Um rökstuðning á ríkisábyrgð 23. febrúar 2010 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 16. febrúar sl. fór ég þess á leit við Kristin Gunnarsson að hann benti á skýrar og ótvíræðar yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbyndu íslenzka ríkið til að takast á hendur ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninganna, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 13. febrúar þar sem hann hélt því fram að íslenzk stjórnvöld hefðu viðurkennt slíka ábyrgð. Kristinn svarar í grein í Fréttablaðinu 20. febrúar sl. og skulu nú rök hans skoðuð.1. Hann tilgreinir fyrst fréttatilkynningu um samkomulag milli Hollands og Íslands 13. október 2008, en á líklega við fréttatilkynningu frá 11. október. - Einnig nefnir hann samkomulag við Evrópusambandið f.h. Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Þar er átt við svokölluð Brüssel-viðmið. - Skemmst er frá að segja að í engu þessara plagga er nefnd ríkisábyrgð.2. Ef mönnum tækist að túlka texta þessara gagna þannig að með þeim hefðu stjórnvöld gengizt undir ríkisábyrgð færi slíkur gerningur í bága við 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar og væri ógildur, enda hefði Bretum og Hollendingum mátt vera það ljóst miðað við allar aðstæður. Reyndar viðurkennir Kristinn hálft í hvoru að það sé „annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið." Hann dregur reyndar úr og heldur því fram að svo þurfi ekki að vera. Fjármálaráðherra undirriti kjarasamninga án þess að Alþingi komi þar nærri og þeir taki gildi þó að Alþingi veiti ekki nægu fé til þeirra. Tugmiljarða samning um að reisa og reka tónlistarhús í Reykjavík hafi tveir ráðherrar gert f.h. ríkisins og hann ekki komið fyrir Alþingi. Nú hljóta samningar eins og þessir að vera gerðir á þeirri forsendu að fé verði veitt lögum samkvæmt og samningsaðilar séu í góðri trú um það. Ef slíkt bregzt kynni slíkt að valda ríkinu bótaskyldu vegna vanefnda. Annars er Kristinn með þessu að skírskota til gersamlega ósambærilegra mála.3. Þá segir Kristinn að með samþykkt frá 5. desember 2008 hafi Alþingi staðfest framangreindar yfirlýsingar um ábyrgð ríkisins með því að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsinga íslenzku ríkisstjórnarinnar. Með þessu staðfesti „Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesaveinnstæðunum og gerir þær að sínum." Þar með telur Kristinn „að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður" og þá geti kröfuhafi fengið dóm fyrir kröfu sinni. - Í stuttu máli felst þetta í rökfærslu Kristins: Alþingi gengst undir ríkisábyrgð með þingsályktun sem staðfesti yfirlýsingar þar sem hvergi er minnzt á slíka ábyrgð. Og hér er ekki látið staðar numið: Alþingi samþykkir ríkisábyrgð með þingsályktun. Kristinn þarf greinilega að lesa stjórnarskrána betur. Ríkisábyrgð verður einungis veitt með lögum.4. Þá fullyrðir Kristinn að með lögum um innstæðurtyggingar (nr. 98/1999) séu í 10. gr. fortakslaus fyrirmæli til Innstæðutryggingarsjóðs að bæta lágmarksfjárhæð sem tiltekinn er að fullu. Hvergi minnzt á ríkisábyrgð í greininni, einungis að sjóðnum sé heimilt að taka lán ef eignir hrökkva ekki til að greiða kröfuhöfum.5. Loks er einni spurningu ósvarað. Hvers vegna er Alþingi að samþykkja sérstök lög sem heimila fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána frá brezka og hollenzka ríkinu svo sem nánar er mælt í 1. gr. laga nr. 96/2009, sbr. lög nr. 1/2010 úr því að skuldbindingar um ríkisábyrgð liggja þegar fyrir? Reyndar er þessu svarað í 2. gr. þar sem segir að ekkert í lögum þessum feli í sér viðurkenningu á því að íslenzka ríkinu hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. - Og hvers vegna standa Bretar og Hollendingar í samningaþófi við Íslendinga í stað þess að fá dóm fyrir óvefengjanlegum kröfum sínum? Mér sýnist sem allur málflutningur Kristins sé á sandi byggður og er hulin ráðgáta hvað honum gengur til. Hitt kemur enn meira á óvart af hve mikilli léttúð hann umgengzt stjórnskipan landsins. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 16. febrúar sl. fór ég þess á leit við Kristin Gunnarsson að hann benti á skýrar og ótvíræðar yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbyndu íslenzka ríkið til að takast á hendur ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninganna, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 13. febrúar þar sem hann hélt því fram að íslenzk stjórnvöld hefðu viðurkennt slíka ábyrgð. Kristinn svarar í grein í Fréttablaðinu 20. febrúar sl. og skulu nú rök hans skoðuð.1. Hann tilgreinir fyrst fréttatilkynningu um samkomulag milli Hollands og Íslands 13. október 2008, en á líklega við fréttatilkynningu frá 11. október. - Einnig nefnir hann samkomulag við Evrópusambandið f.h. Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Þar er átt við svokölluð Brüssel-viðmið. - Skemmst er frá að segja að í engu þessara plagga er nefnd ríkisábyrgð.2. Ef mönnum tækist að túlka texta þessara gagna þannig að með þeim hefðu stjórnvöld gengizt undir ríkisábyrgð færi slíkur gerningur í bága við 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar og væri ógildur, enda hefði Bretum og Hollendingum mátt vera það ljóst miðað við allar aðstæður. Reyndar viðurkennir Kristinn hálft í hvoru að það sé „annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið." Hann dregur reyndar úr og heldur því fram að svo þurfi ekki að vera. Fjármálaráðherra undirriti kjarasamninga án þess að Alþingi komi þar nærri og þeir taki gildi þó að Alþingi veiti ekki nægu fé til þeirra. Tugmiljarða samning um að reisa og reka tónlistarhús í Reykjavík hafi tveir ráðherrar gert f.h. ríkisins og hann ekki komið fyrir Alþingi. Nú hljóta samningar eins og þessir að vera gerðir á þeirri forsendu að fé verði veitt lögum samkvæmt og samningsaðilar séu í góðri trú um það. Ef slíkt bregzt kynni slíkt að valda ríkinu bótaskyldu vegna vanefnda. Annars er Kristinn með þessu að skírskota til gersamlega ósambærilegra mála.3. Þá segir Kristinn að með samþykkt frá 5. desember 2008 hafi Alþingi staðfest framangreindar yfirlýsingar um ábyrgð ríkisins með því að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsinga íslenzku ríkisstjórnarinnar. Með þessu staðfesti „Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesaveinnstæðunum og gerir þær að sínum." Þar með telur Kristinn „að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður" og þá geti kröfuhafi fengið dóm fyrir kröfu sinni. - Í stuttu máli felst þetta í rökfærslu Kristins: Alþingi gengst undir ríkisábyrgð með þingsályktun sem staðfesti yfirlýsingar þar sem hvergi er minnzt á slíka ábyrgð. Og hér er ekki látið staðar numið: Alþingi samþykkir ríkisábyrgð með þingsályktun. Kristinn þarf greinilega að lesa stjórnarskrána betur. Ríkisábyrgð verður einungis veitt með lögum.4. Þá fullyrðir Kristinn að með lögum um innstæðurtyggingar (nr. 98/1999) séu í 10. gr. fortakslaus fyrirmæli til Innstæðutryggingarsjóðs að bæta lágmarksfjárhæð sem tiltekinn er að fullu. Hvergi minnzt á ríkisábyrgð í greininni, einungis að sjóðnum sé heimilt að taka lán ef eignir hrökkva ekki til að greiða kröfuhöfum.5. Loks er einni spurningu ósvarað. Hvers vegna er Alþingi að samþykkja sérstök lög sem heimila fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána frá brezka og hollenzka ríkinu svo sem nánar er mælt í 1. gr. laga nr. 96/2009, sbr. lög nr. 1/2010 úr því að skuldbindingar um ríkisábyrgð liggja þegar fyrir? Reyndar er þessu svarað í 2. gr. þar sem segir að ekkert í lögum þessum feli í sér viðurkenningu á því að íslenzka ríkinu hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. - Og hvers vegna standa Bretar og Hollendingar í samningaþófi við Íslendinga í stað þess að fá dóm fyrir óvefengjanlegum kröfum sínum? Mér sýnist sem allur málflutningur Kristins sé á sandi byggður og er hulin ráðgáta hvað honum gengur til. Hitt kemur enn meira á óvart af hve mikilli léttúð hann umgengzt stjórnskipan landsins. Höfundur er lagaprófessor.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun