Ólafur F. Magnússon: Íbúalýðræði og umferðaröryggi Ólafur F. Magnússon skrifar 21. maí 2010 10:35 Þegar ég hitti íbúa í öllum hverfum borgarinnar á fundum mínum með borgarbúum í borgarstjóratíð minni, vorið 2008, fór ekkert á milli mála að það sem lá á hjarta íbúanna næst var öryggið og mannlífið í hverfunum. Þar bar hæst umferðaröryggið og slysavarnirnar í nærumhverfi þeirra. Ég hófst strax handa við úrbætur í þessum málum, þó að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, hafi í þessum málaflokki, sem öðrum, dregið lappirnar. Þannig var komið fyrir öflugum hraðahindrandi aðgerðum á Háaleitisbraut, þegar um sumarið 2008 og ætlunin að halda slíkum aðgerðum áfram á allri Háaleitisbrautinni og síðan á Bústaðavegi, Réttarholtsvegi, Stjörnugróf, Hringbraut, Hofsvallagötu og Suðurgötu, svo dæmi séu nefnd. En aðgerðirnar stöðvuðust, jafn skyndilega og þær hófust. Hanna Birna Krisjánsdóttir vildi verða borgarstjóri og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum bak við tjöldin og allar fyrirætlanir um umferðaröryggisframkvæmdir voru í snarhasti lagðar til hliðar. Stöðug viðleitni mín og tillöguflutningur um áframhaldandi umferðaröryggisframkvæmdir í hverfum borgarinnar hefur síðan verið stöðvuð hvað eftir annað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Til viðbótar þessu eru nú uppi fyrirætlanir um að leyfa hækkun hámarkshraða úr 30 km upp í 40 km víða í hverfum borgarinnar sem í miðborginni. Gönguleiðir barna í skóla eru þar engin undantekning. Ófrávíkjanleg krafa okkar í H-listanum er sú að í miðborginni sem og í öllum hverfum borgarinnar sé ekki leyfður meiri ökuhraði en 30 km. Hraðinn megi ekki vera meiri nema tryggð séu mislæg tengsl gangandi og akandi umferðar. Börnum á leið í skóla eða annarri leið um hverfið, þar sem þau búa, á einfaldlega ekki að bjóða upp á annað. Þegar margsvikulir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og segjast vilja bæta umferðaröryggið í borginni verður manni einfaldlega flökurt. Hvílík hræsni og tækifærismennska! Atvinnustjórnmálamönnunum í efstu sætum Sjálfstæðisflokksins sem og hinna fjórflokkanna er ekki treystandi. Þess vegna er það brýn nauðsyn að færa völdin úr höndum þeirra til íbúanna í öllum hverfum borgarinnar. Það munum við fulltrúar H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagmuni, gera. Því má treysta, því að á 20 ára borgarstjórnarferli mínum, hef ég ávallt staðið við orð mín og hlýtt sannfæringu minni. Það munum við öll, fulltrúar H-listans gera, enda erum við óháð styrkjum og fjárframlögum hagsmunaaðila, öfugt við fjórflokkinn og fíflalátaframboð Æ-listans. Öryggi í umferðinni er nefnilega dauðans alvara og borgarbúar verða að styrkja forvarnir og efla mannlífið í hverfunum með að kjósa þá til áhrifa, sem starfa af alvöru og heiðarleika í þágu almannahagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hitti íbúa í öllum hverfum borgarinnar á fundum mínum með borgarbúum í borgarstjóratíð minni, vorið 2008, fór ekkert á milli mála að það sem lá á hjarta íbúanna næst var öryggið og mannlífið í hverfunum. Þar bar hæst umferðaröryggið og slysavarnirnar í nærumhverfi þeirra. Ég hófst strax handa við úrbætur í þessum málum, þó að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, hafi í þessum málaflokki, sem öðrum, dregið lappirnar. Þannig var komið fyrir öflugum hraðahindrandi aðgerðum á Háaleitisbraut, þegar um sumarið 2008 og ætlunin að halda slíkum aðgerðum áfram á allri Háaleitisbrautinni og síðan á Bústaðavegi, Réttarholtsvegi, Stjörnugróf, Hringbraut, Hofsvallagötu og Suðurgötu, svo dæmi séu nefnd. En aðgerðirnar stöðvuðust, jafn skyndilega og þær hófust. Hanna Birna Krisjánsdóttir vildi verða borgarstjóri og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum bak við tjöldin og allar fyrirætlanir um umferðaröryggisframkvæmdir voru í snarhasti lagðar til hliðar. Stöðug viðleitni mín og tillöguflutningur um áframhaldandi umferðaröryggisframkvæmdir í hverfum borgarinnar hefur síðan verið stöðvuð hvað eftir annað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Til viðbótar þessu eru nú uppi fyrirætlanir um að leyfa hækkun hámarkshraða úr 30 km upp í 40 km víða í hverfum borgarinnar sem í miðborginni. Gönguleiðir barna í skóla eru þar engin undantekning. Ófrávíkjanleg krafa okkar í H-listanum er sú að í miðborginni sem og í öllum hverfum borgarinnar sé ekki leyfður meiri ökuhraði en 30 km. Hraðinn megi ekki vera meiri nema tryggð séu mislæg tengsl gangandi og akandi umferðar. Börnum á leið í skóla eða annarri leið um hverfið, þar sem þau búa, á einfaldlega ekki að bjóða upp á annað. Þegar margsvikulir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og segjast vilja bæta umferðaröryggið í borginni verður manni einfaldlega flökurt. Hvílík hræsni og tækifærismennska! Atvinnustjórnmálamönnunum í efstu sætum Sjálfstæðisflokksins sem og hinna fjórflokkanna er ekki treystandi. Þess vegna er það brýn nauðsyn að færa völdin úr höndum þeirra til íbúanna í öllum hverfum borgarinnar. Það munum við fulltrúar H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagmuni, gera. Því má treysta, því að á 20 ára borgarstjórnarferli mínum, hef ég ávallt staðið við orð mín og hlýtt sannfæringu minni. Það munum við öll, fulltrúar H-listans gera, enda erum við óháð styrkjum og fjárframlögum hagsmunaaðila, öfugt við fjórflokkinn og fíflalátaframboð Æ-listans. Öryggi í umferðinni er nefnilega dauðans alvara og borgarbúar verða að styrkja forvarnir og efla mannlífið í hverfunum með að kjósa þá til áhrifa, sem starfa af alvöru og heiðarleika í þágu almannahagsmuna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun