Tumi Kolbeinsson: Barbabrellur Sjálfstæðismanna á Álftanesi Tumi Kolbeinsson skrifar 21. maí 2010 11:23 Þegar ég flutti á Álftanesið fyrir þremur árum og fór að kynna mér bæjarmálin varð ég mjög undrandi yfir þráhyggjukenndum og níðangurslegum greinaskrifum Sjálfstæðismanna í garð Álftaneshreyfingarinnar. Þessi skrif voru bæði ómálefnaleg og vöktu neikvæða athygli á Álftanesi. Skýringar á þessu virðast helst vera persónulegar, að Sjálfstæðismönnum hafi sviðið svo að missa áratugalöng heljartök sín á sveitarfélaginu en Sjálfstæðismenn deildu og drottnuðu á Álftanesi frá því fyrir síðasta Kötlugos og fram að kosningunum 2006. Það voru því Sjálfstæðismenn sem stýrðu uppbyggingunni hér en á kjörtímabilinu 2002-2006 fjölgaði fólki um 70% í sveitarfélaginu. Sjálfstæðismenn lokkuðu fólk til sveitarfélagsins með seiðandi Sírenusöng og fagurgala án þess að huga að skipulagi eða tekjuaukningu bæjarsjóðs sem rekinn er af útsvarstekjum og fasteignagjöldum því engin eru fyrirtækin. Samt tala þeir nú eins og Álftaneshreyfingin hafi tekið við frábæru búi og sett það á hausinn og verið snögg að því. Hvernig væri staðan ef Sjálfstæðismenn hefðu unnið síðustu kosningarnar? Við skoðun á kosningaloforðum þeirra þá er ekki að sjá að mikil ráðdeild hafi verið boðuð heldur þvert á móti: Risamannvirki á borð við þjónustumiðstöð og tónleikasal áttu að rísa og hrista átti nýjan golfvöll og smábátahöfn fram úr erminni svo fáein dæmi séu nefnd af því sem Sjálfstæðismenn lofuðu þá hróðugir. Í þeim kosningum höfnuðu Álftnesingar sérhagsmunagæslu, verktakapólitík og forljótu miðbæjarskipulagi sem líktist mislukkuðu úthverfi í Austur- Evrópu og tók ekkert mið af náttúru eða mannlífi og Sjálfstæðisflokkurinn missti ítök sín. Álftaneshreyfingin fékk ekki langan tíma til að láta til sín taka fram að hruni. Á þeim tíma var þó stjórnsýslan opnuð og farið í ýmsar aðhaldsaðgerðir. Álftaneshreyfingin tók við myntkörfulánum sem árin áður höfðu skapað gengishagnað en hrundu yfir sveitarfélagið haustið 2008. Ef sundlaugin rómaða væri tekin út fyrir sviga hefur enginn getað bent mér á neina ákvörðun sem Álftaneshreyfingin tók sem leitt hefur til verri skuldastöðu. Sundlaugina er rétt að taka út fyrir sviga því allir flokkar stóðu jafnt að þeirri byggingu, þetta er okkar Perla hér á Álftanesinu. Það má þó ekki gleymast í þeirri umræðu að sú sem var fyrir var míglek og dæmd ónýt. Menn mega heldur ekki gleyma því að sú nýja er ósköp venjuleg sundlaug þótt rennibrautin sé stór, sá hluti vegur minnst af kostnaðinum. Það er heldur ekki eins og skuldbindingin sé í formi kúluláns sem á að greiða upp í vor heldur er hún til 30 ára. En þetta er fortíðin. Hvað nú? Mér finnst jafn gott að búa á Álftanesi og fyrir hrun, enn er jafn mikið víðsýni og enn heyrist skóhljóð tímans jafnvel og áður á þessum sögufræga stað. Framtíðin liggur ekki síst í hugarfarinu. Hún liggur til skemmri tíma í að jafna hlut sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en til lengri tíma er e.t.v. nauðsynlegt að sameinast öðru sveitarfélagi og ná þeim samlegðaráhrifum sem því fylgir. Þar er Reykjavík fyrsti kostur Álftaneshreyfingarinnar. Þær grænu áherslur sem þar eiga hljómgrunn höfða til okkar, stjórnsýslan er skýr, þjónustustigið hátt og framtíðarmöguleikarnir við sameiningu ótæmandi. Þá er rétt að halda því til haga að á Álftanesi er meðalaldur íbúa mjög ungur. Það eru því margir framtíðarútsvarsgreiðendur í bænum ef fólk verður ekki fælt í burtu með álögum og svartagallsrausi. Barbafjölskyldan getur breytt sér í allra kvikinda líki eins og allir vita. Það gera Sjálfstæðismenn líka alltaf fyrir kosningar og sveipa sig þá áru með bleikum, rauðum og grænum litatónum. Raunveruleikinn er þó annar og það er þess vegna sem samfélaginu öllu blæðir. Því má ekki gleyma. Tumi Kolbeinsson, höfundur skipar 10 sæti á lista Álftaneshreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar ég flutti á Álftanesið fyrir þremur árum og fór að kynna mér bæjarmálin varð ég mjög undrandi yfir þráhyggjukenndum og níðangurslegum greinaskrifum Sjálfstæðismanna í garð Álftaneshreyfingarinnar. Þessi skrif voru bæði ómálefnaleg og vöktu neikvæða athygli á Álftanesi. Skýringar á þessu virðast helst vera persónulegar, að Sjálfstæðismönnum hafi sviðið svo að missa áratugalöng heljartök sín á sveitarfélaginu en Sjálfstæðismenn deildu og drottnuðu á Álftanesi frá því fyrir síðasta Kötlugos og fram að kosningunum 2006. Það voru því Sjálfstæðismenn sem stýrðu uppbyggingunni hér en á kjörtímabilinu 2002-2006 fjölgaði fólki um 70% í sveitarfélaginu. Sjálfstæðismenn lokkuðu fólk til sveitarfélagsins með seiðandi Sírenusöng og fagurgala án þess að huga að skipulagi eða tekjuaukningu bæjarsjóðs sem rekinn er af útsvarstekjum og fasteignagjöldum því engin eru fyrirtækin. Samt tala þeir nú eins og Álftaneshreyfingin hafi tekið við frábæru búi og sett það á hausinn og verið snögg að því. Hvernig væri staðan ef Sjálfstæðismenn hefðu unnið síðustu kosningarnar? Við skoðun á kosningaloforðum þeirra þá er ekki að sjá að mikil ráðdeild hafi verið boðuð heldur þvert á móti: Risamannvirki á borð við þjónustumiðstöð og tónleikasal áttu að rísa og hrista átti nýjan golfvöll og smábátahöfn fram úr erminni svo fáein dæmi séu nefnd af því sem Sjálfstæðismenn lofuðu þá hróðugir. Í þeim kosningum höfnuðu Álftnesingar sérhagsmunagæslu, verktakapólitík og forljótu miðbæjarskipulagi sem líktist mislukkuðu úthverfi í Austur- Evrópu og tók ekkert mið af náttúru eða mannlífi og Sjálfstæðisflokkurinn missti ítök sín. Álftaneshreyfingin fékk ekki langan tíma til að láta til sín taka fram að hruni. Á þeim tíma var þó stjórnsýslan opnuð og farið í ýmsar aðhaldsaðgerðir. Álftaneshreyfingin tók við myntkörfulánum sem árin áður höfðu skapað gengishagnað en hrundu yfir sveitarfélagið haustið 2008. Ef sundlaugin rómaða væri tekin út fyrir sviga hefur enginn getað bent mér á neina ákvörðun sem Álftaneshreyfingin tók sem leitt hefur til verri skuldastöðu. Sundlaugina er rétt að taka út fyrir sviga því allir flokkar stóðu jafnt að þeirri byggingu, þetta er okkar Perla hér á Álftanesinu. Það má þó ekki gleymast í þeirri umræðu að sú sem var fyrir var míglek og dæmd ónýt. Menn mega heldur ekki gleyma því að sú nýja er ósköp venjuleg sundlaug þótt rennibrautin sé stór, sá hluti vegur minnst af kostnaðinum. Það er heldur ekki eins og skuldbindingin sé í formi kúluláns sem á að greiða upp í vor heldur er hún til 30 ára. En þetta er fortíðin. Hvað nú? Mér finnst jafn gott að búa á Álftanesi og fyrir hrun, enn er jafn mikið víðsýni og enn heyrist skóhljóð tímans jafnvel og áður á þessum sögufræga stað. Framtíðin liggur ekki síst í hugarfarinu. Hún liggur til skemmri tíma í að jafna hlut sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en til lengri tíma er e.t.v. nauðsynlegt að sameinast öðru sveitarfélagi og ná þeim samlegðaráhrifum sem því fylgir. Þar er Reykjavík fyrsti kostur Álftaneshreyfingarinnar. Þær grænu áherslur sem þar eiga hljómgrunn höfða til okkar, stjórnsýslan er skýr, þjónustustigið hátt og framtíðarmöguleikarnir við sameiningu ótæmandi. Þá er rétt að halda því til haga að á Álftanesi er meðalaldur íbúa mjög ungur. Það eru því margir framtíðarútsvarsgreiðendur í bænum ef fólk verður ekki fælt í burtu með álögum og svartagallsrausi. Barbafjölskyldan getur breytt sér í allra kvikinda líki eins og allir vita. Það gera Sjálfstæðismenn líka alltaf fyrir kosningar og sveipa sig þá áru með bleikum, rauðum og grænum litatónum. Raunveruleikinn er þó annar og það er þess vegna sem samfélaginu öllu blæðir. Því má ekki gleyma. Tumi Kolbeinsson, höfundur skipar 10 sæti á lista Álftaneshreyfingarinnar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun