Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Karl Sigurðsson skrifar 22. maí 2010 20:57 Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun