Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun