Björk Vilhelmsdóttir: Mætum vaxandi fátækt 25. maí 2010 06:00 Allir eiga að hafa í sig og á, þak yfir höfuðið og geta lifað með reisn í samfélagi manna. Það eru mannréttindi. En nú hefur ekki verið jafn mikil fátækt í okkar samfélagi í áratugi. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að tryggja þeim framfærslu sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, hafa hvorki launatekjur né bætur almanna- eða atvinnuleysistrygginga. Í dag er miðað við 125.500 fyrir einstakling og 200.000 fyrir hjón sem lágmark. Þetta dugar ekki til. Við í Samfylkingunni viljum tryggja fólki framfærslu eins og hún er skilgreind í dag af ESB og Hagstofunni, kr. 160.800 á mánuði fyrir einstakling. Um er að ræða tekjur eftir skatta auk félagslegra bóta s.s. húsaleigubóta og barnabóta og tengdra greiðslna. Dæmi. Einstaklingur með fjárhagsaðstoð fær 125.500 og 18.000 kr. í húsaleigubætur. Hann vantar 17.300 kr. á mánuði til að komast upp í 160.800 kr. Reykjavíkurborg á að tryggja þessa viðbót. Það er ekki hægt að horfa á sífellt stækkandi biðraðir við hjálparsamtök án þess að aðhafast. Sveitarfélagið ber ábyrgð á því að tryggja fólki framfærslu, en það er annarra að taka á skuldavanda, verðlagsástæðum og lágum tekjum sem valda fátækt. Einstæðar mæður og barnmargar fjölskyldur eru í áhættuhópi. Stéttskipting barna kemur skýrast fram í því að börn tekjulágra og skuldugra foreldra geta ekki leyft sér að stunda tómstundir, íþróttir og listnám, þrátt fyrir 25.000 króna framlag í formi Frístundakorta, sem var mikið framfaraspor. Vegna barna foreldra sem fá fjárhagsaðstoð er greitt sérstaklega kr. 11.600 á mánuði í skólamáltíðir eða tómstundir. Þetta dugir ekki til, tómstundir, íþróttir og listnám verður að vera ódýrara. Þá höfum við lagt til að allir geti greitt inn á Frístundakort ef styrkja þarf börn frekar. Hér á landi getur fólk ekki lifað af tekjum sem skilgreindar eru sem lágtekjur, miðað við hve margir leita á náðir hjálpar- og líknarsamtaka. Ástæður eru m.a. geysilega hátt verðlag á matvöru og húsnæði. Vextir af lánum eru mikið hærri en í Evrópu. Fátækt fólk stendur ekki undir neyslubyrðinni. Borgaryfirvöld verða að gæta sérstaklega að því að hækka ekki gjaldskrár umfram verðlag. Með öllum tiltækum ráðum þarf að vinna að auknum jöfnuði meðal fólks. Ójöfnuður leiðir til sundrungar, en í samfélagi þar sem jöfnuður ríkir, er meiri velsæld og heilsa fólks betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa í sig og á, þak yfir höfuðið og geta lifað með reisn í samfélagi manna. Það eru mannréttindi. En nú hefur ekki verið jafn mikil fátækt í okkar samfélagi í áratugi. Það er á ábyrgð sveitarfélaga að tryggja þeim framfærslu sem ekki geta séð fyrir sér og sínum, hafa hvorki launatekjur né bætur almanna- eða atvinnuleysistrygginga. Í dag er miðað við 125.500 fyrir einstakling og 200.000 fyrir hjón sem lágmark. Þetta dugar ekki til. Við í Samfylkingunni viljum tryggja fólki framfærslu eins og hún er skilgreind í dag af ESB og Hagstofunni, kr. 160.800 á mánuði fyrir einstakling. Um er að ræða tekjur eftir skatta auk félagslegra bóta s.s. húsaleigubóta og barnabóta og tengdra greiðslna. Dæmi. Einstaklingur með fjárhagsaðstoð fær 125.500 og 18.000 kr. í húsaleigubætur. Hann vantar 17.300 kr. á mánuði til að komast upp í 160.800 kr. Reykjavíkurborg á að tryggja þessa viðbót. Það er ekki hægt að horfa á sífellt stækkandi biðraðir við hjálparsamtök án þess að aðhafast. Sveitarfélagið ber ábyrgð á því að tryggja fólki framfærslu, en það er annarra að taka á skuldavanda, verðlagsástæðum og lágum tekjum sem valda fátækt. Einstæðar mæður og barnmargar fjölskyldur eru í áhættuhópi. Stéttskipting barna kemur skýrast fram í því að börn tekjulágra og skuldugra foreldra geta ekki leyft sér að stunda tómstundir, íþróttir og listnám, þrátt fyrir 25.000 króna framlag í formi Frístundakorta, sem var mikið framfaraspor. Vegna barna foreldra sem fá fjárhagsaðstoð er greitt sérstaklega kr. 11.600 á mánuði í skólamáltíðir eða tómstundir. Þetta dugir ekki til, tómstundir, íþróttir og listnám verður að vera ódýrara. Þá höfum við lagt til að allir geti greitt inn á Frístundakort ef styrkja þarf börn frekar. Hér á landi getur fólk ekki lifað af tekjum sem skilgreindar eru sem lágtekjur, miðað við hve margir leita á náðir hjálpar- og líknarsamtaka. Ástæður eru m.a. geysilega hátt verðlag á matvöru og húsnæði. Vextir af lánum eru mikið hærri en í Evrópu. Fátækt fólk stendur ekki undir neyslubyrðinni. Borgaryfirvöld verða að gæta sérstaklega að því að hækka ekki gjaldskrár umfram verðlag. Með öllum tiltækum ráðum þarf að vinna að auknum jöfnuði meðal fólks. Ójöfnuður leiðir til sundrungar, en í samfélagi þar sem jöfnuður ríkir, er meiri velsæld og heilsa fólks betri.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun