Menntun á umbrotatímum 25. febrúar 2010 06:00 Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hvernig tryggjum við öfluga og heildstæða menntun á þeim umbrotatímum sem nú eru? Þessari spurningu standa allir frammi fyrir á hverjum degi sem lifa og hrærast í menntageiranum. Flest höfum við okkar eigin reynslu af menntakerfinu og skoðanir á þessu mikilvæga verkefni og jafnvel svör við mörgum brennandi spurningum en þurfum vettvang til að þróa þær frekar og koma þeim á framfæri. Þess vegna býður menntamálaráðuneytið til opinnar umræðu á Menntaþingi þann 5. mars nk. Á undarförnum árum hefur löggjöf um menntamál verið breytt þannig að segja má að allar meginstoðir menntakerfisins hafi verið teknar til endurskoðunar. Með nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og opinbera háskóla og einnig um kennaramenntun og námsgögn má fullyrða að mörkuð hafi verið ný menntastefna. Segja má að á örfáum árum hafi verið sett heildstæð löggjöf um menntakerfið allt. Um þessar mundir er unnið að innleiðingu hinnar nýju löggjafar með útgáfu reglugerða og þróun aðalnámskrár fyrir öll skólastig. Á menntaþinginu verður gerð grein fyrir þessu starfi og kynntir grunnþættir nýrrar menntastefnu og meginviðmið náms og kennslu í skólakerfinu. Þessi tímamót leyfa okkur að spyrja róttækra spurninga um fyrirkomulag náms, s.s. hvort tímabært sé að endurskoða námstíma eða skil milli skólastiga. Aðrar spurningar sem velt verður upp tengjast þeim umbrotatímum sem við lifum og þurfum að laga okkur að, s.s. hvernig við tryggjum velferð í skólum hjá nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum á sama tíma og dregið er úr útgjöldum til skólamála. Þá skiptir líka máli að reyna að sjá fyrir sér sóknarfæri íslenska skólakerfisins og hvernig skólarnir geta tekið þátt í samfélagslegu uppbyggingarstarfi á Íslandi. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í umræðunni. Upplýsingar um Menntaþing má nálgast á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar