Fleiri fréttir

Þegar þögnin ein er eftir

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar

Ímyndum okkur að skyndilega kæmu á yfirborðið upplýsingar sem myndu draga í efa eitthvað af þeim röksemdarfærslum sem sérstakur saksóknari beitti fyrir sig þegar hann handtók á dögunum nokkra háttsetta bankamenn og fékk staðfest gæsluvarðhald yfir þeim. Hvað svo sem það gæti sem verið - myndband, tölvupóstur, minnisblað eða eitthvað annað. Upplýsingarnar gæfu ekkert endilega til kynna að ástæður frelsissviptinganna væru algjörlega úr lausu lofti gripnar en sýndu fram á vankanta og misræmi í því ferli sem leiddi til þeirra.

Evrópusambandið: til sjávar og sveita, borgar og bæjar

Sema Erla Serdar skrifar

Þegar ég settist niður og fór að íhuga hvaða hliðar Evrópusambandsins mig langaði að skrifa um fór ég strax að hugsa um það sem ég skrifa vanalega um en það eru hlutir eins og friður, lýðræði, frelsi, mannréttindi og menntamál innan Evrópusambandsins.

Beint lýðræði í næstu kosningum

Sverrir Björnsson skrifar

Í fyrsta sinn í sögunni frá því í Grikklandi hinu forna og Alþingi á landnámsöld er tæknilega hægt að koma á fullkomnasta formi lýðræðis, beinu lýðræði.

Þetta er Framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.

Þú kýst ekki eftir á

Einar Skúlason skrifar

Á morgun verður kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur til næstu fjögurra ára. Ný hugsun og endurnýjun í íslenskum stjórnmálum er nauðsynleg og því býð ég mig fram á endurnýjuðum lista Framsóknar og heiti því að vinna af heiðarleika og ábyrgð fyrir ykkur borgarbúa allt kjörtímabilið.

Atvinnan skiptir öllu máli

Dagur B. Eggertsson skrifar

Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum.

Göngum ábyrg til kosninga

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun.

Ó, borg mín borg!

Jón Gnarr skrifar

Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni.

Borgin þarf Vinstri græn - nú sem aldrei fyrr

Sóley Tómasdóttir skrifar

Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði.

Í dag ræður þú

Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar

Í dag göngum við til kosninga og veljum borgarstjórn til næstu fjögurra ára. Viðfangsefni borgarstjórnar eru afar mikilvæg og hafa bein áhrif á líf allra borgarbúa á degi hverjum. Skólarnir okkar, leikskólarnir, þjónusta við eldri borgara - allt verður þetta að virka og vera í góðu lagi. Þess vegna eru þessar kosningar mikilvægar, við eigum svo mikið undir því að okkar nánasta umhverfi sé í lagi, ekki síst fyrir þau sem standa hjarta okkar næst.

Sekur um bjartsýni

Árni Sigfússon skrifar

Ég er stoltur af því að við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ höfðum forgöngu um að kaupa meirihluta í HS veitum og bæjarbúar eiga nú 67% í hitaveitunni.

Grínframboð – fylgir því einhver alvara?

Kjartan Þórsson og Jónína Sif Eyþórsdóttir skrifa skrifar

Kaffibolla umræður undanfarið hafa oft snúist um það sem sumir kalla grínframboð Besta flokksins, sem hefur komið borgarbúum og landsmönnum öllum á óvart með velgengni sinni í skoðanakönnunum

Landsbankinn var ljósið

Unnur Fríða Halldórsdóttir skrifar

Það var árið þegar ég varð 17 ára að ég kom í húsnæði Landsbanka Íslands við Langholtsveg 43 í Reykjavík. Ástæða komu minnar þá var að vinna sem sumarstarfsmaður og lífið var einfalt og raunveruleikinn ekki sá sem hann er í dag.

Skólamáltíðir: Gleði metnaður og hollusta í hverjum munnbita

Ágúst Már Garðarsson skrifar

Það er gott að borða og góður og hollur matur bæði nærir sál og líkama auk þess að efla gleðina á vinnustaðnum. Vinnustaðir eins og skólar hafa í auknum mæli farið að bjóða uppá mat sem eldaður er á staðnum og er það vel en alltaf má gera betur. Við eigum það til að festast í hugmyndum og aðferðum sem hafa alltaf verið svona og hinum víðfræga verkahring.

Miðborgin varin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að skilgreina miðborg Reykjavíkur sem sérstakt verndarsvæði. Undirbúningur að breytingunni hefur staðið í tvö ár og hún mun gjörbreyta skipulagsmálum í Reykjavík til hins betra. Verði hún rétt framkvæmd verður líklega um að ræða mestu breytingu í sögu skipulagsmála í borginni frá því að farið var að skipuleggja byggðina í Reykjavík. Slík borgarvernd hefur verið innleidd í flestum þeim borgum og bæjum Evrópu og Norður-Ameríku sem teljast mest aðlaðandi og haft gríðarleg áhrif fyrir alla íbúa borganna.

Leiðin úr kreppunni

Stefán Ólafsson skrifar

Að missa vinnuna til lengri tíma er dauðans alvara. Að missa húsnæði ofan af fjölskyldunni er líka dauðans alvara. Að reka grunnskóla, orkuveitu, velferðarþjónustu og samgöngukerfi er alvörumál. Að ráðstafa miklum skattpeningum almennings er mikið ábyrgðar- og alvörumál.

Anna Margret Olafsdottir: Tryggjum rétt leikskólabarna til náms og leiks

Anna Margret Olafsdottir skrifar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum um leikskóla (2008) og þar skal fara fram menntun og umönnun barna undir skólaskyldualdri. Í leikskólum borgarinnar er unnið metnaðarfullt starf og það gríðarlega mikla nám barnanna sem fer þar fram er oft vanmetið, kannski af því að leikurinn er sú námsaðferð sem leikskólarnir nota.

Kristbjörg Þórisdóttir: Tækifærið er núna!

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir

Sigmundur Einarsson: Pólitísk íhlutun Magma og Norðuráls

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur skrifar

Í fréttum Stöðvar 2 sl. laugardag var kostuleg frétt þess efnis að viðræður væru hafnar milli Magma Energy og Norður-áls um sölu á orku til álversins í Helguvík. Í viðtali við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, kom fram að hann fagnaði því að hlutur Geysis Green Energy væri nú í höndum aðila sem sé kominn að HS Orku til langs tíma. Það hafi g

Hjálmar Hjálmarsson: Júróvisjón lýðræði

Hjálmar Hjálmarsson skrifar

Nú er ljóst að þjóðin gengur til tvennra kosninga n.k. laugardag. Í öðrum þeirra og þeim mikilvægari sýnist mér, gefst okkur tækifæri til að velja besta sönglag Evrópu þetta árið í Evróvisíón og í hinum fáum við tækifæri til að velja okkur fulltrúa í stjórn bæjarins okkar.

Magnús Árni Magnússon: „Sjö háskóla“ spurningin

Magnús Árni Magnússon skrifar

Er ekki fáránlegt fyrir 300 þúsund manna þjóð að halda úti sjö háskólum?“ er algeng spurning í umræðunni í dag og svarið „jú“ blasir við – þrátt fyrir að höfðatölulega séð sé staðan 7 háskólastofnanir fyrir 300 þúsund manns ekki fjarri því sem er í Bandaríkjunum, þar sem bestu

Hermann Jón Tómasson: Ríkisstjórnin á leik

Hermann Jón Tómasson skrifar

Ferðaþjónusta hefur blómstrað á Akureyri síðustu misserin. Akureyrarbær hefur komið myndarlega að markaðsmálum ferðaþjónustunnar með þeim árangri að bærinn er nú vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðamanna jafnt sumar sem vetur. Möguleikar til frekari uppbyggingar á þessu sviði

Elías Pétursson: Af kaupfélagsmálum Framsóknar

Elías Pétursson skrifar

Fyrir áratugum síðan fékk Kaupfélag Kjalarnesþings lóð við Vesturlandsveginn gamla. Byggðu þeir Samvinnumenn þar verslunarhús o.fl. af hugsjón þeirra manna sem vilja vinna samfélagi sínu gagn. Ekki vegna þess að þá hafi langað að efnast á kostnað samborgaranna h

Steingrímur Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir: Tökum næsta skref

Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir skrifar

Í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn hafa Íslendingar tækifæri til að stíga næsta skref í uppgjöri sínu við þá stjórnmálastefnu og flokka sem leiddu af sér hrunið. Þessar kosningar eru ekki síður mikilvægar en þær sem fram fóru fyrir rúmu ári, þá í kjölfar efnahagshrunsins og uppreisnar almennings gegn sitjandi valdhöfum. Sú krafa sem almenningur setti fram í þeim kosningum um róttækar breytingar og heiðarleg stjórnmál þarf líka að heyrast á laugardaginn.

Svanhildur Hólm: Daglegt líf í Reykjavík

Reykjavík er á margan hátt frábær borg. Þar er heimili mitt og fjölskyldu minnar og innan borgarmarkanna sinnum við vinnu, börnin ganga í skóla og leikskóla og þar njótum við frístunda saman.

Líf Magneudóttir: Vinstri græn framtíð

Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum.

Birgir Sigurðsson: Aulabrandaraleg stjórnmálabarátta

Birgir Sigurðsson skrifar

Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna?

Árósaleiðina í atvinnumálum

Atvinnumálin eru aðalmál fyrir borgir sem glíma við kreppu. Reykjavík þarf nú að grípa til meðalsins sem virkaði í Árósum, flýta verklegum framkvæmdum og fjárfesta í viðhaldsverkefnum, skólum og endurnýjun eldri hverfa. Einhenda sér í að skapa vöxt. Leggja áherslu á nýsköpun, græna uppbyggingu og að skapa störf strax frekar en að bíða eftir því að eitthvað gerist.

Jónas Guðmundsson: Nýr samgöngumáti

Samgöngur skipta alla máli. Þetta er málaflokkur sem er stöðugum breytingum undirorpinn og má gera ráð fyrir að lítið lát verði á í bráð. Kemur þar margt til. Eldsneytisverð og kostnaður við kaup og rekstur ökutækja hérlendis er kominn í hæstu hæðir. Fyrir Alþingi liggur að afgreiða frumvarp til nýrra umferðarlaga (með ráðagerð um hækkaðan bílprófsaldur); frumvarp til laga um almenningssamgöngur og loks nýja samgönguáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir nýjum hugmyndum og aðferðum við gjaldtöku fyrir afnot af vegakerfinu. Umhverfis- og skipulagsmál fá sífellt aukið vægi og ekki síst má minna á þá miklu röskun á flugsamgöngum jafnt hér innanlands og í stórum hlutum Evrópu sem hlaust af nýlegum eldgosum.

Sölvi Blöndal: Óvenjulega venjulegur Besti

Sölvi Blöndal skrifar

Viku fyrir kosningar er eins og venjulega hlaupin taugaveiklun í fylgismenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík. Það er líklega það eina sem telja má venjulegt í konsingarbarráttunni. Öllu öðru virðist hafa verið snúið á haus fyrir tilstuðlan Besta flokksins og formanns hans, Jóns Gnarr. Svo virðist sem algert neyðarástand hafi skapast, svo mikið að sumir hafa jafnvel kallað eftir því að Besti flokkurinn dragi framboð sitt til baka. Annars gæti skapast hætta á því að Reykvíkingar kysu „vitlaust“.

Hjálmar Hjálmarsson: Gleðilegan Kópavog

Hjálmar Hjálmarsson skrifar

Stjórnmál eru ekki íþróttir. Kosningar eru ekki kappleikur þar sem einn Flokkur sigrar hina Flokkana og fær völdin í verðlaun. Það eru engar medalíur eða bikarar í verðlaun fyrir stjórnmálamennina.

Jón Erlendsson: Ófagleg vinnubrögð

Jón Erlendsson skrifar

Á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrar, þeim síðasta á kjörtímabilinu föstudaginn 21. maí s.l., samþykkti meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, með fulltingi Framsóknarflokksins, að hönnunarsamninga vegna nýs hjúkrunarheimilis í Naustahverfi skuli gera án almenns útboðs. Gera á verðfyrirspurn til nokkurra þóknanlegra aðila á Akureyri og semja svo við þá eftir hendinni um hina ýmsu verkþætti hönnunarinnar. Áætlað er að byggingarkostnaður hjúkrunarheimilisins verði um 1600 Mkr. Þar af má gera ráð fyrir að hönnunarkostnaður verði 80-100 Mkr. Þessi gjörningur er brot á Innkaupareglum Akureyrarbæjar eins og viðkomandi stjórnarmönnum Fasteigna er vel kunnugt, enda tóku þeir sumir hverjir sjálfir þátt í að semja þær á sínum tíma. Rökin sem fram eru færð þessu gerræði til varnar eru:

Svandís Svavarsdóttir: Reykjavík þarf Sóleyju, Þorleif og Líf

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Ef meirihluti framsóknar og íhalds hefði komist upp með það sem til stóð í REI-málinu væri hluti Orkuveitu Reykjavíkur til skiptanna í þrotabúsmálum Glitnis og Íslandsbanka núna. Það tókst að stoppa það. Það tókst að stoppa það vegna þess að Vinstrihreyfingin – grænt framboð átti fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem gat fylgt sínum sjónarmiðum eftir í borgarstjórn Reykjavíkur.

Björk Vilhelmsdóttir: Mætum vaxandi fátækt

Allir eiga að hafa í sig og á, þak yfir höfuðið og geta lifað með reisn í samfélagi manna. Það eru mannréttindi. En nú hefur ekki verið jafn mikil fátækt í okkar samfélagi í áratugi. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að tryggja þeim framfærslu sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, hafa hvorki launatekjur né bætur almanna- eða atvinnuleysistrygginga.

„Búa bara hálfvitar í Reykjanesbæ?“

Kristlaug María Sigurðardóttir skrifar

Þessa spurningu fékk ég í símanum fyrir stuttu, frá bróður mínum sem býr norður í landi. Hann og fleiri skilja ekki hvernig íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt það í skoðanakönnunum að þeir ætli að kjósa yfir sig óbreytt ástand. þ.e. algert gjaldþrot bæjarfélagsins.

Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk

Karl Sigurðsson skrifar

Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman."

Tumi Kolbeinsson: Barbabrellur Sjálfstæðismanna á Álftanesi

Tumi Kolbeinsson skrifar

Þegar ég flutti á Álftanesið fyrir þremur árum og fór að kynna mér bæjarmálin varð ég mjög undrandi yfir þráhyggjukenndum og níðangurslegum greinaskrifum Sjálfstæðismanna í garð Álftaneshreyfingarinnar. Þessi skrif voru bæði ómálefnaleg og vöktu neikvæða athygli á Álftanesi. Skýringar á þessu virðast helst vera persónulegar, að Sjálfstæðismönnum hafi sviðið svo að missa áratugalöng heljartök sín á sveitarfélaginu en Sjálfstæðismenn deildu og drottnuðu á Álftanesi frá því fyrir síðasta Kötlugos og fram að kosningunum 2006. Það voru því Sjálfstæðismenn sem stýrðu uppbyggingunni hér en á kjörtímabilinu 2002-2006 fjölgaði fólki um 70% í sveitarfélaginu. Sjálfstæðismenn lokkuðu fólk til sveitarfélagsins með seiðandi Sírenusöng og fagurgala án þess að huga að skipulagi eða tekjuaukningu bæjarsjóðs sem rekinn er af útsvarstekjum og fasteignagjöldum því engin eru fyrirtækin. Samt tala þeir nú eins og Álftaneshreyfingin hafi tekið við frábæru búi og sett það á hausinn og verið snögg að því.

Ólafur F. Magnússon: Íbúalýðræði og umferðaröryggi

Ólafur F. Magnússon skrifar

Þegar ég hitti íbúa í öllum hverfum borgarinnar á fundum mínum með borgarbúum í borgarstjóratíð minni, vorið 2008, fór ekkert á milli mála að það sem lá á hjarta íbúanna næst var öryggið og mannlífið í hverfunum. Þar bar hæst umferðaröryggið og slysavarnirnar í nærumhverfi þeirra. Ég hófst strax handa við úrbætur í þessum málum, þó að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, hafi í þessum málaflokki, sem öðrum, dregið lappirnar.

Þórólfur Matthíasson: Fjármálastöðugleiki, matvælaöryggi og afhending raforku

Þórólfur Matthíasson skrifar

Þeir eru margir, lærdómarnir af hruni íslensku bankanna haustið 2008. Einn lærdómurinn snýr að fjármálastöðugleika. Allmargar stofnanir innan stjórnkerfisins bára ábyrgð á ákveðnum þáttum fjármálastöðugleikans. Á ytra borði leit út fyrir að hér á landi væri verið að nota bestu þekkingu til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins.

Útsvar eða gjaldskrárhækkanir

Sóley Tómasdóttir skrifar

Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar.

Einar Skúlason: Atvinna og aftur atvinna

Einar Skúlason skrifar

Atvinnuleysi af þeirri stærðargráðu sem við Íslendingar höfum séð undanfarið er ólíðandi. Reykjavíkurborg á að taka atvinnuleysisvandann innan sinna borgarmarka föstum tökum og leysa hann sem fyrst.

Oddný Eir Ævarsdóttir: Örvænting í Undralandi?

Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar

Forstjóri og aðaleigandi erlenda orkufyrirtækisins sem var að kaupa sér einkaaðgang að íslensku auðlindinni gat vart leynt ánægju sinni yfir happafengnum í Kastljós-viðtali, en bar sig þó illa eins og sannur stórbokki og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því kaupin hefðu ekki gengið eins snurðulaust fyrir sig og hann hafði búist við vegna „umræðu og hugmyndafræði". Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum, bæði með þessa ótímabæru sölu og þetta söluferli og vildi óska þess að fleiri snurður hefðu hlaupið á þráðinn; Meiri umræða, endurnýjaðri hugmyndafræði og að fleiri andófsraddir hefðu komið fram en hin brýna rödd Ögmundar. Þrátt fyrir kreppu má um allt land sjá sprota og vísbendingar um nýsköpun og ábyrga afstöðu til náttúru, samfélags og sögu. Það er horft til landsins í þeirri trú að hér séu ekki einungis óvenju tærar orkulindir heldur líka nógur auður í heilabúum til að hægt sé að spinna upp nýstárlega og ævintýralega ábyrga orkustefnu.

Sjá næstu 50 greinar