Jónas Guðmundsson: Nýr samgöngumáti 25. maí 2010 15:05 Samgöngur skipta alla máli. Þetta er málaflokkur sem er stöðugum breytingum undirorpinn og má gera ráð fyrir að lítið lát verði á í bráð. Kemur þar margt til. Eldsneytisverð og kostnaður við kaup og rekstur ökutækja hérlendis er kominn í hæstu hæðir. Fyrir Alþingi liggur að afgreiða frumvarp til nýrra umferðarlaga (með ráðagerð um hækkaðan bílprófsaldur); frumvarp til laga um almenningssamgöngur og loks nýja samgönguáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir nýjum hugmyndum og aðferðum við gjaldtöku fyrir afnot af vegakerfinu. Umhverfis- og skipulagsmál fá sífellt aukið vægi og ekki síst má minna á þá miklu röskun á flugsamgöngum jafnt hér innanlands og í stórum hlutum Evrópu sem hlaust af nýlegum eldgosum. Fram undir þetta hafa samgöngur innanlands einkum miðast við að menn kæmu sér sjálfir á áfangastað og ef um lengri veg er að fara þá í einkabíl. Almenningssamgöngur, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins til annarra en stærstu staða og hvort sem er á landi eða í lofti, eru í flestum tilfellum stopular og dýrar fyrir farþega jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Miðað við þann kostnað sem felst í því að eiga og reka bifreiðar og þá litlu nýtingu sem oft er á þeim miðað við afkastagetu og tilkostnað þar sem ökumenn eru oftast einir á ferð, þótt rúm sé fyrir þrjá til fjóra farþega, ynnist margt ef auka mætti samnýtingu þeirra og fleiri ferðuðust saman. Ætti þessi ferðamáti einkum að nýtast á lengri leiðum utan þéttbýlis og til og frá vinnu þar sem um lengri veg er að fara. Eru stjórnvöld, jafnt ríki og sveitarfélög, hvött til að viðurkenna samnýtingu sem sérstakan samgöngumáta og stuðla með því að breyttu hugarfari. Vissulega þarf að hyggja að nokkrum atriðum ef í þetta verður ráðist en ef vel tekst til ætti vel að vera unnt að virkja þessa ónýttu flutningsgetu þannig að um það munaði, öllum til hagsbóta. Það sem meira er stjórnvöld þyrftu ekki að kosta til neinum fjármunum aðeins að beita sér fyrir nýrri hugsun og sýna örlítið frumkvæði og kjark. Það sem helst verður að telja að skorti á til að þetta geti orðið raunhæfur samgöngumáti auk breytts hugarfars landsmanna, sem flestir miða við að hver eigi og reki sinn bíl, er eins og áður segir opinber viðurkenning og stuðningur stjórnvalda. Það þýðir að um þennan samgöngumáta þurfa að gilda einhverjar reglur um réttindi og skyldur ökumanns og farþega. Þeir sem leggja til ökutæki og annast aksturinn fái einhverjar greiðslur upp í sinn kostnað helst samkvæmt opinberri og samræmdri gjaldskrá og skapaður verði traustur samskiptamáti um t.d. vefi eða símaver en ný tækni býður upp á fjölmarga möguleika í þessum efnum. Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að ökumanni sé heimilt að taka við greiðslu fyrir þátttöku í kostnaði við akstur enda teljist ekki um akstur í atvinnuskyni að ræða. Auk þessa að greiða ökumanni beint með peningum má tæknilega búa svo um hnúta að greiða megi með SMS-skilaboðum og eins mætti útbúa miða sem væru ávísun á bensín. Merkja mætti staði þar sem þeir sem óska fars geta komið sér fyrir og hugsanlega útbúa merki fyrir þau ökutæki sem bjóða far, sem hafa mætti í t.d. framrúðu og taka niður eða setja upp eftir þörfum. Hugsanlega mætti gera áskilnað um að þeir ökumenn sem bjóða far væru sérstaklega skráðir til að tryggja öryggi og sama gæti jafnvel átt við um farþega. Sem hvatningu til að samnýta ökutæki gætu stjórnvöld heimilað ökutækjum með farþega að nota sérreinar fyrir strætó, að hafa aðgang að ókeypis bílastæðum á völdum stöðum eða forgang að bílastæðum næst áfangastað, sleppa við veggjöld ef þau verða lögð á og fleira mætti tína til. Við vissar kringumstæður getur traustur vettvangur fyrir samnýtingu ökutækja skapað aukið öryggi, t.d. við náttúruhamfarir, í ófærð og óveðrum o.s.frv. Hefjast þarf handa sem fyrst við kynningu og hvatningu til að nýta þennan samgöngumáta og má fullyrða að ef vel tekst til megi spara verðmæti, minnka þörf fyrir landrými, bæta umhverfið og aðgengi að samgöngum, auka hreyfanleika í samfélaginu og gera það skemmtilegra og fjölbreyttara. Höfundur er sýslumaður í Bolungarvík og áhugamaður um greiðar samgöngur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samgöngur skipta alla máli. Þetta er málaflokkur sem er stöðugum breytingum undirorpinn og má gera ráð fyrir að lítið lát verði á í bráð. Kemur þar margt til. Eldsneytisverð og kostnaður við kaup og rekstur ökutækja hérlendis er kominn í hæstu hæðir. Fyrir Alþingi liggur að afgreiða frumvarp til nýrra umferðarlaga (með ráðagerð um hækkaðan bílprófsaldur); frumvarp til laga um almenningssamgöngur og loks nýja samgönguáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir nýjum hugmyndum og aðferðum við gjaldtöku fyrir afnot af vegakerfinu. Umhverfis- og skipulagsmál fá sífellt aukið vægi og ekki síst má minna á þá miklu röskun á flugsamgöngum jafnt hér innanlands og í stórum hlutum Evrópu sem hlaust af nýlegum eldgosum. Fram undir þetta hafa samgöngur innanlands einkum miðast við að menn kæmu sér sjálfir á áfangastað og ef um lengri veg er að fara þá í einkabíl. Almenningssamgöngur, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins til annarra en stærstu staða og hvort sem er á landi eða í lofti, eru í flestum tilfellum stopular og dýrar fyrir farþega jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Miðað við þann kostnað sem felst í því að eiga og reka bifreiðar og þá litlu nýtingu sem oft er á þeim miðað við afkastagetu og tilkostnað þar sem ökumenn eru oftast einir á ferð, þótt rúm sé fyrir þrjá til fjóra farþega, ynnist margt ef auka mætti samnýtingu þeirra og fleiri ferðuðust saman. Ætti þessi ferðamáti einkum að nýtast á lengri leiðum utan þéttbýlis og til og frá vinnu þar sem um lengri veg er að fara. Eru stjórnvöld, jafnt ríki og sveitarfélög, hvött til að viðurkenna samnýtingu sem sérstakan samgöngumáta og stuðla með því að breyttu hugarfari. Vissulega þarf að hyggja að nokkrum atriðum ef í þetta verður ráðist en ef vel tekst til ætti vel að vera unnt að virkja þessa ónýttu flutningsgetu þannig að um það munaði, öllum til hagsbóta. Það sem meira er stjórnvöld þyrftu ekki að kosta til neinum fjármunum aðeins að beita sér fyrir nýrri hugsun og sýna örlítið frumkvæði og kjark. Það sem helst verður að telja að skorti á til að þetta geti orðið raunhæfur samgöngumáti auk breytts hugarfars landsmanna, sem flestir miða við að hver eigi og reki sinn bíl, er eins og áður segir opinber viðurkenning og stuðningur stjórnvalda. Það þýðir að um þennan samgöngumáta þurfa að gilda einhverjar reglur um réttindi og skyldur ökumanns og farþega. Þeir sem leggja til ökutæki og annast aksturinn fái einhverjar greiðslur upp í sinn kostnað helst samkvæmt opinberri og samræmdri gjaldskrá og skapaður verði traustur samskiptamáti um t.d. vefi eða símaver en ný tækni býður upp á fjölmarga möguleika í þessum efnum. Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að ökumanni sé heimilt að taka við greiðslu fyrir þátttöku í kostnaði við akstur enda teljist ekki um akstur í atvinnuskyni að ræða. Auk þessa að greiða ökumanni beint með peningum má tæknilega búa svo um hnúta að greiða megi með SMS-skilaboðum og eins mætti útbúa miða sem væru ávísun á bensín. Merkja mætti staði þar sem þeir sem óska fars geta komið sér fyrir og hugsanlega útbúa merki fyrir þau ökutæki sem bjóða far, sem hafa mætti í t.d. framrúðu og taka niður eða setja upp eftir þörfum. Hugsanlega mætti gera áskilnað um að þeir ökumenn sem bjóða far væru sérstaklega skráðir til að tryggja öryggi og sama gæti jafnvel átt við um farþega. Sem hvatningu til að samnýta ökutæki gætu stjórnvöld heimilað ökutækjum með farþega að nota sérreinar fyrir strætó, að hafa aðgang að ókeypis bílastæðum á völdum stöðum eða forgang að bílastæðum næst áfangastað, sleppa við veggjöld ef þau verða lögð á og fleira mætti tína til. Við vissar kringumstæður getur traustur vettvangur fyrir samnýtingu ökutækja skapað aukið öryggi, t.d. við náttúruhamfarir, í ófærð og óveðrum o.s.frv. Hefjast þarf handa sem fyrst við kynningu og hvatningu til að nýta þennan samgöngumáta og má fullyrða að ef vel tekst til megi spara verðmæti, minnka þörf fyrir landrými, bæta umhverfið og aðgengi að samgöngum, auka hreyfanleika í samfélaginu og gera það skemmtilegra og fjölbreyttara. Höfundur er sýslumaður í Bolungarvík og áhugamaður um greiðar samgöngur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun