Beint lýðræði í næstu kosningum Sverrir Björnsson skrifar 31. maí 2010 06:00 Í fyrsta sinn í sögunni frá því í Grikklandi hinu forna og Alþingi á landnámsöld er tæknilega hægt að koma á fullkomnasta formi lýðræðis, beinu lýðræði. Beint lýðræði þar sem kjörgengir borgarar kjósa beint og milliliðalaust um öll mál. Lykillinn er netið, því nú er tæknilega einfalt og öruggt að kjósa um netið. Við búum við fulltrúalýðræði en það þýðir ekki að ómögulegt sé að koma á beinu lýðræði innan þess kerfis. Það þarf nýtt framboð til þings sem vinnur í beinu lýðræði í öllum málum. Það er að segja; kjósendur framboðsins ráða hvernig þingmenn listans greiða atkvæði í einstökum málum. Hugmyndafræðin byggir á að fólki sé treystandi til að taka ákvarðanir, sem að mínu viti er margsannað mál. Þingmenn framboðsins hafa það hlutverk að skilja og skýra málin fyrir kjósendum á vel hönnuðu vefsvæði. Þar settu þingmenn fram kosti og galla og sína afstöðu til málanna. Hvers vegna með og hvers vegna á móti. Allir geta komið fram skoðun sinni á málum á lýðræðisvefnum og skoðað málin á einfaldan og skipulegan hátt. (hönnun vefsins þarf að vera mikil snilld.) Síðan kjósa stuðningsmenn/kjósendur framboðsins rafrænt um vefinn á sama hátt og hnapparnir á borðum þingamnna, Já , nei, sit hjá og geta einnig gert grein fyrir atkvæði sínu. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir þingmenn framboðsins og þeim er skylt að greiða atkvæði á þingi í samræmi við niðurstöðuna. Tökum dæmi þar sem framboðið hefur 5 þingmenn. Ef 60% kjósenda framboðsins er með ákveðnu máli 20% á móti og 20% vilja sitja hjá greiða 3 þingmenn (60% þingmanna) atkvæði með, 1 á móti (20% á) og einn situr hjá (20%. ) Réttur minnihlutans til að hafa áhrif er mikilvægur þáttur í lýðræði. Vel mætti hugsa sér að það þyrfti ákveðna þátttöku í einstökum atkvæðagreiðslum meðal kjósenda t.d. 30% til að niðurstaðan verði bindandi. Ef þátttaka væri minni sætu þingmenn hjá eða greiddu atkvæði í samræmi við sínar skoðanir. Prófkjör færu að sjálfsögðu fram um netið. Fólk sem hefði áhuga setti inn upplýsingar um sig inná staðlað netform sem væntanlegir kjósendur skoða og velja síðan frambjóðendur með músarsmelli. Fáránlegt, já, nýstárlegt, já, byltingarkennt, já, gagnlegt, já, framkvæmanlegt, já. Hver framkvæmir? Til dæmis er Hugmyndaráðuneytið kraftmikill vettvangur nýrra lausna í samfélaginu. Þar er þekking og vilji til að reyna nýjar leiðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni frá því í Grikklandi hinu forna og Alþingi á landnámsöld er tæknilega hægt að koma á fullkomnasta formi lýðræðis, beinu lýðræði. Beint lýðræði þar sem kjörgengir borgarar kjósa beint og milliliðalaust um öll mál. Lykillinn er netið, því nú er tæknilega einfalt og öruggt að kjósa um netið. Við búum við fulltrúalýðræði en það þýðir ekki að ómögulegt sé að koma á beinu lýðræði innan þess kerfis. Það þarf nýtt framboð til þings sem vinnur í beinu lýðræði í öllum málum. Það er að segja; kjósendur framboðsins ráða hvernig þingmenn listans greiða atkvæði í einstökum málum. Hugmyndafræðin byggir á að fólki sé treystandi til að taka ákvarðanir, sem að mínu viti er margsannað mál. Þingmenn framboðsins hafa það hlutverk að skilja og skýra málin fyrir kjósendum á vel hönnuðu vefsvæði. Þar settu þingmenn fram kosti og galla og sína afstöðu til málanna. Hvers vegna með og hvers vegna á móti. Allir geta komið fram skoðun sinni á málum á lýðræðisvefnum og skoðað málin á einfaldan og skipulegan hátt. (hönnun vefsins þarf að vera mikil snilld.) Síðan kjósa stuðningsmenn/kjósendur framboðsins rafrænt um vefinn á sama hátt og hnapparnir á borðum þingamnna, Já , nei, sit hjá og geta einnig gert grein fyrir atkvæði sínu. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir þingmenn framboðsins og þeim er skylt að greiða atkvæði á þingi í samræmi við niðurstöðuna. Tökum dæmi þar sem framboðið hefur 5 þingmenn. Ef 60% kjósenda framboðsins er með ákveðnu máli 20% á móti og 20% vilja sitja hjá greiða 3 þingmenn (60% þingmanna) atkvæði með, 1 á móti (20% á) og einn situr hjá (20%. ) Réttur minnihlutans til að hafa áhrif er mikilvægur þáttur í lýðræði. Vel mætti hugsa sér að það þyrfti ákveðna þátttöku í einstökum atkvæðagreiðslum meðal kjósenda t.d. 30% til að niðurstaðan verði bindandi. Ef þátttaka væri minni sætu þingmenn hjá eða greiddu atkvæði í samræmi við sínar skoðanir. Prófkjör færu að sjálfsögðu fram um netið. Fólk sem hefði áhuga setti inn upplýsingar um sig inná staðlað netform sem væntanlegir kjósendur skoða og velja síðan frambjóðendur með músarsmelli. Fáránlegt, já, nýstárlegt, já, byltingarkennt, já, gagnlegt, já, framkvæmanlegt, já. Hver framkvæmir? Til dæmis er Hugmyndaráðuneytið kraftmikill vettvangur nýrra lausna í samfélaginu. Þar er þekking og vilji til að reyna nýjar leiðir.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun