Ólafur F. Magnússon: Íbúalýðræði og umferðaröryggi Ólafur F. Magnússon skrifar 21. maí 2010 10:35 Þegar ég hitti íbúa í öllum hverfum borgarinnar á fundum mínum með borgarbúum í borgarstjóratíð minni, vorið 2008, fór ekkert á milli mála að það sem lá á hjarta íbúanna næst var öryggið og mannlífið í hverfunum. Þar bar hæst umferðaröryggið og slysavarnirnar í nærumhverfi þeirra. Ég hófst strax handa við úrbætur í þessum málum, þó að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, hafi í þessum málaflokki, sem öðrum, dregið lappirnar. Þannig var komið fyrir öflugum hraðahindrandi aðgerðum á Háaleitisbraut, þegar um sumarið 2008 og ætlunin að halda slíkum aðgerðum áfram á allri Háaleitisbrautinni og síðan á Bústaðavegi, Réttarholtsvegi, Stjörnugróf, Hringbraut, Hofsvallagötu og Suðurgötu, svo dæmi séu nefnd. En aðgerðirnar stöðvuðust, jafn skyndilega og þær hófust. Hanna Birna Krisjánsdóttir vildi verða borgarstjóri og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum bak við tjöldin og allar fyrirætlanir um umferðaröryggisframkvæmdir voru í snarhasti lagðar til hliðar. Stöðug viðleitni mín og tillöguflutningur um áframhaldandi umferðaröryggisframkvæmdir í hverfum borgarinnar hefur síðan verið stöðvuð hvað eftir annað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Til viðbótar þessu eru nú uppi fyrirætlanir um að leyfa hækkun hámarkshraða úr 30 km upp í 40 km víða í hverfum borgarinnar sem í miðborginni. Gönguleiðir barna í skóla eru þar engin undantekning. Ófrávíkjanleg krafa okkar í H-listanum er sú að í miðborginni sem og í öllum hverfum borgarinnar sé ekki leyfður meiri ökuhraði en 30 km. Hraðinn megi ekki vera meiri nema tryggð séu mislæg tengsl gangandi og akandi umferðar. Börnum á leið í skóla eða annarri leið um hverfið, þar sem þau búa, á einfaldlega ekki að bjóða upp á annað. Þegar margsvikulir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og segjast vilja bæta umferðaröryggið í borginni verður manni einfaldlega flökurt. Hvílík hræsni og tækifærismennska! Atvinnustjórnmálamönnunum í efstu sætum Sjálfstæðisflokksins sem og hinna fjórflokkanna er ekki treystandi. Þess vegna er það brýn nauðsyn að færa völdin úr höndum þeirra til íbúanna í öllum hverfum borgarinnar. Það munum við fulltrúar H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagmuni, gera. Því má treysta, því að á 20 ára borgarstjórnarferli mínum, hef ég ávallt staðið við orð mín og hlýtt sannfæringu minni. Það munum við öll, fulltrúar H-listans gera, enda erum við óháð styrkjum og fjárframlögum hagsmunaaðila, öfugt við fjórflokkinn og fíflalátaframboð Æ-listans. Öryggi í umferðinni er nefnilega dauðans alvara og borgarbúar verða að styrkja forvarnir og efla mannlífið í hverfunum með að kjósa þá til áhrifa, sem starfa af alvöru og heiðarleika í þágu almannahagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hitti íbúa í öllum hverfum borgarinnar á fundum mínum með borgarbúum í borgarstjóratíð minni, vorið 2008, fór ekkert á milli mála að það sem lá á hjarta íbúanna næst var öryggið og mannlífið í hverfunum. Þar bar hæst umferðaröryggið og slysavarnirnar í nærumhverfi þeirra. Ég hófst strax handa við úrbætur í þessum málum, þó að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, hafi í þessum málaflokki, sem öðrum, dregið lappirnar. Þannig var komið fyrir öflugum hraðahindrandi aðgerðum á Háaleitisbraut, þegar um sumarið 2008 og ætlunin að halda slíkum aðgerðum áfram á allri Háaleitisbrautinni og síðan á Bústaðavegi, Réttarholtsvegi, Stjörnugróf, Hringbraut, Hofsvallagötu og Suðurgötu, svo dæmi séu nefnd. En aðgerðirnar stöðvuðust, jafn skyndilega og þær hófust. Hanna Birna Krisjánsdóttir vildi verða borgarstjóri og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum bak við tjöldin og allar fyrirætlanir um umferðaröryggisframkvæmdir voru í snarhasti lagðar til hliðar. Stöðug viðleitni mín og tillöguflutningur um áframhaldandi umferðaröryggisframkvæmdir í hverfum borgarinnar hefur síðan verið stöðvuð hvað eftir annað af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Til viðbótar þessu eru nú uppi fyrirætlanir um að leyfa hækkun hámarkshraða úr 30 km upp í 40 km víða í hverfum borgarinnar sem í miðborginni. Gönguleiðir barna í skóla eru þar engin undantekning. Ófrávíkjanleg krafa okkar í H-listanum er sú að í miðborginni sem og í öllum hverfum borgarinnar sé ekki leyfður meiri ökuhraði en 30 km. Hraðinn megi ekki vera meiri nema tryggð séu mislæg tengsl gangandi og akandi umferðar. Börnum á leið í skóla eða annarri leið um hverfið, þar sem þau búa, á einfaldlega ekki að bjóða upp á annað. Þegar margsvikulir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins koma nú fram nokkrum dögum fyrir kosningar og segjast vilja bæta umferðaröryggið í borginni verður manni einfaldlega flökurt. Hvílík hræsni og tækifærismennska! Atvinnustjórnmálamönnunum í efstu sætum Sjálfstæðisflokksins sem og hinna fjórflokkanna er ekki treystandi. Þess vegna er það brýn nauðsyn að færa völdin úr höndum þeirra til íbúanna í öllum hverfum borgarinnar. Það munum við fulltrúar H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagmuni, gera. Því má treysta, því að á 20 ára borgarstjórnarferli mínum, hef ég ávallt staðið við orð mín og hlýtt sannfæringu minni. Það munum við öll, fulltrúar H-listans gera, enda erum við óháð styrkjum og fjárframlögum hagsmunaaðila, öfugt við fjórflokkinn og fíflalátaframboð Æ-listans. Öryggi í umferðinni er nefnilega dauðans alvara og borgarbúar verða að styrkja forvarnir og efla mannlífið í hverfunum með að kjósa þá til áhrifa, sem starfa af alvöru og heiðarleika í þágu almannahagsmuna.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun