Þekking í ríki óttans Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að vísa beri prófessor Anne Sibert úr peningastefnunefnd Seðlabankans vegna greinar sem hún birti sem fræðimaður á veftímaritinu Voxeu.org bendir óneitanlega til þess að lítið hafi breyst í heimi stjórnmálanna við hrunið. Íslenskir fræðimenn hafa búið við hótanir af þessu tagi í áraraðir. Nú má helst enginn hafa sjálfstæða þekkingu og tjá sig um IceSave vegna þess að samningar standa yfir um IceSave. Fyrir hrun bankanna mátti enginn hafa sjálfstæða þekkingu og fjalla um málefni bankanna á opinberum vettvangi. Það var of viðkvæmt fyrir markaðinn og gat valdið áhlaupi á bankana. Í grein í Fréttablaðinu 19.febrúar sl. gengur formaðurinn svo langt að ætla þessum fræðimanni að vera þátttakandi í pólitík og pólitísku útspili. Það er þröngsýni stjórnmálamanns að halda að allir vilji stunda pólitík. Anne Sibert veitir Seðlabanka Íslands sérfræðilega þjónustu með setu sinni í peningastefnunefnd. Að öðru leyti er Anne Sibert þekktur fræðimaður sem hefur ekki áhuga á pólitík í sjálfri sér, en hefur eins og flestir fræðimenn meiri áhuga á fræðilegri þróun þekkingar í opnum umræðum við aðra fræðimenn. Fræðimönnum er almennt meira umhugað um faglegan heiður sinn en athygli stjórnmálamanna, enda liggur að baki þrotlaus vinna í harðri samkeppni innan fræðaheimsins. Þar er mikið í húfi fyrir fræðimann sem vill vera tekinn alvarlega sem slíkur, en það er nokkuð sem íslenskum stjórnmálamönnum hefur reynst erfitt að skilja. Heimur stjórnmálanna og fræðaheimurinn eru nokkuð aðskildir heimar. Það sem tikkar í pólitík tikkar ekki í fræðaheiminum. En það er eðli nútímaríkis og lýðræðisþróunar í frjálsum samfélögum að þar eru margir gerendur, þ.e. gerendur á sviði stjórnmála, þekkingar, upplýsinga, hagsmuna og almenningur. Þessir heimar skarast og í siðuðum samfélögum þar sem margir taka þátt í umræðunni fer betur á rökræðu en hótunum. Þá á enginn einn að hafa það hlutverk að „stjórna" umræðunni. Það er einræði. Þöggun og skortur á gagnrýnni umræðu áttu sinn þátt í hruninu. Þá var það fyrst og fremst heimur viðskiptalífsins sem hafði með aðstoð íslenskra stjórnmálamanna yfirtekið upplýsingastreymi til almennings í landinu og skrúfað þannig fyrir súrefnið í stjórnkerfi lýðræðisins. Íslensk stjórnmál sem ætla að lifa af áskoranir 21. aldarinnar verða að laga sig að þeirri staðreynd að stjórnmálamenn þjóðríkja eru stjórnmálamenn í alþjóðlegu samhengi, en ekki bara stjórnmálamenn í sínu kjördæmi. Með aukinni þekkingu, betra aðgengi að upplýsingum og alþjóðlegri skírskotun fjölgar gerendum sem geta haft bein eða óbein áhrif í heimi íslenskra stjórnmála, gerendum sem stjórnmálamenn nútímans hafa ekkert vald yfir, gerendum sem eiga ekkert undir íslenskum stjórnmálamönnum. Þessi þróun kann að vera ógn fyrir stjórnmálamenn sem vilja halda í þrönga flokkspólitíska hagsmuni, en hún kann þó að eigi eftir að koma lýðræðinu til bjargar. Það er barnaskapur formannsins að halda að í skrifum prófessorsins sé eitthvað nýtt að finna fyrir viðsemjendur Íslendinga í IceSavedeilunni. Allar upplýsingar sem prófessorinn notar í greiningu sinni eru opinberar upplýsingar. Þá get ég fullvissað formanninn um það að í ráðuneytum Bretlands og Hollands er e.t.v. að finna ítarlegri greiningar á stöðu Íslands en finna má hér á landi. Það sem meira er, þar gæti einnig verið að finna betri forsendur að greiningu á möguleikum og tækifærum Íslands en fram hafa komið hér á landi. Þetta kemur til af því að í fyrsta lagi hafa stærri samfélög aðgang að stærra úrtaki fólks til að byggja upp hóp góðra sérfræðinga. Það gefur meira svigrúm til að skipulegga stjórnkerfið með þeim hætti að kostir sérhæfingarinnar nýtast sem best. Í öðru lagi þá eru í Hollandi og Bretlandi sérfræðingar innan stjórnsýslunnar sem hafa fengið starf sitt með því að þreyja samkeppnispróf og fara í gegnum þröngt nálarauga ráðningarnefnda og eru því að störfum eingöngu vegna verðleika sinna og hæfni. Í þriðja lagi, þarna er sérfræðingum upp á lagt að horfa til lengri tíma og fást við vandasamar hagfræðilegar, pólitískar og stjórnsýslulegar greiningar með alþjóðlegri skírskotun dag út og dag inn. Þarna eru sérfræðingar sem líta á Ísland sem sjálfstætt, fullvalda, norrænt ríki og skoða hagsmuni þess út frá þjóðarhagsmunum landsins í heild, en eru ekki bundnir af nýlenduótta eða staðbundinni pólitík og hagsmunum einstakra kjördæma. Sýn sem hafin er yfir ótta og þrönga hagsmuni gæti breytt mörgu um framtíð Íslands. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsing formanns Framsóknarflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um að vísa beri prófessor Anne Sibert úr peningastefnunefnd Seðlabankans vegna greinar sem hún birti sem fræðimaður á veftímaritinu Voxeu.org bendir óneitanlega til þess að lítið hafi breyst í heimi stjórnmálanna við hrunið. Íslenskir fræðimenn hafa búið við hótanir af þessu tagi í áraraðir. Nú má helst enginn hafa sjálfstæða þekkingu og tjá sig um IceSave vegna þess að samningar standa yfir um IceSave. Fyrir hrun bankanna mátti enginn hafa sjálfstæða þekkingu og fjalla um málefni bankanna á opinberum vettvangi. Það var of viðkvæmt fyrir markaðinn og gat valdið áhlaupi á bankana. Í grein í Fréttablaðinu 19.febrúar sl. gengur formaðurinn svo langt að ætla þessum fræðimanni að vera þátttakandi í pólitík og pólitísku útspili. Það er þröngsýni stjórnmálamanns að halda að allir vilji stunda pólitík. Anne Sibert veitir Seðlabanka Íslands sérfræðilega þjónustu með setu sinni í peningastefnunefnd. Að öðru leyti er Anne Sibert þekktur fræðimaður sem hefur ekki áhuga á pólitík í sjálfri sér, en hefur eins og flestir fræðimenn meiri áhuga á fræðilegri þróun þekkingar í opnum umræðum við aðra fræðimenn. Fræðimönnum er almennt meira umhugað um faglegan heiður sinn en athygli stjórnmálamanna, enda liggur að baki þrotlaus vinna í harðri samkeppni innan fræðaheimsins. Þar er mikið í húfi fyrir fræðimann sem vill vera tekinn alvarlega sem slíkur, en það er nokkuð sem íslenskum stjórnmálamönnum hefur reynst erfitt að skilja. Heimur stjórnmálanna og fræðaheimurinn eru nokkuð aðskildir heimar. Það sem tikkar í pólitík tikkar ekki í fræðaheiminum. En það er eðli nútímaríkis og lýðræðisþróunar í frjálsum samfélögum að þar eru margir gerendur, þ.e. gerendur á sviði stjórnmála, þekkingar, upplýsinga, hagsmuna og almenningur. Þessir heimar skarast og í siðuðum samfélögum þar sem margir taka þátt í umræðunni fer betur á rökræðu en hótunum. Þá á enginn einn að hafa það hlutverk að „stjórna" umræðunni. Það er einræði. Þöggun og skortur á gagnrýnni umræðu áttu sinn þátt í hruninu. Þá var það fyrst og fremst heimur viðskiptalífsins sem hafði með aðstoð íslenskra stjórnmálamanna yfirtekið upplýsingastreymi til almennings í landinu og skrúfað þannig fyrir súrefnið í stjórnkerfi lýðræðisins. Íslensk stjórnmál sem ætla að lifa af áskoranir 21. aldarinnar verða að laga sig að þeirri staðreynd að stjórnmálamenn þjóðríkja eru stjórnmálamenn í alþjóðlegu samhengi, en ekki bara stjórnmálamenn í sínu kjördæmi. Með aukinni þekkingu, betra aðgengi að upplýsingum og alþjóðlegri skírskotun fjölgar gerendum sem geta haft bein eða óbein áhrif í heimi íslenskra stjórnmála, gerendum sem stjórnmálamenn nútímans hafa ekkert vald yfir, gerendum sem eiga ekkert undir íslenskum stjórnmálamönnum. Þessi þróun kann að vera ógn fyrir stjórnmálamenn sem vilja halda í þrönga flokkspólitíska hagsmuni, en hún kann þó að eigi eftir að koma lýðræðinu til bjargar. Það er barnaskapur formannsins að halda að í skrifum prófessorsins sé eitthvað nýtt að finna fyrir viðsemjendur Íslendinga í IceSavedeilunni. Allar upplýsingar sem prófessorinn notar í greiningu sinni eru opinberar upplýsingar. Þá get ég fullvissað formanninn um það að í ráðuneytum Bretlands og Hollands er e.t.v. að finna ítarlegri greiningar á stöðu Íslands en finna má hér á landi. Það sem meira er, þar gæti einnig verið að finna betri forsendur að greiningu á möguleikum og tækifærum Íslands en fram hafa komið hér á landi. Þetta kemur til af því að í fyrsta lagi hafa stærri samfélög aðgang að stærra úrtaki fólks til að byggja upp hóp góðra sérfræðinga. Það gefur meira svigrúm til að skipulegga stjórnkerfið með þeim hætti að kostir sérhæfingarinnar nýtast sem best. Í öðru lagi þá eru í Hollandi og Bretlandi sérfræðingar innan stjórnsýslunnar sem hafa fengið starf sitt með því að þreyja samkeppnispróf og fara í gegnum þröngt nálarauga ráðningarnefnda og eru því að störfum eingöngu vegna verðleika sinna og hæfni. Í þriðja lagi, þarna er sérfræðingum upp á lagt að horfa til lengri tíma og fást við vandasamar hagfræðilegar, pólitískar og stjórnsýslulegar greiningar með alþjóðlegri skírskotun dag út og dag inn. Þarna eru sérfræðingar sem líta á Ísland sem sjálfstætt, fullvalda, norrænt ríki og skoða hagsmuni þess út frá þjóðarhagsmunum landsins í heild, en eru ekki bundnir af nýlenduótta eða staðbundinni pólitík og hagsmunum einstakra kjördæma. Sýn sem hafin er yfir ótta og þrönga hagsmuni gæti breytt mörgu um framtíð Íslands. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun