Sleggjudómar 20. febrúar 2010 06:00 Heiða Björg Pálmadóttir skrifar um dómsmál. Í grein Vigdísar Erlendsdóttur sálfræðings, sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar sl., kemur fram nokkur gagnrýni á Barnaverndarstofu í tengslum við nýfallinn dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem starfsmaður á meðferðarheimilinu Árbót var dæmdur fyrir að hafa beitt tvær stúlkur á heimilinu kynferðislegu ofbeldi á meðan hann starfaði þar. Barnaverndarstofa telur rétt að leiðrétta nokkur atriði í grein Vigdísar svo draga megi réttar ályktanir í málinu. Vorið 2008 barst tilkynning um að stúlkan A, sem dvaldist á Árbót, hefði greint frá því að hún og önnur stúlka, B, hefðu verið beittar kynferðislegu ofbeldi af hálfu tiltekins starfsmanns á heimilinu og að í eitt skipti hefðu brot átt sér stað gagnvart þeim báðum í einu. Barnaverndarstofa hlutaðist strax til um að málið yrði kært og jafnframt gaf stofan rekstraraðilum Árbótar fyrirmæli um að leysa manninn frá störfum á meðan lögregla rannsakaði málið. Báðar stúlkurnar gáfu skýrslu fyrir dómi. A staðfesti að brotin hefðu átt sér stað en B neitaði staðfastlega að nokkuð hefði gerst. Lögregla sendi málið til ríkissaksóknara og var niðurstaða saksóknara sú að fella málið niður, ekki síst með hliðsjón af misvísandi framburði stúlknanna. Vorið 2009 greindi þriðja stúlkan, C, frá því að sami starfsmaður hefði leitað á hana. Á sama tíma breytti stúlkan B sínum framburði og sagði frá því að umræddur starfsmaður hefði beitt bæði hana og stúlkuna A kynferðislegu ofbeldi. Sama dag og þær upplýsingar bárust gerði Barnaverndarstofa kröfu um að starfsmaðurinn viki á ný. Sögðu rekstraraðilar heimilisins starfsmanninum svo endanlega upp nokkrum vikum síðar. Ákæra var gefin út vegna brota á árinu 2008 gegn stúlkum A og B, og sakfelldi Héraðsdómur Norðurlands eystra starfsmanninn á dögunum fyrir brot gegn þeim báðum. Ríkissaksóknari felldi hins vegar niður mál C. Í grein Vigdísar er það gagnrýnt að Barnaverndarstofa hafi, í kjölfar niðurfellingar málsins sumarið 2008, fært viðkomandi starfsmann til í starfi á annað meðferðarheimili og heimilað honum að snúa aftur til starfa að Árbót eftir að það meðferðarheimili var lagt niður. Hið rétta er að Barnaverndarstofa hefur ekki húsbóndavald yfir starfsmönnum meðferðarheimila sem rekin eru á vegum stofunnar. Þau eru rekin af einkaaðilum en gerðir þjónustusamningar við Barnaverndarstofu um reksturinn. Það voru því rekstraraðilar heimilanna, en sömu aðilar ráku bæði meðferðarheimilin, sem tóku þessar ákvarðanir. Þegar ríkissaksóknari hafði tekið ákvörðun um að fella málið niður lögðu rekstraraðilar ríka áherslu á að viðkomandi starfsmaður sneri aftur til starfa. Við mat á því hvort mögulegt væri að gefa rekstraraðilum fyrirmæli um annað varð Barnaverndarstofa að taka mið af þeirri grundvallarreglu að maður telst saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð. Er sú regla vernduð bæði í stjórnarskránni og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu t.a.m. dæmt einstaklingum bætur vegna þess að ríki hafi brotið þessa reglu. Krafa um uppsögn á þeim tíma hefði því í raun falið í sér að opinber stofnun settist í dómarasæti og svipt mann, sem hvorki hafði verið ákærður né dæmdur, lífsviðurværi sínu og mannorði án dóms og laga. Með hliðsjón af áðurnefndri grundvallarreglu er því að jafnaði ekki mögulegt að segja starfsmanni upp nema að til ákæru komi í málum af þessum toga. Með því að uppsögn eigi sér stað áður en dómur fellur getur þó verið nokkuð langt í að láta börnin njóta vafans. Þá skoðun Vigdísar, að útgáfa ákæru skipti engu máli í þessum efnum, verður að skilja á þann veg að fortakslaust beri að segja starfsmanni upp störfum ef á hann eru bornar sakir. Óþarft er að fjölyrða um þau mannréttindabrot sem af slíkri reglu hlytust eða hvernig til tækist að fá starfsfólk til að sinna meðferðarstörfum með börnum. Barnaverndarstofa hefur þó ekki útilokað að víkja frá þessari meginreglu ef sérstök rök væru fyrir því sem byggð væru á ótvíræðum forsendum. Í þessu máli voru hins vegar fyrir hendi rök sem sterklega mæltu með þeirri leið sem valin var. Síðastliðið sumar fól félags- og tryggingamálaráðuneytið sérfræðingi í vinnurétti að fara yfir embættisfærslur Barnaverndarstofu varðandi þennan þátt málsins. Niðurstaðan var sú að úrlausn þess hefði verið fullkomlega eðlileg að teknu tilliti til barnaverndarlaga og meginsjónarmiða vinnuréttar. Af lestri greinar Vigdísar má ráða að með breyttu eftirliti eða annars konar vinnulagi í málum sem þessum sé hægt að koma í veg fyrir að brot gegn börnum inni á meðferðarheimilum geti átt sér stað. Slíkar hugmyndir eru því miður óskhyggja. Staðreyndin er sú að siðblindir menn með annarlegar hvatir leggja sig fram um að ráða sig til starfa þar sem þeir geta brotið gegn börnum. Ekki eru til þekktar aðferðir sem unnt er að beita til að greina þá fyrir fram. Sterkasta vopn barnaverndaryfirvalda í þessum efnum er að auka þekkingu á eðli kynferðisbrota þannig að þeir sem starfa með börnum séu vakandi, hlusti á börnin og bregðist við frásögn þeirra. Sakfelling Héraðsdóms Norðurlands eystra er skref í rétta átt. Dómurinn fælir kynferðisafbrotamenn frá því að ráða sig til starfa á slíkum stofnunum þar sem líklegt er að brotið komist upp. Mikilvægast er þó að hann sýnir að kerfið tekur alvarlega frásagnir þeirra barna sem hafa hugrekki til að segja frá ofbeldinu enda eiga þær stúlkur, sem þorðu að stíga fram, að hrós skilið. Þær eiga stærstan þátt í þeim áfangasigri sem dómurinn þó er. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Heiða Björg Pálmadóttir skrifar um dómsmál. Í grein Vigdísar Erlendsdóttur sálfræðings, sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 18. febrúar sl., kemur fram nokkur gagnrýni á Barnaverndarstofu í tengslum við nýfallinn dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem starfsmaður á meðferðarheimilinu Árbót var dæmdur fyrir að hafa beitt tvær stúlkur á heimilinu kynferðislegu ofbeldi á meðan hann starfaði þar. Barnaverndarstofa telur rétt að leiðrétta nokkur atriði í grein Vigdísar svo draga megi réttar ályktanir í málinu. Vorið 2008 barst tilkynning um að stúlkan A, sem dvaldist á Árbót, hefði greint frá því að hún og önnur stúlka, B, hefðu verið beittar kynferðislegu ofbeldi af hálfu tiltekins starfsmanns á heimilinu og að í eitt skipti hefðu brot átt sér stað gagnvart þeim báðum í einu. Barnaverndarstofa hlutaðist strax til um að málið yrði kært og jafnframt gaf stofan rekstraraðilum Árbótar fyrirmæli um að leysa manninn frá störfum á meðan lögregla rannsakaði málið. Báðar stúlkurnar gáfu skýrslu fyrir dómi. A staðfesti að brotin hefðu átt sér stað en B neitaði staðfastlega að nokkuð hefði gerst. Lögregla sendi málið til ríkissaksóknara og var niðurstaða saksóknara sú að fella málið niður, ekki síst með hliðsjón af misvísandi framburði stúlknanna. Vorið 2009 greindi þriðja stúlkan, C, frá því að sami starfsmaður hefði leitað á hana. Á sama tíma breytti stúlkan B sínum framburði og sagði frá því að umræddur starfsmaður hefði beitt bæði hana og stúlkuna A kynferðislegu ofbeldi. Sama dag og þær upplýsingar bárust gerði Barnaverndarstofa kröfu um að starfsmaðurinn viki á ný. Sögðu rekstraraðilar heimilisins starfsmanninum svo endanlega upp nokkrum vikum síðar. Ákæra var gefin út vegna brota á árinu 2008 gegn stúlkum A og B, og sakfelldi Héraðsdómur Norðurlands eystra starfsmanninn á dögunum fyrir brot gegn þeim báðum. Ríkissaksóknari felldi hins vegar niður mál C. Í grein Vigdísar er það gagnrýnt að Barnaverndarstofa hafi, í kjölfar niðurfellingar málsins sumarið 2008, fært viðkomandi starfsmann til í starfi á annað meðferðarheimili og heimilað honum að snúa aftur til starfa að Árbót eftir að það meðferðarheimili var lagt niður. Hið rétta er að Barnaverndarstofa hefur ekki húsbóndavald yfir starfsmönnum meðferðarheimila sem rekin eru á vegum stofunnar. Þau eru rekin af einkaaðilum en gerðir þjónustusamningar við Barnaverndarstofu um reksturinn. Það voru því rekstraraðilar heimilanna, en sömu aðilar ráku bæði meðferðarheimilin, sem tóku þessar ákvarðanir. Þegar ríkissaksóknari hafði tekið ákvörðun um að fella málið niður lögðu rekstraraðilar ríka áherslu á að viðkomandi starfsmaður sneri aftur til starfa. Við mat á því hvort mögulegt væri að gefa rekstraraðilum fyrirmæli um annað varð Barnaverndarstofa að taka mið af þeirri grundvallarreglu að maður telst saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð. Er sú regla vernduð bæði í stjórnarskránni og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Hefur Mannréttindadómstóll Evrópu t.a.m. dæmt einstaklingum bætur vegna þess að ríki hafi brotið þessa reglu. Krafa um uppsögn á þeim tíma hefði því í raun falið í sér að opinber stofnun settist í dómarasæti og svipt mann, sem hvorki hafði verið ákærður né dæmdur, lífsviðurværi sínu og mannorði án dóms og laga. Með hliðsjón af áðurnefndri grundvallarreglu er því að jafnaði ekki mögulegt að segja starfsmanni upp nema að til ákæru komi í málum af þessum toga. Með því að uppsögn eigi sér stað áður en dómur fellur getur þó verið nokkuð langt í að láta börnin njóta vafans. Þá skoðun Vigdísar, að útgáfa ákæru skipti engu máli í þessum efnum, verður að skilja á þann veg að fortakslaust beri að segja starfsmanni upp störfum ef á hann eru bornar sakir. Óþarft er að fjölyrða um þau mannréttindabrot sem af slíkri reglu hlytust eða hvernig til tækist að fá starfsfólk til að sinna meðferðarstörfum með börnum. Barnaverndarstofa hefur þó ekki útilokað að víkja frá þessari meginreglu ef sérstök rök væru fyrir því sem byggð væru á ótvíræðum forsendum. Í þessu máli voru hins vegar fyrir hendi rök sem sterklega mæltu með þeirri leið sem valin var. Síðastliðið sumar fól félags- og tryggingamálaráðuneytið sérfræðingi í vinnurétti að fara yfir embættisfærslur Barnaverndarstofu varðandi þennan þátt málsins. Niðurstaðan var sú að úrlausn þess hefði verið fullkomlega eðlileg að teknu tilliti til barnaverndarlaga og meginsjónarmiða vinnuréttar. Af lestri greinar Vigdísar má ráða að með breyttu eftirliti eða annars konar vinnulagi í málum sem þessum sé hægt að koma í veg fyrir að brot gegn börnum inni á meðferðarheimilum geti átt sér stað. Slíkar hugmyndir eru því miður óskhyggja. Staðreyndin er sú að siðblindir menn með annarlegar hvatir leggja sig fram um að ráða sig til starfa þar sem þeir geta brotið gegn börnum. Ekki eru til þekktar aðferðir sem unnt er að beita til að greina þá fyrir fram. Sterkasta vopn barnaverndaryfirvalda í þessum efnum er að auka þekkingu á eðli kynferðisbrota þannig að þeir sem starfa með börnum séu vakandi, hlusti á börnin og bregðist við frásögn þeirra. Sakfelling Héraðsdóms Norðurlands eystra er skref í rétta átt. Dómurinn fælir kynferðisafbrotamenn frá því að ráða sig til starfa á slíkum stofnunum þar sem líklegt er að brotið komist upp. Mikilvægast er þó að hann sýnir að kerfið tekur alvarlega frásagnir þeirra barna sem hafa hugrekki til að segja frá ofbeldinu enda eiga þær stúlkur, sem þorðu að stíga fram, að hrós skilið. Þær eiga stærstan þátt í þeim áfangasigri sem dómurinn þó er. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun