Oddný Eir Ævarsdóttir: Örvænting í Undralandi? Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar 20. maí 2010 16:00 Forstjóri og aðaleigandi erlenda orkufyrirtækisins sem var að kaupa sér einkaaðgang að íslensku auðlindinni gat vart leynt ánægju sinni yfir happafengnum í Kastljós-viðtali, en bar sig þó illa eins og sannur stórbokki og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því kaupin hefðu ekki gengið eins snurðulaust fyrir sig og hann hafði búist við vegna „umræðu og hugmyndafræði". Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum, bæði með þessa ótímabæru sölu og þetta söluferli og vildi óska þess að fleiri snurður hefðu hlaupið á þráðinn; Meiri umræða, endurnýjaðri hugmyndafræði og að fleiri andófsraddir hefðu komið fram en hin brýna rödd Ögmundar. Þrátt fyrir kreppu má um allt land sjá sprota og vísbendingar um nýsköpun og ábyrga afstöðu til náttúru, samfélags og sögu. Það er horft til landsins í þeirri trú að hér séu ekki einungis óvenju tærar orkulindir heldur líka nógur auður í heilabúum til að hægt sé að spinna upp nýstárlega og ævintýralega ábyrga orkustefnu. Hrein orka mun ekki falla í verði en auðlindir okkar geta auðveldlega spillst. Gull má bræða og braska með, það heldur áfram að skína þótt skítugar hendur snerti það. Öðru máli gegnir um náttúruauðlindirnar. Hví skyldum við, í ljósi allra efnahagsglæpasagnanna, treyst auðmönnum og stórfyrirtækjum aftur fyrir vonum okkar og vatnsbólum? Þessi forstjóri sagði í sama Kastljósviðtali að hann botnaði ekki í þessari tortryggni í sinn garð, því hann væri sá sem hann segðist vera! Hvað sögðu ekki ráðgjafarnir sem hafa langa reynslu af umhverfis- og stjórnmálaslysum í heiminum? Paul Hawken, John Perkins, Eva Joly, fleiri og fleiri vöruðu okkur við því að efnahagsböðlar myndu reyna að nýta sér bágt ástand okkar á meðan við værum enn í sárum. Þau minntu um leið ítrekað á hagkvæma sérstöðu okkar á svo mörgum sviðum. Paul Hawken sagði á fyrirlestri í Þjóðmenningarhúsinu rétt eftir hrun, þegar Björk bað hann um ráð okkur til handa, að Íslendingar væru þrátt fyrir allt ekki svo illa staddir, þeir hefðu allt sem til þyrfti til að takast á við 21. öldina: Orkuauðlindir, mannauð og tækniþekkingu og að líklega værum við ein best setta þjóð í heimi, orkulega séð og þar með efnahagslega séð, því nú væri að hefjast enn harðari barátta en áður um orkuna í heiminum. Af hverju skylduð þið þá grípa til örvæntingarfullra aðgerða eins og að selja orkuna til erlendra stórfyrirtækja og stóriðju? spurði Hawken undrandi. Og hann vísaði til orða rauðu drottningarinnar sem svaraði Lísu í Undralandi þegar hún bað um ráð í örvæntingu sinni: Því hraðar sem þú hleypur og því hraðar sem þú kemst yfir því hraðar kemstu að engu. Erum við í svo mikilli örvæntingu að við ráðum ekki för? Það hlýtur að vera hægt að rifta þessum óhagstæðu hagsmunasamningum. Verðum við ekki að staldra við núna, gefa okkur tíma til að endurskoða lög og sölusamninga? Og völdum þá kaupendunum enn meiri vonbrigðum með opinni umræðu án örvæntingar, í þessu undralandi orku, ólgandi náttúru og nýsköpunartækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Forstjóri og aðaleigandi erlenda orkufyrirtækisins sem var að kaupa sér einkaaðgang að íslensku auðlindinni gat vart leynt ánægju sinni yfir happafengnum í Kastljós-viðtali, en bar sig þó illa eins og sannur stórbokki og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því kaupin hefðu ekki gengið eins snurðulaust fyrir sig og hann hafði búist við vegna „umræðu og hugmyndafræði". Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum, bæði með þessa ótímabæru sölu og þetta söluferli og vildi óska þess að fleiri snurður hefðu hlaupið á þráðinn; Meiri umræða, endurnýjaðri hugmyndafræði og að fleiri andófsraddir hefðu komið fram en hin brýna rödd Ögmundar. Þrátt fyrir kreppu má um allt land sjá sprota og vísbendingar um nýsköpun og ábyrga afstöðu til náttúru, samfélags og sögu. Það er horft til landsins í þeirri trú að hér séu ekki einungis óvenju tærar orkulindir heldur líka nógur auður í heilabúum til að hægt sé að spinna upp nýstárlega og ævintýralega ábyrga orkustefnu. Hrein orka mun ekki falla í verði en auðlindir okkar geta auðveldlega spillst. Gull má bræða og braska með, það heldur áfram að skína þótt skítugar hendur snerti það. Öðru máli gegnir um náttúruauðlindirnar. Hví skyldum við, í ljósi allra efnahagsglæpasagnanna, treyst auðmönnum og stórfyrirtækjum aftur fyrir vonum okkar og vatnsbólum? Þessi forstjóri sagði í sama Kastljósviðtali að hann botnaði ekki í þessari tortryggni í sinn garð, því hann væri sá sem hann segðist vera! Hvað sögðu ekki ráðgjafarnir sem hafa langa reynslu af umhverfis- og stjórnmálaslysum í heiminum? Paul Hawken, John Perkins, Eva Joly, fleiri og fleiri vöruðu okkur við því að efnahagsböðlar myndu reyna að nýta sér bágt ástand okkar á meðan við værum enn í sárum. Þau minntu um leið ítrekað á hagkvæma sérstöðu okkar á svo mörgum sviðum. Paul Hawken sagði á fyrirlestri í Þjóðmenningarhúsinu rétt eftir hrun, þegar Björk bað hann um ráð okkur til handa, að Íslendingar væru þrátt fyrir allt ekki svo illa staddir, þeir hefðu allt sem til þyrfti til að takast á við 21. öldina: Orkuauðlindir, mannauð og tækniþekkingu og að líklega værum við ein best setta þjóð í heimi, orkulega séð og þar með efnahagslega séð, því nú væri að hefjast enn harðari barátta en áður um orkuna í heiminum. Af hverju skylduð þið þá grípa til örvæntingarfullra aðgerða eins og að selja orkuna til erlendra stórfyrirtækja og stóriðju? spurði Hawken undrandi. Og hann vísaði til orða rauðu drottningarinnar sem svaraði Lísu í Undralandi þegar hún bað um ráð í örvæntingu sinni: Því hraðar sem þú hleypur og því hraðar sem þú kemst yfir því hraðar kemstu að engu. Erum við í svo mikilli örvæntingu að við ráðum ekki för? Það hlýtur að vera hægt að rifta þessum óhagstæðu hagsmunasamningum. Verðum við ekki að staldra við núna, gefa okkur tíma til að endurskoða lög og sölusamninga? Og völdum þá kaupendunum enn meiri vonbrigðum með opinni umræðu án örvæntingar, í þessu undralandi orku, ólgandi náttúru og nýsköpunartækifæra.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun