Stuðningsgrein: Formannskjör Samfylkingarinnar 2013 Lára Björnsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun