Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 12:30 Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þegar stóriðja á Íslandi var byggð upp í lok sjöunda áratugarins var það vegna samninga um hagstætt raforkuverð. Með samningum um raforkusölu til álversins í Straumsvík var Búrfellsvirkjun byggð upp og þar með var lagður grunnur að mikilvægu raforkuöryggi þjóðarinnar til lengri tíma. Raforkukerfið var fyrir þann tíma veikburða og muna margir þeirra sem eldri eru eftir tíðu rafmagnsleysi ef álag á kerfið fór yfir tiltekin mörk. Blómlegur iðnaður skaut rótum sínum í landinu og hefur síðan skapað þúsundir verðmætra starfa. Þarna var lagður grunnurinn að Landsvirkjun, sem í kjölfarið varð nægilega burðug til þess að byggja upp frekari innviði kerfisins. Með tilkomu álveranna á Íslandi varð Landsvirkjun eitt verðmætasta fyrirtæki þjóðarinnar og stendur svo styrkum fótum í dag að hún getur greitt þjóðinni ríkulegan arð af þeirri auðlind sem býr í fallvötnum, jarðhita og nú síðast, í vindinum. Íslendingar hafa staðið í þeirri trú að raforka til álframleiðslu á Íslandi sé ódýr, en á þeim tíma sem liðið hefur frá því að fyrsta álverið á Íslandi var ræst hefur verð á raforku hækkað og mest þessi síðustu ár. Í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kemur fram að raforkuverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri sem má rekja m.a. til umframeftirspurnar eftir raforku vegna nýrra notanda og er fullyrt í skýrslunni að aukinn kostnaður sé til þess fallinn að hafa áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem niðurgreiðir ekki raforku til stóriðju, en nær öll ríki Evrópu leggja iðnaði til einhvers konar ríkisstuðning. Fram til þessa hafa samkeppnishæfir raforkusamningar verið grundvöllur veru álveranna á Íslandi, en aðrir rekstrarþættir hafa löngum verið mun þyngri hérlendis en í flestum öðrum ríkjum heimsins. Staðsetning landsins frá mörkuðum gerir kostnað við aðföng háan en kostnaður við vöruflutning til og frá landinu er mikill. Reykjavík er næst dýrasta borg í Evrópu og þar með segir það sig sjálft að allur almennur kostnaður við rekstur álveranna er hár í alþjóðlegum samanburði. Orkusækinn iðnaður er önnur stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og þar með ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Álverin eru þar fyrirferðamest, skapa verðmæt og sérhæfð störf og byggja þúsundir Íslendinga framfærslu sína á störfum við álverin. Álverin greiða hátt verð fyrir raforkuna sem skilar sér enn fremur í verulegum arðgreiðslum í ríkissjóð, það er rentan sem þjóðin fær af auðlindinni. Í ár greiddi Landsvirkjun 25 milljarða arð í ríkissjóð og samanlagt 90 milljarða vegna rekstraráranna 2021 til 2024. Þetta getur Landsvirkjun gert fyrst og fremst vegna þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað með samningum um raforkusölu til álveranna og standa raforkukaup álveranna þannig að mestu leyti undir þessum arðgreiðslum. Verð á raforku til stóriðju á Íslandi verður að vera nægilega hátt til þess að þjóðin njóti ávinnings af auðlindinni en um leið verður það að vera samkeppnishæft svo álverin á Íslandi sjái hér áfram rekstrargrundvöll í samkeppni við önnur ríki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun