Ljósnet fyrir neytendur 4. mars 2010 06:00 Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutninga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Símans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á forsvarsmönnum Gagnaveitu Reykjavíkur og hefur framkvæmdastjórinn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmdastjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að uppbygging kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta fullyrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagnaveitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreyndir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveitan veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarðar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef uppbygging kerfis Gagnaveitunnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir framkvæmdastjórinn að Ljósnet Símans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á seinustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home", „Fiber to the building", eða „Fiber to the curb". Þetta er blönduð tækni, sums staðar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síðustu metrana inn í hús. Tækniframfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærilegur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljósneti Símans er algengt að ljósleiðarinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmdastjórinn það ekki rétt að Gagnaveitan hafi tengt 20 þúsund heimili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskiptavinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heimili" hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveldara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunotendum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun