Opinbert starf fyrir alla? 25. febrúar 2010 06:00 Í þeirri aðlögun sem fram undan er í ríkisfjármálum verður illa komist hjá því að flestir hópar samfélagsins verði fyrir einhverri rýrnun lífskjara. Til að lágmarka þann skaða er mikilvægt að leiðarljós aðlögunar verði hagsýni, raunsæi og heildarhagsmunir. Þar knýr á um að stjórnvöld geri sér grein fyrir hagrænum afleiðingum þess að ójafnvægi myndist á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Á undanförnum áratug hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 30% og starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu um 55%, en á sama tíma hefur starfsmönnum á almennum vinnumarkaði einungis fjölgað um 3%. Frá hruni bankanna hefur lítil aðlögun átt sér stað meðal opinberra starfsmanna, en til marks um það fjölgaði þeim um 300 á milli áranna 2008 og 2009 á sama tíma og atvinnulausum fjölgaði um 10.000. Um þessar staðreyndir er ekki deilt. Nú nýlega gaf formaður BSRB frá sér yfirlýsingu um orsakir þessarar þróunar og kallaði samhliða eftir skýrari svörum af hálfu Viðskiptaráðs um ástæður þess að slíkt ójafnvægi milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins væri óheppilegt. Formaður BSRB telur að réttmætar forsendur séu fyrir fjölgun opinberra starfsmanna enda sé verkefnastaða opinberra starfsmanna betri en nokkru sinni áður. Að sama skapi gerir formaðurinn undirrituðum upp þá skoðun að „réttlát niðurstaða" í þessu máli feli í sér aukið atvinnuleysi í samfélaginu. Viðskiptaráð hefur á undanförnum vikum haldið uppi virkri umræðu um stöðu ríkisfjármála. Í skýrslu sem kynnt var í desember síðastliðnum var farið ítarlega yfir þróun í fjármálum hins opinbera undanfarna áratugi, lögð fram málefnaleg gagnrýni á fyrirliggjandi skattabreytingar og rökstuddar tillögur til úrbóta í ríkisfjármálum. Enn fremur er ástæða til að undirstrika þá staðreynd að í tillögum Viðskiptaráðs er lögð rík áhersla á að staðinn verði vörður um velferðarmál. Það vekur því nokkra furðu að óskað sé eftir nákvæmari útlistingu á skoðunum Viðskiptaráðs í þessum efnum, því fáir hafa talað skýrar. Það mætti aftur á móti varpa þeirri spurningu til forsvarsmanna stéttarfélaga opinberra starfsmanna hvernig þeir hafi hugsað sér að brúa 200 milljarða fjárlagahalla. Vandinn er ótvíræður og hverfur ekki þó um hann sé ekki rætt. Að sama skapi er ljóst að fullyrðingar um að hlutfallsleg fækkun opinberra starfsmanna leiði til aukins atvinnuleysis standast ekki nánari skoðun. Ef hægt væri að leiðrétta atvinnuleysi með fjölgun opinberra starfsmanna mætti spyrja af hverju þeim 15.000 einstaklingum sem nú eru án atvinnu er ekki boðið starf á vegum hins opinbera. Það er varla svo að um sé að ræða verri starfsmenn en starfa hjá hinu opinbera og líkt og formaður BSRB gerði grein fyrir ætti ekki að reynast vandasamt að verða þeim út um verkefni. Svarið er einfalt. Ef 15.000 manns væru ráðnir inn á meðalkjörum opinberra starfsmanna myndi árlegur launakostnaður ríkisins hækka um tæplega 100 milljarða króna. Þessa upphæð má hæglega tvöfalda ef bætt er við lífeyrisréttindum, húsnæði og öðrum rekstrarkostnaði sem störfunum fylgja. Með þessari einföldu lausn gegn atvinnuleysi stæðu stjórnvöld í þeim sporum að afla þyrfti 200 milljarða í viðbótartekjur. Það er óhugsandi að hægt væri að leggja á slíka skatta á heimili og fyrirtæki án þess að afleiðingin yrði fjöldauppsagnir, gjaldþrot fyrirtækja, kaupmáttarrýrnun og gríðarleg aukning á svartri atvinnustarfsemi. Í kjölfarið myndi fylgja meira atvinnuleysi og enn hærra hlutfall opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð er því þvert á móti að reyna að verja störf með því að benda á það hættulega ójafnvægi sem myndast hefur á undanförnum árum. Verðmætasköpun einkageirans er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja opinber störf til frambúðar og viðhalda því öfluga velferðarkerfi sem við búum við í dag. Formaður BSRB benti á í pistli sínum að umræða um atvinnumál sé viðkvæm í eðli sínu og krefjist yfirvegunar. Hvort tveggja er rétt, en hún krefst ekki síður raunsæis. Óraunhæfar væntingar um eðli hagkerfa eru því skammgóður vermir í baráttunni sem fram undan er í fjármálum hins opinbera. Fækkun starfa er alvarleg, hvort sem um er að ræða opinbera starfsmenn eða aðra. Viðskiptaráð hefur lagt fram tillögur sem miða að því að lágmarka röskun hagkerfisins vegna aðlögunar í ríkisfjármálum, stuðla að sköpun nýrra starfa, viðhalda almennri velferð og tryggja langtímasjálfbærni í ríkisfjármálum. Skýrari verður málflutningurinn varla. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri aðlögun sem fram undan er í ríkisfjármálum verður illa komist hjá því að flestir hópar samfélagsins verði fyrir einhverri rýrnun lífskjara. Til að lágmarka þann skaða er mikilvægt að leiðarljós aðlögunar verði hagsýni, raunsæi og heildarhagsmunir. Þar knýr á um að stjórnvöld geri sér grein fyrir hagrænum afleiðingum þess að ójafnvægi myndist á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Á undanförnum áratug hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 30% og starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu um 55%, en á sama tíma hefur starfsmönnum á almennum vinnumarkaði einungis fjölgað um 3%. Frá hruni bankanna hefur lítil aðlögun átt sér stað meðal opinberra starfsmanna, en til marks um það fjölgaði þeim um 300 á milli áranna 2008 og 2009 á sama tíma og atvinnulausum fjölgaði um 10.000. Um þessar staðreyndir er ekki deilt. Nú nýlega gaf formaður BSRB frá sér yfirlýsingu um orsakir þessarar þróunar og kallaði samhliða eftir skýrari svörum af hálfu Viðskiptaráðs um ástæður þess að slíkt ójafnvægi milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins væri óheppilegt. Formaður BSRB telur að réttmætar forsendur séu fyrir fjölgun opinberra starfsmanna enda sé verkefnastaða opinberra starfsmanna betri en nokkru sinni áður. Að sama skapi gerir formaðurinn undirrituðum upp þá skoðun að „réttlát niðurstaða" í þessu máli feli í sér aukið atvinnuleysi í samfélaginu. Viðskiptaráð hefur á undanförnum vikum haldið uppi virkri umræðu um stöðu ríkisfjármála. Í skýrslu sem kynnt var í desember síðastliðnum var farið ítarlega yfir þróun í fjármálum hins opinbera undanfarna áratugi, lögð fram málefnaleg gagnrýni á fyrirliggjandi skattabreytingar og rökstuddar tillögur til úrbóta í ríkisfjármálum. Enn fremur er ástæða til að undirstrika þá staðreynd að í tillögum Viðskiptaráðs er lögð rík áhersla á að staðinn verði vörður um velferðarmál. Það vekur því nokkra furðu að óskað sé eftir nákvæmari útlistingu á skoðunum Viðskiptaráðs í þessum efnum, því fáir hafa talað skýrar. Það mætti aftur á móti varpa þeirri spurningu til forsvarsmanna stéttarfélaga opinberra starfsmanna hvernig þeir hafi hugsað sér að brúa 200 milljarða fjárlagahalla. Vandinn er ótvíræður og hverfur ekki þó um hann sé ekki rætt. Að sama skapi er ljóst að fullyrðingar um að hlutfallsleg fækkun opinberra starfsmanna leiði til aukins atvinnuleysis standast ekki nánari skoðun. Ef hægt væri að leiðrétta atvinnuleysi með fjölgun opinberra starfsmanna mætti spyrja af hverju þeim 15.000 einstaklingum sem nú eru án atvinnu er ekki boðið starf á vegum hins opinbera. Það er varla svo að um sé að ræða verri starfsmenn en starfa hjá hinu opinbera og líkt og formaður BSRB gerði grein fyrir ætti ekki að reynast vandasamt að verða þeim út um verkefni. Svarið er einfalt. Ef 15.000 manns væru ráðnir inn á meðalkjörum opinberra starfsmanna myndi árlegur launakostnaður ríkisins hækka um tæplega 100 milljarða króna. Þessa upphæð má hæglega tvöfalda ef bætt er við lífeyrisréttindum, húsnæði og öðrum rekstrarkostnaði sem störfunum fylgja. Með þessari einföldu lausn gegn atvinnuleysi stæðu stjórnvöld í þeim sporum að afla þyrfti 200 milljarða í viðbótartekjur. Það er óhugsandi að hægt væri að leggja á slíka skatta á heimili og fyrirtæki án þess að afleiðingin yrði fjöldauppsagnir, gjaldþrot fyrirtækja, kaupmáttarrýrnun og gríðarleg aukning á svartri atvinnustarfsemi. Í kjölfarið myndi fylgja meira atvinnuleysi og enn hærra hlutfall opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð er því þvert á móti að reyna að verja störf með því að benda á það hættulega ójafnvægi sem myndast hefur á undanförnum árum. Verðmætasköpun einkageirans er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja opinber störf til frambúðar og viðhalda því öfluga velferðarkerfi sem við búum við í dag. Formaður BSRB benti á í pistli sínum að umræða um atvinnumál sé viðkvæm í eðli sínu og krefjist yfirvegunar. Hvort tveggja er rétt, en hún krefst ekki síður raunsæis. Óraunhæfar væntingar um eðli hagkerfa eru því skammgóður vermir í baráttunni sem fram undan er í fjármálum hins opinbera. Fækkun starfa er alvarleg, hvort sem um er að ræða opinbera starfsmenn eða aðra. Viðskiptaráð hefur lagt fram tillögur sem miða að því að lágmarka röskun hagkerfisins vegna aðlögunar í ríkisfjármálum, stuðla að sköpun nýrra starfa, viðhalda almennri velferð og tryggja langtímasjálfbærni í ríkisfjármálum. Skýrari verður málflutningurinn varla. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun