Fleiri fréttir

Laun til listamanna minnka atvinnuleysi

Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar

Um mánaðarmótin febrúar-mars ár hvert er sem fjandinn verði laus þegar birt er niðurstaða Stjórnar listamannalauna þ.e. hver skuli hljóta starfslaun listamanna það árið. Samsæriskenningar líta dagsins ljós bæði frá hendi listamanna og almennings og fjölmiðlar blanda sér í leikinn. Þessi mánaðarmót eru engin undantekning og má segja að Bylgjan hafi komið hreinni flóðbylgju af stað mánudaginn 1.mars í þættinum Í bítið með spjalli um listamannalaun. Þar skipuðu Heimir og Þráinn sér í hlutverk sækjenda og Sólveig tók að sér verjandahlutverk menningarinnar í landinu og síminn opinn fyrir almenning að leggja orð í belg.

Endurnýjun stjórnsýslunnar

Margt bendir til þess að íslensk stjórnsýsla hafi veikst á margan hátt á síðustu árum. Hún er orðin verulega kostnaðarsamari en áður og skilvirkni hennar gæti verið ábótavant. Jafnvel kann að koma í ljós á næstu dögum að hún hafi veikst svo mikið að þegar á reyndi gat hún ekki sinnt hlutverki sínu. Hún á nokkuð óhjákvæmilega fyrir höndum endurnýjunartímabil og umræður um endurnýjun sína.

Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram

Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar

Forsætisráðherra segir þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram 6. mars en telur atkvæðagreiðsluna á sama tíma bæði tilgangslausa og marklausa. Þessi skoðun ráðherra lýsir best því öngstræti sem málið er komið í hjá framkvæmdavaldinu. Icesave-lögin margumræddu sem samþykkt voru á Alþingi af öllum þingmönnum Samfylkingar og meginþorra Vinstri grænna var synjað staðfestingar af forseta Íslands eftir áskorun um 60 þúsund Íslendinga þess efnis. Þá hefur þingið samþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslu og samkvæmt stjórnarskrá Íslands er verið að framfylgja stjórnskipulegu ferli málsins og næsta skref er að leggja málið í dóm þjóðarinnar.

Sáttin og snjórinn

Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál

80% af áætluðum niðurskurði bitnar á börnum og unglingum

Kristín Fjóla Bergþórsdóttir skrifar

Á Álftanesi búa um 2.500 íbúar. 33% þeirra -eða um 830 eru börn og unglingar. Frá því efnahagshrunið skall yfir íslendinga síðari hluta árs 2008 hafa ráðamenn ríkis og sveitarfélaga allir talað sem einn um mikilvægi velferðar barna og unglinga og haldið því á lofti að gæta beri þess að afleiðingar hrunsins bitni ekki á þeim.

Störf í heilbrigðisþjónustunni

Fall er fararheill segir máltækið og á vonandi við um Ólaf Þ.Stephensen sem skrikar fótur í fyrsta leiðara sínum sem ritstjóri Fréttablaðsins. Hann staðhæfir þar ranglega að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, hyggist setja "hundrað milljónir króna" í nýjan einkaspítala. Fram hefur komið að framlagið er tíföld þessi upphæð.

Samstarf um verðmætasköpun og hagvöxt

Tómas Már Sigurðsson skrifar um íslenskt atvinnulíf Ísland stendur á tímamótum um þessar mundir og sú efnahagslega umgjörð sem nú eru lögð drög að verður arfleifð næstu kynslóða. Til að tryggja framtíðarlífskjör á Íslandi hlýtur stefnumörkun stjórnmálaforystunnar að miða að hámörkun hagvaxtar og um leið hagsældar.

Staðreyndir um heilsuþorp

Kjartan Þór Eiríksson skrifar um uppbyyggingu sjúkrahúss að Ásbrú Stefna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um uppbyggingu á Ásbrú var unnin á árunum 2007-2008. Hún byggir fyrst og fremst á styrkleikum og samkeppnishæfni Íslands, með áherslu á Reykjanes. Tvö stærstu áhersluatriðin í þeirri stefnumótun, fyrir utan miðlæga staðsetningu Íslands á heimskortinu, eru uppbygging á heilsuklasa, svonefndu heilsuþorpi, og orkuklasa á Ásbrú. Þar eru skilgreind nærtæk og traust tækifæri til tekjuöflunar og uppbyggingar fyrir samfélagið allt.

Ráðherra hittir nagla á höfuðið

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann

Þekking í ríki óttans

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar

Yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að vísa beri prófessor Anne Sibert úr peningastefnunefnd Seðlabankans vegna greinar sem hún birti sem

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Árni Stefánsson skrifar

Árlega fæðast á Íslandi að meðaltali um 10 börn með skarð í vör og/eða gómi. Kostnaður við munnholsaðgerðir, tannréttingar og talþjálfun þessara barna er vart mælanlegur á skala heilbrigðiskerfisins. Það er því með ólíkindum að stærstur hluti kostnaðarins skuli lenda á foreldrum

Líndal vegur að persónu

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Umræða um Icesave er nauðsynleg. Í henni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum sem uppi eru og færð rök fyrir þeim. Ég hef leyft mér að

Til hamingju, tónlist

Sigursveinn Magnússon skrifar

Rifjaði upp nýlega tónleika þar sem unglingar höfðu flutt 9. sinfóníu Beethovens í tvígang fyrir fullu húsi hér í Reykjavík. „Hvað er að gerast?" sagði hann.

Sannast sagna

Heiða Björg Pálmadóttir skrifar

Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur hefur í tveimur greinum í Fréttablaðinu, 18. og 23. febrúar sl., gagnrýnt Barnaverndarstofu vegna máls sem varðar kynferðislegt ofbeldi af hálfu starfsmanns meðferðarheimilisins að

Bandarískir draumar

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Í fréttum hefur verið greint frá aðgerðum utanríkisráðuneytisins til þess að afla stuðnings frá Bandaríkjamönnum vegna Icesave. Óskaði

Sækjum atvinnutækifærin

Hannes Friðriksson skrifar

Það eru margar hliðar á hverju máli. Og umræðan í kringum einkarekið sjúkrahús á Ásbrú er gott dæmi um það. Fólk er þar ýmist með eða á móti. Fyrst þegar byrjað var að ræða einkarekið sjúkrahús á Ásbrú, var forsenda þess að hægt væri að ráðast í verkefnið sú að Heilbrigðistofnun Suðurnesja leigði út frá sér eina skurðstofu, en jafnframt átti að tryggja að mögulegt yrði að halda hinni skurðstofunni opinni. Sú umræða snérist eingöngu um eina hlið málsins þ.e. kostina, en göllunum var sleppt. Gallinn var sá að það þurfti að losa um nokkur rúm á HSS fyrir þá sjúklinga sem skornir voru. Hugmyndin var því á kostnað þeirra sem nauðsynlega þurftu á legurýmum að halda, sjúkum og öldruðum.

Öryggi fólks í Reykjavík

Á dögunum undirrituðu borgarstjóri og lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu samning til tveggja ára um samstarf lögreglunnar og Reykjavíkurborgar á sviði öryggis- og forvarnarmála. Markmið eru sett í samstarfssamningnum um að fækka innbrotum, eignaspjöllum og umferðaslysum í borginni um 5-10% með ýmsum aðgerðum.

Heyrir almannaútvarp sögunni til?

Í grein í Fréttablaðinu 24. febrúar fjallar Pétur Gunnarsson, rithöfundur, um hugmyndir sem ég hef sett fram um almannaútvarp. Þótt mér finnist Pétur stríða við annað en skoðanir mínar kann ég honum þakkir fyrir að halda áfram vangaveltum um þessi mál.

Úthlutunarreglur endurskoðaðar

Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær er fjallað um að fjárhagsreglur sveitarfélaganna séu til endurskoðunar hjá samgönguráðuneytinu, m.a. reglur um leyfilega skuldsetningu sveitarfélaga og færslu skuldbindinga. Eðlilegt er að gera umbætur á þessu sviði og ég hvet til aukinnar samvinnu ríkis og sveitarfélaga varðandi hagstjórn.

Ég sé fyrir mér mennskan heim

Einn fallegan morgun fyrir réttum fjórtán árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum.

Menntun á umbrotatímum

Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk.

Við búum öll í gulri rennibraut

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ýmsir velta fyrir sér um þessar mundir hvernig standi á því að svo illa er komið fyrir sveitarfélaginu Álftanesi. Sjálfur ber ég ekki skynbragð á fjármál og get ekkert um þau sagt, en óneitanlega hvarflar að manni að lítill rekstrargrundvöllur kunni að vera fyrir því að svefnbær með engri atvinnustarfsemi myndi sjálfstætt sveitarfélag, frekar en til dæmis Árbærinn eða Grafarvogur.

Opinbert starf fyrir alla?

Í þeirri aðlögun sem fram undan er í ríkisfjármálum verður illa komist hjá því að flestir hópar samfélagsins verði fyrir einhverri rýrnun lífskjara. Til að lágmarka þann skaða er mikilvægt að leiðarljós aðlögunar verði hagsýni, raunsæi og heildarhagsmunir. Þar knýr á um að stjórnvöld geri sér grein fyrir hagrænum afleiðingum þess að ójafnvægi myndist á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.

Skilanefndasiðferði

Á þeim árum þegar Íslandi var breytt í gróðamaskínu auðjöfra var valdabyggingu samfélagsins einnig umbylt. Nú þegar hrópað er á stjórnmálamenn að stoppa sukkið þá gleymist að gamla valdakerfið er enn við lýði og að ýmsu leyti sama gamla hugarfarið líka. Í þeim valdastrúktúr voru stjórnmál eins konar skúffa í deild viðskiptanna. Eftir standa stjórnmál sem fólk vill nú að séu virkjuð til að bylta en hafa um langa hríð kerfisbundið verið dæmd til lögbundins aðkomuleysis.

Sterkara Ísland innan ESB

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja.

Skipulagsmál í réttarríki

Skipulagsferli eiga samkvæmt ákvæðum skipulagslaga að vera opin og lýðræðisleg ákvarðanatökuferli þar sem íbúar, samtök og hagsmunaaðilar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri og réttaröryggi þeirra tryggt.

Þúfan og hóllinn

Fréttablaðið hefur sýnt málefnum vinstri grænna mikinn áhuga á síðustu vikum. Síðast á mánudaginn birtist fréttaskýring um meintan klofning innan hreyfingarinnar og af honum eru dregnar ýmsar ályktanir, sumar ansi brattar.

Ritun sögu Seðlabanka Íslands

Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verkefni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verkinu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hlutastarfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skipuð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009.

Um rökstuðning á ríkisábyrgð

Í grein í Fréttablaðinu 16. febrúar sl. fór ég þess á leit við Kristin Gunnarsson að hann benti á skýrar og ótvíræðar yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbyndu íslenzka ríkið til að takast á hendur ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninganna, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 13. febrúar þar sem hann hélt því fram að íslenzk stjórnvöld hefðu viðurkennt slíka ábyrgð. Kristinn svarar í grein í Fréttablaðinu 20. febrúar sl. og skulu nú rök hans skoðuð.

Viðreisn og nýsköpun í stað uppgjafar

Sigurður Magnússon skrifar

Nú þegar afleiðingar skatta hækkana og niðurskurðar blasa við á Álftanesi, láta almennir íbúar heyra í sér. Haldnir hafa verið íbúafundir m.a. til að mótmæla skatta- og niðurskurðarstefnu meirihluta D-listans og Margrétar Jónsdóttur. Þessi íbúavakning ætlar að láta Fjárhaldsstjórnina, sem nýlega var skipuð til að fara með málefni Álftaness, heyra rödd sína.

Staða ungs fólks áhyggjuefni

Erla Ósk Ásgeirsdóttir skrifar

Atvinnuleysi meðal ungs fólks er áhyggjuefni. Við erum að missa unga fólkið af landi brott en flestir þeirra sem flust hafa í burtu eru á aldrinum 25–29 ára sem er einmitt fjölmennasti aldurshópurinn á atvinnuleysisskrá, eða um 30,5% allra atvinnulausra. Þetta er verulegt áhyggjuefni enda

Sleggjudómar

Heiða Björg Pálmadóttir skrifar um dómsmál.

Sibert

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert.

Sjá næstu 50 greinar