Elías Pétursson: Af kaupfélagsmálum Framsóknar Elías Pétursson skrifar 27. maí 2010 08:59 Fyrir áratugum síðan fékk Kaupfélag Kjalarnesþings lóð við Vesturlandsveginn gamla. Byggðu þeir Samvinnumenn þar verslunarhús o.fl. af hugsjón þeirra manna sem vilja vinna samfélagi sínu gagn. Ekki vegna þess að þá hafi langað að efnast á kostnað samborgaranna heldur vegna þess að þessum framsýnu mönnum rann til rifja sú aðstaða sem pöplinum var sköpuð til aðfanga nauðsynjavöru. En ágætu Mosfellingar, nú er sú Snorrabúð stekkur, því ef marka má það sem ég hef lesið og kynnt mér þá virðist Kaupfélagið vera undir „eignarhaldi" örfárra manna - manna sem virðast hafa yfirgefið hina góðu hugsjón samvinnu og samfélags. Manna sem virðast líta á Kaupfélag Kjalarnesþings sem sinn prívat sparibauk. Eftir skoðun þykir mér einsýnt að þessir frekar aumu fulltrúar samvinnuhugsjónarinnar njóti nú aðstoðar bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins við að seilast í vasa skattborgara í Mosfellsbæ. Ég mun ekki standa hjá og láta það óátalið að bæjarfulltrúi nýti sér stöðu sína til aðdráttar fyrir sig eða klíkufélaga sína. Rétt fyrir kosningar 1998 skrifaði þáverandi bæjarstjóri undir nýja lóðarleigusamninga til 50 ára við Kaupfélagið, þetta gerði hann án þess að deiliskipulag svæðisins lægi fyrir. Athygli vekur að bæjarstjórinn skrifar undir en ekki byggingafulltrúinn eins og venja er. Fyrir u.þ.b. 4 árum þegar miðbæjarskipulag var í vinnslu var ákveðið að nýta rétt sem svohljóðandi 12. grein lóðarsamnings gefur, „Hvenær sem bæjarstjórn telur þörf á að taka lóðirnar í sínar hendur að nokkru eða öllu leyti er leigutaka skylt að láta leigurétt sinn af hendi …" Samkvæmt greininni var seinnihluta árs 2007 óskað eftir því við kaupfélagið að Mosfellsbær fengi lóðirnar aftur gegn endurgjaldi. Þar er saga sem ég hvet bæjarbúa til þess að kynna sér. Í ágúst 2008 byrja kaupfélagsmenn að tala um að Mosfellsbær „kaupi allan pakkann af þeim". Stuttu seinna kom í ljós að samvinnumennirnir höfðu þinglýst 200 milljóna skuldabréfi á lóðirnar, skuldabréfi sem þessir hugsjónamenn hafa fram til þessa dags ekki viljað segja nokkrum manni hver á. Ekki þarf mikinn leikjasérfræðing til þess að láta sér detta í hug að þarna hafi menn verið að styrkja stöðu sína í samningaviðræðum við bæinn, samningaviðræðum sem þessir forsvarsmenn lokaða kaupfélagsins ætla að græða vel á. Þessum samskiptum kaupfélagsmanna og bæjarins lauk í raun þann 1. júlí 2009, þá mættu þeir á fund fulltrúa bæjarins og kröfðust 500 milljóna fyrir lóðaréttindin. Kemur þá að hlut sérlegs fulltrúa gagnsæis, hófsemi og heiðarleika, Marteins Magnússonar bæjarfulltrúa. Við lestur fundargerða og eftir samtöl við fólk tel ég ljóst að hann hafi lagt sig í alla þá króka og alla þá kima sem finnanlegir eru til þess að efla stöðu „samvinnumannanna" gegn hagsmunum bæjarbúa. Þar hefur hann í krafti setu í nefndum bæjarins gengið grímulaust erinda félaga sinna framsóknarmannanna í Kaupfélaginu, hvet ég bæjarbúa til þess að lesa fundargerðir og önnur gögn sem hægt er að nálgast. Er ég þess fullviss að niðurstaða ykkar verður ekki ólík minni, það er að Marteinn Magnússon er í skjóli setu sinnar í bæjarstjórn að hjálpa gróðapungum sem telja sig eiga Kaupfélagið, gróðapungum sem greinilega láta sig samfélagið engu skipta en ætla bara að græða. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrir áratugum síðan fékk Kaupfélag Kjalarnesþings lóð við Vesturlandsveginn gamla. Byggðu þeir Samvinnumenn þar verslunarhús o.fl. af hugsjón þeirra manna sem vilja vinna samfélagi sínu gagn. Ekki vegna þess að þá hafi langað að efnast á kostnað samborgaranna heldur vegna þess að þessum framsýnu mönnum rann til rifja sú aðstaða sem pöplinum var sköpuð til aðfanga nauðsynjavöru. En ágætu Mosfellingar, nú er sú Snorrabúð stekkur, því ef marka má það sem ég hef lesið og kynnt mér þá virðist Kaupfélagið vera undir „eignarhaldi" örfárra manna - manna sem virðast hafa yfirgefið hina góðu hugsjón samvinnu og samfélags. Manna sem virðast líta á Kaupfélag Kjalarnesþings sem sinn prívat sparibauk. Eftir skoðun þykir mér einsýnt að þessir frekar aumu fulltrúar samvinnuhugsjónarinnar njóti nú aðstoðar bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins við að seilast í vasa skattborgara í Mosfellsbæ. Ég mun ekki standa hjá og láta það óátalið að bæjarfulltrúi nýti sér stöðu sína til aðdráttar fyrir sig eða klíkufélaga sína. Rétt fyrir kosningar 1998 skrifaði þáverandi bæjarstjóri undir nýja lóðarleigusamninga til 50 ára við Kaupfélagið, þetta gerði hann án þess að deiliskipulag svæðisins lægi fyrir. Athygli vekur að bæjarstjórinn skrifar undir en ekki byggingafulltrúinn eins og venja er. Fyrir u.þ.b. 4 árum þegar miðbæjarskipulag var í vinnslu var ákveðið að nýta rétt sem svohljóðandi 12. grein lóðarsamnings gefur, „Hvenær sem bæjarstjórn telur þörf á að taka lóðirnar í sínar hendur að nokkru eða öllu leyti er leigutaka skylt að láta leigurétt sinn af hendi …" Samkvæmt greininni var seinnihluta árs 2007 óskað eftir því við kaupfélagið að Mosfellsbær fengi lóðirnar aftur gegn endurgjaldi. Þar er saga sem ég hvet bæjarbúa til þess að kynna sér. Í ágúst 2008 byrja kaupfélagsmenn að tala um að Mosfellsbær „kaupi allan pakkann af þeim". Stuttu seinna kom í ljós að samvinnumennirnir höfðu þinglýst 200 milljóna skuldabréfi á lóðirnar, skuldabréfi sem þessir hugsjónamenn hafa fram til þessa dags ekki viljað segja nokkrum manni hver á. Ekki þarf mikinn leikjasérfræðing til þess að láta sér detta í hug að þarna hafi menn verið að styrkja stöðu sína í samningaviðræðum við bæinn, samningaviðræðum sem þessir forsvarsmenn lokaða kaupfélagsins ætla að græða vel á. Þessum samskiptum kaupfélagsmanna og bæjarins lauk í raun þann 1. júlí 2009, þá mættu þeir á fund fulltrúa bæjarins og kröfðust 500 milljóna fyrir lóðaréttindin. Kemur þá að hlut sérlegs fulltrúa gagnsæis, hófsemi og heiðarleika, Marteins Magnússonar bæjarfulltrúa. Við lestur fundargerða og eftir samtöl við fólk tel ég ljóst að hann hafi lagt sig í alla þá króka og alla þá kima sem finnanlegir eru til þess að efla stöðu „samvinnumannanna" gegn hagsmunum bæjarbúa. Þar hefur hann í krafti setu í nefndum bæjarins gengið grímulaust erinda félaga sinna framsóknarmannanna í Kaupfélaginu, hvet ég bæjarbúa til þess að lesa fundargerðir og önnur gögn sem hægt er að nálgast. Er ég þess fullviss að niðurstaða ykkar verður ekki ólík minni, það er að Marteinn Magnússon er í skjóli setu sinnar í bæjarstjórn að hjálpa gróðapungum sem telja sig eiga Kaupfélagið, gróðapungum sem greinilega láta sig samfélagið engu skipta en ætla bara að græða. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun