Skólamáltíðir: Gleði metnaður og hollusta í hverjum munnbita Ágúst Már Garðarsson skrifar 28. maí 2010 10:44 Það er gott að borða og góður og hollur matur bæði nærir sál og líkama auk þess að efla gleðina á vinnustaðnum. Vinnustaðir eins og skólar hafa í auknum mæli farið að bjóða uppá mat sem eldaður er á staðnum og er það vel en alltaf má gera betur. Við eigum það til að festast í hugmyndum og aðferðum sem hafa alltaf verið svona og hinum víðfræga verkahring.Eyða rétt eða spara endalaust? Hugmyndir um kostnað þarf að leiðrétta því stundum hefur sparnaður í för með sé að gæði hrapa meira en nauðsynlegt er. Sem dæmi má nefna unnar kjötvörur, þar sem í raun er verið að selja manni vatn og fitu, og græna papriku sem er bara óþroskuð paprika og þess vegna ódýrari en um leið mun lægri í vítamíninnihaldi og hreint ekki góð á bragðið heldur -svo það er varla mikill sparnaður í að kaupa eitthvað sem er ekki borðað. Slíkum hugmyndum um gæði og hollustu hef ég starfað eftir sjálfur síðustu fjögur árin með góðum árangri og þá sérstaklega eftir október 2008 þegar aðstæður breyttust í samfélaginu og verð á matvælum hækkaði svo um munaði. Kostnaðrarammar skólaeldhúsa eru ekki erfiðir og hvet ég alla stjórnendur skóla til að vera opnir gangvart kokkunum sínum um kostnaðaráætlanir, m.ö.o. að hafa alveg ljóst hvaða upphæð er á bakvið hvern nemanda og hvernig hún skiptist á milli hráefnis, launa og fasts kostnaðar. Þannig næst besti árangurinn og samvinnan skilar bæði meiri gæðum og hagkvæmni.Heimilis- og heilsumatur Ég persónulega tel best að fara milliveg íslensks heimilismatar og heilsumatreiðslu í þessum málum, þannig næst jafnvægi í næringu og kostnað auk þess að auðveldara er að bregðast við sérþörfum og mataróþoli. Ég er ekki að koma fram hér og gagnrýna alla sem að þessu hafa starfað síðustu ár heldur er ég með lausnir sem ég hef reynt sjálfur, þær get ég boðið uppá í starfi fyrir borgina okkar og veitt börnunum okkar betri þjónustu og næringa auk þess að skapa metnaðarfyllra og skemmtilegra starfsumhverfi fyrir bræður mína og systur í starfsstétt matreiðslumanna.Stjórnendur og kennarar Kennarar geta líka komið að þessum framförum í auknum mæli. Víða er svigrúm til að gera matartímann að tíma þar sem hópar og bekkir pússast betur saman og einkenni og fas einstaklinganna koma betur fram en í öðru skólastarfi. Það þarf að byrja snemma og þó að það sé oft talað um að leikskólakennarar hafi selt matartímann sinn þá ættu flestir að vera sammála um að börnin græddu á því fyrirkomulagi sem hlaust af því að geta borðað með kennurunum sínum, ég held að það mætti opna á hugmyndina að fara sömu leið í grunnskólum og það er nú þegar tilfellið í einhverjum skólum.Engin ein rétt leið Fyrst og fremst trúi ég ekki á eina reglu fyrir alla, hvorki í innkaupareglum, matreiðsluaðferðum eða útfærslu á matartímum. Heldur vil ég sjá ákveðna ramma um kostnaðarliði en þess utan hvetjandi kerfi sem býður foreldrum, kennurum og matreiðslumönnum svigrúm til að gera sitt besta innan kostnaðarramma. Hlutföll matargjalda geta líka verið sveigjanleg milli skóla og markmiðið ætti að vera fríar skólamáltíðir til að allir geti setið við sama borð hvað mat varðar -og þá er ég að tala um börnin ekki foreldrana. Einnig vil ég hvetja kokkana til að vera í tengslum við börn og foreldra hvað hugmyndir um matarvenjur varðar. Það mun koma ykkur öllum á óvart hvað hægt er að gera með hollum, góðum og skemmtilegum mat. Tímar nagga, fiskbúðings og kakósúpu eru liðnir -ekki meira lélegt fyrir börnin, við viljum best! Höfundur er matreiðslumaður og situr í 13 sæti hjá Besta flokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er gott að borða og góður og hollur matur bæði nærir sál og líkama auk þess að efla gleðina á vinnustaðnum. Vinnustaðir eins og skólar hafa í auknum mæli farið að bjóða uppá mat sem eldaður er á staðnum og er það vel en alltaf má gera betur. Við eigum það til að festast í hugmyndum og aðferðum sem hafa alltaf verið svona og hinum víðfræga verkahring.Eyða rétt eða spara endalaust? Hugmyndir um kostnað þarf að leiðrétta því stundum hefur sparnaður í för með sé að gæði hrapa meira en nauðsynlegt er. Sem dæmi má nefna unnar kjötvörur, þar sem í raun er verið að selja manni vatn og fitu, og græna papriku sem er bara óþroskuð paprika og þess vegna ódýrari en um leið mun lægri í vítamíninnihaldi og hreint ekki góð á bragðið heldur -svo það er varla mikill sparnaður í að kaupa eitthvað sem er ekki borðað. Slíkum hugmyndum um gæði og hollustu hef ég starfað eftir sjálfur síðustu fjögur árin með góðum árangri og þá sérstaklega eftir október 2008 þegar aðstæður breyttust í samfélaginu og verð á matvælum hækkaði svo um munaði. Kostnaðrarammar skólaeldhúsa eru ekki erfiðir og hvet ég alla stjórnendur skóla til að vera opnir gangvart kokkunum sínum um kostnaðaráætlanir, m.ö.o. að hafa alveg ljóst hvaða upphæð er á bakvið hvern nemanda og hvernig hún skiptist á milli hráefnis, launa og fasts kostnaðar. Þannig næst besti árangurinn og samvinnan skilar bæði meiri gæðum og hagkvæmni.Heimilis- og heilsumatur Ég persónulega tel best að fara milliveg íslensks heimilismatar og heilsumatreiðslu í þessum málum, þannig næst jafnvægi í næringu og kostnað auk þess að auðveldara er að bregðast við sérþörfum og mataróþoli. Ég er ekki að koma fram hér og gagnrýna alla sem að þessu hafa starfað síðustu ár heldur er ég með lausnir sem ég hef reynt sjálfur, þær get ég boðið uppá í starfi fyrir borgina okkar og veitt börnunum okkar betri þjónustu og næringa auk þess að skapa metnaðarfyllra og skemmtilegra starfsumhverfi fyrir bræður mína og systur í starfsstétt matreiðslumanna.Stjórnendur og kennarar Kennarar geta líka komið að þessum framförum í auknum mæli. Víða er svigrúm til að gera matartímann að tíma þar sem hópar og bekkir pússast betur saman og einkenni og fas einstaklinganna koma betur fram en í öðru skólastarfi. Það þarf að byrja snemma og þó að það sé oft talað um að leikskólakennarar hafi selt matartímann sinn þá ættu flestir að vera sammála um að börnin græddu á því fyrirkomulagi sem hlaust af því að geta borðað með kennurunum sínum, ég held að það mætti opna á hugmyndina að fara sömu leið í grunnskólum og það er nú þegar tilfellið í einhverjum skólum.Engin ein rétt leið Fyrst og fremst trúi ég ekki á eina reglu fyrir alla, hvorki í innkaupareglum, matreiðsluaðferðum eða útfærslu á matartímum. Heldur vil ég sjá ákveðna ramma um kostnaðarliði en þess utan hvetjandi kerfi sem býður foreldrum, kennurum og matreiðslumönnum svigrúm til að gera sitt besta innan kostnaðarramma. Hlutföll matargjalda geta líka verið sveigjanleg milli skóla og markmiðið ætti að vera fríar skólamáltíðir til að allir geti setið við sama borð hvað mat varðar -og þá er ég að tala um börnin ekki foreldrana. Einnig vil ég hvetja kokkana til að vera í tengslum við börn og foreldra hvað hugmyndir um matarvenjur varðar. Það mun koma ykkur öllum á óvart hvað hægt er að gera með hollum, góðum og skemmtilegum mat. Tímar nagga, fiskbúðings og kakósúpu eru liðnir -ekki meira lélegt fyrir börnin, við viljum best! Höfundur er matreiðslumaður og situr í 13 sæti hjá Besta flokknum.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun