Í stuttu máli 3. mars 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar