Líf Magneudóttir: Vinstri græn framtíð 26. maí 2010 14:45 Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum. Af því leiðir hins vegar ekki að það skipti engu máli hver er kosinn. Svo er margt sinnið sem skinnið segir máltækið og víst er það svo að mannfólkið er ólíkt að upplagi. Fólk skipar sér í stjórnmálaflokka eftir lífsskoðunum og áherslum. Við sem erum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði sameinumst um félagslegar áherslur, kvenfrelsi og umhverfisvernd. Vinstri græn hafa ekki og munu ekki setja hagsmuni stórtækra verktaka eða hagsmuni hálaunafólks af því að greiða lága skatta, í forgang. Við Vinstri græn forgangsröðum ávallt í þágu barna, í þágu fatlaðra, í þágu efnaminna fólks og atvinnulausra og annarra sem eiga undir högg að sækja. Vinstri græn hafa réttlæti að leiðarljósi í forgangsröðun verkefna og hafna þröngum sérhagsmunum og yfirdrifinni frjálshyggju. Frá upphafi setti hreyfingin sér reglur um fjárframlög fyrir forvöl og aðra starfsemi. Þannig hafa vinstri græn alltaf getað verið óháð þrýstingi fjármagnseigenda. Það er enda sannfæring flokksins að með auknum jöfnuði, kvenfrelsi og umhverfisvernd skapist hér réttlátt þjóðfélag þar sem við fáum öll jafnt tækifæri að lifa, þroskast og deyja. Vonandi verður vorið Vinstri grænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum. Af því leiðir hins vegar ekki að það skipti engu máli hver er kosinn. Svo er margt sinnið sem skinnið segir máltækið og víst er það svo að mannfólkið er ólíkt að upplagi. Fólk skipar sér í stjórnmálaflokka eftir lífsskoðunum og áherslum. Við sem erum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði sameinumst um félagslegar áherslur, kvenfrelsi og umhverfisvernd. Vinstri græn hafa ekki og munu ekki setja hagsmuni stórtækra verktaka eða hagsmuni hálaunafólks af því að greiða lága skatta, í forgang. Við Vinstri græn forgangsröðum ávallt í þágu barna, í þágu fatlaðra, í þágu efnaminna fólks og atvinnulausra og annarra sem eiga undir högg að sækja. Vinstri græn hafa réttlæti að leiðarljósi í forgangsröðun verkefna og hafna þröngum sérhagsmunum og yfirdrifinni frjálshyggju. Frá upphafi setti hreyfingin sér reglur um fjárframlög fyrir forvöl og aðra starfsemi. Þannig hafa vinstri græn alltaf getað verið óháð þrýstingi fjármagnseigenda. Það er enda sannfæring flokksins að með auknum jöfnuði, kvenfrelsi og umhverfisvernd skapist hér réttlátt þjóðfélag þar sem við fáum öll jafnt tækifæri að lifa, þroskast og deyja. Vonandi verður vorið Vinstri grænt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar