Karl Sigurðsson: Of erfitt fyrir venjulegt fólk Karl Sigurðsson skrifar 22. maí 2010 20:57 Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Jón kom fyrst að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með í framboði til borgarstjórnarkosninga í vor var mín fyrsta spurning: "Hvað felst í því?" Hann svaraði: "Það á að vera gaman." Og það var strax gaman. Frá fyrsta degi. Og þegar í ljós kom hvers konar snillingar voru með í framboðinu varð jafnvel enn meira gaman. Fljótlega tók framboðinu að vaxa fiskur um hrygg og hugmyndafræði farin að myndast í hópnum. Og enn var gaman. Þegar framboðslistinn var svo kynntur og framboðið tilkynnt til kjörstjórnar fór ég að átta mig á alvöru málsins: Ég var kominn í þá stöðu að ég gæti - ef allt gengi vel - lent í því að verða fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur. Eða allavega varaborgarfulltrúi. En samt var gaman. Eftir því sem meðbyr Besta flokksins jókst í könnunum komu æ fleiri vinir og kunningjar til mín (flestir kunnugir og/eða tengdir stjórnmálum á einn eða annan hátt) og spurðu mig hvort ég treysti mér í alvöru í þetta starf. Það væri svo flókið að ég þyrfti að hafa mig allan við til að skilja viðfangsefnin, það væri svo tímafrekt að ég gæti ekki gert neitt annað í fjögur ár og það krefðist gríðarlegra hæfileika og reynslu í að starfa með öðrum. Undanfarið hef ég því verið að velta fyrir mér hvers konar ofurmenni það eru eiginlega sem ákveða að takast á við þetta gríðarlega vandasama starf. Og þá fór ég að efast. Ég er nefnilega ekki viss um að B.S. gráða í tölvunarfræði dugi til að skilja flókna hluti. Og þó ég hafi undanfarin ár verið í fullu starfi sem tölvunarfræðingur, að hluta sem tónlistarmaður og sinnt ýmiss konar öðrum verkefnum meðfram því þýðir það ekkert endilega að ég ráði við annríkið sem fylgir setu í borgarstjórn. Hvað þá að ég sé nógu hæfur að starfa með öðrum þrátt fyrir 14 ár í kór og síðan 5 ár í hljómsveit og vinnu með leikhópi. "Nei, það hlýtur að vanta eitthvað uppá hjá mér," hugsaði ég. "Til dæmis einhvers konar ofurmannlega eiginleika, uppeldi í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks og djúpa þekkingu á krókum og kimum kerfisins. Að ég tali nú ekki um reynsluna." Samt er bara svo gaman í Besta flokknum. Eins gott að ég hef horft á The Wire. Höfundur skipar 5. sæti Besta flokksins í Reykjavík
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar