Sannast sagna Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur hefur í tveimur greinum í Fréttablaðinu, 18. og 23. febrúar sl., gagnrýnt Barnaverndarstofu vegna máls sem varðar kynferðislegt ofbeldi af hálfu starfsmanns meðferðarheimilisins að Árbót gegn stúlkum á heimilinu. Svar stofunnar vegna fyrri greinarinnar birtist hinn 20. febrúar. Í þessari grein verður gerð lokatilraun til að leiðrétta rangfærslur Vigdísar. Vegna trúnaðar við þau börn, sem hlut eiga að máli, getur Barnaverndarstofa, eðli málsins samkvæmt, ekki rakið málið í smáatriðum. Vigdís hefur ekki komið að þeim málum sem hún fjallar um enda bera greinaskrifin með sér að höfundur hefur takmarkaðar upplýsingar um málið og framvindu þess, bæði hjá barnaverndaryfirvöldum og réttarvörslukerfinu. Einnig bera greinarnar með sér takmarkaða þekkingu á þeim grundvallarreglum, sem íslenskum stjórnvöldum ber að fara eftir í störfum sínum, og þeim greinarmun sem gera verður á heimildum yfirvalda til þess að gera kröfur á samningsaðila, vegna þjónustusamninga sem í gildi eru, og þess að hafa húsbóndavald í vinnuréttarlegum skilningi. Í seinni grein Vigdísar er því ranglega haldið fram að lögreglurannsókn á árinu 2009 hafi verið tekin upp að frumkvæði barnaverndarstarfsmanns og að aðrir en Barnaverndarstofa hafi að lokum leitt málið til lykta. Hið rétta er að bæði málin, vorið 2008 og 2009, voru tekin upp fyrir tilverknað þeirra stúlkna sem í hlut áttu og sögðu frá ofbeldinu. Málin voru frá upphafi unnin í góðri samvinnu Barnaverndarstofu og þeirra barnaverndarnefnda sem málin vörðuðu. Þetta á við um framlagningu kæru, skýrslutökur af stúlkunum og ákvarðanir um framhald á vistun stúlknanna eða meðferðarrof eftir atvikum. Eðlilega er ákveðin verkaskipting viðhöfð í samvinnu þessara aðila í samræmi við lögbundin hlutverk þeirra. Þannig kom það t.d. í hlut barnaverndarnefnda að leggja fram kæru til lögreglu og Barnaverndarstofu að gera ráðstafanir sem lutu að meðferðarheimilinu og sakborningi. Önnur atriði eru unnin sameiginlega, svo sem tilhögun og framkvæmd rannsóknarviðtala, stuðningur við börnin sem málið snerist um svo og ýmis samskipti við réttarvörslukerfið. Gagnstætt fullyrðingu Vigdísar skal áréttað að í málinu nutu börnin alls vafa. Birtist það í þeirri staðreynd að strax og ásakanir komu upp, bæði vorið 2008 og 2009, voru frásagnir stúlknanna teknar alvarlega, hlutast til um að lögregla rannsakaði málin og starfsmaðurinn látinn víkja á meðan. Sömu sjónarmið búa að baki þeirri meginreglu að útgáfa ákæru réttlæti endanlega uppsögn starfsmanns þrátt fyrir að dómur hafi ekki fallið. Í þessu felst engin mótsögn. Eðlilegt er að sönnunarkröfur í barnaverndarkerfinu séu minni en við meðferð sakamála þrátt fyrir að ávallt þurfi að gera töluverðar kröfur til sönnunar í slíkum efnum. Hefur það verið staðfest af dómstólum. Að sama skapi felst engin mótsögn í því að þrátt fyrir umrædda meginreglu geti aðstæður í einstaka málum leitt til þess að krefjast megi að starfsmanni verði sagt upp á fyrri stigum. Fer slíkt mat eftir gögnum í hverju og einu máli. Stjórnvöldum er skylt að meta hvert mál fyrir sig og gæta að þess að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er miðað við málavexti. Áköll um fortakslausar uppsagnir, komi upp grunur um að brotið hafi verið gegn barni, eru hins vegar tilfinningalegs eðlis. Eðlilegt er að slík mál veki upp sterkar tilfinningar en stjórnvöld mega hins vegar ekki falla í þá gryfju að láta tilfinningaleg viðbrögð stjórna vinnslu mála. Þeim ber skylda til að meta málin af yfirvegun með hliðsjón af staðreyndum hvers máls. Ekki verður séð í hvaða tilgangi Vigdís tengir saman umrætt kynferðisbrotamál og fyrirkomulag eftirlits með starfsemi meðferðarheimila. Slíkt væri að sjálfsögðu skiljanlegt ef unnt væri að sýna fram á tengsl málsins við einhverja hnökra í framkvæmd eftirlits af hálfu Barnaverndarstofu og þeirra kynferðisbrotamála sem Vigdís gerir að umtalsefni. Í þessum efnum er rétt að vekja athygli á því að síðastliðið sumar fól félags- og tryggingamálaráðuneytið sjálfstætt starfandi sérfræðingi að fara yfir málið. Fólst sú úttekt meðal annars í því að meta hvort eftirlit Barnaverndarstofu með meðferðarheimilum á vegum stofunnar væri fullnægjandi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaða ráðuneytisins eftir þá úttekt var afar jákvæð og að ekki væri ástæða til að gera efnislegar athugasemdir við eftirlitið. Hugmyndir, sem birtast í greinum Vigdísar, eru ekki nýjar af nálinni og hefur Barnaverndarstofa til að mynda við ýmis tækifæri lagt til að fela sjálfstæðum aðila að hafa eftirlit með meðferðarheimilum samkvæmt barnaverndarlögum. Stofunni er ekkert kappsmál að hafa slíkt eftirlit alfarið í sínum vegum. Nú síðast lagði Barnaverndarstofa fram slíkar tillögur í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur hefur í tveimur greinum í Fréttablaðinu, 18. og 23. febrúar sl., gagnrýnt Barnaverndarstofu vegna máls sem varðar kynferðislegt ofbeldi af hálfu starfsmanns meðferðarheimilisins að Árbót gegn stúlkum á heimilinu. Svar stofunnar vegna fyrri greinarinnar birtist hinn 20. febrúar. Í þessari grein verður gerð lokatilraun til að leiðrétta rangfærslur Vigdísar. Vegna trúnaðar við þau börn, sem hlut eiga að máli, getur Barnaverndarstofa, eðli málsins samkvæmt, ekki rakið málið í smáatriðum. Vigdís hefur ekki komið að þeim málum sem hún fjallar um enda bera greinaskrifin með sér að höfundur hefur takmarkaðar upplýsingar um málið og framvindu þess, bæði hjá barnaverndaryfirvöldum og réttarvörslukerfinu. Einnig bera greinarnar með sér takmarkaða þekkingu á þeim grundvallarreglum, sem íslenskum stjórnvöldum ber að fara eftir í störfum sínum, og þeim greinarmun sem gera verður á heimildum yfirvalda til þess að gera kröfur á samningsaðila, vegna þjónustusamninga sem í gildi eru, og þess að hafa húsbóndavald í vinnuréttarlegum skilningi. Í seinni grein Vigdísar er því ranglega haldið fram að lögreglurannsókn á árinu 2009 hafi verið tekin upp að frumkvæði barnaverndarstarfsmanns og að aðrir en Barnaverndarstofa hafi að lokum leitt málið til lykta. Hið rétta er að bæði málin, vorið 2008 og 2009, voru tekin upp fyrir tilverknað þeirra stúlkna sem í hlut áttu og sögðu frá ofbeldinu. Málin voru frá upphafi unnin í góðri samvinnu Barnaverndarstofu og þeirra barnaverndarnefnda sem málin vörðuðu. Þetta á við um framlagningu kæru, skýrslutökur af stúlkunum og ákvarðanir um framhald á vistun stúlknanna eða meðferðarrof eftir atvikum. Eðlilega er ákveðin verkaskipting viðhöfð í samvinnu þessara aðila í samræmi við lögbundin hlutverk þeirra. Þannig kom það t.d. í hlut barnaverndarnefnda að leggja fram kæru til lögreglu og Barnaverndarstofu að gera ráðstafanir sem lutu að meðferðarheimilinu og sakborningi. Önnur atriði eru unnin sameiginlega, svo sem tilhögun og framkvæmd rannsóknarviðtala, stuðningur við börnin sem málið snerist um svo og ýmis samskipti við réttarvörslukerfið. Gagnstætt fullyrðingu Vigdísar skal áréttað að í málinu nutu börnin alls vafa. Birtist það í þeirri staðreynd að strax og ásakanir komu upp, bæði vorið 2008 og 2009, voru frásagnir stúlknanna teknar alvarlega, hlutast til um að lögregla rannsakaði málin og starfsmaðurinn látinn víkja á meðan. Sömu sjónarmið búa að baki þeirri meginreglu að útgáfa ákæru réttlæti endanlega uppsögn starfsmanns þrátt fyrir að dómur hafi ekki fallið. Í þessu felst engin mótsögn. Eðlilegt er að sönnunarkröfur í barnaverndarkerfinu séu minni en við meðferð sakamála þrátt fyrir að ávallt þurfi að gera töluverðar kröfur til sönnunar í slíkum efnum. Hefur það verið staðfest af dómstólum. Að sama skapi felst engin mótsögn í því að þrátt fyrir umrædda meginreglu geti aðstæður í einstaka málum leitt til þess að krefjast megi að starfsmanni verði sagt upp á fyrri stigum. Fer slíkt mat eftir gögnum í hverju og einu máli. Stjórnvöldum er skylt að meta hvert mál fyrir sig og gæta að þess að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er miðað við málavexti. Áköll um fortakslausar uppsagnir, komi upp grunur um að brotið hafi verið gegn barni, eru hins vegar tilfinningalegs eðlis. Eðlilegt er að slík mál veki upp sterkar tilfinningar en stjórnvöld mega hins vegar ekki falla í þá gryfju að láta tilfinningaleg viðbrögð stjórna vinnslu mála. Þeim ber skylda til að meta málin af yfirvegun með hliðsjón af staðreyndum hvers máls. Ekki verður séð í hvaða tilgangi Vigdís tengir saman umrætt kynferðisbrotamál og fyrirkomulag eftirlits með starfsemi meðferðarheimila. Slíkt væri að sjálfsögðu skiljanlegt ef unnt væri að sýna fram á tengsl málsins við einhverja hnökra í framkvæmd eftirlits af hálfu Barnaverndarstofu og þeirra kynferðisbrotamála sem Vigdís gerir að umtalsefni. Í þessum efnum er rétt að vekja athygli á því að síðastliðið sumar fól félags- og tryggingamálaráðuneytið sjálfstætt starfandi sérfræðingi að fara yfir málið. Fólst sú úttekt meðal annars í því að meta hvort eftirlit Barnaverndarstofu með meðferðarheimilum á vegum stofunnar væri fullnægjandi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaða ráðuneytisins eftir þá úttekt var afar jákvæð og að ekki væri ástæða til að gera efnislegar athugasemdir við eftirlitið. Hugmyndir, sem birtast í greinum Vigdísar, eru ekki nýjar af nálinni og hefur Barnaverndarstofa til að mynda við ýmis tækifæri lagt til að fela sjálfstæðum aðila að hafa eftirlit með meðferðarheimilum samkvæmt barnaverndarlögum. Stofunni er ekkert kappsmál að hafa slíkt eftirlit alfarið í sínum vegum. Nú síðast lagði Barnaverndarstofa fram slíkar tillögur í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun