Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun