Fleiri fréttir

Árni Þór Sigurðsson: Styrkja þarf stjórnsýsluna

Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á margvíslega veikleika stjórnsýslunnar hér á landi. Stofnanir eru margar og veikburða og hið sama má segja um ráðuneytin. Að tilstuðlan ríkisstjórnarinnar var sérstakri nefnd falið að rýna í rannsóknarskýrsluna og móta tillögur um bætta stjórnsýslu í kjölfar hrunsins. Í skýrslu nefndarinnar er m.a. á það bent að framkvæmdavaldið búi við ófullnægjandi aðhald úr stjórnsýslunni, frá Alþingi, fjölmiðlum og mennta- og vísindastofnunum. Þá er undirstrikað mikilvægi þess að efla hinn pólitíska þátt innan ráðuneytanna.

Ármann Kr. Ólafsson: Sammála og ósammála

Þriðjudaginn 17. maí birtust tvær greinar á skoðanaopnu Fréttablaðsins. Inntaki annarrar greinarinnar er ég sammála en hinni greininni er ég ósammála. Steinunn Stefánsdóttir skrifaði grein undir yfirskriftinni "Vekjum kosningabaráttuna" sem ég er sammála að þurfi að gera.

Guðmundur Magnússon: Er ekkert að marka ráðherra?

Þegar ráðist var á öryrkja og aldraða um mitt ár í fyrra fullyrti félags- og tryggingamálaráðherra að „…það væri betra að fá skellinn strax heldur en smátt og smátt". Það er ekki liðið árið þegar sami ráðherra kemur í fjölmiðla og lýsir því yfir að nú standi til að draga enn frekar úr velferðarkerfinu: "…að spara þar um 6% og fækka störfum" sem að sjálfsöðu þýðir minni þjónusta við einmitt þá er verst eru settir, þá sem erfiðast eiga með breytingar, sem eru viðkvæmastir í þjónustu o.s.frv.!

Kynjuð úttekt

Friðrik Indriðason skrifar

Ég hélt að ég væri búinn að heyra allt hugsanlegt og óhugsanlegt bull sem ráðamenn einnar þjóðar geta á annað borð látið út úr sér. Þá er ég að miða við tímabilið frá því nokkrum mánuðum fyrir hrunið 2008 og fram til dagsins í dag.

Erna Ástþórsdóttir: XÆ fyrir Besta flokkinn

Erna Ástþórsdóttir skrifar

Af hverju að kjósa Besta flokkinn, spyrja sumir sjálfa sig, er þetta ekki bara eitthvað grín? Ja grínið verður að minnsta kosti mun vandaðra en það „grín" sem er búið að vera ríkjandi.

Sigurjón Kjartansson: Fyndin alvara

Sigurjón Kjartansson skrifar

Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn.

Jón Ólafsson: Háskóli Íslands í vanda

Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.

Brynjar Níelsson: Að vera sakborningur

Fram hefur komið í fjölmiðlum að nokkrir starfsmenn Arion banka hafi stöðu sakbornings við rannsókn sérstaks saksóknara á málum sem tengjast Kaupþingi. Ekki var að sökum að spyrja að hávær krafa varð uppi um að viðkomandi starfsmönnum yrði sagt upp eða þeir leystir frá störfum meðan rannsókn færi fram. Gjarnan er vísað til siðferðissjónarmiða til rökstuðnings þeirri kröfugerð. Því er tilefni til að benda á nokkur mikilvæg atriði um réttarstöðu manna við rannsókn mála af þessu tagi, þar sem uppi er grunur um refsiverða háttsemi.

Svavar Gestsson: Eins og Indefence – og fleiri

Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum.

Fjórflokknum gefin fingurinn

Friðrik Indriðason skrifar

Íslenskur almenningur virðist endanlega búinn að fá upp í kok af stjórnmálamönnum landsins. Hann hefur gefið fjórflokknum fingurinn svo um munar.

Elfur Logadóttir: Dýrkeyptar, óþarfar lántökur

Röð rangra ákvarðana Sjálfstæðis-flokks og Framsóknarflokks í Kópavogi á liðnum árum gerir skuldastöðu Kópavogsbæjar líklega 10 milljörðum verri en hún þyrfti að vera. Það þýðir að skera þarf niður sem nemur árlegum rekstrarkostnaði þriggja leikskóla á þessu og næsta ári vegna fjármagnskostnaðar þessara óþörfu skulda.

Mér stekkur ekki bros á vör!

Frímann Gunnarsson skrifar

Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga?

Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir

Framtíð íslenskra fjölmiðla

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa

Reynir Sigurðsson: Kosningabarátta í boði Reykjanesbæjar

Nú er mælirinn fullur. Nýútkominn glansbæklingur Sjálfstæðisflokksins er kostaður af útsvarsgreiðendum í Reyknesbæ. Svo gott sem allar myndirnar sem í honum eru hafa áður birst í kynningar og upplýsingaefni Reykjanesbæjar. Ekki þarf annað en renna yfir bæklinginn. Þetta sér hver hugsandi maður.

Guðberg Guðmundsson: Landráð

Guðberg Guðmundsson skrifar

Það er með ólíkindum hvað þjóðin er gleymin. Hræsnin í hverju horni og hvert sem litið er virðist sem svo að engin vilji muna. En helst vilja margir gleyma öllu sem allra allra fyrst, það var ekki ég það var hinn og svo framvegis kemur fram í skýrslum sem maður les og heyrir í fjölmiðlum um þessar mundir.

Eitt samfélag fyrir alla

Við Íslendingar höfum mátt búa við grófar blekkingar og mikið ranglæti undanfarin ár.

Líf Magneudóttir: Lítilmagnar samtímans

Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann.

Sigurjón Þórðarson: Hundrað milljarða spurningin

Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Pólitísk leikatriði

Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál.c

Þögn skilanefndar Landsbankans orðin ærandi

Friðrik Indriðason skrifar

Nú þegar þjóðin horfir upp á Kaupþingstoppa í klefunum á Litla Hrauni og Glitnistoppa um það bil að sameinast þeim er þögn skilanefndar Landsbankans orðin ærandi.

Dagur B. Eggertsson: Reykjavík verður að taka forystu

Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.

Jakob Frímann Magnússon: Vörðum leiðina að manneskjulegra samfélagi

Bergsteinn Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fjallaði í gær um grein mína í sama blaði sl. laugardag. Hann fór þó á svig við kjarna gagnrýni minnar. Sú gagnrýni lýtur ekki að handtöku tiltekinna einstaklinga heldur að munstri sem einkennist af markvissri og vaxandi fjölmiðlasækni opinberra embættismanna á frumstigum ákæru- og dómsmála. Slíka þróun tel ég varhugaverða og lítt til sóma í okkar fámenna íslenska samfélagi. Sérstaklega er mikilvægt að embættismenn haldi haus við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja. Þó að dæmi sl. helgar sé nýjasta tilvikið þá nefni ég einnig önnur frá fyrri tíð. Af nógu er að taka. Bent skal á að nota hefði mátt bílakjallara saksóknarahússins sl.föstudag, ef ekki hefði staðið vilji til mikils uppsláttar eins og raun varð á.

Fátækt og bænir

Fyrir utan eldfjöllin eru fyrirbæri ársins 2010 kannski undirskriftalistar þar sem fólk tjáir afstöðu sína og skoðanir til ólíkra málefna. Áskoranirnar til forseta Íslands um að skrifa ekki undir Icesave lögin eru okkur í fersku minni og á Facebook samskiptavefnum hafa ótal slíkir listar sprottið á formi hópa sem helgaðir eru ólíkum málefnum. Þetta eru nokkurs konar bænalistar.

Ari Trausti Guðmundsson: Siðbót í lausu lofti

Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var.

Steinar Bragi: Teygður þumall

Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.

Jónína Michaelsdóttir: Svokallaðir ráðherrar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Nú, þegar vönduð rannsóknar­skýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og

Björn Brynjúlfur Björnsson: Kvikmyndagerð og ferðaþjónusta

Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Kvikmyndir eru eitt öflugasta form landkynningar og hafa veruleg áhrif á straum ferðamanna um allan heim. Landkynning eins og nú á að ráðast í fyrir 700 milljónir króna er markaðsátak þar sem greitt er fyrir að koma upplýsingum til fólks í gegnum auglýsingar og önnur markaðstæki.

Svandís Svavarsdóttir: Í þágu náttúru og komandi kynslóða

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti.

Jóhanna Sigurðardóttir: Tökum til á tíu ára afmælinu

Um helgina heldur Samfylkingarfólk um allt land upp á tíu ára afmæli flokksins. Efnt verður til tiltektardags á vegum allra framboða flokksins til sveitarstjórna þar sem áhersla verður lögð á að fegra og bæta umhverfið. Þannig er með táknrænum hætti haldið upp á afmælið og einnig minnt á að þörf er siðbótar og endurskoðunar á pólitísku umhverfi og forsendum stjórnmálabaráttu á Íslandi.

Jón Gnarr: Konur

Jón Gnarr: skrifar

Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda “kímnigáfa.”

Haukur Már Helgason: Réttlæti í plastdollu

Ákæru á hendur níu mótmælendum vetrarins 2008 til 2009 er ekki aðeins beint gegn læknanemanum, myndlistarmanninum, leikskólakennaranum, líftæknifræðingnum eða öðrum aðgerðasinnum í hópi sakborninga. Hún beinist gegn öllum þeim sem líta svo á að vald ríkisins sé háð vilja fólksins.

Helgi Helgason: Aukið íbúalýðræði

Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru þannig skipuð: 1. sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur, 2. sæti skipar Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins og 3. sæti Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Listinn var kynntur á fundi á sumardaginn fyrsta.

Friðrik Rafnsson: Fagurgræn kælitækni

Stundum býsnast menn mjög yfir því að Íslendingar geti lent í því, fari allt á enn verri veg en þegar er orðið, að hokra í menningarsnauðri verstöð á hjara veraldar. Þetta er auðvitað bara fullyrðing sem menn hafa kastað fram í hálfkæringi, en er þó nokkuð gott dæmi um heldur dapurlegt gæðastig umræðunnar hérlendis.

Forkastanleg vinnubrögð sérstaks saksóknara

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu.

Svanur Sigurbjörnsson: Hversu lengi geta stjórnvöld hunsað vilja þjóðarinnar um hlutlaust veraldlegt ríki?

Í tilefni 20 ára afmælisárs síns mun Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi halda yfirgripsmikið málþing um gildi veraldlegrar skipan á grunnstoðum þjóðfélagsins, laugardaginn 8. maí í Öskju, húsi HÍ frá kl 10:00 til 14:00. Fimm félagar í Siðmennt munu flytja stutt erindi og taka við spurningum úr sal. Málþingið endar á pallborðsumræðum.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Grínlaust

Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill uppgangur var í þjóðfélaginu, var borgin rekin með halla. Á árinu 2007 snerist þetta við og hefur borgin verið rekin með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hafa gengið yfir efnahagskerfi landsmanna síðustu 2 árin.

„Við styðjum ein hjúskaparlög á Íslandi“

Prestastefna er biskupi til ráðuneytis í kenningarlegum efnum og kölluð saman á hverju ári. Á Prestastefnunni í Vídalínskirkju 27.-29. apríl 2010 var lögð fram tillaga fjölmargra presta og guðfræðinga við lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á Íslandi.

Kristján L. Möller: Bætum loftið með vistvænum samgöngum

Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna” og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað.

Svavar Gestsson: Alþingi eignist þjóðhagsstofnun

Svavar Gestsson skrifar

Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofnun. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður.

Grétar Mar Jónsson: Ríkisstjórnin í gildru LÍÚ

Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.

Guðmundur Franklín Jónsson: Spilling lífeyrissjóðanna?

Mikið hefur verið talað um ábyrgð íslenskra lífeyrissjóða á hruninu. Í stjórnum sjóðanna eru menn sem borga sjáfum sér tugi milljóna í árslaun og aðra bitlinga og hafa fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, banka, stofnana og eiga sterk ítök í íslensku viðskiptalífi.

Kæri Reykvíkingur

Jón Gnarr skrifar

Ég stofnaði Besta flokkinn vegna þess að ég var orðinn leiður á hegðun og framkomu stjórnmálamanna í borginni og langaði að gera athugasemd sem mark væri tekið á. Mig langaði að stríða þessu fólki, með því að draga upp afskræmda spegilmynd af því sjálfu. Ég var fyrir löngu orðinn þreyttur á að horfa uppá borgina mína drabbast niður af vanrækslu og skipulagsleysi. Ég var orðinn þreyttur á innantómum vaðli stjórnmálamanna, loforðum þeirra, valdabaráttu, yfirborðsmennsku og hroka. Þess vegna byrjaði ég á þessu og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki og treysti og vissi að var sammála mér. Viðbrögð kjósenda hafa svo sýnt okkur að við erum ekki ein um þessa skoðun. Fólk er bara búið að fá nóg. Sá mikli stuðningur sem framboðið hefur fengið kom mér töluvert á óvart og mér finnst það því skilda mín að útskýra mál mitt betur fyrir fólki og lýsa því yfir að ef það er vilji kjósenda þá erum við til í að gera okkar besta.

Sjá næstu 50 greinar