Opið bréf til heilbrigðisráðherra Árni Stefánsson skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Ágæta Álfheiður. Árlega fæðast á Íslandi að meðaltali um 10 börn með skarð í vör og/eða gómi. Kostnaður við munnholsaðgerðir, tannréttingar og talþjálfun þessara barna er vart mælanlegur á skala heilbrigðiskerfisins. Það er því með ólíkindum að stærstur hluti kostnaðarins skuli lenda á foreldrum þeirra. Um áramótin tóku gildi þrjár reglugerðir þínar um endurgreiðslu vegna tannréttinga. Í umfjöllun um reglugerðirnar í útvarpsviðtali í morgunþætti Bylgjunnar þann 3. febrúar sagðir þú meðal annars „…og það sem við gerðum nú um áramótin eða ég var að stórauka þátttöku ríkisins í tannlækningum og tannréttingum barna sem að fæðast með alvarlega galla, skarð í vör/góm, mikla tannvöntun og þess háttar.“ Jafnframt sagðir þú: „...mér finnst það brýnast að þeir einstaklingar sem fæðast með galla í munnholi eða lenda í slysum, fái sömu þjónustu og þurfi ekki að borga fyrir hana úr eigin vasa eins og þeir sem brjóta fót eða fæðast með aðra galla…“ og orðrétt bendir á að „stærsti reikningurinn sem ég hef séð vegna tannréttinga barns með meðfæddan galla er 5 milljónir króna sem foreldrar hafa þurft að greiða úr eigin vasa og þetta er auðvitað ekki boðlegt“. Í ljósi þessara orða skýtur skökku við að í reglugerðunum er skýrt kveðið á um það að endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna vinnu tannréttingarsérfræðinga og kjálkaskurðlækna vegna víkkunar efri góms barna með skarð í góm fyrir beinígræðslu sé kr. 138.600 og hámarksendurgreiðsla fyrir tannréttingarmeðferð barna með skarð í vör og góm sé einungis ákveðin kr. 554.000. Jafnframt þessu „verður“ tannréttingameðferðinni að ljúka á innan við 3 árum. Nú spyr ég: 1) Samkvæmt nýrri reglugerð þinni, sérðu annað fyrir þér en foreldrar með sambærilegt tilvik og þeir sem horfðu á 5 milljóna reikning vegna tannréttinga muni nú horfa á eigin kostnað upp á 4,3 milljónir króna? Þá má jafnframt benda á þá staðreynd að heildarverðbólga síðustu 3 ára hefur verið um 34% og því hefur verð aðfanga og þjónustu hækkað verulega. 2) Hvernig getur þetta talist stóraukin þátttaka ríkisins? 3) Það má nefna mjög mörg dæmi þess að tannréttingar barna með skarð í vör og gómi hafi tekið mun lengri tíma en 3 ár, jafnvel 11-15 ára ferli sem byggir á náinni samvinnu kjálkaskurðlækna, lýtalækna, talmeinafræðinga og tannréttingasérfræðinga. Hvernig rökstyður þú þá ákvörðun að í nýju reglugerðinni er endurgreiðsla háð því að heildartími tannréttingarmeðferðar fari ekki yfir 3 ár og kynnir reglugerðina sem verulega réttarbót? Sé þetta skjaldborgin sem velferðarstjórnin ætlar sér að slá um börn með skarð í vör og góm og foreldra þeirra barna tel ég einsýnt að margir myndu kjósa að standa fyrir utan hana enda voru réttindi margra betur tryggð með gamla kerfinu og endurgreiðsluhlutfallinu eins dapurlegt og það var nú samt. Séu nýju reglugerðirnar settar með góðum vilja sýnist mér þær, því miður, bera vott um vanþekkingu á viðfangsefninu. Félags- og velferðarsamfélag verður ekki einungis skapað með orðum heldur einnig með athöfnum. Það er til skammar að agnarsmár minnihlutahópur barna með fæðingargalla, sem er enn alvarlegri en ella vegna sýnileika, skuli sífellt verða hornreka í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Annað hvort vegna áhugaleysis ráðherra eða þess að kerfið virðist ekki ná því sem það telur „ásættanlega“ samninga við tannréttingasérfræðinga og talmeinafræðinga. Hér er ekki um neinar „Icesave“ upphæðir að tefla. Hér er einfaldlega beðið um það að mannréttindi barna með áberandi fæðingargalla séu tryggð án tillits til fjárhags foreldra. Tilfellin eru það fá að líklega myndi árlegur viðbótarkostnaður vera í kringum 10 milljónir eða rétt um einn tíuþúsundasti hluti af kostnaðinum við heilbrigðiskerfið samkvæmt fjárlögum 2010 til að setja þetta í samhengi! Tveir síðustu forverar þínir í starfi lofuðu að koma þessum réttindamálum í lag en stóðu ekki við það. Gríptu nú daginn og nýttu til góðra verka! Það sem þarf til er einföld ákvörðun þín um að kostnaður við þessar nauðsynlegu meðferðir flytjist frá foreldrum til hins almenna heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis. Ég er fullviss um það að sátt væri um slíka ákvörðun í samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í stjórn Breiðrabrosa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæta Álfheiður. Árlega fæðast á Íslandi að meðaltali um 10 börn með skarð í vör og/eða gómi. Kostnaður við munnholsaðgerðir, tannréttingar og talþjálfun þessara barna er vart mælanlegur á skala heilbrigðiskerfisins. Það er því með ólíkindum að stærstur hluti kostnaðarins skuli lenda á foreldrum þeirra. Um áramótin tóku gildi þrjár reglugerðir þínar um endurgreiðslu vegna tannréttinga. Í umfjöllun um reglugerðirnar í útvarpsviðtali í morgunþætti Bylgjunnar þann 3. febrúar sagðir þú meðal annars „…og það sem við gerðum nú um áramótin eða ég var að stórauka þátttöku ríkisins í tannlækningum og tannréttingum barna sem að fæðast með alvarlega galla, skarð í vör/góm, mikla tannvöntun og þess háttar.“ Jafnframt sagðir þú: „...mér finnst það brýnast að þeir einstaklingar sem fæðast með galla í munnholi eða lenda í slysum, fái sömu þjónustu og þurfi ekki að borga fyrir hana úr eigin vasa eins og þeir sem brjóta fót eða fæðast með aðra galla…“ og orðrétt bendir á að „stærsti reikningurinn sem ég hef séð vegna tannréttinga barns með meðfæddan galla er 5 milljónir króna sem foreldrar hafa þurft að greiða úr eigin vasa og þetta er auðvitað ekki boðlegt“. Í ljósi þessara orða skýtur skökku við að í reglugerðunum er skýrt kveðið á um það að endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna vinnu tannréttingarsérfræðinga og kjálkaskurðlækna vegna víkkunar efri góms barna með skarð í góm fyrir beinígræðslu sé kr. 138.600 og hámarksendurgreiðsla fyrir tannréttingarmeðferð barna með skarð í vör og góm sé einungis ákveðin kr. 554.000. Jafnframt þessu „verður“ tannréttingameðferðinni að ljúka á innan við 3 árum. Nú spyr ég: 1) Samkvæmt nýrri reglugerð þinni, sérðu annað fyrir þér en foreldrar með sambærilegt tilvik og þeir sem horfðu á 5 milljóna reikning vegna tannréttinga muni nú horfa á eigin kostnað upp á 4,3 milljónir króna? Þá má jafnframt benda á þá staðreynd að heildarverðbólga síðustu 3 ára hefur verið um 34% og því hefur verð aðfanga og þjónustu hækkað verulega. 2) Hvernig getur þetta talist stóraukin þátttaka ríkisins? 3) Það má nefna mjög mörg dæmi þess að tannréttingar barna með skarð í vör og gómi hafi tekið mun lengri tíma en 3 ár, jafnvel 11-15 ára ferli sem byggir á náinni samvinnu kjálkaskurðlækna, lýtalækna, talmeinafræðinga og tannréttingasérfræðinga. Hvernig rökstyður þú þá ákvörðun að í nýju reglugerðinni er endurgreiðsla háð því að heildartími tannréttingarmeðferðar fari ekki yfir 3 ár og kynnir reglugerðina sem verulega réttarbót? Sé þetta skjaldborgin sem velferðarstjórnin ætlar sér að slá um börn með skarð í vör og góm og foreldra þeirra barna tel ég einsýnt að margir myndu kjósa að standa fyrir utan hana enda voru réttindi margra betur tryggð með gamla kerfinu og endurgreiðsluhlutfallinu eins dapurlegt og það var nú samt. Séu nýju reglugerðirnar settar með góðum vilja sýnist mér þær, því miður, bera vott um vanþekkingu á viðfangsefninu. Félags- og velferðarsamfélag verður ekki einungis skapað með orðum heldur einnig með athöfnum. Það er til skammar að agnarsmár minnihlutahópur barna með fæðingargalla, sem er enn alvarlegri en ella vegna sýnileika, skuli sífellt verða hornreka í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Annað hvort vegna áhugaleysis ráðherra eða þess að kerfið virðist ekki ná því sem það telur „ásættanlega“ samninga við tannréttingasérfræðinga og talmeinafræðinga. Hér er ekki um neinar „Icesave“ upphæðir að tefla. Hér er einfaldlega beðið um það að mannréttindi barna með áberandi fæðingargalla séu tryggð án tillits til fjárhags foreldra. Tilfellin eru það fá að líklega myndi árlegur viðbótarkostnaður vera í kringum 10 milljónir eða rétt um einn tíuþúsundasti hluti af kostnaðinum við heilbrigðiskerfið samkvæmt fjárlögum 2010 til að setja þetta í samhengi! Tveir síðustu forverar þínir í starfi lofuðu að koma þessum réttindamálum í lag en stóðu ekki við það. Gríptu nú daginn og nýttu til góðra verka! Það sem þarf til er einföld ákvörðun þín um að kostnaður við þessar nauðsynlegu meðferðir flytjist frá foreldrum til hins almenna heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis. Ég er fullviss um það að sátt væri um slíka ákvörðun í samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í stjórn Breiðrabrosa.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun