Mælikvarði menningar 20. febrúar 2010 06:00 Einar Steinn Valgarðsson skrifar um geðheilbrigðismál. Á vormánuðum stendur til að loka deild 14 á Kleppi, þar sem ég hef starfað sem stuðningsfulltrúi frá 2007. Öllu starfsfólki á deildinni, 27 manns, hefur verið sagt upp frá og með 1. maí. Ástæðan fyrir þessu er sögð sparnaður og endurskipulagning á heilbrigðisþjónustu geðsjúkra. Fólki sem hefur jafnvel unnið við geðsvið árum saman við góðan orðstír býðst nú að vera inni í 5% starfsmannaveltu og eiga forgang með sumarafleysingar. Hin og þessi störf eru nefnd sem fræðilegur möguleiki en það er ekkert tryggt. Eins og ástandið er, er ekki auðvelt að ætla sér að vera vandlátur og sjálfsvirðing og stolt eru samningsatriði. Voru það þó smámunir miðað við það að fæstir skjólstæðinga okkar hafa fengið neina staðfestingu á hvaða úrræði bjóðast þeim. Orðrómur um fyrirhugaða lokun deildarinnar hófst snemma, og virtust flestir aðrir vita af henni en við. Þegar okkur var loks tilkynnt formlega um lokun var okkur sagt að hún yrði snemma árið 2010 og vorum við beðin um að segja sjúklingum ekki frá að svo stöddu. Þeir fréttu þetta síðar sama dag, þegar fréttin lak í fjölmiðla. Staðan virðist sem sagt sú að fyrst hafi verið ákveðið að loka deildinni, svo var starfsfólki sagt upp og loks „unnið í málefnum skjólstæðinga". Hefði ekki verið eðlilegra að tryggja þeim úrræði áður en ákvörðun var tekin? Það er markmið með starfsemi Kleppsspítala að finna búsetuúrræði fyrir sjúklinga, en deild 14 er langlegu-, hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir sjúklinga sem geta ekki verið í eigin búsetu. Flestir þurfa þeir pláss á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Margir þeirra hafa þurft að bíða árum saman. Það yrði óneitanlega kaldhæðni örlaganna ef það væri fyrst núna, við lokun deildarinnar, að þeim byðust einhver úrræði. Það hefur lengi verið skorið niður í heilbrigðiskerfinu, ekki síst geðsviði, jafnvel í sjálfu góðærinu. Góðærið var nefnilega ekki fyrir alla. Nauðsynleg tæki hefur vantað á deildir, nauðsynleg þjónusta er skert, starfsfólki er fækkað samhliða ráðningarbanni, aukið álag, lokanir og lengri vegalengdir fyrir fólk að bregðast við. Allt skapar þetta aukna hættu. Maður hlýtur að undrast forgangsröðun hjá ríkinu þar sem það virðist kappsmál að skera niður í heilbrigðis- og menntakerfi, sem maður hefði ætlað að hvert mannsbarn sæi að væru grunnstoðir sérhvers samfélags, áður en fólk snýr sér að öðru sem mætti fremur missa sín. Ég tel að heilbrigði þjóðarinnar hljóti að vera mikilvægara en ríkisstyrkur við trúfélag, ný samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni, listastyrkur eða endurreisn bankakerfisins. Sjúklingum, starfsfólki og aðstandendum fer eins og fólkinu í hinni mögnuðu kreppusögu Steinbecks, Þrúgum reiðinnar, þegar það hafði verið rekið út á guð og gaddinn af landi sínu í kjölfar þurrks. Þá var erfitt að benda á sökudólg, einn benti á annan. Það voru landeigendurnir. Það voru bankarnir. Það var ríkisstjórnin. Það var kreppan. Það var þurrkurinn. Við erum í raun öll að upplifa þetta. Einn bendir á annan. „Við skulum ekki persónugera vandann." Þá er betra að demba þessu bara beint á þá sem síður geta borið hönd fyrir höfuð sér, eins og skjólstæðinga okkar, sem sumir eiga varla aðra aðstandendur en okkur starfsfólkið til að tala máli þeirra, og geta vegna ástands síns ekki allir tjáð sig. Fólki hættir til að gleyma að líta sér nær og fordómarnir og fáfræðin eru víða. Sér í lagi þegar kemur að umræðu um geðsjúkdóma og geðsvið, þetta er enn hálfgert tabú. Þeir sem eru heilir á geði mega sannarlega teljast lánssamir. En í flestum ættum má finna einhverja sem eiga við geðræn vandamál að stríða og flestir þekkja einhverja sem eru í þessum sporum. Að sama skapi ætti enginn að taka geðheilsu sem gefnum hlut. Í einni skáldsögu sinni lætur rússneska stórskáldið Fjodor Dostojevskí sögupersónu sína mæla þessi orð: „Það má ráða menningarstig samfélaga af aðbúnaði fangelsanna". Ég efa ekki að Dostojevskí hefði samsinnt mér í því að menningarstig samfélaga megi einnig ráða af aðbúnaði geðdeildanna. Höfundur er stuðningsfulltrúi á deild 14, hjúkrunar- og endurhæfingardeild, á Kleppsspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Einar Steinn Valgarðsson skrifar um geðheilbrigðismál. Á vormánuðum stendur til að loka deild 14 á Kleppi, þar sem ég hef starfað sem stuðningsfulltrúi frá 2007. Öllu starfsfólki á deildinni, 27 manns, hefur verið sagt upp frá og með 1. maí. Ástæðan fyrir þessu er sögð sparnaður og endurskipulagning á heilbrigðisþjónustu geðsjúkra. Fólki sem hefur jafnvel unnið við geðsvið árum saman við góðan orðstír býðst nú að vera inni í 5% starfsmannaveltu og eiga forgang með sumarafleysingar. Hin og þessi störf eru nefnd sem fræðilegur möguleiki en það er ekkert tryggt. Eins og ástandið er, er ekki auðvelt að ætla sér að vera vandlátur og sjálfsvirðing og stolt eru samningsatriði. Voru það þó smámunir miðað við það að fæstir skjólstæðinga okkar hafa fengið neina staðfestingu á hvaða úrræði bjóðast þeim. Orðrómur um fyrirhugaða lokun deildarinnar hófst snemma, og virtust flestir aðrir vita af henni en við. Þegar okkur var loks tilkynnt formlega um lokun var okkur sagt að hún yrði snemma árið 2010 og vorum við beðin um að segja sjúklingum ekki frá að svo stöddu. Þeir fréttu þetta síðar sama dag, þegar fréttin lak í fjölmiðla. Staðan virðist sem sagt sú að fyrst hafi verið ákveðið að loka deildinni, svo var starfsfólki sagt upp og loks „unnið í málefnum skjólstæðinga". Hefði ekki verið eðlilegra að tryggja þeim úrræði áður en ákvörðun var tekin? Það er markmið með starfsemi Kleppsspítala að finna búsetuúrræði fyrir sjúklinga, en deild 14 er langlegu-, hjúkrunar- og endurhæfingardeild fyrir sjúklinga sem geta ekki verið í eigin búsetu. Flestir þurfa þeir pláss á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Margir þeirra hafa þurft að bíða árum saman. Það yrði óneitanlega kaldhæðni örlaganna ef það væri fyrst núna, við lokun deildarinnar, að þeim byðust einhver úrræði. Það hefur lengi verið skorið niður í heilbrigðiskerfinu, ekki síst geðsviði, jafnvel í sjálfu góðærinu. Góðærið var nefnilega ekki fyrir alla. Nauðsynleg tæki hefur vantað á deildir, nauðsynleg þjónusta er skert, starfsfólki er fækkað samhliða ráðningarbanni, aukið álag, lokanir og lengri vegalengdir fyrir fólk að bregðast við. Allt skapar þetta aukna hættu. Maður hlýtur að undrast forgangsröðun hjá ríkinu þar sem það virðist kappsmál að skera niður í heilbrigðis- og menntakerfi, sem maður hefði ætlað að hvert mannsbarn sæi að væru grunnstoðir sérhvers samfélags, áður en fólk snýr sér að öðru sem mætti fremur missa sín. Ég tel að heilbrigði þjóðarinnar hljóti að vera mikilvægara en ríkisstyrkur við trúfélag, ný samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni, listastyrkur eða endurreisn bankakerfisins. Sjúklingum, starfsfólki og aðstandendum fer eins og fólkinu í hinni mögnuðu kreppusögu Steinbecks, Þrúgum reiðinnar, þegar það hafði verið rekið út á guð og gaddinn af landi sínu í kjölfar þurrks. Þá var erfitt að benda á sökudólg, einn benti á annan. Það voru landeigendurnir. Það voru bankarnir. Það var ríkisstjórnin. Það var kreppan. Það var þurrkurinn. Við erum í raun öll að upplifa þetta. Einn bendir á annan. „Við skulum ekki persónugera vandann." Þá er betra að demba þessu bara beint á þá sem síður geta borið hönd fyrir höfuð sér, eins og skjólstæðinga okkar, sem sumir eiga varla aðra aðstandendur en okkur starfsfólkið til að tala máli þeirra, og geta vegna ástands síns ekki allir tjáð sig. Fólki hættir til að gleyma að líta sér nær og fordómarnir og fáfræðin eru víða. Sér í lagi þegar kemur að umræðu um geðsjúkdóma og geðsvið, þetta er enn hálfgert tabú. Þeir sem eru heilir á geði mega sannarlega teljast lánssamir. En í flestum ættum má finna einhverja sem eiga við geðræn vandamál að stríða og flestir þekkja einhverja sem eru í þessum sporum. Að sama skapi ætti enginn að taka geðheilsu sem gefnum hlut. Í einni skáldsögu sinni lætur rússneska stórskáldið Fjodor Dostojevskí sögupersónu sína mæla þessi orð: „Það má ráða menningarstig samfélaga af aðbúnaði fangelsanna". Ég efa ekki að Dostojevskí hefði samsinnt mér í því að menningarstig samfélaga megi einnig ráða af aðbúnaði geðdeildanna. Höfundur er stuðningsfulltrúi á deild 14, hjúkrunar- og endurhæfingardeild, á Kleppsspítala.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun