Neyðarmóttöku, hefur verið vakin og sofin yfir þjónustunni, en það er bara ekki nóg.Fyrir framan alla Neyðarmóttaka vegna nauðgana er ekki í símaskránni undir ja.is. Konum þarf sjálfum að detta í hug að hringja á Landspítalann til þess að leita hana uppi. Ef konur hafa kjark til þess að fara á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er hvergi sjáanlega merkt að sá staður sé fyrir konur sem leita hjálpar vegna nauðgunar. Konur þurfa að ganga að glerbúrinu fyrir framan alla þá sem bíða eftir lækni og tilkynna að þær þurfi hjálp vegna nauðgunar. Þetta aðgengi er óviðunandi. Það þarf ekki að tíunda það fyrir ráðherra hvílíkt fyrirmyndarúrræði Barnahús þykir vera og að í nágrannalöndunum hafa verið opnuð mörg Barnahús að íslenskri fyrirmynd. Aðalstyrkur Barnahúss er að það er starfsrækt á forsendum barnanna sem þangað sækja. Börn eiga ekki að þurfa að ganga á milli lögreglu, sálfræðinga, lækna og lögfræðinga, heldur á fagfólkið að heimsækja börnin í barnvænlegu umhverfi og sinna þörfum þeirra. Megináhersla er á meðferð fyrir börnin, þannig að þau komist yfir áföllin, jafnvel þó ekki falli dómar í málum þeirra.Sérhæfð móttaka Nauðganir eru gífurlegt áfall og afleiðingarnar mjög alvarlegar. Það þarf stórbætta þjónustu fyrir brotaþola í nauðgunarmálum. Koma þarf á laggirnar sérhæfðri móttöku, helst í vernduðu umhverfi þar sem konur þurfa ekki að keppa við slys og hjartaáföll um athygli. Móttakan gæti þess vegna verið staðsett í nágrenni bráðamóttökunnar, en tekið skal fram að alvarlegir líkamlegir áverkar eru sjaldgæfir í nauðgunarmálum og spítalaþjónusta því ekki forgangsmál. Ekki mætti á nokkurn hátt slá af faglegum kröfum til þeirra sem sinna ofbeldismálunum. Þar þyrfti að vera læknisskoðunarherbergi og þangað yrði kallað út það sérhæfða teymi sem hitta ætti konurnar eftir því hverjar aðstæður eru. Leggja þarf höfuðáherslu á góða áfallahjálp, það er sú þjónusta sem er mikilvægust, en einnig þarf að tryggja gott aðgengi að lögreglu og réttargæslumanni. Annars staðar í heiminum eru til hliðstæð úrræði eins og t.d. „family justice centres“ í Bandaríkjunum og á Spáni er verið að koma á „one stop“ úrræði fyrir brotaþola í ofbeldismálum. Hugmyndina mætti útfæra á ýmsa vegu. Barnahúsið mætti stækka þannig að það rúmaði líka fullorðin fórnarlömb kynferðisofbeldis. Þá þyrfti reyndar að koma þar á sólarhringsþjónustu. Móttakan gæti líka verið þjónusta við það fólk sem leitar hjálpar vegna ofbeldis í parsamböndum. Samnýta mætti starfskrafta í símaþjónustu utan dagvinnutíma, til þess að spara fjármagn. Nefna má að í Kristínarhúsi er séríbúð, sem hægt væri að gera að Neyðarmóttöku. Aðstaðan í íbúðinni er betri og meiri en NM hefur í dag. Einingin yrði að vera sjálfstæð og undir stjórn Neyðarmóttökunnar. Það mætti líka hugsa sér að gera Kvennaathvarfið að samstarfsaðila. Hver sem útfærslan yrði er aðalatriðið að stórbæta þjónustuna og aðlaga hana þörfum þeirra sem hana þurfa að nota. Með því að bera saman Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Barnahús er augljóst hvort úrræðið gegnir hlutverki sínu betur. Á Stígamótum yrðum við rosalega stoltar af Íslandi ef við gætum barið okkur á brjóst og sagt við umheiminn: „Við erum góð í öllum ofbeldismálum, ekki bara þeim sem snúa að börnum.“ Ég hef reifað þessi mál við ýmsa, meðal annars við þig sem velferðarráðherra og við innanríkisráðherra, forsætisráðherra og við Eyrúnu Jónsdóttur, verkefnisstýru NM. Hugmyndin þykir umhugsunarverð en það þarf rétta forgangsröðun og pólitískan vilja til þess að þoka málinu áfram. Ágæti velferðarráðherra, af verkum þínum verðurðu dæmdur. Ég skora á þig að koma á laggirnar sómasamlegri móttöku fyrir brotaþola í nauðgunarmálum.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun