Pönkast á Alþingi Karl Garðarsson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Ónefndur ritstjóri hér í bæ varð frægur fyrir nokkrum árum þegar hann sagði í tveggja manna trúnaðarsamtali að blað hans væri að „pönkast“ í óvinum sínum og „taka þá niður“ eins og það var orðað. Síðan hefur orðalagið „að pönkast“ áunnið sér sess, m.a. í Slangurorðabókinni þar sem það er skilgreint á þann hátt að verið sé að hamast í einhverjum eða gera honum lífið leitt. Í raun má segja að stutt sé á milli eineltis og þess að pönkast í öðrum einstaklingum. Tilgangurinn er að koma höggi á einstaklinga og niðurlægja þá á ýmsan hátt. Þetta er rifjað hér upp vegna viðtals sem birtist í síðustu viku við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar segir hún frá kerfisbundinni niðurlægingu sem hún hafi mátt þola í þinghúsinu, sem flokka megi undir einelti. Niðurlægingu, sem feli m.a. í sér að ákveðinn hópur þingmanna stundi það að flissa og skvaldra á meðan hún er í ræðustól. Þá megi hún vart mismæla sig eða skipta um skoðun án þess að þurfa að þola niðurlægjandi ummæli í netheimum og í fjölmiðlum.„Kóa“ saman Það sem Vigdís tiltekur hefur flestum raunar verið ljóst lengi. Hún hefur verið skotspónn pólitískra andstæðinga og hefur mátt þola óvægnari umfjöllun um sig en aðrir þingmenn. Í þeirri orrahríð hafa málefni ekki skipt máli – maðurinn hefur verið tæklaður í stað þess að fara í einstök mál. Þannig hafa ákveðnir þingmenn gert sig seka um að pönkast í Vigdísi með það fyrir augum að taka hana niður. Ekki er langt síðan einn þeirra bloggaði að hann þakkaði guði fyrir að þurfa ekki lengur að sitja við hlið hennar í þinghúsinu, án þess að útskýra það nánar. Sumum finnst þetta eflaust léttvægt, en minnir þó óneitanlega á eineltistilburði í skólum þar sem fórnarlambið er einangrað og niðurlægt. Þessi framkoma gagnvart starfsfélögum er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Þjóðin hefur fylgst með þessu eineltisleikriti innan veggja þingsins í góðan tíma. Besti vinur eineltisins er þögnin og svo virðist sem fjölmargir þingmenn líti til hliðar og þykist hvorki sjá né heyra. Strákarnir í hópnum „kóa“ saman, enda sjá þeir ekkert athugavert við það þó sparkað sé aðeins í andstæðinginn og djöflast í honum.Ekki einsdæmi Mörgum hefur þó ofboðið. Í umræðu um stjórnarskrármálið fyrir jól sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa ítrekað orðið vitni að því að hæðst hafi verið að þingmönnum sem komu upp til að ræða málefnalega um stjórnarskrá Íslands. Birna Lárusdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk líka nóg í sömu umræðu. Hún var ný á þingi og var að átta sig á hefðum og venjum í þingsal. Hún sagði: „Ég hef fylgst með, einkanlega þeim sem sitja hér á aftasta bekk í dag, taka sérstaklega fyrir einn þingmann úr röðum Framsóknarflokksins. Mér hefur þótt það sem ég hef heyrt og ég hef séð ljótt.“ Undir þessa gagnrýni tók Elín Hirst, frambjóðandi sama flokks, í ágætri grein á eyjunni.is. Framkoman gagnvart Vigdísi er ekkert einsdæmi. Á hverjum tíma virðist alltaf verða til pólítísk fórnarlömb sem allir mega pönkast í. Góður vinur minn í blaðamannastétt taldi upp nokkur nöfn í samtali fyrir nokkrum dögum. Þannig þótti sjálfsagt að djöflast á fólki eins og Júlíusi Sólnes, Halldóri Blöndal og Guðna Ágústssyni, að ógleymdum Ólafi F. Magnússyni sem var nánast tekinn af lífi í fjölmiðlum í borgarstjórnartíð sinni. Jafnvel mætti bæta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni við þennan lista, auk fjölmargra annarra. Skömm þeirra sem taka þátt í einelti og hæða og niðurlægja samborgara sína er mikil. Ekki er síður sorglegt að sitja hjá og láta sem ekkert sé. Það er löngu orðið tímabært að stöðva þennan ósóma. Að sjá hann læðast inn í þingsali, þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar sitja, er þyngra en tárum taki. Það er mál að linni. Er furða að traust almennings þegar kemur að alþingismönnum sé við frostmark? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ónefndur ritstjóri hér í bæ varð frægur fyrir nokkrum árum þegar hann sagði í tveggja manna trúnaðarsamtali að blað hans væri að „pönkast“ í óvinum sínum og „taka þá niður“ eins og það var orðað. Síðan hefur orðalagið „að pönkast“ áunnið sér sess, m.a. í Slangurorðabókinni þar sem það er skilgreint á þann hátt að verið sé að hamast í einhverjum eða gera honum lífið leitt. Í raun má segja að stutt sé á milli eineltis og þess að pönkast í öðrum einstaklingum. Tilgangurinn er að koma höggi á einstaklinga og niðurlægja þá á ýmsan hátt. Þetta er rifjað hér upp vegna viðtals sem birtist í síðustu viku við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar segir hún frá kerfisbundinni niðurlægingu sem hún hafi mátt þola í þinghúsinu, sem flokka megi undir einelti. Niðurlægingu, sem feli m.a. í sér að ákveðinn hópur þingmanna stundi það að flissa og skvaldra á meðan hún er í ræðustól. Þá megi hún vart mismæla sig eða skipta um skoðun án þess að þurfa að þola niðurlægjandi ummæli í netheimum og í fjölmiðlum.„Kóa“ saman Það sem Vigdís tiltekur hefur flestum raunar verið ljóst lengi. Hún hefur verið skotspónn pólitískra andstæðinga og hefur mátt þola óvægnari umfjöllun um sig en aðrir þingmenn. Í þeirri orrahríð hafa málefni ekki skipt máli – maðurinn hefur verið tæklaður í stað þess að fara í einstök mál. Þannig hafa ákveðnir þingmenn gert sig seka um að pönkast í Vigdísi með það fyrir augum að taka hana niður. Ekki er langt síðan einn þeirra bloggaði að hann þakkaði guði fyrir að þurfa ekki lengur að sitja við hlið hennar í þinghúsinu, án þess að útskýra það nánar. Sumum finnst þetta eflaust léttvægt, en minnir þó óneitanlega á eineltistilburði í skólum þar sem fórnarlambið er einangrað og niðurlægt. Þessi framkoma gagnvart starfsfélögum er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Þjóðin hefur fylgst með þessu eineltisleikriti innan veggja þingsins í góðan tíma. Besti vinur eineltisins er þögnin og svo virðist sem fjölmargir þingmenn líti til hliðar og þykist hvorki sjá né heyra. Strákarnir í hópnum „kóa“ saman, enda sjá þeir ekkert athugavert við það þó sparkað sé aðeins í andstæðinginn og djöflast í honum.Ekki einsdæmi Mörgum hefur þó ofboðið. Í umræðu um stjórnarskrármálið fyrir jól sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa ítrekað orðið vitni að því að hæðst hafi verið að þingmönnum sem komu upp til að ræða málefnalega um stjórnarskrá Íslands. Birna Lárusdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk líka nóg í sömu umræðu. Hún var ný á þingi og var að átta sig á hefðum og venjum í þingsal. Hún sagði: „Ég hef fylgst með, einkanlega þeim sem sitja hér á aftasta bekk í dag, taka sérstaklega fyrir einn þingmann úr röðum Framsóknarflokksins. Mér hefur þótt það sem ég hef heyrt og ég hef séð ljótt.“ Undir þessa gagnrýni tók Elín Hirst, frambjóðandi sama flokks, í ágætri grein á eyjunni.is. Framkoman gagnvart Vigdísi er ekkert einsdæmi. Á hverjum tíma virðist alltaf verða til pólítísk fórnarlömb sem allir mega pönkast í. Góður vinur minn í blaðamannastétt taldi upp nokkur nöfn í samtali fyrir nokkrum dögum. Þannig þótti sjálfsagt að djöflast á fólki eins og Júlíusi Sólnes, Halldóri Blöndal og Guðna Ágústssyni, að ógleymdum Ólafi F. Magnússyni sem var nánast tekinn af lífi í fjölmiðlum í borgarstjórnartíð sinni. Jafnvel mætti bæta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni við þennan lista, auk fjölmargra annarra. Skömm þeirra sem taka þátt í einelti og hæða og niðurlægja samborgara sína er mikil. Ekki er síður sorglegt að sitja hjá og láta sem ekkert sé. Það er löngu orðið tímabært að stöðva þennan ósóma. Að sjá hann læðast inn í þingsali, þar sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar sitja, er þyngra en tárum taki. Það er mál að linni. Er furða að traust almennings þegar kemur að alþingismönnum sé við frostmark?
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun