Samstarf um verðmætasköpun og hagvöxt 1. mars 2010 06:00 Tómas Már Sigurðsson skrifar um íslenskt atvinnulíf Ísland stendur á tímamótum um þessar mundir og sú efnahagslega umgjörð sem nú eru lögð drög að verður arfleifð næstu kynslóða. Til að tryggja framtíðarlífskjör á Íslandi hlýtur stefnumörkun stjórnmálaforystunnar að miða að hámörkun hagvaxtar og um leið hagsældar. Á slíkum tímamótum er nauðsynlegt að góð samstaða og samstarf eigi sér stað á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Fjalla þarf af hagsýni og forsjálni um hugsanlegar lausnir á augljósum ögrunum íslensks efnahagslífs og tryggja heildarhagsmuni innan hagkerfisins og eflingu þess til framtíðar. Rétt er að halda því til að haga að verkefnið framundan er risavaxið og snertir alla fleti samfélagsins; heimilin, atvinnulífið og hið opinbera. Frá hausti 2008 hafa íslensk heimili orðið fyrir verulegum skakkaföllum á borð við hækkun skulda, tekjuskerðingu, atvinnumissi og hækkað verðlag. Lífskjör hafa versnað og standast ekki lengur samanburð við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það sama er upp á teningnum í atvinnulífinu, þar sem fyrirtæki búa við skuldaklafa, kostnaðarhækkanir, samdrátt eftirspurnar, verulega laskað fjármögnunarumverfi og mikla óvissu um flesta þætti rekstrarumhverfis. Að auki einkennist viðhorf til atvinnulífs af tortryggni og stundum mætti jafnvel ráða af umræðunni að stór hluti þess sé annaðhvort talinn óæskilegur eða óþarfur. Til viðbótar við þennan vanda er staða ríkisfjármála í ólestri. Mikill kostnaður féll á ríkissjóðs vegna hruns bankanna og samhliða lækkuðu skatttekjur verulega vegna samdráttar í hagkerfinu. Vegna mikillar útgjaldaþenslu síðustu ára standa stjórnvöld því frammi fyrir gríðarlegum fjárlagahalla sem ekki verður brúaður nema með aðgerðum sem beint eða óbeint skerða lífskjör allra Íslendinga. Við lausn þessa vanda er nauðsynlegt að horfa á samspili mismunandi eininga hagkerfisins. Fyrirtæki og heimili mynda saman órofa heild sem almenn velferð byggir á. Heimilin eru uppspretta fjármagns, vinnuafls, hugmynda og neyslu sem eru grundvöllur atvinnustarfsemi. Að sama skapi þurfa heimilin á atvinnu að halda til að draga björg í bú. Á þessu samspili hvílir svo rekstur hins opinbera. Eftir því sem lífskjör heimila batna og tekjur fyrirtækja aukast, þeim mun betur gengur að standa undir sameiginlegri þjónustu og því velferðarkerfi sem við Íslendingar viljum að sé til staðar. Til að tryggja hag atvinnulífs, heimila og hagkerfisins í heild þurfa stjórnvöld fyrst og fremst að stuðla að framleiðni, verðmætasköpun og hagvexti. Eingöngu þannig má gera ráð fyrir varanlegum bata efnahagslífsins sem gerir kleift að skapa störf fyrir þær fjölmörgu vinnufúsu hendur sem nú eru án atvinnu, móta rekstrarumhverfi sem dregur til sín nauðsynlega fjárfestingu og viðheldur mannauði og mynda sterka og varanlega skattstofna sem standa undir sameiginlegri þjónustu. Þegar aðgerðir stjórnvalda á undanförnum mánuðum eru skoðaðar í þessu ljósi valda þær verulegum vonbrigðum. Þar bera hæst vanhugsaðar skattabreytingar, sem draga úr hvata til verðmætasköpunar og fjárfestingar, og fórna þannig efnahagslegum bata að því er virðist fyrir hugmyndafræðileg gildi. Að auki hafa stjórnvöld skapað ný vandamál með handahófskenndri íhlutun í einstakar atvinnugreinar. Almennt má segja að stjórvöld hafi ekki sýnt nægilegan skilning á mikilvægi verðmætasköpunar og hagvaxtar til úrlausnar á vanda hagkerfisins. Það veldur einnig vonbrigðum hvernig samskiptum stjórnvalda og atvinnulífs hefur verið háttað að undanförnu. Einstrengingsháttur, tortryggni og skortur á samstarfsvilja eru orð sem því miður lýsa ástandinu vel. Við stöndum hinsvegar á slíkum tímamótum að önnur nálgun er nauðsynleg. Þrátt fyrir að málefnalegur ágreiningur geti ríkt á milli atvinnulífs og stjórnvalda er engu að síður mikilvægt að uppbyggileg umræða um áherslur og stefnu eigi sér stað. Árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Ísland er vettvangur fyrir umræðu af þessu tagi þar sem fulltrúar atvinnulífs og stjórnvalda skiptast á skoðunum um málefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Á Viðskiptaþingi fyrir réttu ári benti forsætisráðherra réttilega á að ýmislegt mætti betur fara í ranni íslensks viðskiptalífs og að mikilvægt væri að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja yrði í forgrunni við endurreisn hagkerfisins. Síðan þá hefur atvinnulífið sýnt vilja til úrbóta í verki og má þar nefna framlengingu kjarasamninga í haust til að tryggja frið á vinnumarkaði, stóraukna áherslu á heilbrigða stjórnarhætti, upplýsingamiðlun, gagnsæi og jafnréttismál. Í ár bar Viðskiptaþing yfirskriftina „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?". Þó svo atvinnurekendur séu uggandi um framtíðina er svarið við spurningunni augljóst. Á meðan Ísland er í byggð er framtíð fyrir atvinnulífið. Það sem hinsvegar ræður lífskjörum hér til framtíðar er hvernig gengur að koma almennum atvinnurekstri aftur á réttan kjöl, hvernig gengur að skapa verðmæti, störf og skatttekjur. Þar kemur til kasta stjórnvalda og samstarfs þeirra við atvinnulíf. Eins og fram kom á Viðskiptaþingi í síðustu viku eru fulltrúar stjórnvalda og atvinnulífs að þessu leiti sammála. Í ljósi þess er það mín von að fulltrúar atvinnulífs og stjórnvalda leggi meiri rækt við skilvirkt og uppbyggilegt samstarf sem færir okkur nær markmiðum um verðmætasköpun, hagvöxt og endurreisn hagkerfisins. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Tómas Már Sigurðsson skrifar um íslenskt atvinnulíf Ísland stendur á tímamótum um þessar mundir og sú efnahagslega umgjörð sem nú eru lögð drög að verður arfleifð næstu kynslóða. Til að tryggja framtíðarlífskjör á Íslandi hlýtur stefnumörkun stjórnmálaforystunnar að miða að hámörkun hagvaxtar og um leið hagsældar. Á slíkum tímamótum er nauðsynlegt að góð samstaða og samstarf eigi sér stað á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Fjalla þarf af hagsýni og forsjálni um hugsanlegar lausnir á augljósum ögrunum íslensks efnahagslífs og tryggja heildarhagsmuni innan hagkerfisins og eflingu þess til framtíðar. Rétt er að halda því til að haga að verkefnið framundan er risavaxið og snertir alla fleti samfélagsins; heimilin, atvinnulífið og hið opinbera. Frá hausti 2008 hafa íslensk heimili orðið fyrir verulegum skakkaföllum á borð við hækkun skulda, tekjuskerðingu, atvinnumissi og hækkað verðlag. Lífskjör hafa versnað og standast ekki lengur samanburð við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það sama er upp á teningnum í atvinnulífinu, þar sem fyrirtæki búa við skuldaklafa, kostnaðarhækkanir, samdrátt eftirspurnar, verulega laskað fjármögnunarumverfi og mikla óvissu um flesta þætti rekstrarumhverfis. Að auki einkennist viðhorf til atvinnulífs af tortryggni og stundum mætti jafnvel ráða af umræðunni að stór hluti þess sé annaðhvort talinn óæskilegur eða óþarfur. Til viðbótar við þennan vanda er staða ríkisfjármála í ólestri. Mikill kostnaður féll á ríkissjóðs vegna hruns bankanna og samhliða lækkuðu skatttekjur verulega vegna samdráttar í hagkerfinu. Vegna mikillar útgjaldaþenslu síðustu ára standa stjórnvöld því frammi fyrir gríðarlegum fjárlagahalla sem ekki verður brúaður nema með aðgerðum sem beint eða óbeint skerða lífskjör allra Íslendinga. Við lausn þessa vanda er nauðsynlegt að horfa á samspili mismunandi eininga hagkerfisins. Fyrirtæki og heimili mynda saman órofa heild sem almenn velferð byggir á. Heimilin eru uppspretta fjármagns, vinnuafls, hugmynda og neyslu sem eru grundvöllur atvinnustarfsemi. Að sama skapi þurfa heimilin á atvinnu að halda til að draga björg í bú. Á þessu samspili hvílir svo rekstur hins opinbera. Eftir því sem lífskjör heimila batna og tekjur fyrirtækja aukast, þeim mun betur gengur að standa undir sameiginlegri þjónustu og því velferðarkerfi sem við Íslendingar viljum að sé til staðar. Til að tryggja hag atvinnulífs, heimila og hagkerfisins í heild þurfa stjórnvöld fyrst og fremst að stuðla að framleiðni, verðmætasköpun og hagvexti. Eingöngu þannig má gera ráð fyrir varanlegum bata efnahagslífsins sem gerir kleift að skapa störf fyrir þær fjölmörgu vinnufúsu hendur sem nú eru án atvinnu, móta rekstrarumhverfi sem dregur til sín nauðsynlega fjárfestingu og viðheldur mannauði og mynda sterka og varanlega skattstofna sem standa undir sameiginlegri þjónustu. Þegar aðgerðir stjórnvalda á undanförnum mánuðum eru skoðaðar í þessu ljósi valda þær verulegum vonbrigðum. Þar bera hæst vanhugsaðar skattabreytingar, sem draga úr hvata til verðmætasköpunar og fjárfestingar, og fórna þannig efnahagslegum bata að því er virðist fyrir hugmyndafræðileg gildi. Að auki hafa stjórnvöld skapað ný vandamál með handahófskenndri íhlutun í einstakar atvinnugreinar. Almennt má segja að stjórvöld hafi ekki sýnt nægilegan skilning á mikilvægi verðmætasköpunar og hagvaxtar til úrlausnar á vanda hagkerfisins. Það veldur einnig vonbrigðum hvernig samskiptum stjórnvalda og atvinnulífs hefur verið háttað að undanförnu. Einstrengingsháttur, tortryggni og skortur á samstarfsvilja eru orð sem því miður lýsa ástandinu vel. Við stöndum hinsvegar á slíkum tímamótum að önnur nálgun er nauðsynleg. Þrátt fyrir að málefnalegur ágreiningur geti ríkt á milli atvinnulífs og stjórnvalda er engu að síður mikilvægt að uppbyggileg umræða um áherslur og stefnu eigi sér stað. Árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Ísland er vettvangur fyrir umræðu af þessu tagi þar sem fulltrúar atvinnulífs og stjórnvalda skiptast á skoðunum um málefni sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. Á Viðskiptaþingi fyrir réttu ári benti forsætisráðherra réttilega á að ýmislegt mætti betur fara í ranni íslensks viðskiptalífs og að mikilvægt væri að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja yrði í forgrunni við endurreisn hagkerfisins. Síðan þá hefur atvinnulífið sýnt vilja til úrbóta í verki og má þar nefna framlengingu kjarasamninga í haust til að tryggja frið á vinnumarkaði, stóraukna áherslu á heilbrigða stjórnarhætti, upplýsingamiðlun, gagnsæi og jafnréttismál. Í ár bar Viðskiptaþing yfirskriftina „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?". Þó svo atvinnurekendur séu uggandi um framtíðina er svarið við spurningunni augljóst. Á meðan Ísland er í byggð er framtíð fyrir atvinnulífið. Það sem hinsvegar ræður lífskjörum hér til framtíðar er hvernig gengur að koma almennum atvinnurekstri aftur á réttan kjöl, hvernig gengur að skapa verðmæti, störf og skatttekjur. Þar kemur til kasta stjórnvalda og samstarfs þeirra við atvinnulíf. Eins og fram kom á Viðskiptaþingi í síðustu viku eru fulltrúar stjórnvalda og atvinnulífs að þessu leiti sammála. Í ljósi þess er það mín von að fulltrúar atvinnulífs og stjórnvalda leggi meiri rækt við skilvirkt og uppbyggilegt samstarf sem færir okkur nær markmiðum um verðmætasköpun, hagvöxt og endurreisn hagkerfisins. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun