Í stuttu máli 3. mars 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar