Birgir Sigurðsson: Aulabrandaraleg stjórnmálabarátta Birgir Sigurðsson skrifar 26. maí 2010 14:44 Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra?
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun