Grínframboð – fylgir því einhver alvara? Kjartan Þórsson og Jónína Sif Eyþórsdóttir skrifa skrifar 28. maí 2010 15:56 Kaffibolla umræður undanfarið hafa oft snúist um það sem sumir kalla grínframboð Besta flokksins, sem hefur komið borgarbúum og landsmönnum öllum á óvart með velgengni sinni í skoðanakönnunum. En nú eru farnar að renna tvær grímur á marga, þar sem að kosningar nálgast óðfluga. Spyrja sumir sig að því hvort hugmyndafræði Jóns Gnarr og Besta flokksins sé þess megnug að takast á við það stóra verkefni að reka borg. Breytingar geta haft ýmislegt gott í för með sér, jafnvel svo róttækar breytingar eins og að fela nýjum öflum stjórnun borgarinnar þó svo að þau fari fram með léttúð og galsa. Slíkt hefur sannað sig áður og má þar nefna Antanas Mockus, borgarstjóra Bógóta höfuðborgar Suður Ameríkuríkisins Kólumbíu á árunum 1995 - 1997 og 2001 - 2003. En hann hafði ýmsar nýstárlegar og skemmtilegar hugmyndir um það hvernig best væri að stjórna þessari stórhættulegu borg og eitt sinn þeirri allra hættulegustu í heimi. Stjórnmál í Bógóta sem og í Kólumbíu allri hafa löngum einkennst af mikilli skiptingu milli hægri og vinstri flokka sem hafa haft sterkar tengingar við hinar ýmsu skæruliðahreyfingar. Antanas sem er menntaður stærðfræðingur og heimspekingur lagði áherslu á að mæta borgurum á jafnréttisgrundvelli og minnti þá á að mannréttindi og þarfir hvers og eins skipti máli. Með þessa þætti að sjónarmiði hvatti hann borgarbúa til að taka virkan þátt í að breyta borginni og náði þannig miklum árangri, þrátt fyrir að vera oft talinn furðufugl og glaumgosi. Ef stiklað er á stóru yfir feril hans má sjá ýmislegt skrautlegt sem vert er að nefna, eins og þegar Antanas var rektor við Ríkisháskóla Kólumbíu (Universidad Nacional de Colombia) og átti eitt sinn bágt með að fanga athygli þeirra og greip þá til þess ráðs að múna á þá. Önnur dæmi sem vert er að nefna frá politískum ferli hans er til dæmis að þegar hann var í kosningabaráttu fyrir borgarstjóra embættið klæddist hann oft á tíðum „ofurborgarabúningi" ekki ósvipuðun súperman búningnum. Hann vakti athygli á mörgu sem betur mátti fara eins og þegar hann kom fram í auglýsingaherferð þar sem hann sést baða sig í sturtu og ítrekar mikilvægi þess að draga úr vatnsnotkun, sem að herferð lokinni skilaði sér í 40% minni vatnsnotkun í borginni. Einnig biðlaði hann til efnaðra borgara að borga 10% hærri skatta og voru um 63.000 borgarar Bógóta sem tóku það til sín og jukust því tekjur borgarinnar umtalsvert, hann réði til sín á fimmta hundrað látbragðsleikara sem höfðu það hlutverk að gera grín að ökuníðingum sem leiddi til töluverðar fækkunar á umferðarslysum og umferðarlagabrotum. Hann hvatti borgara til að láta sig vita af góðum og heiðarlegum leigubílstjórum og stofnaði með þeim félag sem kallað er "Knights of the Zebra" eða sebrahesta riddarana þar sem þeir unnu að betrumbótum í leigubílamenningu borgarinnar. Hann kom á fót „konukvöldum" þar sem konur voru hvattar til að fara út af heimilunum og nýta sér allskonar tilboð og uppákomur á meðan karlarnir væru heima að hugsa um börn og bú, kvenna armur lögregluliðs Bógóta sá svo um öryggisgæslu þessi kvöld. Hann innleiddi lög um styttri opnunartíma skemmtistaða og aukna reglugerð við sölu áfengis til að sporna við tíðu ofbeldi sem því fylgir, þessa breytingu auglýsti hann með því að koma fram í gulrótabúning og skilaði það sér að lokum í fækkun ofbeldisglæpa. Í kjölfar forsetakosninga 2002 gerðu vistri sinnuðu skæruliðar FARC árás á Bógóta og í kjölfarið af því var Antanas hótað lífláti af FARC. Þar mátti sjá hinn sanna anda Antanas þar sem að hann svaraði árásum og hótunum skæruliða ekki með ofbeldi eða gagnárásum heldur klæddist jakka með hjartalaga gati yfir vinstra brjósti til að sína fram á hve fáránlegt það væri að ráðast gegn manni sem neitar að verja sig. Tilgangur hans var ekki einungis að vera pólitískur leiðtogi heldur samverkamaður fólksins. Hann tók eiginhagsmuni ekki framfyrir hagsmuni borgarbúa. Antanas náð þannig með nýrri hugmyndarfræði að breyta ásýnd borgarinnar og gera hana mun vistlegri en áður. Hann sýndi fram á það að þó svo að hugmyndir hans væru öðruvísi en forvera hans og þótt hann nýtti sér húmor og gleði til að ná til borgaranna voru hugmyndir hans og gjörðir ekki af verri endanum og má segja að hann hafi náð ótrúlega vel til borgaranna sem voru orðnir þreyttir á spillingu og ofbeldi sem einkennt hafði borgina árum saman. Vissulega er margt ólíkt með Reykjavík og Bógóta, en borgirnar eiga það þó sameiginlegt að hafa gengið í gegnum pólitísk tímabil þar sem borgarbúar eru orðnir lang þreyttir á úreltu stjórnarfari og eru því opnir fyrir nýjum hugmyndum. Áhættan sem bógótabúar tóku virðist hafa verið gífurleg en borgaði sig heldur betur, borgin þykir í dag með þeim öruggari og best skipulögðu í Suður Ameríku, sem er heldur betur framför frá því sem áður var. Greinilegt er að grín getur gert gagn og varla gerir smá gleði og tilbreyting illt. Höfundar eru stúdentar við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kaffibolla umræður undanfarið hafa oft snúist um það sem sumir kalla grínframboð Besta flokksins, sem hefur komið borgarbúum og landsmönnum öllum á óvart með velgengni sinni í skoðanakönnunum. En nú eru farnar að renna tvær grímur á marga, þar sem að kosningar nálgast óðfluga. Spyrja sumir sig að því hvort hugmyndafræði Jóns Gnarr og Besta flokksins sé þess megnug að takast á við það stóra verkefni að reka borg. Breytingar geta haft ýmislegt gott í för með sér, jafnvel svo róttækar breytingar eins og að fela nýjum öflum stjórnun borgarinnar þó svo að þau fari fram með léttúð og galsa. Slíkt hefur sannað sig áður og má þar nefna Antanas Mockus, borgarstjóra Bógóta höfuðborgar Suður Ameríkuríkisins Kólumbíu á árunum 1995 - 1997 og 2001 - 2003. En hann hafði ýmsar nýstárlegar og skemmtilegar hugmyndir um það hvernig best væri að stjórna þessari stórhættulegu borg og eitt sinn þeirri allra hættulegustu í heimi. Stjórnmál í Bógóta sem og í Kólumbíu allri hafa löngum einkennst af mikilli skiptingu milli hægri og vinstri flokka sem hafa haft sterkar tengingar við hinar ýmsu skæruliðahreyfingar. Antanas sem er menntaður stærðfræðingur og heimspekingur lagði áherslu á að mæta borgurum á jafnréttisgrundvelli og minnti þá á að mannréttindi og þarfir hvers og eins skipti máli. Með þessa þætti að sjónarmiði hvatti hann borgarbúa til að taka virkan þátt í að breyta borginni og náði þannig miklum árangri, þrátt fyrir að vera oft talinn furðufugl og glaumgosi. Ef stiklað er á stóru yfir feril hans má sjá ýmislegt skrautlegt sem vert er að nefna, eins og þegar Antanas var rektor við Ríkisháskóla Kólumbíu (Universidad Nacional de Colombia) og átti eitt sinn bágt með að fanga athygli þeirra og greip þá til þess ráðs að múna á þá. Önnur dæmi sem vert er að nefna frá politískum ferli hans er til dæmis að þegar hann var í kosningabaráttu fyrir borgarstjóra embættið klæddist hann oft á tíðum „ofurborgarabúningi" ekki ósvipuðun súperman búningnum. Hann vakti athygli á mörgu sem betur mátti fara eins og þegar hann kom fram í auglýsingaherferð þar sem hann sést baða sig í sturtu og ítrekar mikilvægi þess að draga úr vatnsnotkun, sem að herferð lokinni skilaði sér í 40% minni vatnsnotkun í borginni. Einnig biðlaði hann til efnaðra borgara að borga 10% hærri skatta og voru um 63.000 borgarar Bógóta sem tóku það til sín og jukust því tekjur borgarinnar umtalsvert, hann réði til sín á fimmta hundrað látbragðsleikara sem höfðu það hlutverk að gera grín að ökuníðingum sem leiddi til töluverðar fækkunar á umferðarslysum og umferðarlagabrotum. Hann hvatti borgara til að láta sig vita af góðum og heiðarlegum leigubílstjórum og stofnaði með þeim félag sem kallað er "Knights of the Zebra" eða sebrahesta riddarana þar sem þeir unnu að betrumbótum í leigubílamenningu borgarinnar. Hann kom á fót „konukvöldum" þar sem konur voru hvattar til að fara út af heimilunum og nýta sér allskonar tilboð og uppákomur á meðan karlarnir væru heima að hugsa um börn og bú, kvenna armur lögregluliðs Bógóta sá svo um öryggisgæslu þessi kvöld. Hann innleiddi lög um styttri opnunartíma skemmtistaða og aukna reglugerð við sölu áfengis til að sporna við tíðu ofbeldi sem því fylgir, þessa breytingu auglýsti hann með því að koma fram í gulrótabúning og skilaði það sér að lokum í fækkun ofbeldisglæpa. Í kjölfar forsetakosninga 2002 gerðu vistri sinnuðu skæruliðar FARC árás á Bógóta og í kjölfarið af því var Antanas hótað lífláti af FARC. Þar mátti sjá hinn sanna anda Antanas þar sem að hann svaraði árásum og hótunum skæruliða ekki með ofbeldi eða gagnárásum heldur klæddist jakka með hjartalaga gati yfir vinstra brjósti til að sína fram á hve fáránlegt það væri að ráðast gegn manni sem neitar að verja sig. Tilgangur hans var ekki einungis að vera pólitískur leiðtogi heldur samverkamaður fólksins. Hann tók eiginhagsmuni ekki framfyrir hagsmuni borgarbúa. Antanas náð þannig með nýrri hugmyndarfræði að breyta ásýnd borgarinnar og gera hana mun vistlegri en áður. Hann sýndi fram á það að þó svo að hugmyndir hans væru öðruvísi en forvera hans og þótt hann nýtti sér húmor og gleði til að ná til borgaranna voru hugmyndir hans og gjörðir ekki af verri endanum og má segja að hann hafi náð ótrúlega vel til borgaranna sem voru orðnir þreyttir á spillingu og ofbeldi sem einkennt hafði borgina árum saman. Vissulega er margt ólíkt með Reykjavík og Bógóta, en borgirnar eiga það þó sameiginlegt að hafa gengið í gegnum pólitísk tímabil þar sem borgarbúar eru orðnir lang þreyttir á úreltu stjórnarfari og eru því opnir fyrir nýjum hugmyndum. Áhættan sem bógótabúar tóku virðist hafa verið gífurleg en borgaði sig heldur betur, borgin þykir í dag með þeim öruggari og best skipulögðu í Suður Ameríku, sem er heldur betur framför frá því sem áður var. Greinilegt er að grín getur gert gagn og varla gerir smá gleði og tilbreyting illt. Höfundar eru stúdentar við Háskóla Íslands.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun