Pönkast á Alþingi Karl Garðarsson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Ónefndur ritstjóri hér í bæ varð frægur fyrir nokkrum árum þegar hann sagði í tveggja manna trúnaðarsamtali að blað hans væri að „pönkast“ í óvinum sínum og „taka þá niður“ eins og það var orðað. Síðan hefur orðalagið „að pönkast“ áunnið sér sess, m.a. í Slangurorðabókinni þar sem það er skilgreint á þann hátt að verið sé að hamast í einhverjum eða gera honum lífið leitt. Í raun má segja að stutt sé á milli eineltis og þess að pönkast í öðrum einstaklingum. Tilgangurinn er að koma höggi á einstaklinga og niðurlægja þá á ýmsan hátt. Þetta er rifjað hér upp vegna viðtals sem birtist í síðustu viku við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar segir hún frá kerfisbundinni niðurlægingu sem hún hafi mátt þola í þinghúsinu, sem flokka megi undir einelti. Niðurlægingu, sem feli m.a. í sér að ákveðinn hópur þingmanna stundi það að flissa og skvaldra á meðan hún er í ræðustól. Þá megi hún vart mismæla sig eða skipta um skoðun án þess að þurfa að þola niðurlægjandi ummæli í netheimum og í fjölmiðlum.„Kóa“ saman Það sem Vigdís tiltekur hefur flestum raunar verið ljóst lengi. Hún hefur verið skotspónn pólitískra andstæðinga og hefur mátt þola óvægnari umfjöllun um sig en aðrir þingmenn. Í þeirri orrahríð hafa málefni ekki skipt máli – maðurinn hefur verið tæklaður í stað þess að fara í einstök mál. Þannig hafa ákveðnir þingmenn gert sig seka um að pönkast í Vigdísi með það fyrir augum að taka hana niður. Ekki er langt síðan einn þeirra bloggaði að hann þakkaði guði fyrir að þurfa ekki lengur að sitja við hlið hennar í þinghúsinu, án þess að útskýra það nánar. Sumum finnst þetta eflaust léttvægt, en minnir þó óneitanlega á eineltistilburði í skólum þar sem fórnarlambið er einangrað og niðurlægt. Þessi framkoma gagnvart starfsfélögum er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Þjóðin hefur fylgst með þessu eineltisleikriti innan veggja þingsins í góðan tíma. Besti vinur eineltisins er þögnin og svo virðist sem fjölmargir þingmenn líti til hliðar og þykist hvorki sjá né heyra. Strákarnir í hópnum „kóa“ saman, enda sjá þeir ekkert athugavert við það þó sparkað sé aðeins í andstæðinginn og djöflast í honum.Ekki einsdæmi Mörgum hefur þó ofboðið. Í umræðu um stjórnarskrármálið fyrir jól sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa ítrekað orðið vitni að því að hæðst hafi verið að þingmönnum sem komu upp til að ræða málefnalega um stjórnarskrá Íslands. Birna Lárusdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk líka nóg í sömu umræðu. Hún var ný á þingi og var að átta sig á hefðum og venjum í þingsal. Hún sagði: „Ég hef fylgst með, einkanlega þeim sem sitja hér á aftasta bekk í dag, taka sérstaklega fyrir einn þingmann úr röðum Framsóknarflokksins. Mér hefur þótt það sem ég hef heyrt og ég hef séð ljótt.“ Undir þessa gagnrýni tók Elín Hirst, frambjóðandi sama flokks, í ágætri grein á eyjunni.is. Framkoman gagnvart Vigdísi er ekkert einsdæmi. Á hverjum tíma virðist alltaf verða til pólítísk fórnarlömb sem allir mega pönkast í. Góður vinur minn í blaðamannastétt taldi upp nokkur nöfn í samtali fyrir nokkrum dögum. Þannig þótti sjálfsagt að djöflast á fólki eins og Júlíusi Sólnes, Halldóri Blöndal og Guðna Ágústssyni, að ógleymdum Ólafi F. Magnússyni sem var nánast tekinn af lífi í fjölmiðlum í borgarstjórnartíð sinni. Jafnvel mætti bæta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni við þennan lista, auk fjölmargra annarra. Skömm þeirra sem taka þátt í einelti og hæða og niðurlægja samborgara sína er mikil. Ekki er síður sorglegt að sitja hjá og láta sem ekkert sé. Það er löngu orðið tímabært að stöðva þennan ósóma. Að sjá hann læðast inn í þingsali, þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar sitja, er þyngra en tárum taki. Það er mál að linni. Er furða að traust almennings þegar kemur að alþingismönnum sé við frostmark? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ónefndur ritstjóri hér í bæ varð frægur fyrir nokkrum árum þegar hann sagði í tveggja manna trúnaðarsamtali að blað hans væri að „pönkast“ í óvinum sínum og „taka þá niður“ eins og það var orðað. Síðan hefur orðalagið „að pönkast“ áunnið sér sess, m.a. í Slangurorðabókinni þar sem það er skilgreint á þann hátt að verið sé að hamast í einhverjum eða gera honum lífið leitt. Í raun má segja að stutt sé á milli eineltis og þess að pönkast í öðrum einstaklingum. Tilgangurinn er að koma höggi á einstaklinga og niðurlægja þá á ýmsan hátt. Þetta er rifjað hér upp vegna viðtals sem birtist í síðustu viku við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar segir hún frá kerfisbundinni niðurlægingu sem hún hafi mátt þola í þinghúsinu, sem flokka megi undir einelti. Niðurlægingu, sem feli m.a. í sér að ákveðinn hópur þingmanna stundi það að flissa og skvaldra á meðan hún er í ræðustól. Þá megi hún vart mismæla sig eða skipta um skoðun án þess að þurfa að þola niðurlægjandi ummæli í netheimum og í fjölmiðlum.„Kóa“ saman Það sem Vigdís tiltekur hefur flestum raunar verið ljóst lengi. Hún hefur verið skotspónn pólitískra andstæðinga og hefur mátt þola óvægnari umfjöllun um sig en aðrir þingmenn. Í þeirri orrahríð hafa málefni ekki skipt máli – maðurinn hefur verið tæklaður í stað þess að fara í einstök mál. Þannig hafa ákveðnir þingmenn gert sig seka um að pönkast í Vigdísi með það fyrir augum að taka hana niður. Ekki er langt síðan einn þeirra bloggaði að hann þakkaði guði fyrir að þurfa ekki lengur að sitja við hlið hennar í þinghúsinu, án þess að útskýra það nánar. Sumum finnst þetta eflaust léttvægt, en minnir þó óneitanlega á eineltistilburði í skólum þar sem fórnarlambið er einangrað og niðurlægt. Þessi framkoma gagnvart starfsfélögum er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Þjóðin hefur fylgst með þessu eineltisleikriti innan veggja þingsins í góðan tíma. Besti vinur eineltisins er þögnin og svo virðist sem fjölmargir þingmenn líti til hliðar og þykist hvorki sjá né heyra. Strákarnir í hópnum „kóa“ saman, enda sjá þeir ekkert athugavert við það þó sparkað sé aðeins í andstæðinginn og djöflast í honum.Ekki einsdæmi Mörgum hefur þó ofboðið. Í umræðu um stjórnarskrármálið fyrir jól sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa ítrekað orðið vitni að því að hæðst hafi verið að þingmönnum sem komu upp til að ræða málefnalega um stjórnarskrá Íslands. Birna Lárusdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk líka nóg í sömu umræðu. Hún var ný á þingi og var að átta sig á hefðum og venjum í þingsal. Hún sagði: „Ég hef fylgst með, einkanlega þeim sem sitja hér á aftasta bekk í dag, taka sérstaklega fyrir einn þingmann úr röðum Framsóknarflokksins. Mér hefur þótt það sem ég hef heyrt og ég hef séð ljótt.“ Undir þessa gagnrýni tók Elín Hirst, frambjóðandi sama flokks, í ágætri grein á eyjunni.is. Framkoman gagnvart Vigdísi er ekkert einsdæmi. Á hverjum tíma virðist alltaf verða til pólítísk fórnarlömb sem allir mega pönkast í. Góður vinur minn í blaðamannastétt taldi upp nokkur nöfn í samtali fyrir nokkrum dögum. Þannig þótti sjálfsagt að djöflast á fólki eins og Júlíusi Sólnes, Halldóri Blöndal og Guðna Ágústssyni, að ógleymdum Ólafi F. Magnússyni sem var nánast tekinn af lífi í fjölmiðlum í borgarstjórnartíð sinni. Jafnvel mætti bæta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni við þennan lista, auk fjölmargra annarra. Skömm þeirra sem taka þátt í einelti og hæða og niðurlægja samborgara sína er mikil. Ekki er síður sorglegt að sitja hjá og láta sem ekkert sé. Það er löngu orðið tímabært að stöðva þennan ósóma. Að sjá hann læðast inn í þingsali, þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar sitja, er þyngra en tárum taki. Það er mál að linni. Er furða að traust almennings þegar kemur að alþingismönnum sé við frostmark?
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun